Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 7. janúar 2017
Panamastjórnin í burðarliðnum!
Menn hafa verið að ræða það hvað ætti að skíra nýju hægri stjórnina sem talið er að komi fram eftir helgi.Í mínum huga er alveg ljóst hvað þessi stjórn á að heita.Auðvitað Panamastjórnin.
Búist er við því,að forstisráðherra í þessari nýju stjórn verði atjórnmálamaður,sem var í Panamaskjölunum, sem upplýstu hvaða Íslendingar hefðu verið í skattaskjólum á aflandseyjum.Þessi stjórnmálamaður er Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra.Ég fullyrði,að það hefði hvergi getað gerst í öðru landi V-Evrópu en hér,að Panamaskjalamaður væri gerður að forsætisráðherra! En þetta leiðir i ljós,að spilling er meiri hér en annars staðar í V-Evrópu.
Fráfarandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks missti meirihlutann í þingkosningunum í oktober. Rökrétt hefði þvi verið að þessir flokkar báðir færu frá völdum. En Björt framtíð og Viðreisn ætla að hjálpa Sjálfstæðisflokknum til þess að halda völdum.
Í Fréttablaðinu í dag er mikið viðtal við Óttar Proppé formann BF.Ég las viðtalið allt yfir en gat hvergi fundið nein stefnumál flokksins,sem formaður hefði náð fram i stjórnarmyndunarviðræðunum.Fréttamaður Fréttablaðsins spurði margra spurninga um þetta efni.En hann fékk engin svör önnur en almennt snakk,sem sagði ekki neitt.BF hefur lagt áherslu á að ný stjórnarskrá verði byggð á "stjórnarskránni" sem samþykkt var i þjóðaratkkvæðagreiðslunni 2012.Svar Proppé var þetta: Aðalatriðið er.að það verði breytingar.Gáfulegt svar. Eru menn einhverju nær hverju á að breyta? Á sama veg voru svör um ESB og sjávarútvergsmál. Þau voru út í hött og sögðu ekkert. Viðtalið við formanninn staðfestir,að BF hefur ekkert fengið fram af stefnumálum sínum; aðeins ráðherrastóla,svo ljóst er að BF fórnar málefnunum fyrir ráðherrastóla!Hefði einhver af þeim fjölda,sem mótmælti á Austurvelli spilingu fráfarandi ríkisstjórnar,einkum vegna aðildar að Panamskjölunum,trúað því að Björt framtíð mundi verða helsta hjálparhella nýrrar Panamastjórnar?
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. janúar 2017
Björt framtíð verðlaunar för í skattaskjól!
Í gær var birt opinber skýrsla um skattaundanskot í skattaskjólum.Þar koma fram háar upphæðir og almenningur sér í einni hendingu hvað ráðamenn voru að gera þegar þeir fóru með fjármuni í skattaskjól eða opnuðu möguleika fyrir það. Þeir voru að ákveða að taka ekki fullan þátt í skattgreiðslum íslenska ríkisins en það þýddi,að þeir vildu koma sér undan lögbundnum skattgreiðslum á Íslandi og vildu láta aðra íslenska skattgreiðendur greiða því meira í staðinn.Þegar þetta varð ljóst í Panamaskjölunum reis íslenska þjóðin upp og mótmælti; fyrirvaralaust mættu 22 þúsund mannns á Austurvelli og heimtuðu kosningar strax.Þeim var nóg boðið.Alþingi og ríkisstjórn létu undan.Kosningar voru ákveðnar fyrr en ella.Forsætisráðherrann sagði af sér. En það var ekki nóg. Fjármálaráðherrann sat sem fastast.
Það er furðulegt,að eftir það sem á undan er gengið skuli Björt framtíð og Viðreisn nú lyfta einum þeirra ráðamanna sem voru í skattaskjóli upp í valdastóla.Þar á ég við sjálfan fjármálaráðherrann( BB) sem var í Panamaskjölunum og samkvæmt þeim í skattaskóli.Ég gef ekkert fyrir skýringar hans.Það hafa allir sem eru í skattaskjólum einhverjar skýringar og ekki stóð á skýringum Sigmundaar Davíðs. En aðalatriðið er þetta: Sá,sem fer í skattaskjól ætlar sér að komast hjá skattgreiðslum á Íslandi.Í öllum siðuðum löndum hefði fjármálaráðherra,sem uppvís væri að slíku orðið að segja af sér en ekki í bananalýðveldinu Íslandi.
Ég er ekki hissa á,að Viðreisn skuli vilja viðhalda völdum Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir framanritað.Viðreisn er aðeins útibú frá Sjálfstæðisflokknum.En ég er gáttaður á Bjartri framtíð,þar eð sá flokkur hefur boðað ný vinnubrögð.Hér eru nokkrar staðreyndir úr skýrslu starfshópsins um skattaskjólin,sem ættu að opna augu Bjartrar framtíðar fyrir því hvað flokkurinn er að gera með því að framlengja völd skattaskjólsflokks:
580 milljarðar kr hafa safnast saman á aflandssvæðum ( skattaskjólum) frá 1990.Árlegt tekjutap hins opinbera vegna eigna á aflandssvæðum er 4,6 milljarðar.Hér kemur það fram svart á hvítu hvaða afleiðingar það hefur fyrir íslenska ríkið og aðra ísl. skattgreiðendur að menn fari með fjármuni sína í skattaskjól.Sá stjórnmálamaður sem uppvís er að slíku á að segja af sér um leið.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. janúar 2017
Grunnlífeyrir felldur niður.Skerðir kjör 4200 eldri borgara
Um áramótin féll grunnlífeyrir almannatrygginga niður.Við það urðu 4200 eldri borgarar fyrir verulegri kjaraskerðingu.
Eldri borgarar hafa litið á grunnlífeyrinn sem heilagan; hann mætti ekki snerta.Það olli því mikilli óánægju þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG skerti grunnlífeyri og felldi niður hjá þeim,sem höfðu mjög góðan lífeyrissjóð.Þáverandi ríkisstjórn taldi þetta nauðsynlegt vegna mikilla efnahagserfiðleika.En Félag eldri borgara Reykjavík gagnrýndi þetta harðlega.Því var þess vegna fagnað þegar grunnlífeyrir var endurreistur eftir þingkosningarnar 2013.En Adam var ekki lengi í paradís.Nú er grunnlífeyrir felldur alveg niður samkvæmt nýju breytingunum á almannatryggingum,sem tóku gildi um áramót.Margir,sem höfðu 40 þúsund fyrir skatt frá almannatryggingum fengu því ekki krónu þaðan frá áramótum þó þeir hafi verið búnir að greiða alla sína starfsævi til trygginganna,beint og óbeint; með tryggingagjaldi og sköttum,Þeir voru strikaðir út úr kerfi almannatrygginga..Það er spurning hvort þetta stenst.Þessir eldri borgarar voru búnir að greiða til almannatrygginga og ríkisins alla sína starfsævi til þess að njóta þess þegar þeir færu á eftirlaun.Það er verið að breyta almannatryggingum í fátækraframfærslu en það var ekki ætlunin,þegar almannatryggingar voru stofnaðar; þá áttu þær að vera fyrir alla án tillits til stéttar og efnahags.Verkalýðshreyfngin hefur stutt þetta sjónarmið.
Í umsögn Félags eldri borgara í Rvk um breytingarnar á almannatryggingum gagnrýndi félagið það harðlega að grunnlífeyrir yrði felldur niður.FEB benti einmitt á,að 4200 eldri borgarar yrðu fyrir kjaraskerðingu af þessum sökum.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. janúar 2017
Tillögu Viðreisnar um uppboðsleið aflaheimilda hafnað!
Eitt helsta mál Viðreisnar í kosningabaráttunni var að setja ætti aflaheimildir á uppboðsmarkað og beita frekari markaðslausnum í sjávarútveginum.Björt framtíð tók undir þetta.En nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn slegið þetta mál út af borðinu.Þetta átti að vera helsta leið Viðreisnar til tekjuöflunar.Sjálfstæðisflokkurinn vill breyta eitthvað veiðigjöldunum en jafnvel til lækkunar,.þar eð krónan hefur styrkst mikið.Fréttatíminn segir frá þessu.
Þetta er annað stórmálið,sem Sjálfstæðisflokkurinn slær út af borðinu hjá Viðreisn.Hitt málið var þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður að ESB.Það var og er stærsta mál Viðreisnar og olli úrsögn úr Sjálfstæðisflokknum.En svo virðist sem áhugi Framsóknar og VG á stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hafi leitt til þess að Sjálfstæðiaflokkurinn hagar sér við Viðreisn eins og flokknum sýnist og það liggur við að Bjarni og Co sé farið að niðurlægja Viðreisn og BF.Bjarni telur greinilega að samstarfsflokkunum nægi að fá ráðherrastóla og sennilega á hann þar kollgátuna.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6. janúar 2017
Frítekjumark vegna atvinnutekna lægra en í kreppunni!
!
Margir eldri borgarar,sem vinna fyrir litlum atvinnutekjum,í kringum 100 þúsund á mánuði, kvarta sáran yfir skerðingu tryggingslífeyris vegna atvinnuteknanna.Fráfarandi ríkisstjórn sagðist vilja greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara en gerði þveröfugt.Hún lækkaði frítekjumarkið vegna atvinnutekna úr 109 þúsund krónum á mánuði í 25 þúsund krónur á mánuði.Það var mikið gagnrýnt þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG lækkaði frítekjumarkið í 40 þúsund kr á mánuði vegna efnahagserfiðleika af völdum bankahruns.Það skall á kreppa hér vegna bankahrunsins.Og í byrjun þess tímabils var þjóðin á barmi gjaldþrots.En hver hefði trúað því,að þegar rofað hefur til í efnahagsmálum og ríkisstjórnin segir,að það sé komið góðæri þá lækki stjórnin frítekjumarkið meira en gert var á kreppuárunum eða í 25 þúsund krónur á mánuði.Það er ótrúlegt og óskiljanlegt.Það ætti ekki að vera nein skerðing vegna atvinnutekna,m.a. vegna þess að ríkið fær skatta af þeim tekjum sem eldri borgarar vinna sér inn og það er hagstætt fyrir þjóðfélagið,að eldri borgarar taki þátt í verðmætasköpun eftir því ,sem þeir treysta sér til og heilsa þeirra leyfir.Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður FEB í Rvk segir,að fjöldi eldri borgara hafi unnið við það að vera leiðsögumenn erlendra ferðamanna. Þeir muni nú hætta vegna lægra frítekjumarks. Einnig hafi margir eldri borgarar setið yfir í prófum í háskólunum.Þeir muni einnig hætta af sömu orsökum.
Sá eldri borgari ,sem hefur í dag 100 þúsund krónur í atvinnutekjur á mánuði fær samkvæmt útreikningi TR útborgaðar 266 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Skattar og skerðingar eru rúmlega 100 þúsund krónur.Með öðrum orðum:Ríkið hirðir allar 100 þúsund krónurnar og rúmlega það Ekkert verður eftir hjá eldri borgaranum.!.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. janúar 2017
Eldri borgari fær eitt þúsund króna hækkun um áramót!
Eldri borgari,sem nýlega fór á eftirlaun kom að máli við mig og ræddi við mig um um þau umskipti sem urðu á hans högum við að fara af atvinnutekjum yfir á eftirlaun.Hann kvaðst hafa hrapað í tekjum og nú eiga erfitt með að greiða reikninga sína.Erfitt væri að láta enda ná saman.Ég spurði eldri borgarann hvort hann hefði ekki hækkað í lífeyri um áramót við gildistöku nýju laganna um almannatryggingar.Ég hækkaði um eitt þúsund krónur sagði maðurinn!Ég hrökk við; fannst slík hækkun ekki breyta neinu.Ég spurði eldri borgarann um aðrar tekjur en frá TR.Hann kvaðst engar atvinnutekjur hafa,engar fjármagnstekjur en lítils háttar úr lífeyrissjóði.Ég spurði hann hvort hann hefði fengið einhverja bakreikninga vegna ofgreiðslna áður en svo var ekki.Með öðrum orðum: Þegar eldri borgarinn átti að geta átt áhyggjulaust ævikvöld þurfi hann að hafa áhyggjur af reikningum og bera kvíða fyrir morgundeginum.Þetta gengur ekki. Það verður að bæta kjör eldri borgara og öryrkja.Ísland hefur efni á því að gera betur við sína eldri borgara og öryrkja.Það er okkur til skammar að eldri borgarar og öryrkjar þurfi að kvíða morgundeginum.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. janúar 2017
Lægri framlög hægri stjórnarinnar til almannatrygginga en stjórnar Jóhönnu á kreppuárunum!
Fráfarandi ríkisstjórn,hægri stjórnin, hefur verið að guma af miklum framlögum til almannatrygginga.En hlutlausar tölur Hagstofunnar um framlög til almannatrygginga sem hlutfall af vergri landframleiðslu leiða annað í ljós.Árið 2015 nam framlag til almannatrygginga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 8,03%.Það er lægsta framlag í 8 ár og þar af leiðandi lægra en á kreppuárunum.Hæsta framlagið á þessu 8 ára tímabili var árin 2009 og 2011 en þá nam það 9,05 % af vergri landsframleiðslu.Það var í upphafi kreppunnar.2012 var framlagið 8,84% af vergri landframleiðslu.2014 var framlagið 8,47%.
Ef framlög Íslands til almannatrygginga eru borin saman við slík framlög á honum Norðurlöndunum kemur í ljós,að Island rekur lestina, með lægst framlag Norðurlandaþjóða til almannatrygginga.Hæst er framlagið hjá Dönum en lægst hjá Íslendingum og Norðmönnum sem hlutfall af þjóðartekjum.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. janúar 2017
Myndun stjórnar: Ekki orð um kjaramál aldraðra og öryrkja!
Fréttablaðið birti frásögn af viðræðum Sjálfstæðisflokks,Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær um stjórnarmyndun.Þar sagði,að samkomulag hefði náðst um stærstu málin: Samkomulag væri um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um aðildarviðræður við ESB.Einnig var nefnt hvað samist hefði um sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál en ekki var eitt orð um kjaramál aldraðra og öryrkja eða málefni þessara hópa yfirleitt.Sagt var að samkomulag væri um að undanþágur Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum yrðu afnumdar! Skyldi verða staðið við það?
Ég skrifaði í gær,að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gefð loforð um þjóðaratkvæði um ESB i kosningunum 2013 en síðan svikið það loforð.Flokkurinn færi því létt með að svíkja það aftur.Það kom á daginn.Bjarni Ben. sagði í viðtali við RUV í gærkveldi: Við erum ekki að fara í neinar aðildarviðræður við ESB! Hann gaf sem sagt Viðreisn og Bjartri framtíð langt nef í þessu máli.
Viðreisn hefur það á stefnuskrá sinni að draga úr skerðingum tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Ekkert hefur verið samþykkt um það og það mál greinilega ekki rætt.Málefni aldraðra sitja á hakanum eins og áður.Í stefnu Bjartrar framtíðar um kjaramál aldrara og öryrkja segir, að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að duga fyrir framfærslu.En ekkert er minnst á það atriði í frásögn af viðræðum um stjórnarmyndun.Alþingismenn gleymdu öldruðum og öryrkjum,þegar nýtt þing kom saman og eins er með fulltrúana i viðræðum um nýja ríkisstjórn; þeir minnast ekki á kjaramál aldraðra og öryrkja.Önnur mál eru þeim hugleiknari.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 2. janúar 2017
Slæm stjórn fyrir aldraða og öryrkja
Ef ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks,Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður mynduð eins og allt bendir til verður það mjög slæm stjórn fyrir aldraða og öryrkja.Sjálfstæðisflokkurinn mun hafa tögl og hagldir í slíkri stjórn,Sjálfstæðisflokkurinn er með 21 þingmann en Viðreisn aðein 7 þingmenn og Björt framtíð 4 þingmenn.Í síðustu skoðunarkönnun Capacent minnkaði fylgi Viðreisnar verulega og flokkurinn fór niður fyrir Samfylkinguna.Þetta eru því tveir smáflokkar,sem verða í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og stóri flokkurinn verður algerlega ráðandi.Formaður Sjálfstæðisflokksind,Bjarni, er einnig orðinn þekktur fyrir að svíkja kosningaloforð; hann sveik loforð um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB og fer létt með sð svikja það aftur.Bjarni sveik einnig stór kosningaloforð við aldraða og öryrkja frá 2013.Þsð er því ekkert á hann að treysta í þeim málaflokki.Í þingræðu sagði Bjarni,að lífeyrir aldraðra og öryrkja mætti ekki vera hærri en lágmarkslaun,þar eð þá yrði enginn hvati fyrir þá að fara út á vinnumarkaðinn.Hann vildi m.ö.o. reka öldruð gamalmenni út á vinnumarkaðinn ( áttræð og eldri). Afstaða hans til aldraðra hefur komið vel fram í því að lífeyri aldraðra hefur verið haldið niðri,fyrir neðan lágmarkslaun en þau laun hækkuðu á miðju síðasta ári en lífeyrir ekki.Aldraðir og öryrkjar eiga inni uppbætur fyrir bæði árið 2015 og 2016.Síðan jók fráfarandi ríkisstjórn skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna,þannig að erfiðara er fyrr eldri borgara að vera á vinnumarkaði en áður var.Það er kvíðvænlegt fyrrir aldraða og öryrkja að fá ríkisstjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins með nýjum litlum íhaldsflokki og öðrum valdalausum smáflokki.Slík ríkisstjórn mun lítið sem ekkert bæta kjör aldraðra og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. janúar 2017
Forsetinn:Aðstoð við sjúka,aldraða og öryrkja mikilvægari en hagvöxtur
Forseti Íslands,Guðni Th.Jóhannesson,flutti athyglisverða ræða á nýársdag.Hann sagði,að styrkur þjóðfélags væri ekki metinn eftir hagvexti; raunverulegur styrkur þjóðfélags færi eftir því hve vel væri hlúð að sjúkum og öðrum,sem þurfa á aðstoð að halda,fólkli,sem býr við fötlun eða þroskaskerðingu og hversu vel aldraðir og öryrkjar væru aðstoðaðir.
Hér kveður við nýjan tón.Ég er ánægður með þennan tón.Ég er sammála forseta Íslands þegar hann dregur fram,að mikilvægara sé að þjóðfélag hlúi að sjúkum,öldruðum og öryrkjum en að sýna mikinn hagvöxt.
Fráfarandi ráðherrar hafa hamrað mikið á því undanfarið,að hagvöxtur væri mikill hér á landi um þessar mundir og meiri en í grannlöndum okkar.En láglaunafólk,aldraðir og öryrkjar hafa ekki orðið varir við þennan mikla hagvöxt.Það eru einhverjir aðrir sem njóta hans,þeir efnameiri.Ef allt væri með felldu á Íslandi ættu kjör aldraðra og öryrkja að vera eins góð á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum en mikið vantar upp á að svo sé.Og Ísland ætti að geta veitt jafnmiklum fjármunum í hlutfalli við verga landsframkeiðslu eins og nágrannalöndin til heilbrigðismála en svo er ekki.Þar vantar einnig mikið upp á.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)