Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 17. maí 2017
Af hverju dugar lífeyrir aldraðra og öryrkja ekki fyrir framfærslu?
Flestir stjórnmálaflokkar hafa sagt,að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum eigi að duga fyrir framfærslukostnaði.En hvers vegna hefur lífeyrir þessara aðila þá ekki verið ákveðinn á þennan hátt,.þ.e. þannig,að hann dygði til framfærslu? Ef allir stjórnmálaflokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn vilja, að lífeyrir aldraðra og öryrkja dugi fyrir framfærslu er meirihluti á alþingi samþykkur því að þetta skref verði stigið.Öll stjórnarandstaðan vill leiðrétta lífeyrinn svo hann dugi til framfærslu og það sama er að segja um Bjarta framtíð og Viðreisn.Tveir af ríkisstjórnarflokkununum vilja þá fara þessa leið ásamt stjórnarandstöðunni.Það er þá ekki eftir neinu að bíða að lyfta lífeyri aldraðra og öryrkja þannig upp,að hann dugi fyrir framfærslukostnaði.Framkvæmið þessa leiðréttingu strax!( Miðað er við þá lífeyrsþega,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum)
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. maí 2017
Laun aldraðra 197 þúsund krónur; Laun þingmanna 1101 þúsund krónur, Laun ráðherra 1826 þúsund krónur, Laun forsætisráðherra 2022 þúsund krónur!!
Þegar borin eru saman laun aldraðra og þeirra,sem starfa á alþingi,þingmanna og ráðherra,kemur í ljós,að laun þingmanna og ráðherra eru margföld laun (lífeyris) aldraðra.Hér er átt við þá gifta aldraða,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum.Laun þingmanna eru 5,6 föld laun aldraðra.Laun ráðherra eru rúmlega 9-föld laun (lífeyris) giftra aldraðra.Laun forsætisráðherra eru rúmlega 10 föld laun giftra aldraðra!
Um síðustu áramót hækkuðu laun giftra aldraðra um 12 þúsund krónur á mánuði (þ.e. þeirra,sem hafa aðeins tekjur frá almannatryggingum!Laun alþingismanna hækkuðu um 340 þúsund krónur á mánuði síðasta haust,ráðherrar hækkðu þá um 338 þúsund krónur og forsætisráðherra hækkaði um rúmar 530 þúsund krónur. Þegar við höfum skoðað þessar tölur þurfum við ekki að láta segja okkur að ekki hafi verið unnt að hækka lægst launuðu eldri borgara um meira en 12 þúsund krónur á mánuðu,þá,sem einungis hafa tekjur frá TR. Það er ekki boðlegt.
Björgvin Guðmundssn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. maí 2017
Eru starfsaðferðir aldraðra í kjaramálum réttar? Fara á nýjar leiðir!
Kjarabarátta eldri borgara á erfitt uppdráttar og skilar ekki alltaf miklum árangri.Félög eldri borgara gera ályktanir um kjaramál og senda þær valdhöfunum; einnig er rætt við stjórnarherrana og útskýrt fyrir þeim, að lífeyrir aldraðra sé of lágur hjá þeim, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum og skerðingar of miklar.Ályktanirnar lenda oftast í ruslakörfu valdhafanna og viðræður við þá skila litlu.Ég hef lagt til,að teknar verði upp nýjar baráttuaðferðir: Leitað verði samstarfs við verkalýðshreyfinguna og þess óskað,að hún taki upp kjarakröfur eldri borgara í viðræðum við stjórnvöld.Reynt hefur verið að fara þá leið og þegar verkalýðshreyfingin tók upp mál eldri borgara við stjórnvöld skilaði það árangri. Stjórnvöld hlusta á verkalýðshreyfinguna enda hefur hún vopnin; hún hefur mikið vald.Á þessu samstarfi þarf að verða framhald.Einnig tel ég, að fara megi dómstólaleiðina.Stefna á ríkinu vegna brota á stjórnarskrá og vegna mannréttindabrota gagnvart öldruðum..
Hagvöxtur er meiri á Íslandi í dag en á nokkru öðru hinna Norðurlandanna.Samt gera íslensk stjórnvöld ekkert til þess að bæta kjör aldraðra.Kjör þeirra verst stöddu eru áfram 197 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá giftum og 230 þúsund á mánuði hjá einhleypum eftir skatt.Sumir telja,að ekki eigi að finna að þessu.En ég er á annarri skoðun.Ég tel,að berjast eigi gegn þessu ranglæti þar til það hefur verð leiðrétt.Þetta eru ekki mannsæmandi laun.Kjör aldraðra voru skert meira um síðustu áramót en sem svaraði hungurlúsinni sem aldraðir fengu í kjarabót. Skerðing húsaleigubóta jókst um áramót og aðrar skerðingar jukust einnig ,þannig að hungurlúsin hvarf strax.Það er bæði verið að fremja stjórnarskrárbrot og mannréttindabrot á þeim eldri borgurum,sem verst eru staddir.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. maí 2017
Ráðstöfun Granda brot á lögunum um stjórn fiskveiða?
Grandi hefur ákveðið að segja upp 86 starfsmönnum fiskvinnslu fyrirtækisins á Akranesi, þar eð fyrrtækið ætlar að flytja vinnsluna til Reykjavíkur.Öllum starfsmönnum botnfiskvinnslu fyrirtækisins á Akranesi er sagt upp. Grandi dró fulltrúa Akranesbæjar á asnareyrunum í margar vikur og þóttist vilja ná samkomulagi um hafnarframkvæmdir sem áttu að stuðla að því, að Grandi gæti haldið vinnslunni áfram á Akranesi.En þetta voru málamyndaviðræður af hálfu Granda.Þeir meintu ekkert með viðræðunum.
Í 1.grein laganna um stjórn fiskveiða segir svo: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.Ég tel,að Grandi sé að brjóta ákvæði þessara laga með því að loka botnfiskvinnskunni á Akranesi og segja upp 86 manns þar.Fyrirtækið er ekki að tryggja með þeirri ráðstöfun trausta atvinnu og byggð á Akranesi.Fyrirtækið er að rústa atvinnu og byggð þar og ganga gegn þeim fyrirheitum,sem gefin voru þegar HB gékk til samstarfs við Granda.Fyrirtækið Grandi hefur náð markmiði sínu; að hirða kvótann af Akurnesingum og hundsa ákvæði laganna um að tryggja trausta atvinnu og byggð a Akranesi.Grandi beitir þarna sömu aðferð og kvótakóngar hafa beitt um allt land; að fara með kvótann á brott og skilja eftir sviðna jörð heimabyggðar.
Það verður annað hvort að skerða kvóta Granda eða hækka veiðigjöld fyrirtækisins.Sjávarútvegsráðherra vill sennilega fremur fara seinni leiðina miðað við ummæli ráðherra í fjölmiðlum.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. maí 2017
25 ár frá því Ísland gerðist aðili að EES
Um þessar mundir eru 25 ár liðin frá því Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES)Það er mikilvægasti viðskiptasamningur,sem Ísland hefur gert.
En EES er ekki aðeins viðskiptabandalag heldur einnig efnahagsbandalag.Með aðild að EES fékk Ísland fríverslunarsamning við Evrópusambandið en einnig aðild að innri markaði ESB og rétt til stofnunar fyrirtækja hvar sem er á svæði EES. Evrópska efnahagssvæðið byggist ekki aðeins á viðskiptafrelsi,fríverslun ( frjálsum vöruflutningum), heldur einnig frjálsum fjármagnsflutningum,fjálsum vinnuaflsflutningum ( frjálsum atvinnurétti)og frjálsum þjónustuflutningum.Það eru frelsin fjögur.
EES varð til með samningi milli Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um fríverslun.Upphaflega var EES öðrum þræði hugsað sem biðstofa fyrir ríkin,sem ætluðu sér síðar að ganga í ESB.
Það var Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins Hannibalsssonar,sem átt stærsta þáttinn í aðild Íslands að EES.Jón Baldvin var þá utanríkisráðherra og undirritaði EES samninginn fyrir hönd Íslands.Nauðsynlegur undanfari aðildar Íslands að EES var aðild Íslands að EFTA. Alþýðuflokkurinn undir forustu Gylfa Þ.Gíslasonar átti stærsta þáttinn i aðild Íslands að að EFTA.Gylfi var þá vidskiptaráðherra og undirritaði EFTA-samninginn fyrir Íslands hönd- ESB er í dag langstærsti viðskiptaaðili Íslands.Við verslum meira við ESB en nokkra aðra viðskiptablokk.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. maí 2017
Gróf mannréttindabrot framin á Íslandi!
Utanríkisráðherra,Guðlaugur Þór Þórðarson,lagði fyrir alþingi skýrslu um utanríkismál fyrir nokkrum dögum.Þar er m.a.kafli um mannréttindamál.Þegar utanríkisráðherra ræddi skýrsluna á alþingi kvaðst hann leggja mikla áherslu á mannréttindamál.M.a. kvaðst hann hafa áhyggjur af mannréttindabrotum í Rússlandi.Kvaðst hann hafa rætt þau mál við utanríkisráðherra Rússlands og m.a. fundið að því, að mannréttindi væru brotin á samkynhneigðum í Rússlandi.Það er virðingarvert,að utanríkisráðherra skuli láta sig varða mannréttindabrot í Rússlandi en það væri ekki síður æskilegt,að hann léti sig skipta mannréttindabrot á Íslandi.Hér á landi eru gróf mannréttindabrot framin.Dæmi: Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum, er haldið niðri í tæpum og rúmum 200 þúsund kr á mánuði.Það dugar ekki fyrir framfærslukostnaði og er gróft mannréttindabrot.Þúsundir barna á Íslandi búa við fátækt.Það er gróft mannréttindabrot. Og þannig mætti áfram telja.Æskilegt væri að utanríkisráðherra og aðrir ráðherrar létu sig þessi mál skipta og beittu sér fyrir lagfæringunm svo hætta mætti mannréttindabrotum hér á landi
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. maí 2017
Stjórnarlaun í Granda 264 þúsund á mánuði,lífeyrir aldraðra 197 þúsund!
Stjórnarlaun í Granda hafa verið ákveðin 264 þúsund kr á mánuði og formaður fær tvöföld laun.En á sama tíma og stjórnarmenn Granda fá þessi laun fyrir að sitja ca 2 fundi á mánuði eru mánaðarlaun (lífeyrir) aldraðra,sem eru í hjónabandi eða sambúð 197 þúsund kr á mánuði eða miklu lægri ( miðað við þá sem einungis hafa tekjur frá TR).Hér sést í hnotskurn misréttið í íslensku þjóðfélagi.Lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið niðri,við fátæktarmörk.En útgerðaraðallinn rakar til sín peningum og greiðir þjóðinni,sem á sjávarauðlindina "skít úr hnefa" fyrir afnot hennar.Stjórnmálastéttin hefur algerlega brugðist í því að ákveða eðlilegt afgjald fyrir afnot auðlindarinnar.Hún hefur ekki ráðið við verkefnið.Grandi greiðir hluthöfum 1,8 milljarða í arð vegna ársins 2016.En þó afkoman sé góð,m.a vegna lágra veiðigjalda,þykist félagið ekki geta rekið vinnslu áfram á Akranesi og vill flytja hana við Reykjavíkur. Við það missa 100 manns vinnuna á Akranesi.Grandi er búinn að hirða kvótann á Akranesi og fara með hann á brott.Og nú þykir Granda tímabært að þakka fyrir sig á Akranesi með því að segja þar upp 100 manns.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. maí 2017
Stefnt að einkavæðingu í mörgum greinum!
Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu í ríkisstjórninni. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórninni veita flokknum ekkert aðhald.Sjálfstæðisflokkurinn stefnir nú leynt og ljóst að því að einkavæða sem víðast. Heilbrigðiskerfið er fyrsta fórnarlambið í því efni.Þar eru miklir erfiðleikar vegna fjárskorts og kerfið er viðkvæmt.Það liggur því vel við höggi.Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að einkavæðingu í þessari grein enda þótt skoðanakannanir hafi leitt í ljós,að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar ( yfir 80%) vilji að heilbrigðiskerfið sé rekið af hinu opinbera.Næsta fórnarlambið er skólakerfið. Upplýst var af RUV í gærmorgun og rætt á alþingi,að menntamálaráðherra væri að vinna að einkavæðingu Fjölbrautarskólans í Ármúla; meiningin væri að sameina Fjölbrautarskólann Tækniskóla Íslands sem atvinnulífið á.Ráðherrann hefur algerlega sniðgengið alþingi i þessu máli enda þótt um stefnubreytingu sé að ræða.Það á að fara framhjá þinginu.Víðar eru uppi einkavæðingaráform. Skammt er síðan Jón Gunnarsson samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins barðist fyrir veggjöldum og einkavæðingu í vegakerfinu.Samt innheimtir ríkið háa skatta af bensínu sem upphaflega áttu að fara í vegina en hafa undanfarið farið í ríkishítina.Það er aðeins ein leið til þess að stöðva einkavæðingaráform stjórnarnnar: Almenningur verður að ´rísa upp og stöðva einkavæðingaráformin.Almenningur reis upp og mótmælti þegar upp komst um það,að ráðherrar,þar á meðal forsætisráðherra,voru með fjármuni í skattaskjólum. Þau mótmæli felldu ríkisstjórnina.Almenningur hefur valdið.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. maí 2017
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg!
Hver er staða aldraðra og öryrkja í dag? Hefur hún batnað? Er hún ásættanleg?Með stöðu aldraðra og öryrkja er ekki aðeins átt við það, hvort lífeyrir aldraðra og öryrkja sé viðunandi, heldur einnig stöðu hjúkrunarmála lífeyrisfólks; framboð rýmis á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun.
Lífeyrir óviðunandi
Í dag opnar varla ráðamaður á Íslandi munninn án þess að hann tali um það hvað þjóðin hafi það gott,hagvöxtur sé í hámarki og staða ríkisfjármála ágæt.Í samræmi við það ætti lífeyrir aldraðra og öryrkja að vera ásættanlegur? En er það svo? Nei, það er langur vegur þar frá.Ný lög um almannatryggingar tóku gildi um siðustu áramót; þau höfðu verið í undirbúningi í meira en áratug.Samkvæmt því hefði átt að vera mikið kjöt á beinunum.En svo var ekki.Lögin voru rýr í roðinu.Í fyrstu var ekki boðin ein króna í hækkun til þeirra aldraðra og öryrkja,sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum.Það var ekki fyrr en Félag eldri borgara í Reykjavík hafði haldið 1000 manna mótmælafund í Háskólabíó, að þáverandi ríkisstjórn lét undan og samþykkti hungurlús í hækkun til þeirra,sem voru á stripuðum lífeyri.Þegar hungurlúsin hafði náð fram að ganga var lífeyrir aldraðra í hjónabandi og i sambúð kominn í 197 þúsund á mánuði, eftir skatt.Lífeyrir einhleypra aldraðra hafði þá hækkað í 230 þúsund á mánuði eftir skatt.Það mundu víst margir aðrir geta lifað af þessum upphæðum í dag? Þetta er skammarlega lágt og enginn leið að framfleyta sér af þessum lífeyri.Þetta er óásættanlegt, þegar nógir peningar eru til í þjóðfélaginu.
305 þúsund á mánuði eftir skatt er lágmark
Hvað þarf lífeyrir að vera hár til þess að hann dugi fyrir sómasamlegri framfærslu? Svarið er þetta: 400 þúsund á mánuði fyrir skatt fyrir einhleypa eldri borgara.Það þýðir 305 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Mér finnst þetta lágt,þegar haft er í huga að meðaltekjur einstaklinga voru 620 þúsund kr á mánuði fyrir skatt 2015.
Lífeyrir aldraðra og öryrkja er óásættanlegur,þ.e. þeirra sem hafa strípaðan lífeyri.Það er ekki unnt að lifa af honum. En hvað með aðra þætti,sem varða lífeyrisfólk? Hjúkrunarheimili.Þar er staðan einnig óásættanleg: Biðlisti eftir rými er 6-8 mánuðir. Og heimilin eru svo fjársvelt,að þau geta ekki ráðið nægilega margt fagmenntað fólk eins og hjúkrunarfræðinga.Þetta ástand er til skammar hjá velferðarríki. Talað er mikið um að stuðla eigi að því að eldri borgarar eigi að geta verið sem lengst heima.En ekkert er gert til að stuðla að því.Heimahjúkrun er einnig fjársvelt.
Samandregið: Það ríkir vandræðaástand í málefnum aldraðra og öryrkja á öllum sviðum.
Björgvin Guðmundsson
Fréttablaðið 4.mai 2017
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. maí 2017
Greinilega stefnt að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins!
Margir undrast það hvers vegna Landspítalinn er sveltur fjárhagslega þannig, að það vantar 5-10 milljarða í rekstur spítalans.Ráðamenn ríkisstjórnarinnar segja, að ekki verði látnir neinir frekari nýir peningar í Landspítalann á þessu ári.Samkvæmt því verður að skera stórlega niður þjónustu á Landspítalanu, og var þó þegar búið að spara mikið í rekstrinum.
Það er greinilegt,að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að keyra Landspítalann niður þannig,að hann verði að stöðvun kominn og þegar algert öngþveiti hefur skapast ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að stíga fram og segja,að einkareksturinn verði að koma til aðstoðar.M. ö.o: Þetta er hrein skemmdarstarfsemi gagnvart Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu.Þjóðin verður að taka í taumana og stöðva þessa atlögu að Landspítalanum.Það er mikil hætta á ferðum.
Æ fleiri vísbendingar sjást um, að stefnt sé að einkavæðingu kerfisins .Nú síðast stígur forsætisráðherrann fram og segir,að það sé í lagi að greiða eigendum einkarekinna heilsugæslustöðva arð,ef hagnaður er að rekstrinum.Þó var búið að afgreiða þetta mál á annan hátt: Kristján Þór Júlíusson þá heilbrigðisráðherra lýsti því yfir á blaðamannafundi í fyrra, að ekki mætti greiða eigendum einkarekinna heilsugæslustöðva arð.Klínikin er lítið einkasjúkrahús og ríkisstjórnin lætur gott heita,að það starfi án leyfis..Katrín Jakobsdóttir alþingismaður spurði á alþingi hvort stefnubreyting hefði orðið frá því í fyrra og hvort þetta væri stefna ríkisstjórnarinnar.Forsætisráðherra hundsaði fyrirspurnina.Það er alvanalegt,að ráðherrar hundsi fyrirspurnir þingmanna og þannig sýna þeir alþingi lítilsvirðingu.Það er alvarlegt,.þegar forsætisráðherra hundsar alþingi..
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)