Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 15. desember 2016
Desemberuppbót þingmanna og ráðherra hækkuð,desemberuppbót aldraðra og öryrkja afnumin
-Kjörnir fulltrúar og aðrir þeir sem heyra undir úrskurðarvald kjararáðs fá ríflega 75 prósentum hærri desemberuppbót en launafólk á hinum almenna vinnumarkaði. Á meðan launafólk almennt fékk um 5 prósentum hærri desemberuppbót í ár en í fyrra samkvæmt kjarasamningum þá hækkaði uppbótin til þeirra sem undir kjararáð heyra um 22 prósent milli ára. Ráðamenn fá því sem fyrr umtalsvert ríkulegri jólabónus en almúginn. Nýlegar launahækkanir kjararáðs til handa þjóðkjörnum fulltrúum hafa sætt harðri gagnrýni.
Algeng upphæð desemberuppbótar samkvæmt kjarasamningi hjá starfsmönnum á hinum almenna vinnumarkaði, ríkisstarfsmönnum og fleirum er 82 þúsund krónur, en var 78 þúsund krónur í fyrra. Það gerir aðeins um fjögur þúsund króna hækkun eða sem nemur 5 prósentum.
Allir þeir sem heyra undir kjararáð fengu hins vegar 181.868 krónur í desemberuppbót nú um mánaðamótin. Það er 22 prósentum hærri upphæð en í fyrra þegar hún var 148.542, eða sem nemur ríflega 33 þúsund krónum.
Samkvæmt reglum kjararáðs um starfskjör fá þeir sem taka laun samkvæmt úrskurði þess greiddar 19 einingar í desemberuppbót samkvæmt launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502. Ein eining gerir nú 9.572 krónur, alls 181.868 krónur.Eftir síðustu hækkun eru laun þingmanna kr.1101.194 á mánuði en hjá ráðherrum kr.1826,273 á mánuði.Fréttr berast af því að ætlunin sé ap fella niður desemberupbót aldraðra og öryrkja frá og með 2017!
Björgvin Guðmundsson
.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. desember 2016
Nýju lögin um TR eru meingölluð!
Nýju lögin um almannatryggingar,sem samþykkt voru á alþingi á lokadögum þingsins fyrir þingslit sl.haust, eru meingölluð.Stærsti gallinn er sá, að lífeyrir aldraðra og öryrkja,sem einungis hafa lífeyri frá TR,dugar ekki til framfærslu.
Annar stór galli á nýju lögunum er sá,að skerðingar tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni eru alltof miklar.Einkum kvarta eldri borgarar mikið vegna aukinna skerðinga af völdum atvinnutekna.Þeir segja,að það sé verið að flæma þá af vinnumarkaðnum enda þótt fráfarand ríkisstjórn hafi sagt , að hún vildi greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara.En gert var þveröfugt: Frítekjamark vegna atvinnutekna var lækkað úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði.
Óánægja vegna skerðinga af völdum lífeyrissjóða er einnig mikil en sjóðfélagar eru orðnir dofnir vegna áratuga skerðinga á lífeyri þeirra; þar er um að ræða skerðingu (hálfgerða eignaupptöku) vegna lífeyris,sem eldri borgarar eiga i lífeyrissjóðunum og fá greiddan.Það er dregið aðeins úr þessum skerðingum i nýju lögunum en það er ekki nóg: Það á að afnema skerðingarnar alveg.Það er krafa Félags eldri borgara í Reykjavík og það er krafa mín.Það verður enginn friður fyrr en stjórnvöld verða við þessari kröfu.Ríkið hrifsar óbeint mikinn hluta lífeyrissparnaðar aldraðra með skerðingum og sköttum.Það er óásættanlegt.
Öll framganga fráfarandi félagsmálaráðherra og ríkisstjórnar í sambandi við nýju lögin um TR hefur verið eitt klúður.Upphaflega var frumvarp um lögin lagt fram án nokkurrar hækkunar lifeyris þeirra,sem höfðu einungis lífeyri frá TR.Það var m.ö.o. lagt til, að lífeyrir þessa fólks héldist áfram við fátæktarmörk! Öll frítekjumörk voru afnumin i upphaflegu frumvarpi og skerðingarhlutfall 45%.Vegna mikilla móttmæla eldri borgara lét ríkisstjórnin undan og hækkaði lífeyri þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja lítilsháttar og jafnfrat var þá tekið upp 25 þús kr.frítekjumark vegna allra tekna. Það þýddi lækkun á frítekjumarki vegna atvinnutekna úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði.Enn meira klúður var vegna öryrkja.Vegna þess, að öryrkjar voru ekki tilbúnir að samþykkta starfsgetumat ætlaði ríkisstjórnin upphaflega ekki að hækka lífeyri öryrkja um eina krónu en féll síðan frá því og ákvað að hækka lífeyri öryrkja með framfærsluuppbót.Framfærsluuppbótin verður síðan skert um krónu á móti krónu við minnstu tekjur sem öryrkjar afla sér. Þannig er öryrkjum og öldruðum mismunað, þar eð krónu á móti krónu skerðingin er afnumin hjá öldruðum.Þessi mismunun er óásættanleg,
Björgvin Guðmundsson
Fréttablaðið 14.desember 2016
www.gudmundsson.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. desember 2016
Strandaði á VG núna?
Því miður slitnaði upp úr viðræðum um myndun 5 flokka stjórnar í dag.Fjölmiðlar gefa til kynna að í þetta skiptið hafi ekki strandað á Viðreisn heldur á VG.Viðreisn segir,að VG hafi viljað setja tugi milljarða í endurreisn heilbrigðis-og menntakerfis og hækka skatta í því skyni? Einhver ágreiningur á einnig að hafa verið í sjávarútvegs-og landbúnaðarmálum.
Það er mikil synd,að flokkarnir 5 skuli hafa látið viðræðurnar stranda nú,þegar unnið hafði verið mjög gott starf undir forustu Birgittu Jónsdóttur og langt var komið að leysa öll mál.Ég tel,að ef nægur vilji hefði verið fyrir hendi hefði verið unnt að ná fullnaðarsamkomulagi.Til dæmis hefði mátt leysa fjármögnun endurreisnar heilbrigðis-og menntakerfis með því að skipta henni á 2-3 ár.Það hefði verið nóg að setja í stjórnarsáttmála að stórefla ætti heilbrigðiskerfið og menntakerfið en ekki hefði þurft að hafa í samkomulaginu smáatriði um fjáröflun.En auk þess mátti ná inn miklum fjérmunum með því að setja aflaheimildir á uppboðsmarkað og fiskinn á markað.Aukin gjaldtaka af ferðamönnum hefði einnig verið sjálfsögð.
Mín skoðun á þessu máli er skír.Það vantaði viljann hjá a.m.k. einum flokki til þess að ná þessu samkomulagi um 5 flokka stjórn. Það var búið að ná samkomulagi um stjórnarskrána og útfærslu á þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og um alls ca 90% þeirra atriða sem semja þurfti um. -Nú stefnir í hægri stjórn og þá verður ekkert gert að ráði varðandi stjórnarskrána,engin atkvæðagreiðsla um ESB og engar breytingar gerðar í sjávarútvegs-eða landbúnaðarmálum.Til hvers var þá kosið.5- flokkarnir glutruðu niður sögulegu tækifæri til að mynda umbótastjórn.
Björgvin Guðmundsson
r
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. desember 2016
Öryrkjar vilja 390 þúsund á mánuði
Öryrkjabandalagið efndi til samstöðufundar við alþingishúsið 7.desember þar. voru afhentar óskir öryrkja í kjaramálum og öðrum málum.Helsu óskir öryrkja í kjaramálum eru þessar;
Ég óska þess að óskertur örorkulífeyrir almannatrygginga verði að lágmarki 390 þús. kr. á mánuði frá 1. janúar 2017, þannig að ég eigi möguleika á að lifa mannsæmandi lífi.
Ég óska þess að tekjur undir 310 þús. kr. á mánuði verði ekki skattlagðar, þannig að ég geti mögulega átt fyrir helstu nauðsynjum.
Ég óska þess að krónu á móti krónu skerðing verði afnumin þannig að ég njóti ávinnings af öðrum tekjum.
Þetta eru róttækar kröfur en aðalkrafan um lágmarkslífeyri er í samræmii við þær kröfur sem ég hef sett fram fyrir hönd aldraðra.Ég hef rætt um 400 þúsund á mánuði fyrir skatt,sem þýðir 32o þúsund kr á mánuði eftir skatt.
Þetta algert lágmark fyrir aldraða,400 þúsund fyrir skatt og 320 þúsund eftir skatt.Öryrkjar telja,að örorkulífeyrir eigi að vera 390 þúsund kr á mánuði fyrir skatt.Öryrkjar vilja einnig,að tekjur undur 310 þúund á mánuði verði ekki skattlagðar.Ég tek undir það.-Meðal þingmanna,sem tók við óskum öryrkja um kjarabætur var forsætisráðherra.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. desember 2016
Vill Viðreisn í alvöru 5-flokka stjórn?
Það ræðst í dag eða á morgun hvort samkomulag næst um 5-flokka umbótastjórn.Viðreisn hefur oddaaðstöðu í því máli.Allir hinir flokkarnir hafa félagshyggju að einhverju leyti á stefnuskrá sinni.Þeir eiga því auðvelt með að koma sér saman.Viðreisn er hins vegar hægri sinnaður flokkur,sem sagði í kosningabaráttunni að vildi koma á umbótum í sjávarútvegs-og landbúnaðarmálum.Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur þessum umbótum og Framsókn enn meira á móti þeim.Viðreisn fær því engar umbætur í sjávarútvegs-og landbúnaðarmálum í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn og enn síður í samvinnu við Framsókn.Ef Viðreisn er trú framangreindum stefnumálum sínum semur hún um 5-flokka stjórn.En ef Viðreisn metur meira að hjálpa Sjálfstæðisflokknum að halda völdum sprengir hún 5-flokka viðræðurnar á ný.Eitt helsta stefnumál Viðreisnar hefur verið að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna að ESB.Unnt er að ná samkomulagi um það innan 5-flokksins en bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru andvíg slíkri atkvæðagreiðslu.Það er orðið trúaratriði hjá þessum flokkum að berjast gegn slíkri atkvæðagreiðslu.Það er því alveg ljóst,að Viðreisn kemst miklu lengra með stefnumál sín innan 5-flokksins en i hægri stjórn.Ef Viðreisn er alvara semur hún um 5-flokka stjórn.Ef ekki hleypur hún í faðm Sjálfstæðisflokksins.
Eitt mál er ónefnt.Það eru skattamálin.Þar er einna erfiðast að ná samkmulagi innan 5-flokksins.En kjarni málsins er þessi: Allir 5 flokkarnir lýstu því yfir fyrir kosningar að þeir vildu endurreisa heilbrigðis-og menntakerfið og bæta kjör aldraðra og öryrkja.Þetta kostar peninga.Þetta verður ekki gert nema með aukinni fjáröflun fyrir ríkissjóð.Flokkarnir 5 vilja taka hærra gjald en áður af útgerðinni fyrir afnot sjávarauðlindarinnar.En það dugar ekki fyrir framangreindri endurreisn.Það þarf einnig að hækka skatta.Samfylkingin og VG vilja hækka skatta á þeim sem hafa háar tekjur( t.d. yfr 2,5 millj á mánuði) en ekki hækka skatta á lágtekjum eða millitekjum.Ekki er vilji fyrir að taka uppp auðlegðarskatt á ný.Ef samkomulag næst um skattamálin er kominn samningur um stjórn.Umbótastjórn eins og hér er rætt um getur ekki farið af stað án þess að endurreisa heilbrigðiskerfið og einnig þarf að setja aukna fjármuni í menntakerfið og velferðarkerfið.Það verður því ekki komist hjá einhverjum skattahækkunum.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. desember 2016
Skemmdarstarfsemi gagnvart Landspítalanum!
Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans segir,að það vanti 12 milljarða til reksturs Landspítalans,ef fjármagna eigi rekstur,innviði,mannauð og vísindi á fullnægjandi hátt.Upp í þetta lætur fjármálaráðherra 3,9 milljarða.Páll segir þetta gífurleg vonbrigði.Það verði að skera niður alla þjónustu Landspítalans,ef þetta standi.Framlagið í fjárlagafrumvarpinu rétt dugar fyrir launahækkunum,sem búið er að semja um.
Kári Stefánsson segir,að með þessari afgreiðslu á máli Landspítalans sé fjármálaráðherra að rétta þjóðinni fingurinn.Reka fingurinn framan í þjóðina.Það er varla unnt að kalla þetta neitt annað.Þetta er að mínu mati hrein skemmdarstarfsemi.Það er ekki aðeins verið að hundsa útreikninga og óskir Landspítalans heldur er verið að hundsa óskir allra stjórnmálaflokkanna í kosningabaráttunni en allir flokkar börðust fyrir því í kosningunum að Landspítalinn og heilbrigðiskerfið yrði endurreist.Sjálfstæðisflokkurinn líka.
Hvað gengur Sjálfstæðisflokknum til? Það getur ekki verið nema eitt: Að rústa heillbrigðiskerfið svo flokkurinn geti boðað einkavæðingu þess.Við höfum dæmið um heilsugæsluna.Það var ekki árum saman unnt að láta krónu í að rétta við hinar opinberu heilsugæslustöðvar.Síðan kom spekingur frá Svíþjóð,sem hafði séð einkareknar heilsugæslustöðvvar þar.Og þá gat Kristján Þór heilbrigðisráðherra allt í einu sett peninga í nýjar heilsugæslustöðvar; þær urðu að vera einkareknar en ríkið á að borga!Skrítinn einkarekstur það.Það verður að stöðva þessa skemmdarstarfsemi í heilbrigðiskerfinu.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. desember 2016
Kjör aldraðra og öryrkja: Alþingi getur kippt í taumana!
Eins og ég hef verið að skrifa um undanfarið er lítið gagn í þeirri hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja, sem á að koma til framkvæmda um áramótin. Upphæðin, sem taka á gildi 1.janúar 2017, er orðin úrelt áður en hún kemur til framkvæmda. Eftir skatta verða upphæðirnar aðeins þessar: 195 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá þeim,sem búa með öðrum, 227 þúsund á mánuði eftir skatt hjá einhleypum.Þessar upphæðir eru alltof lágar og engin leið að framfæra sig af svo lágum upphæðum. Þessi litla hækkun mundi þýða sama ástand og áður, þ.e. að aldraðir og öryrkjar ættu erfitt með að fara til læknis og gætu ekki leyst út lyf sín.Slíkt ástand er brot á stjórnarskránni.Í góðæri og uppsveiflu er ekki forsvaranlegt að bjóða öldruðum og öryrkjum, sem ekki hafa lífeyrissjóð, svo lág kjör.
Nú er alþingi komið saman og starfar án þess að nokkur meirihluti hafi myndast.Ég tel,að alþingi eigi að taka í taumana og leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja þannig,að unnt verði að lifa sómasamlega af honum.En hvað þarf mikið? Hvað er hæfilegur lífeyrir! Ég tel, að hæfilegur lífeyrr í dag sé samhljóða neyslukönnun Hagstofunnar fyrir einhleypa. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar er meðaltalsneysla einhleypinga í landinu 321 þús kr á mánuði.Það er án skatta.Þetta samsvarar 400 þúsund kr fyrir skatt.Ég tel það vera lágmark til framfærslu í dag.
Eldri borgarar kvarta undan því, að það sé verið að flæma þá af vinnumarkaðnum með lækkun frítekjumarkas vegna atvinnutekna ( Úr 109 þús á mánuði i 25 þús á mánuði).Félag eldri borgara í Rvk vill,að allar skerðingar verði afnumdar enda eigi eldri borgarar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og því eigi greiðslur úr lífeyrissjóði ekki að skerða lífeyri þeirra frá almannatryggingingum.Ég er sammála því. Alþingi getur tekið i taumanan og leiðrétt kjör aldraðra.Stjórnvöld hafa ekki getað það.Viljann hefur vantað.En nú vill svo vel til, að þingmenn eru alveg frjálsir og geta fylgt sannfæringu sinni.Það er enginn stjórnarmeirihluti tl þess að segja þeim fyrir verkum.Ef þingmenn líta á þann lífeyri,sem öldruðum og öryrkjum er ætlað að lifa af munu þeir sjá,að sá lífeyrr er alltif lágur og það þarf að leiðrétta hann myndarlega.Vonandi stendur alþingi undir þessari ábyrgð.
Björgvin Guðmundsson
pistlahöfundur
www.gudmundsson.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 8. desember 2016
Aldraðir eiga að geta lifað með reisn!
Ný rikisstjórn verður að bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega til viðbótar við þá litlu breytingu, sem samþykkt var á alþingi áður en því var slitið fyrir kosningar. Þær breytingar, sem alþingi samþykkti, byggðust á gömlum kröfum frá 2015 en þær eru löngu orðnar úreltar. Auk þess samþykkti alþingi, að lífeyrisfólk ætti að fá hækkanir í tveimur áföngum, 2017 0g 2018. Það er allltof seint. Aldraðir og öryrkjar þurfa að fá sínar kjarabætur strax .Þegar þeir hafa aðeins um 200 þúsund kr á mánuði eftir skatt er ekki unnt að bíða i mörg ár eftir kjarabótum.Þessar upphæðir duga ekki fyrir framfærslukostnaði.
Þurfa 400 þús fyrir skatt 321 þúsund eftir skatt
Staðan núna er þessi: Aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hafa lífeyri frá TR, hafa aðeins 185 þúsund á mánuði eftir skatt, giftir en einhleypir hafa 207 þúsund kr eftir skatt. Þessar upphæðir hækka í 195 þúsund kr eftir skatt um áramót fyrir gifta og í 227 þúsund á mánuði eftir skatt fyrir einhleypa. Þetta eru svo lágar upphæðir, að þær duga ekki til framfærslu. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund kr á mánuði, án skatta. Þessi upphæð er lágmark fyrir lífeyrisþega; samsvarar 400 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt.
Draga þarf meira úr skerðingum
Ný ríkisstjórn þarf að hækka lífeyrinn í þessa upphæð. Auk þess þarf að draga meira úr skerðingum tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Að mínu mati og Félags eldri borgara í Reykjavík á að afnema skerðingar lífeyris TR vegna lífeyrissjóða og vegna tekna af vinnu og fjármagni í tveimur til þremur áföngum.Það er óeðlilegt að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna þess að hann fái greiðslur úr lífeyrissjóði.Almannatryggingarnar eiga að vera viðbót við lífeyrissjóðinn.Þetta verður að leiðrétta. Það þolir enga bið. Aðrar skerðingar á einnig að afnema. Með nýjum lögum um almannatryggingar var skerðing aukin vegna atvinnutekna; frítekjumark lækkað úr 109 þúsund kr á mánuði í 25 þúsund kr. Það er afturför. Margir eldri borgarar, sem hafa verið á vinnumarkaðnum, hafa stigið fram og skýrt frá því, að þeir geti ekki haldið áfram vinnu eftir þessa miklu skerðingu.
Vonandi hefur ný ríkisstjórn meiri skilning á kjörum eldri borgara en fráfarandi ríkisstjórn.Það er kominn tími til þess að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja . Það á að hætta smáskammtalækningum og bæta kjörin það myndarlega, að aldraðir og öryrkjar geti lifað með reisn.Það er kominn tími til þess.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Fréttablaðið 8.desember 2016
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 7. desember 2016
Kerfi ódýrra íbúða í rúst; verð leiguíbúða upp úr öllu vald!
Páll Pétursson,sem var þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins,lagði niður verkamannabústaðakerfið Alþýðuflokkurinn hafði komið því á til þess að tryggja verkafólki og láglaunafólki húsnæði á hagstæðu verði.Við aðgerðir Páls Péturssonar varð sala á íbúðum verkamannabústaða frjáls og verðið spenntist upp.Verkamannabústaðir sem ódýrar íbúðir fóru því af markaðnum.Þetta hafði mjög slæm áhrif á markað fyrir ódýrar íbúðir og torveldaði láglaunafólki að eignast hagstæðar íbúðir.
Ástandið á húsnæðismarkaðnum hefur verið sérstaklega slæmt undanfarin ár.Húsnæðisverð hækkar og hækkar og þar á meðal hækkar leiguverð upp úr öllu valdi.Það hefur verið sérstaklega erfitt fyrir ungt fólk að eignast nýtt húsnæði.Útborgun er orðin svo há,að ungt fólk ræður ekki við hana.Og það sama gildir um leiguverð.Ungt fólk,sem er að byrja að búa,ræður einnig illa við að greiða það.Unga fólkið býr því lengur í heimahúsum en áður.
Talsmenn leiguíbúða eru mjög harðorðir út í stjórnvöld vegna þessa ástands.Þeir segja, að ekkert hafi verið gert að gagni til þess að bæta þetta ástand.Og rétt er það.Ráðstafanir þær, sem ríkisstjórnin gerði á liðnu kjörtímabili til þess að bæta ástandið á leigumarkaðnum, voru gerðar svo seint á kjörtímabilinu, að þær eru ekki farnar að skila neinum árangri enn.
Það er kaldhæðnislegt, að Framsóknarflokkurinn gekk að verkamannabústaðakerfi,ódýrra íbúða, dauðu og síðan reynir flokkurinn að endurreisa kerfi ódýrra íbúða. Einkenni ráðstafana Framsóknar í íbúðamálunum var: Of seint og of lítið.Aðgerðir komu alltof seint.
Björgvin Guðmundsson
pistlahöfundur
www.gudmundsson.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. desember 2016
Nýtt þing getur leiðrétt lífeyri aldraðra og öryrkja!
Nýtt alþingi kemur saman í dag.Helmingur þingmanna er nýr svo endurnýjun er mikil.Ég gerði tilraun til þess á síðasta ári að snúa mér beint til alþingis sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara og fara fram á, að alþingi leiðrétti lífeyri aldraðra og öryrkja, þar eð hann dygði ekki til framfærslu.En þessi tilraun heppnaðist ekki. Þáverandi forseti alþingis stakk erindinu undir stól.Og enginn flokkur eða þingmaður tók erindi mitt upp.
Mér kom þetta ekki á óvart.Alþingi er í litlu sambandi við almenning eða þjóðina. Það er helst, að einstakir þingmenn sinni flokkskvabbi og kjördæmakvabbi.Mér dettur í hug að endurtaka þessa tilraun nú, þegar nýtt þing hefur verið kosið og Piratar hafa fengið umboð til þess að mynda ríkisstjórn.Píratar og sérstaklega Birgitta Jónsdóttir hafa viljað auka veg þingsins og völd.Hún vill, að þingið starfi meira sjálfstætt en láti ekki framkvæmdavaldið stjórna sér eins og verið hefur.Það kann því að vera, að hún mundi taka erindi mínu betur. Það er ef til vill rétt að láta á það reyna.
En er ekki búið að leiðrétta kjörin? Var ekki ákveðið að hækka lífeyri? Því miður er sáralítið gagn í þeirri leiðréttingu.Og engin leiðrétting hefur komið til framkvæmda enn. Öldruðum og öryrkjum var aðeins sagt að fara í reiknivél TR til þess að athuga leiðréttinguna.Það átti að duga þeim. Á meðan embættismenn, þingmenn og ráðherrar fá sínar leiðréttingar greiddar strax og afturvirkt verður lífeyrisfólk að láta sér nægja reiknivélina!.Þessi vinnubrögð eru óásættanleg,
Lífeyrir giftra aldraðra og öryrkja er enn aðeins 185 þúsund kr á mánuði eftir skatt,þ..e. þeirra,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum. En sambærilegur lífeyrir einhleypra er aðeins 207 þúsund kr á mánuði eftir skatt. Tekur þessi lífeyrir ekki stökk um áramót,þegar leiðréttingin kemur? Nei, það er nú öðru nær.Lífeyrir hækkar í 195 þúsund kr á mánuði efttir skatt, miðað við, að ekki sé um annan lífeyri að ræða en lífeyri TR.Þetta er skammarlega lágt og engin leið að lifa af þessari fjárhæð.Sama ástand mun því halda áfram.Þrátt fyrir þessa litlu hækkun munu margir meðal lífeyrisfólks eftir sem áður þurfa að neita sér um að fara til læknis og sleppa því að leysa úr lyf sín.
Ég vil því skora á alþingi að taka rögg á sig og leysa lífeyrismál aldraðra og öryrkja þannig að þessir aðilar fái þann lífeyri frá almannatryggingum sem dugar vel til framfærslu.Ríkisstjórnin hefur brugðist.Í þessu máli treysti ég meira á löggjafarvaldið en framkvæmdavaldið og sérstaklega þar sem nýtt þing er að koma saman.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)