Færsluflokkur: Bloggar

Lausn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar: Enga nýja peninga í heilbrigðiskerfið!

 

 

 

Þegar rætt var um myndun 5-flokka stjórnar eftir kosnngar var sagt, að fyrst og fremst hefði strandað á  ágreiningi um það  hvar ætti að taka peningana í þau mörgu verkefni, sem þyrfti að ráðast í.VG og Samfylking vildu bjóða upp aflaheimildir og  fá  þannig meiri peninga frá útgerðinni auk þess sem skattar yrðu hækkaðir á þeim,sem hæstar hefðu tekjurnar.  Viðreisn lagðist gegn þessari skattlagningu en hvaðst Þó vija taka meiri peninga af útgerðinni. Bæði Viðreisn og Björt framtíð kváðust í kosningabaráttunni vilja efla heilbrigðiskerfið.Báðir flokkarnir vissu að til þess þurfti að útvega meiri fjármuni. Samt samþykktu  þeir að láta enga nýja peninga í heilbrigðiskerfið eða aðra innviði samfélagsins við myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum! Allt í einu  voru öll fjárhagsvandamál ríkisins gleymd.Viðreisn og Björt framtíð þurftu ekki að hafa áhyggjur af því lengur hvar ætti að fá peninga í heilbrigðiskerfið eða aðra mikilvæga þætti.Lausnin var einföld: Við látum enga nýja peninga i heilbrigðiskerfið.Skítt með kosningaloforðin!

Björgvin Guðmundsson

 


Fötluð börn á vistheimilum beitt ofbeldi!

 

Það hefur vakið mikla athygli,að fötluð börn á Kópavogshæli voru beitt ofbeldi samkvæmt opinberri skýrslu,sem birt hefur verið.Forráðamenn Þroskahjálpar telja,að enn sé ekki nægilegt eftirlit með slíkum heimilum og því geti enn verið pottur brotinn

Í mars 2008 barst forsætisráðuneytinu erindi frá Landssamtökunum Þroskahjálp þar sem farið var fram á sérstaka rannsókn á aðbúnaði fatlaðra barna á stofnunum á vegum opinberra aðila á árum áður. Var þá vistheimilanefnd endurskipuð. Henni var falið að skoða vistun barna á Kópavogshæli á árunum 1952 til 1994.

Börn sættu andlegu og líkamlegu ofbeldi og vanrækslu þegar þau voru vistuð á fullorðinsdeildum á Kópavogshæli á árunum 1952 til 1993. Þetta er niðurstaða Vistheimilanefndar sem skilaði dómsmálaráðherra skýrslu um málið í gær..

Í mars 2007 samþykkti Alþingi lagafrumvarp um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Nefndi kannaði starfsemi vistheimilisins Breiðavík í Rauðasandshreppi, Heyrnleysingjaskólans 1947-1992, vistheimilisins Kumbaravogs 1965-1984 ogskólaheimilisins Bjargs 1965-1967. Þá var skilað áfangaskýrslum um vistheimilin Silungapoll

 

Björgvin Guðmundsson

 


Gylfi Þ.Gíslason

Gylfi Þ.Gíslason hefði orðið 100 ára í dag.Hann var formaður Alþýðuflokksins og einn af merkustu stjórnmálamönnm landsins.Ég kynntist Gylfa mjög vel.

Þegar ég byrjaði að starfa í Alþýðuflokknum 1949 voru þeir Gylfi Þ.Gíslason og Hannibal Valdimarsson merkustu þingmenn Alþýðuflokksins.Þeir börðust gegn aðild Íslands að NATO og voru róttækir í flestum málum.Gylfi var hugmyndafræðingur og skrifaði bók um jafnaðarstefnuna,þar sem lögð var áhersla á þjóðnýtingu og áætlunarbúskap.Hannibal var róttækur verkalýðsleiðtogi,mikill ræðumaður,sem átti auðvelt með að hrífa áheyrendur með sér.Ég leit mjög upp til þessara tveggja manna þegar ég hóf störf í Alþýðuflokknum.Gylfi leiðbeindi okkur ungu mönnunum á stjórnmálanámskeiðum og kenndi okkur allt um jafnaðarstefnuna og helstu hugtök í hagfræði.Ég varð strax mjög hrifinn af Gylfa og með okkur tókst góður vinskapur.Samband  mitt við Hannibal var á annan hátt.Ég starfaði með honum á Alþýðublaðinu og náðum við vel saman þar.( Byggt á Efst á baugi)

Stjórnmálaferill Gylfa var glæsilegur.Hann varð kornungur þingmaður Alþýðufokksins eða 29 ára og ráðherra fyrir Alþýðuflokkinn 39 ára.Hann varð menntamála-og iðnaðarráðherra 1956-1958,iðnaðar-og  viðskiptaráðherrs 1958-1959 og menntamnála-og viðskiptaráðherra 1959-1971.Einnig var hann formaður þingflokks Alþýðuflokksins auk þess sem hann var formaður flokksins.

Gylfi átti stærsta þáttinn í þvi að Ísland gekk i EFTA,Fríverslunarsamtök Evrópu en það ruddi brautina fyrir því að Ísland gæti gengið í EES.Sem menntamálaráðherra beitti Gylfi sér fyrir því að Danir afhentu Íslendingum handritin og það kom i hlut hans að veita þeim viðtöku.Gýlfi átti stóran þátt i því að komið var á viðskiptafrelsi 1960,þegar innflutningsverslunin var gefin frjáls.Gylfi kom   mörgum umbótamálum á sviði mennnngarmála fram.

 

Björgvin Guðmundsson


Má hnekkja skerðingum TR á lífeyri fyrir dómstólum?

 

 

 

Eldri borgurum svíður sárt, að Tryggingastofnun skuli skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum mikið vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóðum.Þetta er ígildi þess,að lífeyrir í lífeyrissjóðum sé skertur beint.Útkoman er alveg sú sama. Eldri borgurum finnst því eins og hér sé um eignaupptöku að ræða.Þeir eiga lífeyrinn  í lífeyrissjóðunum og ekkert á að gera skert hann.Hvernig má breyta þessu og stöðva skerðingarnar? Það er um tvær leiðir að ræða:1) að fá stjórnmálamenn til þess að breyta lögum og stöðva skerðingarnar eða 2) að fara í mál og fáum skerðingum hnekkt fyrir dómi.Ekki líst mér á fyrri leiðina. Stjórnmálamenn hafa ekki sýnt það mikinn skilning á kjaramálum aldraðra.

En hvað með síðari leiðina. Er unnt að hnekkja þessum skerðingum með málsókn? Ef til vill er rétt að láta reyna á það.Þetta er að vísu erfitt mál. Það krefst mikillar undirbúningsvinnu og gæti reynst tafsamt.Vandinn við þennan málarekstur er sá, að lítið sem ekkert finnst  skjalfest um, að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar en öllum,sem komu að stofnun þeirra ber saman um, að þannig hafi það átt að vera.Verkalýðsleiðtogum,sem unnu að stofnun lífeyrissjóðanna, ber öllum saman um að  lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar.Aldrei kom til greina,að þeir mundu valda neinni skerðingu. Ef fara á í mál þarf að byrja á því að safna sem mestum skriflegum upplýsingum um, að það hafi verið undirskilið, að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar.Þetta getur verið  tafsöm vinna.En hún er nauðsynlegur undanfari málsóknar.

Ég tel,að fara eigi í mál og leggjast í þá vinnu,sem nauðsynleg er í því sambandi.Hér er um það mikið réttlætismál að ræða.Eldri borgarar eiga að fá að njóta lífeyris úr lífeyrissjóðum án skerðinga,þegar þeir fara á eftirlaun.

Björgvin Guðmundsson

 


LANDSPÍTALINN: Á að svíkja kosningaloforðin?

Tveir yfrlæknar á Landspítalanum komu fram í sjónvarpi RUV í gær og ræddu ástandið á Landspítalanum.Þeir sögðu,að það nálgaðist neyðarástand þar; álagið væri svo  mikið og undirmönnun starfsfólks.Mikill fjöldi sjúklinga væri á spítalanum,sem ætti heima á hjúkrunarheimilum en vegna vöntunar á hjúkrunarrými væri ekki unnt að flytja þá af spítalanum. Spítalinn væri yfirfullur af sjúklingum; sjúklingar væru á kaffistofum og göngum og það væri ekki boðlegt.Yfirlæknarnir spurðu: Hvar er eftirlitið.Hvar er vinnueftirlitið og Landlæknir sem eiga að hafa eftirlit með því að hlutirnir séu í lagi á spítalanum.Í Svíþjóð sæta spítalar dagsektum ef ástandið er eins slæmt og á Landspítalanum.

Fyrir síðustu kosningar lýstu allir stjórnarflokkarnir því yfir,að  þeir ætluðu að efla Lanspítalann og heilbrigðiskerfið.En Bjarni forsætisráðherra hefur lýst því yfir,að ekki verði látnir neinir nýir peningar í heilbrigðiskerfið.Hann er m.ö.o. búinn að lýsa því yfir,að stjórnarflokkarnir ætli að svíkja kosningaloforðin enda ekki óvanur slíku.Og Benedikt frændi er búinn að éta það upp eftir honum og sagði að það yrði að treysa á hagvöxtinn varðandi fjármuni en ekki væri unnt að láta nýja peninga í heilbrigðiskerfið.Setningin í stjórnarsáttmálanum um að heilbrigðiskerfið eigi að vera í forgangi er þess vegna aðeins ein blekkingin í viðbót.Það á ekkert að gera í heilbrigðismálum; heldur að láta Landspítalann drabbast niður.Undirskriftir 86 þúsund landsmanna skipta þessa menn engu máli.Það eina sem skiptir þá máli eru ráðherrastólar!

 

Björgvin Guðmundsson


100 milljarða vantar í velferðarkerfið miðað við Norðurlönd!

Velferðarkerfið á hinum Norðurlöndunum er svo miklu öflugra en hér, að það  er varið um það bil 100 milljörðum meira til aldraðra og öryrkja og velferðarkerfisins á hinum Norðurlöndunum en hér. Þennan mun verður að jafna.Það er óþolandi, að  velferðarkerfið hér skuli standa langt að baki velferðarkerfinu á honum Norðurlöndunum enda þótt hagvöxtur sé meiri hér.

Jónas Kristjánsson hefur sett fram hugmynd um það hvernig fjármagna megi þennan mun.Hann segir: 

Uppboð verði á öllum fiskikvóta; gefur 20 milljarða.

Fjármagnstekjuskattur verði hinn sami og tekjuskattur einstaklinga.Gefur 20 milljarða.

Tekjuskattur fyrirtækja verði hinn sami og á hinum Norðurlöndunum.Gefur 20 milljarða.

Orkuskattur á stóriðju gefur 10 milljarða.

Hátekjuskattur á margra milljónatekjur gefur 10 milljarða.

Hærri skattar á ferðaþjónustu svo sem hærri  virðsaukaskattur á hótelherbergi (gistináttagjald),gefur 10 milljarða.

Svo þarf auðvitað að  koma lögum og sektum yfir skattsvikara i skattaskjólum.( Með því má fá a.m.k 10 milljarða í  viðbót)

Alls gefur þetta 100 milljarða á ári.

Á þennan hátt er unnt að gera velferðarkerfið hér sambærilegt  og það er á hinum Norðurlöndunum.

Björgvin Guðmundsson

 


Strikaður út úr almannatryggingum eftir greiðslur til þeirra í 70 ár!

 

 

 

Eldri borgari,sem er að verða níræður, hringdi til mín og sagði, að hann hefði byrjað að greiða iðgjald,tryggingagjald, til almannatrygginga 1946.Hamm greiddi  til almannatrygginga í 70 ár,fyrst í formi tryggingagjalds en síðan í formi skatta.Hann sagði,  að nú væri búið að fella niður allar greiðslur til hans frá almannatryggingum. Mér finnst það ansi hart sagði eldri borgarinn, að eftir að hafa greitt í 70 ár til almannatrygginga skuli ellilífeyrir,grunnlífeyrir, til mín strikaður út.

En margir hafa sögu sögu að segja í dag.Það er búið að fella niður grunnlífeyrinn,sem lengi var heilagur og ekki mátti  hreyfa við. Nú er grunnlífeyrir ekki til lengur.

Þer sem greitt hafa til almannatrygginga alla sína starfsævi eiga rétt á lífeyri,eftirlaunum,frá almannatryggingum,þegar þeir eru komnir á eftirlaunaaldur.Það er verið að brjóta á þessum eldri borgurum. Það skiptir engu máli þó þeir haf góðan lífeyrissjóð.Ríkinu kemur það ekkert við þó launþegar greiði í lífeyrissjóð.Lífeyrir úr lífeyrissjóði á ekki að hafa áhrif á greiðslur frá almannatryggingum.Lífeyrissjóðirnir eiga að vera til viðbotar almannatryggingum.Það var hugmyndin,þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir.Við það á að standa.

Björgvin Guðmundsson

www.guðmundsson.net


Hélt tveimur skýrslum leyndum fyrir þingi og þjóð! Stjórnarskrárbrot

Forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráherra,Bjarni Benediktsson, sætti harðri gagnrýni á alþingi í gær  fyrir að halda tveimur mjög mikilvægum skýrslum leyndum fyrir alþingi og þjóðinni fyrir alþingiskosningarnar sl ár.Fyrir liggur,að báðar skýrslurnar voru tilbúnar það fljótt,að það var unnt að birta þær fyrir kosningar.Allir  þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ráðherrann harðlega fyrir að hafa haldið skýrslunum leyndum.

Um  er að ræða skýrslu um skattakjól og aflandsfélög og hvað miklu er talið að Íslendingar hafi skotið undan skatti frá 1990 vegna vistunar fjármagns í skattaskjólum.Og síðan er skýrsla um leiðréttinguna,þ.e. niðurfærslu höfuðstóls lána en skýrslan fjallar fyrst og fremst um það hvernig  leiðréttingin hefur gagnast landsmönnum en niðurstaðan er sú ,að hún hefur komið þeim efnameiri best en lítið gagnast þeim,sem mest þurfti á henni að halda.Þetta voru tvö stærstu málin í stjórnmálunum á síðasta kjörtímabili og í síðustu kosningum.Það er engin tilviljun að þeim var báðum stungið undir stól fyrir síðustu alþingiskosningar.

Steingrímur J. Sigfússon benti á það í umræðunum um málið,að það væri bundið  í stjórnarskrá,að  þingmenn gætu krafið ráðherra um skýrslur og svör um ákveðin mál.Samkvæmt þvi má segja,að það sé brot á stjórnarskránni að halda slíkum skýrslum leyndum.

 Þingmenn voru mjög harðorðir í umræðum um málið. Þeir töldu það athæfi Bjarna Benediktssonar vítavert að stinga tveimur mjög mikilvægum opinberum skýrslum undir stól.Vel er hugsanlegt,að skýrslur þessar hefðu haft áhrif á úrslit kosninganna ef þær hefðu legið fyrir í kosningabaráttunni.Oddný Harðardóttir þingmaður orðaði málið svo,að fyrrverandi fjármálaráðherra hefði snúið á þingið með því að stinga skýrslunum undir stól!

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Réttlætið: Þingmenn 55% hækkun,aldraðir og öryrkjar 9,7%!

ASÍ vekur athygli á því í fréttabréfi sínu,að alþingismenn fengu 55% kauphækkun á síðasta ári. Á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 9,7%.Ráðherrar fengu á sama tíma 46% launahækkun.Þetta eru þeir aðilar,þingmenn og ráðherrar sem neita öldruðum og öryrkjum um mannsæmandi kjarabætur; skammta þeim 9,7% hækkun á sama tíma og þeir taka sér sjálfir 46-55% kauphækkanir! Er ekki kominn tími til þess að alþingi og ríkisstjórn hysji upp um sig buxurnar og leiðrétti myndarlega kjör aldraðra og öryrkja.Þessir aðilar vita,að það er ekki unnt að lifa af 200 þúsund króna lífeyri.Þeir sem hafa einungis lífeyri frá almannatryggingum geta ekki dregið fram lífið án aðstoðar ættingja eða hjálparstofnana.Breytt skerðingarákvæði hjálpa ekki þessum verst stöddu. Það breytIr engu fyrir þennan hóp þó ríkisstjórnin segist ætla að draga úr skerðingum vegna atvinnutekna einhvern tímann á kjörtímabilinu.

Þessi hópur hefur engar atvinnutekjur.

 

Björgvin Guðmundsson


Ný stjórn ætlar ekki að bæta kjör aldraðra; eflir heldur ekki heilbrigðiskerfið!

 

 

 

Það er nú alveg komið í ljós,að ný ríkisstjórn ætlar ekkert að gera til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Stjórnin ætlar heldur ekkert að gera til þess að efla Landsspítalann eða heilbrigðskerfið.Það verður ekkert gert til þess að efa velferðarkerfið.

  Bæði Viðreisn og Björt framtíð lofuðu því fyrir kosningar að bæta stöðu aldraðra og öryrkja og þessir flokkar lofuðu því einnig að efla heilbrigðiskerfið.En þessar yfirlýsingar hafa allar reynst svik og lygi.Það er ekki meiningin að gera neitt til þess að efna þessi loforð. Óttar Proppe formaður Bjartrar framtíðar segir nú,að  þetta hafi ekki verið kosningaloforð heldur kosningaáherslur.Þessi nýi ráðherra er með öðrum orðum strax kominn með sömu klækina og þeir sem lengi hafa verið ráðherrar; því er nú haldið fram,að loforð,sem hann gaf fyrir kosningar hafi ekki verið loforð,heldur áherslur!!

Það er alveg ljóst,að fagurgali Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir kosningar hafði aðeins þann tilgang að hjálpa þessum flokkum að ná völdum en ekki að standa við stórar yfirlýsingar um bætta stöðu aldraðra eða bætt heilbrigðiskerfi.Það kom skýrt fram á alþingi við umræður um ríkisfjármálaáætlun næstu 5 árin,að ekki er ætlunin að láta neitt nýtt fjármagn i Landspítalann eða heilbrigðiskerfið.Án nýs fjármagns verður heilbrigðiskerfið ekki eflt.Ákvæði stjórnarsáttmála um að heilbrigiskerfið sé í forgangi er marklaust án nýs fjármagsn.

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband