Færsluflokkur: Bloggar

Svavar segir Katrínu skylt að semja við íhaldið!

Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, lýsir þeirri skoðun á Facebook síðu sinni að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, sé beinlínis skylt að láta reyna á stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Hann segir að Katrín sýni kjark með því að halda viðræðunum til streytu þrátt fyrir gagnrýni úr ýmsum áttum.

Þetta er furðulegt innlegg frá fyrrverandi formanni Alþýðubandalagsins og ráðherra.Hann er á algerum villigötum þegar hann þrýstir á Katrínu Jakobsdóttur að  semja við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarsamstarf enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið að hrökklast frá völdum vegna spillingarmála.Katrínu er ekki skylt að semja við íhaldið; þvert á móti er henni nú skylt að reyna á ný að mynda félagshyggjustjórn,þar eð Flokkur fólksins og Viðreisn hafa nú báðir ljáð máls á því að taka þátt í slíkri stjórn.Fyrsta skylda Katrínar og VG er að mynda félagshyggjustjórn og það er ekki fullreynt.Framsókn hefur að vísu tafið það mál.-Það er athygisvert,að Svavar skuli telja eðlilegt að hundsa athugasemdir innan VG við ráðagerðir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.En varaformaður Vinstri grænna hefur gagnrýnt þessar ráðagerðir harðlega og telur hann helming flokks VG andvígar samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsókn.Það eru aðrir tímar núna en þegar Svavar var flokksformaður.Í dag getur flokksformaður ekki hundsað álit flokksmanna og síst álit háttsettra trúnaðarmanna

Björgvin Guðmundsson


Deilan stendur um ráðherrastóla en ekki um málefni!

 

 

Vinstri grænir,Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sitja nú á erfiðum samningafundum.Og um hvað er deilt? Ekki um málefni fyrst og fremst. Nei,það er deilt um ráðherrastóla.Það er deilt um það hvort VG láti Sjálfstæðisflokkinn fá 5 eða 6 ráðherraembætti og það er deit um það hvort VG eða Sjálfstæðisflokkurinn fái forsætisráðuneytið.Deilan um forsætisráðherrann er nokkurn veginn leyst.VG fer ekki í stjórnina nema að fá forsætisráðherrann.Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir .það,ef þeir fá fleiri ráðherrastóla í staðinn.Og nú er deilt um .það hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að fá 5 eða 6 ráðherrastóla.VG fær að hámarki 2 stóla fyrir utan forsætisráðuneytið.Minna máli skiptir með Framsókn.- Einhver hefði haldið að byrjað væri á því að fjalla um það hvort unnt væri að ná samkomulagi um málefni en svo er ekki.Það eru stólarnir,sem skipta mestu máli!.
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali við RÚV ,að það væri lítill sem enginn málefnaágreiningur milli VG og Sjálfstæðisflokksins. Það er athyglisvert. En hvers vegna má VG ekki semja við íhaldið,ef hugur flokksins stendur til þess.Hafa ekki jafnaðarmenn hér og erlendis samið við íhaldsflokka? Jú,þeir hafa gert það. En ekki í kjölfar spillingarmála eins og komu upp hér nú og í fyrra.Það er fáheyrt,að eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hrökklast frá völdum hér nú vegna spillingarmála skuli Vinstri grænir leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda á ný og ekki bara þann flokk,heldur annan íhaldsflokk með, Framsókn og það eftir að Framsókn "sveik" VG og aðra félagshyggjuflokka í viðræðum um ríkisstjórn.Alþýðuflokkurinn gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 1959 en hann hefði aldrei gert það,ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið að koma út úr spillingarmálum eins og hér átti sér stað
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar varð að segja af sér vegna trúnaðarbrests og spillingarmála; þess vegna var kosið.Sjálfstæðisflokkrinn var sakaður um trúnaðarbrest,um leyndarhyggju;flokkurinn leyndi upplýsingum fyrir samstarfsflokkum sínum um kynferðisafbrot og uppreist æru til brotamanns.Þess vegns slitnaði stjórnarsamstarfið.Það var verið að hylma yfir mjög alvarleg kynferðisafbrot.Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafð flækst í þessi spillingarmál hefði verið lágmark,að flokkurinn hefði verið settur til hliðar um sinn.Það hefði verið hæfileg refsing fyrir flokkinn enda tapaði flokkurinn 5 þingsætum í kosningunum.Nei þá kemur VG til skjalanna og leiðir Sjálfstæðisflokkinn til valda á ný. Að hugsa sér.

 
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
 
 
 

 


Ætlar VG i stjórn með 2 íhaldsflokkum?

Nú er helst rætt um stjórn Sjálfstæðisflokks,Framsóknar og Vinstri grænna (VG).Margir stjórnmálaflokkar hafa farið illa á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,nú síðast Björt framtíð og Viðreisn.Þessir tveir flokkar voru sem rjúkandi rúst eftir stutt stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Framsókn hefur farið mjög illa á langvarandi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og hið sama er að segja um Alþýðuflokkinn.Hann fór illa á samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

VG hefur áhuga á stjórnaraðild og vildi helst mynda félagshyggjustjórn með Samfylkingu,Pirötum og Framsókn. En Framsókn kom í veg fyrir þá stjórn og hefur sennilega aldrei verið alvara með að taka þátt í umræddri stjórn; trúlega verið búin að lofa Sjálfstæðisflokknum samstarfi áður. Er líklegt,að VG komi einhverjum umbótum fram í  samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn? Ég held ekki.Það eina,sem næst fram er það, sem allir flokkar vilja nú að efla eitthvað heilbrigðis-og menntakerfið en það fást engar ráðstafanir til að auka jöfnuð í þjóðfélginu,draga úr misskiptingu og bæta kjör aldraðra og öryrkja.Það verður í skötulíki,ef eitthvað verður.Mér segir svo hugur,að þessi stjórnarsamvinna geti farið illa með VG.Hvernig á annað að vera þegar um er að ræða tvo íhaldsflokka,sem unnið hafa langtímum saman,Sjálfstæðisflokkur og Framsókn.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikinn áhuga á að fá VG með í stjórnina vegna væntanlegra kjarasamninga.VG á að hjálpa Sjálfstæðisflokknum til þess að halda launum verkafólksins niðri,á þeim grundvelli að það tryggi efnahagslegan stöugleika. En ekki er hugsað um félagslegan stöðugleika. Og ekkert er hugsað um lægst launaða verkafólkið og þá aldraða og öryrkja,sem verst eru staddir.Þessir hópar lifa við fátæktarmörk eftir langa stjórnaraðild Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


LÍTILL ÁHUGI Á KJARABÓTUM ALDRAÐRA

 

 

Alþingiskosningar 2017 eru afstaðnar.Það,sem vakti mesta athygli mína í kosningabaráttunni, var það, að lítið var rætt um kjör aldraðra og öryrkja. Og þegar rætt var um þessi  málefni var það yfirleitt með almennnum orðum en ekki minnst á beinar aðgerðir eða tillögur.Flestir flokkanna vildu halda lífeyri óbreyttum en að hann ætti í framtíðinni að hækka í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum: Flokkarnir vildu ekki , að lífeyrir aldraðra og öryrja yrði hærri en lágmarkslaun.Í dag eru lágmarkslaun 230 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá einstaklingum. Lífeyrir er sá sami hjá einstaklingum.Sem betur fer eru aðeins 5 % verkafólks á lágmarkslaunum; hinir eru á hærri töxtum. Samt vilja menn miða lífeyri við lágmarkslaun.Það er þá verið að miða við pappíslaun ,sem fáir eru á.Það er undarlegt.

 

Koma þarf öldruðum úr fátæktargildrunni 

 

Félag eldri borgara í Reykjavík hélt opinn fund í Háskólabíói í oktober til þess að fjalla um kjör aldraðra.Yfirskrift fundarins var að ná öldruðum úr fátæktargildrunni.Með öðrum orðum: Félagið vildi koma öldruðum upp úr lágmarkslífeyri sem væri sá sami og  lágmarkslaun.Það er enginn ágreiningur um það, að lífeyrir er of lágur; sá lífeyrir dugar ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum,dugar ekki fyrir framfærslukostnaði.Kjör aldraðra,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum duga ekki. En samt vilja flokkarnir ekki,að lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun.Ég tel , að þessu verði að breyta.Eðlilegt er,að baráttumenn aldraðra,Félög eldri borgara,Landssamband eldri borgara,stjórnmálaflokkar sem berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og aðrir baráttumen fyrir aldraða knýi fram hærri lífeyri aldraðra en það er síðan verkefni veralýðshreyfingarinnar að berjast fyrir hækkun lágmarkslauna. Eldri borgarar geta ekki borið ábyrgð á lágmarkslaununum.

 

Lágmarkslifeyrir dugar ekki fyrir framfærslu

 

   Miðað við stefnu stjórnmálaflokkanna í málefnum aldraðra fyrir kosningar er ég svartsýnn á , að alþingi geri stóra hluti í þágu aldraðra. Í rauninni bind ég einkum vonir við tvo flokka í því efni,þ.e. Flokk fólksins og Pirata.Flokkur fólksins boðaði 300 þúsund kr skattleysismörk.Það jafngildir 300 þúsund kr lífeyri eftir skatta hjá einstaklingi á mánuði.Piratar vilja einnig hækka persónuafsláttinn en auk þess vilja þeir afnema skerðingu lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum vegna allra tekna. ( tekna af atvinnu,fjármagni og greiðslum úr lífeyrissjóði). Það kann að vera að erfitt verði að framkvæma þessa róttæku stefnu þessara flokka í einum áfanga en þá má gera það í áföngum.Það er hins vegar ekkert vitað hvort eða hvað VG  og Samfylking vilja gera til þess að bæta kjör aldrðraðra og öryrkja. Það eina,sem er handfast í þvi efni er, að lífeyrir eigi að fylgja lágmarkslaunum og duga fyrir framfærslukostnaði. En það er ekki nóg. Það er hvergi nærri nóg.Fram til þessa hafa stjórnmálaflokkarnir ekki gætt þess nógu vel, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum dugi fyrir framfærslukostnaði.Stjórnmálaflokkarnr hafa verið skeytingarlausir í þessu efni.Væntanlega verður breyting á í því efni.Það er þó ekki sjálfgefið.Flokkarnir þurfa mikið aðhald.

 

Hættum smáskammtalækningum!

 

Ég hef sagt,að tími væri kominn til þess að veita öldruðum og öryrkjum myndarlegar kjarabætur; ekki smáskammtalækningar,heldur svo myndarlega hækkun lífeyris,að aldraðir og öryrkjar gætu lifað með reisn.Þessir aðilar eiga ekki að þurfa stöðugt að kvíða morgundeginum.Í velferðarþjóðfélaginu Íslandi á að vera unnt að gera vel við eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag.Og það á einnig að gera vel við öryrkja.Úrbætur í málefnum þessa fólks á að vera fyrsta verkefni nýs alþingis.

 

Björgvin Guðmundssin

Viðskiptafræðingur

 

Fréttablaðið 9.nóv,2017

www.gudmundsson.net

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Framsókn orðin hægri flokkur!

Jónas frá Hriflu stofnaði Framsóknarflokkinn.Flokkurinn átti að vera félagshyggjuflokkur til sveita.Einnig hafði Jónas hönd í bagga með stofnun Alþýðuflokksins og ætlaðist til,að sá flokkur yrði verkalýðsflokkur í bæjunum; flokkarnir áttu að vinna saman.Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Jónas frá Hriflu var uppi og lét mest til sín taka.Hlutirnir gengu ekki alveg eftir eins og Jónas ætlaðist til.Framsóknarflokkurinn hefur alltaf hneygst meira og meira til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og snúist gegn verkalýðsflokkunum.Síðustu áratugina hefur Framsóknarflokkurinn verið í hverri ríkisstjórninni af fætur annarri með Sjálfstæðisflokknum.

Nú átti Framsóknarflokkurinn þess kost að mynda  ríkisstjórn með félagshyggjuflokkunum.Flokkurinn hóf viðræður um myndun slíkrar stjórnar með VG,Samfylkingu og Pirötum en sleit viðræðunum óvænt í gær.Framsókn hafði sagt,að hún vildi mynda breiða ríkisstjórn frá hægri til vinstri.Ég taldi því frá byrjun ótryggt að treysta á Framsókn í þessu samstarfi.Þessi yfirlýsing Framsóknar benti til þess að flokkurinn vildi mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum og jafnvel Miðflokknum.Mér kom því ekki á óvart  þegar Framsókn sleit viðræðunum.En það hefði verið heiðarlegra af Framsókn að afþakka viðræðurnar strax í upphafi. Framsókn taldi meirihlutann nauman í byrjun og sá meirihluti breyttist ekkert þá daga,sem viðræðurnar stóðu yfir.

Ég tel,að Framsókn hafi ekki ætlað að mynda neinn meirihluta með félagshyggjuflokkunum; þetta voru málamyndaviðræður af hálfu Framsóknar.Það er alvarlegt mál.Framsóknarflokkurinn hefur breyst mikið í tímans rás. Flokkurinn er ekki lengur félagshyggjuflokkur heldur hægri flokkur eða miðhægri flokkur.

Björgvin Guðmundsson


Fyrrverand aðstoðarmaður Illuga ræðst á Loga!

Þeir Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson skrifuðu blaðagreinar til þess að mæla með því að Ísland ætti að ganga í ESB og taka upp Evru.Þetta var nokkru áður en Bjarni bauð sig fram til formanns í Sjálfstæðisflokknum.Þegar Bjarni varð þess var,að margir Sjálfstæðismenn voru andvígir ESB ákvað hann að breyta um skoðun á einnig nóttu og tók afstöðu gegn ESB.Illugi fylgdi honum.Sjálfstæðisflokkurinn undir forustu Daviðs Oddssonar var andvígur aðild Íslands að EES. En þegar Sjálfstæðisflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Alþýðuflokkinn  og Jón Baldvin í formannstíð Davíðs skipti Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn um skoðun á einni nóttu og ákvað að styðja EES.Spurningin er þessi: Hvað er langt í að Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun í ESB málinu og taki upp afstöðu með inngöngu í það?

Sirry Hallgrímsdóttir fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar skrifar grein í Fréttablaðið og ræðst á Loga fyrir að vera ekki nógu stöðugan i því að vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB.Ég held,að hún hafi ekki efni á því að gagnrýna aðra fyrir stefnuleysi eða óstöðugleika í málefnum ESB. Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson lofuðu þjóðinni þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB en sviku það.Þeir félagar mæltu með aðild að ESB í blaðagrein en snérust fljótt eins og vindhanar.Sirry ætti að líta sér nær.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson,net


Nýja stjórnin verður að bæta kjör aldraðra og öryrkja myndarlega!

 

 
Flokkarnir,sem ætla að mynda nýja stjórn ætla að efla innviðina,sem eru í lamasessi.En ég saknaði þess að sjá ekki minnst á,að efla ætti velferðarkerfið.Katrín Jakobsdóttir minntist heldur ekkert á það,að bæta ætti kjör aldraðra og öryrkja.Í kosningabaráttnni sögðu allir fjórir flokkarnir að þeir ætluðu að bæta kjör aldraðra og öryrkja og Piratar voru með róttækustu stefnuna í þessum efnum; sögðu að þeir ætluðu að afnema skerðingu lifeyris aldraðra hjá almannatryggingum vegna allra tekna og vildu einnig hækka skattleysismörkin.Ég tel víst,að þessir fjórir flokkar ætli að standa við kosningaloforðin við aldraða og öryrkja en ef svo ólíklega vildi til,að flokkarnir fjórir væru að gæla við að fresta aðgerðum i þágu aldraðra og öryrkja vil ég taka það skýrt fram,að það kemur ekki til greina; slíkt verður ekki liðið.Ef það hvarflar að væntanlegum stjórnarflokkum að gera ekkert í þessum málaflokki eða að fresta aðgerðum geta þessir flokkar gleymt stjórnarmyndun og hætt við hana strax. Sama gildir ef þeir ætla að láta duga þá 12 þúsund kr. hækkun sem á að koma til framkvæmda um næstu áramót en þá á lífeyrir að hækka í 300 þús kr á mánuði fyrir skatt en það þýðir 242 þúsund kr eftir skatt og er 12 þús kr. hækkun hjá eintaklingum.Ekkert gagn er í þeirri hækkun.Það verður að hækka lífeyrinn myndarlega,þannig að unnt sé að lifa af lífeyrinum og lifa með reisn.
 
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net

Bjarni og Illugi mæltu með þjóðaratkvæði um ESB

Þeir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson mæltu með þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB í grein i Fréttablaðinu 13.desember 2008.Einnig rituðu þeir grein í Mbl, þar sem þeir færðu rök fyrir aðild að ESB.

Í greininni í Fréttablaðinu sögðu þeir m.a.:

En sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu og þar með möguleikum okkar á að nýta til fulls þau tækifæri sem felast í innri markaði Evrópu, laða til okkar fjárfestingar og hámarka samkeppnishæfni atvinnulífsins. Vöxtur nýrra atvinnugreina og fyrirtækja sem starfa að stórum hluta erlendis en eiga höfuðstöðvar hér á landi takmarkast mjög af stærð myntarinnar og því óöryggi sem af henni hlýst.[]

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Inga Sæland var sigurvegari kosninganna

Úrslit alþingiskosninganna urðu þau,að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 25,1% atkvæða og 16 þingmenn,tapaði 3,9% og 5 þingmönnum.VG hlaut 16,74% og 11 þingmenn,bætti við sig 1 þingmanni; hafði 15,9% og 10 þingmenn,,Samfylkingin hlaut 12,2% og 7 þingmenn,bætti við sig 4 þingmönnum; hafði 5,7% ,Miðflokkurinn hlaut 10,7% og 7 þingmen,Framsókn hlaut 10,8% og 8 þingmenn,héldu þingmannatölu sinni,höfðu 11,5% atkvæða,Piratar hlutu 9,4% og 6 þingmenn.,höfðu 10 þingmenn og 14,5% atkvæða,Flokkur fólksins hlaut 7,4% og 4 þingnenn,voru sigurvegarar kosninganna,Viðreisn hlaut 6,5% og 4 þinmenn,höfðu 10,5% og 7 þingmenn og Björt framtíð hlaut 1,1% og engan þingmann.- Sigurvegari kosninganna er tvímælalaust Inga Sæland og flokkur hennar. Hún talaði það vel fyrir aldraða og öryrkja og þá sem minna mega sín í leiðtogaviðræðum RUv,að hún vann mikið fylgi á lokametrunum og hefur sennilega tekið þá frá Samfylkingu og Vinstri grænum..

Björgvin Guðmundsson

 


Afnema á tekjuskerðingar í kerfi almannatrygginga

Í síðustu grein minni lagði ég fram tillögu um hækkun lífeyris aldraðra.Í þessari grein fjalla ég um tekjutengingar,tekjuskerðingar í kerfi almannatrygginga.Ég legg til,að þessar skerðingar verði afnumdar í áföngum.Skerðingarnar eru orðnar svo miklar, að þær eru að eyðileggja almannatryggingakerfið.Alvarlegastar eru þessar skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum.Það er dregið svo mikið af lífeyri eldri borgara hjá Tryggingastofnun, ef þeir fá greiðslur úr lífeyrissjóði, að heildarútkoman verður eins og þeir hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð. Árið 1969 lýsti Alþýðusamband Íslands því yfir, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingarnar.Launþegar hófu að greiða í lífeyrissjóðina í trausti þess, að lífeyrir úr lífeyrissjóðunum kæmi til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum, þegar launþegar, sjóðfélagar, færu á eftirlaun. En þetta hefur verið svikið. Í mörgum tilvikum fá eldri borgarar, sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, ekkert meira úr eftirlaunakerfinu,TR og lífeyrissjóði samanlagt en ef þeir hefðu aldrei greitt  neitt í lífeyrissjóð.Eldri borgarar, sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum, hafa verið sviknir. Lífeyrir, sem samsvarar lífeyri úr lífeyrissjóði, hefur verið gerður upptækur.Þetta er „eignaupptaka“. Þessu verður að linna.Best er að afnema þessa skerðingu í 2-3 áföngum.Það skiptir engu máli þó þetta kosti ríkið talsverða fjármuni. Ríkið er áður búið að spara stórfé með skerðingu. Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu. Það verður að greiða til baka.

Aðrar helstu skerðingar í kerfinu eru skerðing tryggingalífeyris vegna atvinnutekna og skerðing vegna fjármagnstekna.Fyrir væntalegar alþingiskosningar hefur mest verið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna.Það hefur verið rætt mikið um frítekjumark vegna atvinnutekna, þar eð það var lækkað um síðustu áramót úr 109 þúsund kr á mánuði í 25 þúsund  á mánuði. Og nú vilja allir stjórnmálamenn hækka það á ný; flestir nefna 100 þúsund kr í því  sambandi. Hvers vegna er svona mikið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna nú. Jú,það er vegna þess,að fyrrverandi ríkisstjórn og sú,sem er að fara frá, ræddu það mikið, að þær vildu greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Það skaut því skökku við, að í stað þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku var hún torvelduð með því að lækka frítekjumarkið.En hvers vegna þarf frítekjumark vegna atvinnutekna. Hvers vegna er það ekki frjálst fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til   án þess að ríkið skerði lífeyrinn hjá almannatryggingum á móti. Ef eldri borgari fer úr á vinnumarkaðinn og aflar tekna tekur ríkið skatt af því og þess vegna kostar það sáralítið fyrir ríkið að standa undir lífeyri til þessa eldri borgara.Ríkið fær þá skatt á móti. Ég tel þess vegna að afnema eigi með öllu skerðingu lífeyris TR  vegna atvinnutekna eldri borgara. Það er plús fyrir ríkið, ef eldri borgari vill og getur aflað atvinnutekna.

Ef til vill er spurning hvort afnema á einnig skerðingu tryggingalífeyris vegna fjármagnstekna.Ég tel  það vel koma til greina.Fjármagnstekjur eldri borgara stafa iðulega af því að eldri borgarinn hefur  verið að minnka við sig húsnæði; hefur selt stærra húsnæði og keypt minna húsnæði í staðinn og lagt mismuninn í banka.Það er alltaf verið að hvetja eldri borgara til þess að minnka við sig húsnæði á efri árum.En ef ríkið læsir krumlunni í þá fjármuni sem eldri borgarar geta sparað og lagt í banka, hvetur það ekki til þess að eldri borgarar minnki við sig húsnæði.

Niðurstaðan er þessi: Afnema á allar tekjutengingar eins og sumir stjórnmálamenn hafa raunar lofað án þess að standa við það.Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax, í einu lagi. En aðrar skerðingar mætti afnema í áföngum.

Nú eru aðeins nokkrir dagar til þingkosninga.Talsvert er rætt um það, að lífeyrir dugi ekki fyrir framfærslukostnaði og hópur aldraðra búi við fátækt.Hækka verður lífeyri, ef tryggja á að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði og fátækt verði bægt frá.Mín tillaga er að lífeyrir hækki í 320 þúsund kr á mánuði eftir skatt. Það er lágmark.Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax..

Björgvin Guðmundsson

.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband