Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 20. október 2017
Þurfum þáttaskil í málefnum aldraðra og öryrkja!
Hætta á smáskammtalækningum
Það er kominn tími til þess að það verði þáttaskil í málefnum aldraðra og öryrkja.Það er tímabært að hætta smáskammtalækningum og kominn tími á að bæta kjör þessara aðila það myndarlega, að þeir finni fyrir breytingunni og geti lifað með reisn í framhaldinu. Um síðustu áramót fengu aldraðir í hjónabandi og í sambúð 12 þúsund króna hækkun á mánuði og voru eftir breytinguna áfram með lífeyri undir 200 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Skammarleg upphæð.Sú upphæð átti að duga fyrir mat,fatnaði,húsnæðiskostnaði,samgöngukostnaði ( rekstri biðfreiðar eða strætisvöngnum),síma,fjarskiptakostnaði,hreinlætisvörum,lækniskotnaði,lyfjakostnaði o.fl Hver maður sér, að enginn leið er að láta þetta dæmi ganga upp.Enda er það svo í reynd, að eldri borgarar, sem eru á þessum kjörum,verða að neita sér um að fara til læknis,eða láta vera að leysa út lyf og mörg dæmi eru um að eldri borgarar hafi hringt í Félags eldri borgara í Reykjavík í lok mánaðar og sagt, að þeir ættu ekki fyrir mat.Hvernig má það vera, að velferðarþjóðfélagið Ísland svelti sína eldri borgara með því að skammt þeim svo naumt, að þeir eigi ekki fyrir mat.
Uppsafnaður vandi aldraðra
Það er búið að draga það svo lengi að lagfæra kjör aldraðra og öryrkja, að það er orðinn uppsafnaður vandi. Það verður um leið og nýtt alþingi kemur saman að leysa vanda þessa fólks og ekki með smáskömmtum, heldur með myndarlegum aðgerðum sem dugi og leysi vanda fólksins. Ísland hefur efni á því. Hér eru nokkur atriði til leiðbeiningar í því sambandi: Þegar þing kemur saman á að samþykkja myndarlega hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja.Þessi hækkun á að taka gildi strax. Það á ekki að segja, að lífeyrir muni hækka um næstu áramót. Það er of seint. Það hefur verið viðtekin venja að fresta alltaf aðgerðum fyrir aldraða og öryrkja.En hjá öðrum stéttum koma hækkanir alltaf strax og oft eru þær einnig afturvirkar. Til greina kemur að hækkun til aldraðra og öryrkja yrði afturvirk.Hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja þarf að vera það mikil, að hún dugi. Ég hef sett fram þá tillögu, að lífeyrir aldraðra einhleypinga hækki í 425 þúsund kr fyrir skatt á mánuðien það jafngildir 320 þúsund kr eftir skatt. Þetta er lágmarksbreyting. Ef til vill þyrfti hækkunin að vera meiri.En samhliða mætti auka húsnæðisstuðning við þá eldri borgara,sem ekki eiga eigið húsnæði. Staða þeirra eldri borgara,sem þurfa að leigja eða eiga skuldsett húsnæði er miklu verra en hinna,sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði.Á öllum hinum Norðurlöndunum er mikill húsnæðisstuðningur við eldri borgara.-Ég skora á frambjóðendur til alþingis að taka mál aldraðra og öryrkja upp og leiðrétta mál þeirra á alþingi.
Björgvin Guðmundsson
:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. október 2017
Lögbann á umfjöllun um fjármál Bjarna Ben.!
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti lögbann á umfjöllun Stundarinnar um fjármál Bjarna Benediktssonar hjá Glitni banka..Málið hefur vakið mikla athygli enda hefur það ekki gerst áður,að lögbann væri sett á umfjöllun um störf stjórnmálamanna.Margir munu hafa hugsað,að ef til vill stæði Bjarni sjálfur á bak við þetta lögbann en upplýst var, að það hefði verið þrotabú Glitnis sem bað um lögbannið. Loks þegar Bjarni tjáði sig um málið sagi Bjarni ,að lögbannið væri út í hött og lýsti sig alveg andvígan því.
Þetta inngrip sýslumanns í störf frjáls fjölmiðils minnir óneitanlega á einræðisríkin í S-Ameríku og Sovetríkin gömlu. Í öllum þessum ríkjum hafa fjölmiðlar verið bannaðir eða stjórnvöld stýrt því hvað birt væri í þeim.Það er óneitanlega undarlegt,að þrotabú Glitnis skuli krefjast lögbanns á umfjöllun um Bjarna Ben rétt fyrir kosningar.Sérfræðingar telja,að lögbannið haldi ekki og dómstólar muni ekki staðfesta það. Helga Vala Helgadóttir þingframbjóðandi sagði hjá RUV í morgun,að Bjarni Ben gæti óskað eftir því að lögbanninu væri aflétt að því er hann varðaði. Fróðlegt verður að sjá hvort hann geri það.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. október 2017
Hafa flokkarnir engan áhuga á málum aldraðra?
Árið 2018 eiga lágmarkslaun að hækka í 300 þúsund á mánuði fyrir skatt,þ.e.242 þúsund kr eftir skatt. Það er 12 þúsund kr hækkun frá fjárhæð lífeyris eftir skatt í dag,miðað við einstaklinga.Flestir flokkanna hafa sagt í aðdraganda kosninga,að þeir vilji að lífeyrir aldraðra fylgi lágmarkslaunum,Það vill segja,að þeir vilja hækka lífeyri um 12 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá þeim,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.Stórhugurinn er ekki meiri.Það er uppsveifla í efnahagslífi þjóðarinnar; sumir stjórnmálamenn kalla þetta góðæri.En finna lægst launuðu aldraðir og öryrkjar fyrir góðæri.Ég held ekki.Yfirstéttin finnur fyrir því og millistéttin líka en lægst launuðu aldraðir og öryrkjar ekki. Væri ekki rétt að flokkarnir tækju sig á og bættu kjör aldraðra og öryrkjar svo myndarlega að þeir gætu lifað mannsæmandi lífi. Flokkarnir þurfa að svara því hvað
þeir vilja hækka lífeyri mikið í krónum.Kjósendur eiga skilið að fá að vita það.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. október 2017
Óli Björn: Lífeyrir má ekki vera of hár!
Í fyrra,þegar eldri borgarar héldu 1000 manna fund í Háskólabíó,var Bjarni Benediktsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundinum og var púaður niður! Bjarni ætlaði ekki að taka áhættuna af því aftur og sendi því Óla Björn Kárason,þingmenn á fundinn.Óli Björn var skýrmæltur á fundinum og hafði greinilega lært rulluna sína vel.Hann fór með sömu rullu og Bjarni á alþingi:Lífeyrir aldraðra má ekki verða hærri en lágmarkslaun.M.ö.o: Lágmarkslaun verkamanna eru við hungurmörk og þá verður lífeyrir líka að vera við hungurmörk! Metnaðarfull stefna! Sem betur fer eru aðeins fáir á lágmarksklaunum,eða aðeins 5% verkafólks.Hinir fara strax a hærri taxta.Það er út í hött að miða við taxta sem tæpast er til. Óli Björn sagði,að það kæmi ekki til greina að aldraðir fengju hærri lífeyri en næmi lágmarkslaunum! Sem sagt: Ef verkalýðshreyfingunni tekst ekki að lyfta lægstu launum í mannsæmandi laun á að halda lífeyri einnig niðri.Stefna Óla var vissulega skýr.
Ég segi: Vissulega má lífeyrir aldraðra vera hærri en lágmarkslaun.Það sem skiptir máli er að lifeyrir og lágmarkslaun dugi fyrir framfærslu og mannsæmandi lífi. En á það vantar mikið,að svo sé í dag.Aldraðir,sem búnir eru að vinna alla ævi, eiga það vissulega inni hja þjóðfelaginu að fá rólegt og óhyggjulaust ævikvöld.Þeir eiga að geta lifað með reisn og ekki að þurfa að horfa i hvern aur.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. október 2017
Falleg orð um eldri borgara duga ekki,það þarf athafnir
Það var ekki mikið rætt um málefni aldraðra og öryrkja í leiðtogaumræðunum í fyrrakvöld.En nokkur falleg orð féllu um kjaramál aldraðra. En falleg orð duga ekki. Það þarf athafnir.Fyrir kosningarnar í fyrra létu frambjóðendur Viðreisnar og Bjartrar framtíðar mörg falleg orð falla um eldri borgara. En það gerðist ekkert.Ríkisstjórnin,sem þessir flokkar settust í með Sjálfstæðisflokknum, gerðu ekkert í kjaramálum aldraðra. Þeir bönnuðu eldri borgurum að vinna,gagnstætt því sem lofað hafði verið!
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. október 2017
Aldraðir fá 197 þúsund á mánuði,ráðherrar 1.8 millj kr.!
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi forsætisráðherra sagði í leiðtogaviðræðum í gærkveldi,að ríkisstjórnir,sem hann hefði setið í undanfarið,hefðu hækkað lífeyri aldraðra gríðarlega mikið!Lífeyrir hækkaði um 12 þúsund kr á mánuði um síðustu áramót.Hækkunin var 6,5%.Lífeyrir hækkaði í 197 þúsund kr á mánuði eftir skatt,þ.e. hjá þeim sem eingöngu hafa tekjur frá TR.Ráðherrar og þingmenn fengu 45% hækkun.Þingmenn hækkuðu í 1,1 milljón kr. á mánuði og ráðherrar hækkuðu í 1,8 milljón kr á mánuði,fyrir skatt.Forsætisráðherra fór í rúmar 2 millj. Þetta er fyrir utan aukasporslur og hlunnindi.
Embættismenn hækkuðu svipað eða mun meira. Ríkisstjórn Bjarna hefur á þessu ári talið 197 þúsund á mánuði nægan lífeyri fyrir aldraða í hjónabandi.Það er við hungurmörk í velferðarríkinu.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. október 2017
Vill VG í stjórn með Sjálfstæðisflokknum?
Katrín Jakobsdóttir gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn á landsfundi VG í gær. En í viðtali við blaðamann eftir fundinn hvaðst hún ekki útiloka stjórnarsamstarf við neinn flokk.Hún heldur því opnu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn einnig.Hvers vegna? Samkvæmt skoðanakönunum munu félagshyggjuflokkarnir fá meirihluta á alþingi.Kjósendur eru ekki að stórefla VG til þess að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum.Ef VG myndar tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum hrynur fylgið af VG. Það þarf enga tilraun til þess að athuga það. Bæði Alþýðuflokkurinn og Framsókn hafa reynt þetta og tapað miklu á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Og við sjáum nú útreið Bjartrar framtíðar og Viðreisnar eftir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. október 2017
Meðallaun 667 þúsund á mánuði.Aldraðir með 228 þús í lífeyri ( 197 þús eftir skatt)
Samkvæmt nýrri launarannsókn Hagstofunnar,sem birt var í gær, eru meðallaun launamanna í landinu 667 þúsund kr á mánuði fyrir skatt.Til sanmanburðar má nefna að lífeyrir aldraðra (kvæntra)er 228 þús, kr á mánuði fyrir skatt,197 þús eftir skatt.Fjórðungur launamanna er með 470 þúsund kr eða minna á mánuði.Forstjórar fyrirtækja voru með hæstu heildarlaun að meðaltali 2016 eða 1620 þúsund kr á mánuði.Dómarar komu næst á eftir þeim með 1442 þús kr.( Alþingismenn eru með 1.1 milljón kr. á mánuði og ráðherrar með 1,8 milljón kr á mánuði)Þeir sem starfa við barnagæslu eru með lægstu launin,eða heildarlaun 340 þús kr á mánuði.
Fram kemur í rannsókn Hagstofunnar,að tíundi hver maður er með lægri laun en 381 þúsund kr á mánuði.Lágmarkslaun eru enn lægri eða aðeins 280 þúsund kr á mánuði( Byrjunarlaun eru 257 þús á mán..Aldraðir,öryrkjar og lægst launuðu verkamenn hafa kjör við fátæktarmörk og fyrir neðan þau.Það á að heita að góðæri sé í landinu!
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. október 2017
Tímabært að bæta kjör aldraðra og öryrkja svo sómi sé að!
Meðallaun í landinu eru rúmar 600 þúsund kr á mánuði.Aldraðir og öryrkjar hafa aðeins þriðjung af þeirri upphæð í lífeyri. Þeir,sem sýsla mest um kjör aldraðra og öryrkja,alþingismenn og ráðherrar hafa talsvert meira í laun,þingmenn 1,1 milljón kr á mánuði fyrir utan aukasporslur og ráðherrar 1,8 milljón á mánuði,einnig fyrir utan aukagreiðslur og forsætisráðherra hefur rúmar 2 milljónir á mánuði,einnig fyrir utan allar aukagreiðslurnar. Þetta eru margföld laun aldraðra og öryrkja.En þrátt fyrir það virðast þingmenn og ráðherrar hafa minni skilning á kjaramálum aldraðra og öryrkja en nokkrir aðrir.Þeir loka augunum fyrir vandamáli þessara aðila og yppta öxlum.Vonandi koma sem flestir nýir þingmenn inn í kosningunum og sýna vandamáli þessara aðila meiri skilning en þeir sem nú sitja á þingi.- Ég tel,að hækka þurfi lífeyrinn í 425 þúsund kr á mánuði fyrir skatt, í 320 þús á mánuði eftir skatt. Það er lágmark til þess að lifa af.Þessi upphæð er í samræmi við meðaltalsneyslu í landinu samkvæmt könnun Hagstofunnar.Það er komið nóg af smáskammtalækningum.Það þarf að lagfæra kjörin svo sómi sé að og unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. september 2017
Breytt litróf í pólitíkinni á ný!
Ný könnun um fylgi flokkanna var birt í gær,þ.e. frá MMR.Þá breyttist litrófíð í pólitíkinni enn á ný.Aðaltíðindin voru þau,að Samfylkingin var orðin þriðji stærsti flokkurinn og nýr flokkur Sigmundar Davíðs,Miðflokkurinn fór upp fyrir Framsókn og fékk rúm 7%,
Útkoman var þessi; VG var með 24,7 %,Sjálfstæðisflokkur með 23,5 % og Samfylkingin með 10,4%.Samfylkingin var m.ö.o. komin upp fyrir Pirata og Framsókn.Piratar voru með 10 %,Flokkur fólksins með 8,5%,Framsókn með 6,4%,Viðreisn með4,9% og Björt framtíð með 2,5% Samkvæmt þessu er ljóst,að Miðflokkur Sigmundar Davíðs hefur dregið fylgi frá Framsókn.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)