Færsluflokkur: Bloggar

Kjör öryrkja óásættanleg

Kona nokkur,sem hefur verið öryrki í 20  ár hefur hvorki húsnæði né örorkuífeyri,sem dugi fyrir mat.Hún er húsnæðislaus og sefur í bíl sínum.Hún hefur eins og aðrir einhleypir öryrkjar tæpar 200 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í örorkulífeyri.Það dugar ekki fyrir öllum útgjöldum,dugar ekki fyrir mat og hún hefur gripið til þess ráðs þegar hún er matarlaus að fara í gáma matvöruverslana til þess að leita að einhverju matarkyns!Þetta er hörmulegt í velferðarríkinu,Íslandi og í miðju góðæri sem ráðamömmnm verður tíðrætt um.(Stundin segir frá þessu)

Konan hefur reynt að vera  á leigumarkaði.Hún greidd 115 þúsund kr á mánuði í leigu og þá var lítið eftir fyrir mat og öllum öðrum  útgjöldum. Örorkulífeyrir var 185 þúsund á mánuði eftir skatt til áramóta og hækkaði aðeins um 11 þúsund krónur á mánuði um áramót.Konan getur ekki gefið börnum sínum afmælisgjafir eða jólagjafir og þykir það mjög sárt. Henni hefur verið neitað um félagslegt húsnæði hjá sveitarfélögum og hefur heldur ekki fengið félagslegt húsnæði hjá Öryrkjabandalaginu.

Konan er ekki í neinni óreglu.Því miður er staðan svona hjá mörgum öryrkjum.Það er eins og skilningur stjórnvakda sé enginn á slæmum kjörum öryrkja og  aldraðra,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum.

Björgvin Guðmundsson


Níðst á þeim,sem verst standa

 

 

 

Ríkisstjórn Framsóknarflokksins,sem var að fara frá,  ætlaði að koma á svokölluðu starfsgetumati  fyrir öryrkja og hún ætlaði að hækka eftirlaunaaldurinn.Það átti að hækka aldurinn úr 67 árum í 70 ár í áföngum.Starfsgetumat felst í því að falla frá læknisfræðilegu örorkumati og byggja í staðinn örorkumatið á því hvað hver öryrki geti unnið mikið.Ríkisstjórn Framsóknar hvarf frá hvoru tveggja.Öryrkjabandalag Íslands mótmælti starfsgetumatinu  harðlega, einkum vegna þess að það hefði ekki verið kynnt nóg og bandalagið  benti á , að ef taka ætti upp starfsgetumat þyrfti það langan undirbúningstíma; m.a. þyrfti að tryggja, að öryrkjar, sem treystu sér til þess að vinna hlutastörf, fengju slík störf svo og full störf, ef öryrkjar treystu sér í þau.Eldri borgarar gerðu einnig verulegar athugasemdir við tillöguna um að hækka eftirlaunaaldurinn í 70 ár.Ríkisstjórnin ákvað að falla frá báðum þessum umdeildu atriðum.

Ætlar nýja stjórnin að endurtaka klúðrið?

En þrátt fyrir örlög þessara tveggja atriða er nýja stjórnin farin af stað með þau bæði aftur sbr nýja stjórnarsáttmálann.Það er alveg augljóst, að ríkisstjórnin ætlar að reyna að spara ríkisútgjöld með því að hækka eftirlaunaaldurinn í 70  ár.Það á að láta eftirlaunafólkið sjálft greiða aukin útgjöld almannatrygginga! Nýja stjórnin gerir sér einnig vonir um að fækka öryrkjum með því að taka upp starfsgetumat.Öll vinna fyrrverandi ríkisstjórnar að málefnum öryrkja í almannatryggingafrumvarpinu  var eitt  allsherjarklúöur.

Hlaðið undir þá,sem hafa meira en nóg!

Nú segist nýja stjórnin ætla að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna og vinna að sveigjanlegum starfslokum.Fyrst skera Sjálfstæðismenn frítekjumark vegna atvinnutekna niður við trog en segjast svo skömmu síðar ætla að hækka það!  En ekkert á að hækka lífeyri þeirra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum enda þótt ekki sé unnt að lifa af þeim lífeyri.Það er furðulegt. Það er eins og öllum stjórnmálamönnum sé það keppikefli að halda öldruðum og öryrkjum, sem ekki hafa lífeyrissjóð, við hungurmörk. En á sama tíma taka stjórnmálamennirnir sér ríflegar kauphækkanir sjálfir; um 44 % hækkuðu laun þingmanna 13.oktober 2016 , áður en þeir mættu í vinnuna.Laun þingmanna hækkuðu þá í 1100 þúsund kr á mánuði fyrir skatt en laun ráðherra hækkuðu í 2 milljónir kr á mánuði fyrir skatt.Lífeyrir aldraðra og öryrkja er hins vegar áfram rúmlega 200 þúsund á mánuði eftir skatt; hækkaði aðeins um 5-9%..Þetta er réttlætið á Íslandi í dag: Níðst er á þeim,sem verst standa en hlaðið meiria og meira undir hina, sem hafa nóg.

Björgvin Guðmundsson

Fréttablaðið 19.janúar 2017

 

 


Brexit verður Bretum erftt; getur skaðað hagsmuni Íslands

 

 

 

Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur nú  áttað sig á því, að útganga Bretlands úr ESB þýðir,að Bretland fer jafnframt úr Evrópska efnahagssvæðinu og missir því allan aðgang að innri markaði ESB.Hún flutti ræðu í gær þar sem hún viðurkenndi þetta.Therea May  gefur til kynna að það sé ákvörðun Breta að slíta einnig tengsl við EES en það er leikaraskapur hjá henni.Það var aldrei í boði að Bretland segði sig úr ESB og mundi síðan fleyta rjómann af því sem best væri fyrir Bretland í   samstarfi við ESB.Eina leiðin fyrir Brretland til þess að halda aðild að EES er að ganga í EFTA.En ekki er talið líklegt að Bretland geri það.Bretar hafa meiri áhuga á sérsamningi við ESB. En mér er til efs að Bretar fái meira út úr því en aðild að EES.

Það er nú komið í ljós,að útganga Bretlands úr ESB var algert frumhlaup.Pundið hefur hríðfallið síðan og lífskjör Breta versnað.Hætt er við, að mörg stór fyrirtæki yfirgefi Bretland þegar Bretar fara úr ESB og innri markaði ESB.Það er miklu hagstæðara  fyrir bresk stórfyrirtæki að vera áfram á innri markaði ESB.

Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði í gær,að ef Bretar vildu áfram eiga aðild að innri markaði ESB yrðu þeir að samþykkja líka fjórfrelsið en það þýðir m.a. frjálsa för fólks.En Bretar vilja aðild að innri markaði ESB án þess að samþykkja frjálsa för fólks. Það er ekki í boði sagði Merkel.Viji Bretar gera fríverslunarsamning við ESB getur það hugsanlega verið í boði en án aðildar að innri markaði ESB .Útganga Breta úr ESB mun verða Bretum mjög erfið.Hætt er við að hún eigi eftir að skaða viðskiptin við Ísland.Tollfrelsið sem Ísland nýtur í Bretlandi er vegna aðildar Íslands að EES.Um leið og Bretland fer úr ESB (og EES) fellur tollfrelsið niður og það verður að semja um það upp á nýtt milli Íslands og Bretlands.Það eru draumórar að halda, að það felist einhver ný  tækifæri fyrir Ísland í viðskiptum við Bretland eftir Brexit.Það má gott heita, ef tekst með nýjum samningum að endurnýja það tollfrelsi, sem Ísland hefur notið í Bretlandi en hætt er við, að töf verði á nýjum samningum.Ekki er ljóst enn hvað Bretar vilja í því efni.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Takmörkun á greiðsluþátttöku sjúklinga frestað til 1.mai!

 

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta innleiðingu greiðsluþátttökukerfis fyrir heilbrigðisþjónustu til 1. maí næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem gildistökunni er frestað en nýja kerfið byggir á breytingum á lögum um sjúkratryggingar sem samþykktar voru á Alþingi 2. júní 2016. Núverandi fyrirkomulag greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu helst áfram óbreytt fram til 1. maí.

Lagabreytingin, ásamt nýju tilvísunarkerfi, átti upphaflega að taka gildi 1. júlí 2016 en var þá frestað til 1. febrúar næstkomandi. 

Samkvæmt lögunum verður innleitt nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu þar sem heilbrigðisráðherra mun ákvarða hámarksgreiðslur sjúkratryggðra fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu.

Með nýja kerfinu verður sett hámark á greiðslur sjúkratryggðra í hverjum mánuði fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu.  Þar er m.a. átt við þau gjöld sem sjúkratryggðir greiða fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum og fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er hjá sjálfstætt starfandi læknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum og talmeinafræðingum.

Við gildistöku nýja kerfisins verður tekið tillit til greiðslna fyrir framangreinda heilbrigðisþjónustu sem veitt er á tímabilinu 1. desember 2016 til og með 30. apríl 2017.

Velferðarráðuneytið hyggst setja reglugerðir um innleiðingu kerfisins í þessum mánuði og verður nýja greiðsluþátttökukerfið þá kynnt nánar.

Ekki hefur verið gert ráð fyrir að auknu fé verði varið inn í kerfið heldur af fjármagn verði fært til innan þess.

Það er mjög slæmt að þvi skuli frestað að setja þak á greiðsluþáttöku sjúklinga.Þegar lögin um þetta efni munu taka gildi 1.mai verður liðið tæpt ár frá þvi lögin voru samþykkt á alþingi.Þessi töf á framkvæmd málsins er óásættanleg.Það hefur verið sleifarlag á undirbúningi og framkvæmd málsins.Enda þótt málið sjálft sé meingallað,þar eð ekkert nýtt fé er látið inn í málaflokkinn,heldur fjármagn flutt til innan hans,verður samt einhver bót af þakinu.Heilbrigðiskostnaður kemur þungt niður á öldruðum og öryrkjum.Þeir binda vonir við nýju lögin.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Hækka á frítekjumark vegna atvinnutekna í það sama og áður

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú áttað sig á því,að flokknum urðu á mistök,þegar hann samþykkti í síðustu ríkisstjórn að lækka frítekjumark vegna atvinnutekna úr 109 þúsund kr á mánuði,fyrst í 0 og síðan í 25 þúsund kr á mánuði.Það er gífurleg óánægja með þetta meðal eldri borgara enda óskynsamlegt að " banna" eldri borgurum að vinna, ef þeir hafa heilsu til og það kostar ríkið sáralítið að hafa ríflegt frítekjumark vegna atvinnutekna; ríkið fær það mikið af sköttum af atvinnutekjum aldraðra.

Í stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar segir,að draga eigi úr skerðingum vegna atvinnutekna.Nýr félagsmálaráðherra segir,að dregið verði úr skerðingum vegna atvinnutekna einhvern tímann á kjörtímabilinu!

Með því að ný ríkisstjórn er þeirrar skoðunar að draga eigi úr skerðingum vegna atvinnutekna aldraðra á ekki að bíða með að gera það.Það á að gera það strax.Þetta er ekki neitt kosningamál fyrir næstu kosningar. Þetta er hagsmunamál eldri borgara og þess vegna á að framkvæma það strax um leið og alþingi kemur saman.

Björgvin Guðmundsson


Ríkasta 1 prósent jarðarbúa á jafnmikið og 99 prósent!

Ójöfnuður í heiminum hefur enn aukist.Samkvæmt upplýsingum Oxfam,alþjóðlegu góðgerðarsamtakanna, á ríkasta 1 prósent jarðarbúa jafnmikið og hin 99 prósentin. Það eru 8 ríkustu aukýfingar heims,sem eiga öll þessi auðæfi.

Oxfam segir,að bilið milli ríkra og fátækra sé ekki minna en talið var,heldur þvert á móti.Það er viðvarandi og vaxandi ójöfnuður í heiminum,sem kyndir undir flokkadrætti og óánægju þeirra fátækustu.Það er brýnt

að gera ráðstafanir til þess að auka jöfnuð í heiminum,útrýma fátækt og skapa öllum viðunandi lífskjör.

 

Björgvin Guðmundsson


Endurskoðun TR: Stórlækkun frítekjumarks atvinnutekna,engin hækkun lífeyris

Félagsmálaráðherra síðustu ríkisstjórnar skipaði nefnd til þess að endurskoða almannatryggingar.Nefndin starfaði i mörg ár.Þegar hún loks skilaði áliti lagði hún til,að frítekjumörk yrðu afnumin,þar á meðal vegna atvinnutekna og hún lagði til,að lífeyrir þeirra,sem einungis hefðu lífeyri almannatrygginga yrði óbreyttur; ekki hækkaður um eina krónu!Vegna mikilla mótmæla eldri borgara í ræðu og riti lét ríkisstjórnin undan í þessu efni og ákvað 25 þúsund króna frítekjumark vegna atvinnutekna og hún ákvað örlitla hækkun lífeyris þeirra,sem verst voru staddir.Þetta þýddi,að frítekjumark  vegna atvinnutekna skyldi lækkað úr 109 þúsund kr á mánuði í 25 þús kr á mánuði í stað lækkunar í 0 kr .

Nú segir ný ríkisstjórn,að hún vilji hækka frítekjumark vegna atvinnutekna á ný.Ljóst er,að mikill áróður eldri borgara gegn lækkun frítekjumarksins hefur borið nokkurn árangur.Sömu öfl eru þó ráðandi í báðum ríkisstjórnum.Hringl,stefnuleysi og andstaða Sjálfstæðisflokksins við hagsmuni aldraðra og öryrkja hefur valdið miklum skaða.

Björgvin Guðmundsson


Meira samkomulag í 5-flokknum en milli stjórnarflokkanna!

Rætt var um stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar á Sprengisandi í morgun.Stjórnandinn spurði gest þáttarins, Eirík Bergmann stjórnmálafræðing, um það hvers vegna hann teldi,að stjórnarsáttmálinn væri eins almennt orðaður og raun bæri vitni.Eiríkur taldi,  að það væri unnt að túlka flest atriði sáttmálans  á fleiri en einn veg.Eiríkur Bergmann svaraði spurningu stjórnanda Sprengisands með því að segja, að  sennilega hefðu stjórnarflokkarnir þrír ekki komist lengra en þetta  í samningaviðræðum og því flestum miklum ágreiningsmálum verið frestað  í trausti þess að leysa mætti þau síðar.

Ég er sammmála þessari skýringu Eiríks Bergmanns og ef hún er rétt þá hefur verið orðið samkomulag um fleiri atriði í 5-flokknum en eru í stjórnarflokkunum.5-flokkurinn hafði náð samkomulagi um stjórnarskrána,um þjóðaratkvæði um  aðildarviðræður að ESB  og niðurstaða 5-flokksins  um sjávarútvegsmál var miklu nær sjónarmiðum Viðreisnar en það sem stjórnarflokkarnir hafa samþykkt.Með öðrum orðum: 5-flokkurinn var nær því að mynda ríkisstjórn en stjórnarflokkarnir.En hvers vegna var þá mynduð sú stjórn,sem komin er á koppinn? Svarið er: Frændsemi Bjarna og Benedikts.


Kaupmáttur heildartekna öryrkja hækkaði um 1% en kaupmáttur launa fullvinnandi verkafólks hækkaði um 15%!

Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands jókst kaupmáttur heildartekna öryrkja aðeins um 1% frá 2009 til 2015 en á sama timabili jókst kaupmáttur heildarlauna fullvinnndi launafólks  um 15%.Reikna má með að þetta gildi einnig fyrir aldraða, þar eð útreikningar hafa leitt i ljós að " skerðing" kaupmáttar lífeyris aldraðra miðað við lágmarkslaun er svipuð og hjá öryrkjum (þ.e. kaupmáttur lífeyris aldraðra hefur dregist álíka mikið aftur úr lágmarkslaunum)

Þessar staðreyndir sýna í hnotskurn hvernig stjórnvöld hafa farið með aldraða og öryrkja.Lífeyri þeirra er langtímum saman haldið niðri og óbreyttum á sama tíma og laun stórhækka,Þannig eru lög brotin en samkvæmt þeim á lífeyrir að taka mið af launaþróun.Þetta var sérstaklega gróft 2015 og 2016 en bæði árin var lífeyri haldið óbreyttum langtímum saman enda þótt laun væru að stórhækka og meira 2015 en um langt skeið.2015 voru aldraðir og öryrkjar látnir bíða í 8 mánuði og fram yfir jól,eftir leiðréttingu lífeyris.Og þessi leikur var endurtekinn 2016 en þá voru aldraðir og öryrkjar látnir bíða allt árið eftir leiðréttingu lífeyris og aftur fram yfir jól á sama tíma og verkafólk fékk hækkun á miðju ári og embættismenn,þingmenn og ráðherrar fengu hækkanir oftar en einu sinni á árinu og margfaldar þær hækkanir sem lífeyrisfólk átti að fá seint og um síðir.Þetta eru gróf mannréttindabrot og ítrekuð lögbrot. En engum stjórnmálamanni finnst neitt athugavert við þetta!!

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Skattar 220 milljörðum lægri af fjármagni og fyrirtækjum hér frá hruni en á hinum Norðurlöndum!

 

Frá   bankahruninu, 2008 , til ársins 2015,innheimti íslenska ríkið  um 220 milljörðum kr minna í sköttum af fjármagni og fyrirtækjum  en verið hefði ef jafnháir slíkir skattar hefðu verið innheimtir og tíðkast á hinum Norðurlöndunum.Þetta kemur fram í Fréttatímanum

Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar lækkuðu þessa skatta mikið.Um aldamótin 2000 var fjármagnstekjuskattur hér sá lægsti í heimi eða 10%.Fjármagnstekjuskattur hafði  verið hæstur 40% á Íslandi. Ríkistjórn Jóhönnu hækkaði skattinn úr 10% í 20%. Ríkisstjórnir Davíðs  lækkuðu einnig tekjuskatta fyrirtækja mikið.Skattar á fjármagn og fyrirtæki voru sem fyrr segir miklu lægri hér en á hinum Norðurlöndunum.Árið 2015 vantaði 24,1 milljarð upp á, að skattar af fjármagni og fyrirtækjum næðu meðaltali slíkra skatta á Norðurlöndum. 2014 vantaði  23,5 miilljarða,2013 vantaði 24,3 milljarða, 2012 vantaði 24,3  milljarða og þannig mætti áfram telja.Ljóst er,að ef íslenska ríkið hefði innheimt sambæilega skatta af fyrirtækjum og fjáragni og gerist á hinum Norðurlöndunum hefðu verið nógir peningar í Landspítalann og heilbrigðiskerfið og ekki þurft að svelta kerfið þannig að legið hefur verið við neyðarástandi.- Það hefði þá einnig mátt nota eitthvað af þessum peningum í hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja.

Fréttatíminn segir, að á tímabilinu fra aldamótum til  2015 vanti 750 milljarða á að skattar af fyrirtækjum og fjármagni séu jafnmiklir og þeir hafi verið á honum Norðurlöndunum.Ástæðan fyrir því,að skattar af fyrirtækjum og fjármagnii hafi verð svona miklu minni hér en a honum Norðurlöndunum er sú,að hér hafa verið við völd stjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ráðandi í en sá flokkur hefur staðið vörð um, fyrirtækin og fjármagnið.Fjármagn og fyrirtæki hafa notið verndar en heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið hefur verið svelt.Því miður er nú ný hægri stjórn tekin við völdum,ef til vill meiri hægri stjórn en nokkru sinni fyrr.Það er því engin von til þess að skattar af fjármagni og fyrirtækjum verði hækkaðir.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundssn.net


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband