Svikið í 25 mánuði af afnema krónu móti krónu skerðingu öryrkja!Er ekki komið nóg?

Málefnahópur Öbi um kjaramál en enn að berjast fyrir afnámi krónu móti krónu skerðingar öryrkja.En mér finnst forusta Öbi minnast orðið lítið á þetta stóra kjaramál,ef til vill það stærsta.Núna 1.febrúar 2019 eru liðnir 25 mánuðir frá því stjórnvöld lofuðu öryrkjum því að krónu móti krónu skerðingin yrði afnumin en það hefur verið svikið allan þennan tíma.Raunar hafa svikin staðið lengur,þar eð haustið 2016 lofaði ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks því að afnema krónu móti krónu skerðingu bæði hjá  öryrkjum og öldruðum.Það var staðið við loforðið gagnvart öldruðum en svikið á síðustu stundu gagnvart öryrkjum.Svikin hafa staðið síðan og sl. 14 mánuði með aðild VG að svikunum.Furðulegt.Öryrkjar hafa orðið fyrir tugmilljarða kjaraskerðingu vegna þessa.Málið er svo alvarlegt,að ég tel,að forusta Öbi hefði átt að neita að tala við ríkisstjórnina á meðan ríkisstjórnin stóð ekki við það að afnema þessa skerðingu.Þetta er "prinsip" mál,grundvallaratriði,sem ekki má víkja frá.

Kjaramálahópur Öbi hefur haldið 20 fundi frá því í september 2017. 

Fyrir stefnuþing ÖBÍ í príl 2018 fjallaði  kjaramálahópurinn um og lagði eftirfarandi efni fyrir þingið: Leiðrétting kjaragliðnunar, hækkun persónuafsláttar, lífeyrir almannatrygginga verði einstaklingsmiðaður, afnám víxlverkunar almannatrygginga og lífeyrissjóða, hækkun framfærslu örorkulífeyrisþega, afnám „krónu á móti krónu“ skerðingar, hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna, húsnæðismál. Stefnuþingið lagði áherslu á leiðréttingu kjaragliðnunar, hækkun á framfærslu örorkulífeyrisþega og afnám „krónu á móti krónu“ skerðingar. 

 Rósa María Hjörvar er formaður kjaramálahóps Öb

i

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband