Færsluflokkur: Bloggar

Ríkisstjórnin lét vogunarsjóðina (hrægammana) plata sig!

Rætt var um afnám hafta  á alþingi í gær.Ráðherrarnir  Benedikt Jóhannnesson fjármálaráðherra og Bjarni Benediktsson,forsætisráðherra, réðu sér ekki fyrir kæti yfir afnámi haftanna og töldu greinlega,að þeir hefðu unnið einhver mikil afrek. Katrín Jakobsdóttir formaður VG sagði,að rétt væri fyrir fjármálaráðherra að athuga það í sambandi við þetta mál, að það væri ekki árið 0 nú eins og hann virtist halda.Margar ríkisstjórnir hefðu unnið að þessu máli.Hún benti á,að  stjórnarandstaðan hefði alltaf stutt allar aðgerðir  til undirbúnings afnámi haftanna.

 Athyglisvert er í þessu sambandi að rifja upp, að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur flutti frumvarp árið 2011 um að fella slitabú föllnu bankanna undir fjármagnshöftin.Ef það hefði ekki verið gert hefði ekki verið unnt að afnema höftin ,þar eð þá hefðu slitabúin og vogunarsjóðirnir, sem eru stærstu kröfuhafarnir,geta farið með  krónueign sína út úr landinu án þess að spyrja leyfis.En það merkilega var,að hvorki Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn studdu frumvarpið. Í  rauninnii voru þessir flokkar þá að greiða atkvæði á móti  afnámi hafta .

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknar og fyrrverandi forsætisráðherra gagnrýndi harðlega hvernig núverandi ríkisstjórn hefði staðið að loka skrefi í afnámi haftanna. Hann sagði,að ríkisstjórn hans,sem Bjarni sat í sem fjármálaráðherra, hefði  ákveðið, að  ekki yrði samið við vogunarsjóðina ( hrægammana) heldur þeim tilkynnt,að þeir gætu farið út með krónur á ákveðnu gengi en ef þeir gengju ekki að því  gæti tekið mörg ár,jafnvel áratugi fyrir þá að komast með krónurnar úr landi.Nýja ríkisstjórnin hefði vikið frá þessari stefnu og setst að samningum með vogunarsjóðunum ( hrægömmunum ) í New York. Verðið,gengið,sem vogunarasjóðirnir fengu í fyrra. hefði í samningum verið lækkað úr 190 kr á evru í 137,50 á evru.Með þessu nýja tilboði til vogunarsjóða hefðu þeir fengið ríflega gjöf frá ríkinu ,morgungjöf,sagði Sigmundur.

Þrátt fyrir þetta nýja tilboð til vogunarsjóða og ríflega gjöf til þeirra eru 100 milljarðar af krónueign (snjóhengju) eftir.Spurning er hvort þeir,sem greiddu 190 kr í fyrra fyrir evruna   fara í mál og heimta sama gengi og nú fékkst.

Björgvin Guðmundsson

 

 


Ríkisstjórnin færir vogunarsjóðunum 45 milljarða á silfurfati!

 

Rikisstjórnin færir vogunarsjóðum,aflandsþrónueigendum, 45 milljarða,með samkomulagi við þá,sem kynnt var í gær.Fyrir 9 mánuðum afþökkuðu vogunarsjóðirnir tilboð upp á 190 krónur á evru ; í samningunum í gær þá greiddu þeir hins vegar fyrir evruna á 137,5 krónur sem þýðir að vogunarsjóðirnir fá 45 milljarða á silfurfati vegna hagstæðara gengis.

Kjarninn segir,að aflandskrónueigendur hafi  kengbeygt Seðlabanka Íslands:Seðlabankinn er búinn vera nokkuð belgingslegur í yfirlýsingum sínum undanfarin ár og nú þarf hann að éta öll þau orð ofan í sig. Hann lætur samt líta út sem þetta hafi allt verið skipulagt, en þeir sem fylgst hafa með orðum hans sérstaklega vita að hann hefur verið kengbeygður.Fulltrúar fjármálaráðuneytisins settust að samningum við vogunarsjóðina ( hrægammana) í New York og þetta kom út úr þeim samningum,45 milljarða gjöf til vogunarsjóðanna.Það má þvi segja,að fjármálaráðherra eða rikisstjórnin hafi látið kengbeygja sig.

 Þegar byrjað var að afnema höftin sagði ríkisstjórnin og  seðlabankinn að vogunarsjóðirnr fengju ekki betra gengi fyrir krónurnar sínar en 190 kr á evru.Afgangurinn af krónunum yrði læstur inni á vaxtalausum reikningum. En nú fengu vogunarsjóðirnir  gengið 137,5 krónur á evru og græddu 45 milljarða.Það var eftir samninga  fjármálaráðherra og ríkisstjórnar við vogunarsjóðina( hrægammana). Þetta hefði ekki þótt gott hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætsráðherra gagnrýnir þetta samkomulag við vogunarsjóðinsa harðlega.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Vegna mikils hagvaxtar á að stórhækka lífeyri strax!

Fyrir nokkrum dögum var tilkynnt,að hagvöxtur hér hefði verið yfir 7% sl ár.Það er mesti hagvöxtur í Evrópu; miklu meiri  en á öllum hinum Norðurlöndunum en samt eru  framlög almannatrygginga til aldraðra og öryrkja miklu minni hér en á hinum Norðurlöndunum.Hvernig stendur á því?Ég tel,að vegna  mikils hagvaxtar og afgangs á fjárlögum eigi strax að stórhækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum.Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar er meðaltalsneysla einhleypinga í landinu 320 þúsund á mánuði eftir skatt.Lífeyrir á að mínu mati að hækka í þá upphæð strax; það er lágmark til mannsæmandi lífs.Þetta er rífleg hækkun,svipuð og hjá ráðherrum síðasta ár en nær ekki hækkuninni,sem varð hjá þingmönnum.

Það er dæmigert og sýnir viðhorf ráðamanna til aldraðra og öryrkja,að lífeyrir eldri borgara og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, hækkaði ekki nema um rúm 7% um áramótin eða brot af því,sem önnur laun höfðu hækkað.En þessi lífeyrir á að hækka jafnmikið og laun ráðherra og þingmanna og embættismanna ríkisins og með sömu afturvirkni.Í rauninni ætti lífeyrir  aldraðra og öryrkja að hækka miklu meira en önnur laun,þar eð þessum lífeyri hefur lengi verið haldið niðri.Aldraðir og öryrkjar eiga inni miklar hækkanir.

 

Björgvin Guðmundsson


Hundsar þingið og sker niður framlög til vegamála!

 

 

 

Gífurleg óánægja er nú um allt land vegna niðurskurðar Jóns Gunnarssonar ráðherra á framlögum tií vegamála.Jón Gunnarsson hundsar þingið og sker niður framkvæmdir sem samþykktar höfðu verið einróma með samgönguáætlun haustið 2016.Óánægjan er svo mikil,að vegum hefur verið lokað í mótmælaskyni.Síðasta föstudag ræddi ríkisstjórnin málið og lét svo sem hún ætlaði að auka eitthvað framlög til vegamála á ný en það var allt mjög loðið og óákveðið.

Fjögurra ára samgönguáætlun var samþykkt á þinginu haustið 2016 mótatkvæðalaust. Með nýrri samgönguáætlun ásamt fjölda breytingartillagna átti að verja um það bil 100 milljörðum  í samgöngur á næstu fjórum árum. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þá þingmaður Samfylkingarinnar sagði fyrstu framlagningu samgönguáætlunar hafa verið rýra í roðinu: „Þess vegna komu fram fjölmargar breytingartillögur og viðaukatillögur sem góðu heilli voru flestar samþykktar.Ekki síst það sem kom inn á síðustu metrunum, ríflega milljarður til viðhalds vega, héraðs- og tengivega.“ .

Fjöldi samgöngubóta í norðvesturkjördæmi

 

Ólína fagnaði þeim fjölda framkvæmda sem ráðast átti í  í norðvesturkjördæmi og nefndi Dýrafjarðargöng, bætur á vegi að Látrabjargi og í Árneshrepp á Ströndum og um Skógarströnd á norðanverðu Snæfellsnesi. Einnig er á samgönguáætluninni bættur vegur um Gufudalssveit. Sérstaklega fagnaði Ólína samþykkt breytingartillögu hennar um að veita fé til undirbúnings jarðganga milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar.

Samgönguinnviðir geti kiknað

 

Það er gríðarlega mikið álag á samgönguinnviði okkar, ekki síst vegna  mikillar fjölgunar ferðamanna á síðustu árum, og við verðum að gefa í ef við ætlum að halda í við þá þróun. Samanburðarlönd verja fjórum sinnum meiru en Íslendingar í samgöngumál.Þar er hagvöxtur sáralítill!

Björgvin Guðmundsson

 


Öldruðum að kenna að ekki fékkst meira fé í vegina!!

Stjórnarherrarnir eru alltaf að gorta af því hvað þeir hafi hækkað  greiðslur til aldraðra og öryrkja mikið um síðustu áramót.Lífeyrisfólk hefur ekki fundið fyrir þessum hækkunum á eigin skinni.Og þeir aldraðir,sem reynt hafa að vera á vinnumarkaði hafa sætt verri stöðu en áður vegna aukinna skerðinga tryggingalífeyris.Bjarni kökubakari kom í sjónvarpið í gær beint frá kökukeppninni í New York og átti ekki nógu sterk orð til þess að básúna miklar hækkanir lífeyrisfólks um  áramótin;svei mér ef hann sagði ekki að greiðslur til aldraðra og öryrkja hefðu hækkað um tugi milljarða!En hverjar eru staðreyndir málsins.Þær eru þessar: Fyrrverandi ríkisstjórn með Bjarna sem fjármálaráðherra lagði fram frumvarp um almannatryggingar með 0 krónu hækkun til þeirra verst stöddu en samt átti það að kosta tæpa  5 milljarða vegna þess að draga átti nokkuð úr skerðingum vegna lífeyrissjóða; m.ö.o. taka minna af öldruðum ófrjálsri hendi!Ríkisstjórnin var eiginlega rekin til baka með þetta frumvarp,þar eð 1000 manna fundur eldri borgara í Háskólabíói krafðist þess, að lagfæringar yrðu gerðar á frumvarpinu.Ríkisstjórnin lét undan og lagfærði frumvarpið örlítið; lét 5 milljarða í það í viðbót.Alls voru þetta ca 10 milljarðar.Það er aðeins þriðjungur þess,sem ríkið tekur af öldruðum á ári ófrjálsri hendi vegna skerðinga á tryggingalífeyri aldraðra.

Hækkunin til aldraðra og öryrkja um áramót,10 milljarðar, sem er mest vegna minni skerðinga eru smáaurar miðað við það sem látið er til annarra greina samfélagsins.Hvað kostaði til dæmis hækkunin á launum ráðherra í 2 millj á mánuði, og hækkunin á launum þingmanna í 1,1 milljón á mánuði og miklar hækkanir embættismanna,sem sumar hverjar giltu 18 mánuði til baka.Ráðherrar tala minna um þær hækkanir.Jón Gunnarsson samgönguráðherra var svo ósvífinn í kastljósþætti,að hann sagði tvisvar í þættinum,að það hefði verið hækkað svo mikið til aldraðra,að ekki hefði verið unnt að láta meira fé í vegina. Hann gerði m.ö.o aldraða að blóraböggli! Þessir herrar ættu að reyna að lifa í einn mánuð á ellilífeyri þeirra,sem verða að lifa eingöngu á lífeyri almannatrygginga;197 þúsund krónur á mánuði,ef um hjónaband eða sambúð er að ræða og 227 þúsund á mánuði,ef um einhleypinga er að ræða!!

Björgvin Guðmundsson


Óstjórn á fjármálum ríkisins!

 

 

 

Stjórnarherrarnir tala mikið um það, að fjármál ríkisins séu í góðu lagi og afgangur á fjárlögum. En hver er staðreynd málsins.Hún er þessi:  Allir innviðir samfélagsins eru vanfjármagnaðir.Það vantar fjármagn í heilbhrigðiskerfið,sérstaklega í Landspítalann en þar liggur við neyðarastandi og í hjúkrunarheimilin; það vantar fjármagn í velferðarkerfið,menntakerfið og samgöngukerfið en miklar deilur eru nú  í þjóðfélaginu um samgöngukerfið vegna niðurskurðar á samgönguáætlun.En nýr samgönguráðherra lét það verða sitt fyrsta verk að skera niður samgönguáætlun,sem samþykkt var á alþingi í góðri sáttt í oktober 2016.Það eru skornar niður nauðsynlegar vegaframkvæmdir á Vestifjörðum,Austfjörðum og á Suðurlandi en þó eru innheimtir  af bíleigendum 70 milljarðar á ári í bensíngjöldum og bílagjöldum,sem eiga að fara í vegina en fara að mestu leyti í eyðsluhít ríkissjóðs.Það er auðvelt að sýna afgang á fjárlögum með því að borga ekki nauðsynleg og tilskilin framlög til innviða þjóðfélagsins.Þetta er ekki góð stjórn á fjármálum ríkisins.Þetta er óstjórn.Annað hvort verður að afgreiða fjárlög með halla og láta nauðsynleg framlög í innviðina eða að afla nægilegra viðbótartekna.

Björgvin Guðmundsson

 

www.gudmundsson.net


Mosfellsbær segir upp samningi við ríkið um rekstur hjúkrunarheimilis

Mosfellsbær hefur sagt upp samningi sínum við ríkið um rekstur hjúkrunarheimilisins Hamra,með 12 mánaða fyrirvara. Ástæðan er sú,að daggjöldin,sem ákveðin eru fyrir heimilið eru svo lág,að þau duga hvergi nærri fyrir rekstrarútgjöldum.Þetta er sama sagan og hjá flestum öðrum hjúkrunarheimilum í landinu.Hjúkrunarheimilin hafa verið fjársvelt og eru flest að stöðvast.Fyrrverandi heilbrigðisráðherra,Kristján Þór Júlíusson ansaði lítt stanslausum kröfum um aukið fjármagn.Það eina sem fyrrverandi ríkisstjórn hugsaði um og sú nýja ætlar líka að gera er að sýna afgang á pappírnum,á fjárlögum, en allir innviðir samfélagsins hafa verið vanræktir.Þetta er líkast því og að það sé verið að falsa bókhaldið.Og það virðist engu skipta þó hagvöxtur sé sá mesti á Vesturlöndum.Samt eru allir innviðir sveltir.- Varðandi Hjúkrunarheimilið Hamra segir Haraldur Sverrissoin bæjarstjóri,að það séu 3 leiðir í stöðunni: Að fá aukið fjármagn og reka Hamra á sama hátt og áður,að ríkið taki við rekstrinum en nokkur sveitarfélög hafa gert kröfu um það og í þriðja lagi að bjóða reksturinn út  en það mundi þýða það ,að einhverjir einkaaðilar tækju reksturinn að sér og reyndu að græða á honum með því að hækka öll gjöld. Það er vesta leiðin en ef til vill er það leiðin,sem Sjálfstæðisflokkurinn vill helst fara.

Hamrar er nýtt og gott hjúkrunarheimili, Öll herbergi  einbýlisstofur.Það má ekki gerast,að rekstur þess stöðvist.Það vantar ný hjúkrunarheimili.En vegna vanrækslu stjórnvalda miðar þessum málum frekar aftur á bak en áfram.

Björgvin Guðmundsson


Skerðingarnar: Mál gegn ríkinu ákveðið.5 milljarðar hafðir af öldruðum

Eins og ég hef skrifað um undanfarið  hefur Tryggingastofnun/ríkið haft af  eldri borgurum 5 milljarða í janúar og febrúar vegna ólögmætrar skerðingar á lífeyri eldri borgara frá almannatryggingum á þeim forsendumm,að þeir hafi lífeyri frá lífeyrissjóðum.

Flokkur fólksins hefur skorað á Landssamband eldri borgara að fara í mál við ríkið út af þessu Í bréfi til LEB segir m.a.:Ef LEB ætlar ekkert að afhafast gagnvart þessu meinta lögbroti TR óskar Flokkur fólksins eftir yfirlýsingu formanns LEB þess efnis innan  10 daga  frá birtingu þessa bréfs.Flokkur fólksins mun í kjölfarið höfða mál á hendur ríkinu  fyrir hönd eldri borgara og fá úr því skorið fyrir óvilhöllum dómstólum hver raunverulegur réttur þeirra er.

Samkvæmt þessu er ljóst,að dómsmál er í  uppsiglingu.Ég fagna því. Það er búið að níðast nóg á eldri borgurum og tímabært að þeir leiti réttar síns.

Björgvin Guðmundsson.

 

 


Kjör sumra aldraðra eru við hungurmörk

 

Ástandið í málefnum aldraðra þetta: Kjör eldri borgara, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum, eru við hungurmörk.Lífeyrir sá, sem stjórnvöld skammta öldruðum, dugar ekki til framfærslu.Aldraðir, sem eru í þessum sporum, verða iðulega að neita sér um læknishjálp eða lyf.Það er til skammar fyrir land, sem kallar sig velferðarríki.Skortur er á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun er undirmönnuð.

Hjúkrunarmálin skipta líka miklu máli

Hagsmunamál aldraðra eru fleiri en kjaramálin.Hjúkrun og umönnun aldraðra skiptir einnig miklu máli.Á síðasta ári dvöldust 2407 eldri borgarar, 67 ára og eldri, á hjúkrunarheimilum.Af þeim voru flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 1372.Vistmönnum á hjúkrunarheimilum hefur fjölgað mikið eftir því, sem þjóðin hefur elst. Árið 1998 voru 2000 eldri borgarar á hjúkrunar-og dvalarheimilum aldraðra en árið 2015 voru þeir orðnir 2710.

Biðlistar alltof langir

Það hefur verið mikið vandamál undanfarn ár hvað biðlistar eftir rými á hjúkrunarheimilum hafa verið langir.Biðtiminn eftir rými þar er nú rúmlega 6 mánuðir skv upplýsingm landlæknis. Það er alltof langur tími. Skilyrði fyrir því að fá vist á hjúkrunarheimili hafa verð hert. Nú verða allir, sem sækja um hjúkrunarheimili, að fá færni- og heilsumat Í stuttu máli er það þannig, að enginn fær vist á hjúkrunarheimili i dag nema hann hafi áður nýtt öll úrræði, sem eru í boði fyrir þá, sem dveljast heima, svo sem heimahjúkrun og jafnvel hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili.Það þýðir, að ekki er sótt um hjúkrunarheimili fyrr en heilsan leyfir ekkir að dvalist sé lengur í heimahúsi Heilsunni getur hrakað ört, þegar svo er komið og ef það dregst mjög lengi eftir það að fá rými á hjúkrunarheimili, jafnvel í 6 mánuði, getur viðkomandi eldri borgari verið orðinn mjög slæmur til heilsunnar loks, þegar hann fær inni á hjúkrunarheimili..Hann nýtur betur dvalar á hjúkrunarheimili, ef hann fær dvöl þar áður en hann er orðinn of heilsuveill.

Heimahjúkrun er undirmönuð

Æskilegt er,að eldri borgarar geti dvalist sem lengst í heimahúsum hjá ástvinum sínum.En þar eru einnig vandamál.Heimahjúkrun er undirmönnuð. Hún hefur ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að ráða mætti nægilega marga hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða..Það eru því bæði vandamál vegna skorts á hjúkrunarheimilum og vegna undirmönnunar í heimahjúkrun.Nauðsynlegt er að gera átak nú til þess að bæta úr hvoru tveggja.Stjórvöld segja, að góðæri ríki í landinu og því ætti að vera kjörið tækifæri nú til þess að bæta úr þessu.Það er mikilvægara en að sýna afgang á fjárlögum..



Björgvin Guðmundsson, pistlahöfundur
Birt í Morgunblaðinu 9.mars 2017
 









 
 

Mjólkursamsalan felld undir samkeppnislög

 

 

 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram tillögur,frumvarpsdrög, um að Mjólkursamsalan verði felld undir samkeppnislög eins og samkeppniseftirlitið hafði lagt til. Drögin gera ennfremur ráð fyrir því að MS verði að selja öllum hrámjólk á sama verði en undanfarin ár hefur MS mismunað í þessu efni; minni aðilar hafa þurft að borga hærra verð fyrir hrámjólk en gamlir viðskiptavinir MS eins og til dæmis Kaupfélag Skagfirðinga sem hefur notið sérstakra fríðinda.Ólafur Magnnússon forstjóri Kú fagnar tillögum ráðherra og telur  þau mikilvægan áfanga og muni auka samkeppni á mjólkurvörumarkaði.-Tillaga ráðherra er enn ekki orðin að stjórnarfrumvarpi og ef til vill mun Sjálfstæðisflokkurinn reyna að hindra framlagningu þess.Bændasamtökin taka tillögunum einnig illa og segja þær ekki í samræmi við  samþykkt atvinnuveganefndar alþingis um að reyna sættir.Formaður stjórnar MS,Egill bóndi á Berustöðum segir,að tillögurnar muni hækka verð á mjólkurvörum.  Ólafur í Kú segir það undanlega röksemdafærslu.Lögmálið sé það, að aukin samkeppni lækki vöruverð en ekki öfugt.

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband