Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 8. nóvember 2016
Félagsmálaráðherra reyndi að kúga Öryrkjabandalagð til hlýðni!
Félagsmálaráðherra,Eygló Harðardóttir, reyndi að kúga Öryrkjabandalag Íslands til hlýðni við tillögur félagsmálaráðuneytisins um starfsgetumat og aðrar breytingar á almannatryggingum.Og þegar Öryrkjabandalagið vildi ekki hlýða,var öryrkjum refsað með því,að þeir fengu ekki sömu kjarabætur og aldraðir!Þetta er svívirðileg framkoma við öryrkja og mannnréttindabrot.Það var meira að segja gengið svo langt gegn öryrkjum,að krónu móti krónu skerðingin,sem hafði verið afnumin í frumvarpinu var tekin upp aftur gagnvart öryrkjum en þó átti það að vera eitt aðalmarkmið nýrra laga um almannatryggingar að afnema þessa skerðingu.
Öryrkjabandalagið er harðort í garð ráðherra út af þessari framkmu gagnvart öryrkjum.Bandalaginu farast m.a. svo orð um málið:
Öryrkjabandalagið hafnar alfarið orðum Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, bæði á Facebook og í viðtali á RÚV og víðar um að skortur á samstarfsvilja bandalagsins við almannatrygginganefnd sé ástæða þess að að öryrkjar fengu ekki kjarabætur. Með yfirlýsingu sinni hefur ráðherra valið þá leið að kasta ryki í augu almennings með því að gera tilraun til þess að rugla saman tveimur ólíkum þáttum. Það stenst enga skoðun þegar sagt er að kerfisbreytingar séu skilyrði þess að bæta hag örorkulífeyrisþega.
ÖBÍ tók virkan þátt í nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar. ÖBÍ skilaði meðal annars skýrslu til nefndarinnar í maí 2015 með tillögum bandalagsins að heildstæðu starfsgetumatskerfi og framfærslu á grundvelli þess. Lagðar voru til breytingar á kerfinu sem hefðu falið í sér sátt og málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða innan nefndarinnar. Nær ekkert tillit var tekið til tillagna ÖBÍ í skýrslu endurskoðunarnefndarinnar. Niðurstöður nefndarinnar voru einfaldlega aðrar en þær sem ÖBÍ lagði til. Bandalagið gat því ekki skrifað undir skýrslu endurskoðunarnefndarinnar og skilaði séráliti.
Í framhaldi af skýrslu nefndarinnar var ákveðið að vinna að frumvarpi að lögum. Frumvarpið átti að grundvallast á tillögum nefndarinnar. Í starfi nefndarinnar voru allar humyndir ÖBÍ barðar niður og því var rökrétt að ÖBÍ tæki ekki þátt í vinnu við frumvarpið."" "
Ég hef fylgst með stjórnmálum lengi.Ég man aldrei eftir að ráðherra hafi reynt að kúga almannasamtök á þann hátt,sem hann reyndi gagnvart Öryrkjabandalaginu.Og fáheyrt er að ráðherra refsi almannasamtökum fyrir "óhlýðni" á þann hátt sem hann gerði gagnvart Öryrkjabandalaginu!
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 7. nóvember 2016
Aukin stéttaskipting í íslensku samfélagi,meiri fátækt!
Rauði kross Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu barna í Breiðholti.Þar kemur fram,að stór hluti barna þar býr við fátækt og getur af þeim sökum ekki tekið þátt í íþróttum,tónlistarnámi eða öðru slíku sem auðgað getur líf þeirra.Hætta er á, að þessi börn einaangrist. Sérfræðingar segjast merkja aukna stéttaskiptingu í íslensku samfélagi og rannsóknir renna stoðum undir það. Hlutfall barna sem líður skort hér á landi hefur farið hækkandi, þetta átti við um 4% barna árið 2009, nú á það við um 9%. Það hlutfall barna, sem líður verulegan skort, hefur þrefaldast. Þessi börn einangrast frekar félagslega, þar sem þau geta ekki stundað íþróttir og tómstundastarf líkt og efnaðri bekkjarfélagar þeirra. Þá verða þau að sögn Ómars Valdimarsson,sem skrifaði skýrsluna, frekar fyrir einelti.
Sár fátæk ríkir einnig hjá mörg þúsund lífeyrisþegum, þ.e. þeim,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum.Enn hefur lífeyrir ekkert hækkað vegna nýju laganna um almannatryggingar og mun ekki hækka fyrr en um áramót. Þó hefur ráðherrum fráfarandi stjórnar margoft verið bent á, að ekki er unnt að lifa af þeim lága lífeyri,sem enn er í gildi.Margir eldri borgarar hafa hringt á skrifstofu FEB í Rvk í lok mánaðar og skýrt frá því,að þeir ættu ekki fyrir mat.Viðvarandi er,að erfitt er fyrir lífeyrisþega að leysa út lyf sín og þeir verða hvað eftir annað að fresta eða sleppa læknisheimsóknum.Þetta hafa fráfarandi ráðherrar vitað en þeir hafa ekkert gert í að leysa þennan bráðavanda.En til þess að leysa hann þarf hækkun lífeyris strax í dag en ekki um áramót eða síðar.Þetta hafa ráðamenn ekki viljað skilja.Þeir hafa stungið hausnum í sandinn,lokað augunm fyrir bráðum vanda.Þessum vanda verður ekki frestað.Það verður að leysa hann strax í dag.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. nóvember 2016
Lífeyrir aldraðra verði 400 þúsund krónur fyrir skatt strax
Krafa aldraðra frá því vorið 2015 um 300 þúsund króna lífeyri á mánuði fyrir skatt er úrelt.Þetta voru ekki nema 240 þúsund kr eftir skatt.Húsaleiga hefur stórhækkað síðan og er nú kominn í 200 þúsund kr á mánuði á Stór- Reykjavíkursvæðinu fyrir þokkalega íbúð.Það er þá ekki mikið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum.Annar húsnæðiskostnaður hefur einnig hækkað.Íbúðaverð hefur hækkað mikið.Stjórnvöld hundsuðu kröfu aldraðra um 300 þúsund allt árið 2015 og allt yfirstandandi ár þar til kom að kosningum.En þá ákvað ríkisstjórnin að láta aldraðra fá hækkun upp í 300 þúsund í tveimur áföngum þannig að loks 2018 yrði lífeyrir kominn í 300 þúsund,240 þúsund eftir skatt á mánuði.Alþingismenn og ráðherrar fengu hins vegar sína hækkun strax og áður en þeir byrja að vinna á alþingi.Embættismenn fengu einnig gífurlegar hækkanir fyrr á árinu strax og til baka.
Nú er staðan sú,að lífeyrir aldraðra þarf að hækka í 400 þúsund fyrir skatt,320 þúsund eftir skatt, sem er í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar.Sama gildir um öryrkja.Þeir eiga að fá sömu hækkun.Og þessi hækkun á að taka gildi strax.Í því efni á það sama að gilda um lífeyrisþega eins og ráðherra og alþingismenn: Hækkun strax.
Jafnframt á að afnema allar skerðingar lífeyris TR vegna tekna lífeyrisþega alveg.Félag eldri borgara í Rvk setti þessa kröfu fram fyrir kosningar.Piratar og Flokkur fólksins voru með þessa kröfu á stefnuskrá sinni.Eg hef lengi barist fyrr því að afnema allar skerðingar. Nú er það timabært.Efnahagur þjóðarinnar leyfir það. Þetta er dýrt en ríkisvaldið hefur einnig haft stórar upphæðir af lífeyrisþegum,ríkið skuldar lífeyrisþegum stórar fjárhæðir. Svikin á stóra kosningaloforðinu frá 2o13 skaða lífeyrisþega það mikið,að það stendur undir kostnaði við að afnema skerðingar.Nú er rétti tíminn til þess að bæta virkilega vel kjör aldraðra og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 5. nóvember 2016
Ráðherrar og .þingmenn eru búnir að fá sínar hækkanir; aldraðir fá sina hungurlús 1.jan.
Á miðju ári 2015 taldi ríkisstjórnin (Bjarni Ben) að hún gæti fyrir náð og miskunn látið aldraða og öryrkja fá rúmlega 9% ( 9,4) hækkun á lifeyri sínum en ekki strax,heldur eftir 8 mánuði.Fjármálaráðherrann taldi,að það gæti sett fjárhag rikisins úr skorðum,ef lífeyrisþegar fengju þessa hungurlús á sama tíma og allir aðrr voru að fá hækkanir en verkafólk fékk 14,5% hækkun á lágarkslaunum 1.mai. það ár.Öðru máli gegndi um hækkanir ráðherranna sjálfra og þingmanna 2015.Þessir aðilar fengu miklar hækkanir greiddar til baka frá 1.mars,eða 9 mánuði,þannig að ráðherrarnir fengu milljón í vasann fyrir jólin,svona rétt fyrir jólagjöfum.Þessi fjáraustur var ekki talinn raska fjárhag ríkisins; aðeins hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja ógnaði fjárhags ríkisins og því fengu lífeyrisþegar ekki krónu hækkun fyrir jólin eins og ráðherrar,þingmenn og raunar flestar aðrar stéttir,sem fengu miklar hækkanir á miðju ári 2015.Nú er leikurinn endurtekinn.Ráðherrar og þingmenn fá á ný miklar launahækkanir eins og rakið hefur verið og þjóðfélagið allt mótmælir nú.Hækkaninar eru að vísu miklu meiri nú,eða 35% hjá ráðherrum og 44% hjá þingmönnum þó höfðu þessir aðilar fengið hækkun líka á miðju þessu ári.
Ríkisstjórnin sá sér nauðugan einn kost eftir miklar kröfur lífeyrisþega og mikinn mótmælafund í Háskólabíó að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um nokkrar krónur eða um 7%; þetta var mikið örlæti og nauðsynlegt að tilkynna það fyrir kosningar; ef til vill hefur það hjálpað Sjálfstæðisflokknum að halda velli,þar eð aldraðir og öryrkjar eru ekki mjög kröfuharðir.En það mátti alls ekki láta þessa hungurlús koma til framkvæmda strax eins og hjá ráðherrum og þingmönnum; nei þetta varð að bíða fram yfir áramót,ella gæti fjárhagur ríkisins farið úr skorðum.Það kom sem sagt ekki aðeins í ljós með Panamaskjölunum (skattaskjólunum),að tvær þjóðir búa í þessu landi,heldur einnig i kjara-og launamálum.Það gilda aðrar reglur um hækkanir á lífeyri lífeyrisþega en gilda um launahækkanir ráðherra og þingmanna og raunar allra embættismanna.
Boðaður hefur verið útifundur á Austurvelli í dag til þess að mótmæla siðlausum launahækkunum ráðherra og þingmanna. Það er gott og blessað en betra hefði verið, að kjósendur hefðu verið vakandi í þingkosningunum og mótmælt þá.Þú tryggir ekki eftir á.Það liggur við að Sjálfstæðisflokknum hafi verið þakkað fyrir hungurlús lífeyrisþega.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. nóvember 2016
Miklar launahækkanir gefa tilefni til hækkunar lifeyris samkvæmt lögum
Undanfarin misseri hafa orðið gífurlega miklar launahækkanir.Í júní og júlí ákvað kjararáð miklar kauphækkanir háttsettra opinberra embættismanna.Var þar m.a. um að ræða forstöðumenn ríkisstofnana og nefndarformenn en einnig háttsetta embættismenn stjórnarráðsins. Hækkunin var alveg upp í 48% og 18 mánuði til baka.Laun hækkðu allt upp í 1.6 milljónir kr á mánuði.En önnur laun hækkupu upp í 1,2 millj króna,1,3 millj króna, og 1,4 millj króna.Síðan ákvað kjararáð á kjördag að hækka gifurlega mikið laun alþingismanna,ráðherra og forseta Íslands eins og ég hef skýrt frá. Beðið var með að skýra frá þessar ákvörðun kjararáðs fram yfir kosningar.Laun alþingismanna hækka um 44% strax og laun ráðherra hækka um 35.5 % og fara í 1,8 milljónir kr. Áður höfðu laun lækna hækkað um yfir 40% og laun framhaldskólakennara höfðu hækkað mjög mikið.
Ljóst er af framansögðu,að launaþróun á þessu ári og undanfarin 2 ár hefur einkennst af mjög miklum launahækkunum og miklu meiri hækkunum en nemur hækkunum þeim sem aldraðir og öryrkjar hafa fengið.Samkvæmt lögum á lífeyrir aldraðra og öryrkja að taka mið af launaþróun. Það er ekkert getið um það í lögunum, að miða eigi við þróun lægstu launa. Það er því ljóst að taka á einnig tillit til hækkana hærri launa. Hækkun hærri launa gefur tilefni til þess að lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður miklu meira en átti sér stað í upphafi þessa árs og verða á 2017 0g 2018..
Lífeyrir hækkaði ekki einu sinni á þessu ári eins og lágmarkslaun hækkuðu. Hækkun lágmarkslauna 1.mai 2015 og 1.jan. 2016 nam 20,7%. En hækkun lífeyris 2015 og 2016 nam 12,7%. Þar vantaði því 8 prósentustig.Auk þess hækkuðu lágmarkslaun síðan aftur 1.mai 2016 um 5,5% án þess að lífeyrir hækkaði. Ekki verður meiri hækkun lifeyris á þessu ári. Hungurlúsin sem fráfarandi ríkisstjórn skammtaði lífeyrisþegum kemur ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári.
Framangreint leiðir i ljós,að aldraðir og öryrkjar hafa algerlega dregist aftur úr í kjaramálum,þeir hafa verið skildir eftir eins og áður.Það er tími til komnn að bæta úr þessu ,bæta fyrir þá töf, sem orðið hefur á því,að aldraðir og öryrkjar fengju sambærilega hækkun og aðrir. Og það þarf að taka tillit til þess hvað lífeyrisþegar þurfa sér til framfærslu miðað við neyslukönnun Hagtofunnar.Ef miðað er við hana á lífeyrr að vera tæpar 400 þúsund fyrir skatt á mánuði eða 320 þúsund eftir skatt. Það er lágmark að mínu áliti. Eldri tölur eru orðnar úreltar vegna mikillar hækkunar húsnæðiskostnaðar.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. nóvember 2016
Ný mikil kjaragliðnun á stjórnartímabili fráfarandi stjórnar!
Ég hef margoft rakið svik Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á kosningaloforðunum,sem þessir flokkar gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir alþingiskosningarnar 2o13.Ég taldi,að þeir sem báru ábyrgð á svikunum ættu ekki að fá að bjóða sig fram.En svikararnir buðu sig fram; þeir höfðu enga sómatilfinningu.Framsókm var refsað í kosningunum,tapaði 11 af 19 þingmönnum en eins og ég sagði í gær lá við,að Sjálfstæðisflokknum væri í kosningunum þakkað fyrir að svíkja aldraða og öryrkja og fyrir aðild að Panamaskjölunum.Flokkurinn bætti við sig 2 þingsætum.Og til þess að kóróna ósómann er Sjálfstæðisflokknum nú falið að reyna stjórnarmyndun.
Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi hjá Öryrkjabandalaginu sýnir fram á það í Kvennablaðinu,að ný,mikil kjaragliðnun, hefur orðið á stjórnartíma fráfarandi ríkisstjórnar.M.ö.o. áður en búið er að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans hefur orðið ný kjaragliðnun 2013-2016.Það eru engin takmörk fyrir því hvað unnt er að níðast á öldruðum og öryrkjum enda láta þeir allt yfir sig ganga.
Kvennablaðið birtir yfirlit yfir það hvernig óskertur lífeyrir öryrkja frá TR hefur þróast í samanburði við lágmarkslaun á tímabilinu 2013-2016.Lífeyrir hefur hækkað úr 182 þúsund kr á mánuði fyrir skatt í 213 þús kr fyrir skatt og lágmarkslaun hafa hækkað úr 204 þús kr í 260 þús á mánuði fyrir skatt. Lífeyrir hefur hækkað um 17% en lágmarkslaun hafa hækkað um 27 %. Hér munar 10 prósentustigum.Það er kjaragliðnun stjórnartímabils fráfarandi ríkisstjórnar.Sú kjaragliðnun bætist við kjaragliðnun krepputímans.Eins og ég hef margoft tekið fram þarf að hækka lífeyri um 23% til þess að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans.Nú bætist við kjaragliðnun 2013-2016 en sú kjaragliðnun nemur 10 prósentustigum.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa ekki lofað að leiðrétta kjaragliðnun stjórnartímabilsins enda væri slíkt loforð einskis virði.Og það sama er að segja um loforð Sjálfstæðisflokksins við myndun nýrrar ríkisstjórnar.Þau verða ekki pappírsins virði.Ef Viðreisn fer í stjórn með Sjálfstæðisflokknum mun Bjarni sjálfsagt lofa þvi öðru sinni,að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB en hann fer létt með að svíkja það á ný.Hann sveik það eftir kosningarnar 2013 .Eða eins og Kári Stefánsson sagði: Það er ekki að marka eitt einasta orð,sem þessir menn segja.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. nóvember 2016
Launahækkanir strax: Ráðherrar 488 þúsund,þingmenn 338 þúsund.Aldraðir: Hungurlús seinna
Mikil reiðialda gengur nú yfir þjóðfélagið vegna gífurlegra launahækkana ráðherra og alþingismanna strax á sama tíma og verkafólk fær miklu minni hækkanir og aldraðir og öryrkjar eiga að fá algera hungurlús seinna.
Ráðherrar fá 488 þúsund króna hækkun á mánuði strax eða 35,5% hækkun.Laun þeirra hækka í 1826 þúsund á mánuði strax.Það þarf ekki að bíða eftir nýjum fjárlögum, þegar ráðherrarnir sjálfir eiga í hlut,eða þingmenn en það þarf alltaf að biða eftir nýjum fjárlögum þegar afgreiða á hungurlús til aldraðra og öryrkja.Þeir verða alltaf að bíða mánuðum saman.
Alþingismenn fá 338 þúsund króna hækkun á mánuði eða hækka um 44%,fara í 1101 þúsund á mánuði en geta hækkað í 2 milljónir á mánuði með öllum aukasporslum,nefndaformennsku,landsbyggðastyrk o.fl. Allt tekur gildi líka strax hjá þingmönnum en hungurlúsin,sem aldraðir og örykjar eiga að fá tekur ekki gildi fyrr en um áramót.
Lífeyrir aldraðra í sambúð og hjónabandi á að hækka um 10 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá áramótum og fara í 195 þúsund kr á mánuði,þ.e. þeir sem einungis hafa lífeyri fra almannatryggingum og þeir sem eru einhleypir og í sömu stöðu eiga að hækka um 27 þúsund kr frá áramótum.
ASÍ hefur nú mótmælt harðlega hækkunum til alþingismanna og ráðherra og segir þær úr takt við allt sem hefur verið að gerast hjá launafólki á vinnumarkaðnum og geta stefnt stöðugleika í hættu. Fjölmörg verkalýðsfélög hafa einnig mótmælt. Þess er krafist,að þing verði kallað saman og ákvörðun kjararáðs um þessar miklu launahækkanir ráðherra,þingmanna og forseta Íslands verði afturkallaðar.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. nóvember 2016
Misrétti og launamismunur eykst!
Fyrir einu ári fengu ráðherrar stórfellda launahækkun og 9 mánaða hækkun til baka,sem gerði tæplega einnar milljón króna afturvirka launahækkun.Einnig fengu þá alþingismenn miklar launahækkanir og afturvirkar til baka frá 1.mars 2015.En þrátt fyrir þessar miklu launahækkanir er nú verið að veita ráðherrum nýjar miklar launahækkanir.Laun ráðherra hækka nú í 1826 þúsund krónur á mánuði eða um hálfa milljón eða um 44%. Laun alþingismanna hækka einnig um 44% og verða 1101 þúsund kr á mánuði. Misréttið í launamálum heldur því áfram og launaójöfnuður eykst. Á sama tíma og þetta gerist var verið að skammta kvæntum öldruðum 10 þúsund kr hækkun á mánuði frá næstu áramótum og 20 þúsund kr hækkun til einhleypra aldraðra frá sama tíma.Þetta sýnir í hnotskurn gífurlegt misrétti.Ráðherrar moka til sín fjármunum en skammta á sama tíma lífeyrisþegum algera hungurlús. Einhleypur eldri borgari á að fá 195 þús kr á mánuði eftir skatt (hefur ekki lífeyrissjóð) frá áramótum en ráðherrar eiga að fá rúmar 2 milljónir á mánuði.
Kjararáð hefur hækkað þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent eða sem nemur 338.254 krónum á mánuði. Samkvæmt síðustu launaskrá var mánaðarlegt þingfararkaup alþingismanna 762.940 krónur en er nú 1.101.194 krónur.
Mánaðarkaup forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi verður 2.021.828 krónur.
Laun forseta Íslands hækka einnig umtalsvert, eða um 20 prósent. Samkvæmt úrskurði kjararáðs verða mánaðarlaun forseta Íslands nú tæpar þrjár milljónir.
Þetta sýnir,að það eru nógir peningar til þegar hækka þarf laun þingmanna,ráðherra og forseta en öðru máli gegnir þegar hækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja; þá eru aldrei til neinir peningar!!
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. nóvember 2016
Frambjóðendur vildu bæta kjör aldraðra og öryrkja meira!
Í kosningabaráttunni fyrir nýafstaðanar alþingiskosningar sögðu nær allir frambjóðendur að bæta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja.Það var óvenjumikið rætt um þessi málefni; frambjóðendur gerðu sér ljóst,að gera þyrfti betur í málefnum aldraðra og öryrkja. Helst voru það talsmenn Sjálfstæðisflokksins,sem ekki ræddu nauðsyn frekari aðgerða fyrir þennan hóp en jafnvel Framsóknarmenn ræddu nauðysn frekari ráðstafana fyrir aldraðra og öryrkja.
Ekki hefur verið mynduð ný ríkisstjórn enn.En forseti Íslands hefur þegar hafið viðræður við formenn stjórnmálaflokkanna,sem eiga fulltrúa á alþingi til undirbúnings stjórnarmyndun.Það þarf að vera eitt fyrsta verk nýs alþingis og nýrrar ríkisstjórnar að bæta kjör aldraðra og öryrkja meira en ný lög um almannartryggingar gera ráð fyrir.Einkum er staða þeirra lífeyrisþega,sem einungis fá lífeyri frá almannatryggingum óásættanleg ( eins og hún á að verða um áramót). Eldri borgarar í sambúð og hjónabandi eiga að fá 195 þúsund krónur á mánuði eftir skatt og einhleypir að fá 227 þúsund kr á mánuði.Þessar upphæðir eru svo lágar,að engin leið er að lifa af þeim.Þar veldur miklu mikill húsnæðiskostnaður. Þessar upphæðir verða því að hækka verulega. Einnig þarf að draga meira úr skerðingu lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni.Ný lög gera ráð fyrir að draga úr skerðingum en hvergi nærri nóg. Stefna á að því að draga enn frekar úr skerðingum.Afnema á sem fyrst skerðingar lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði, þar eð eldri borgarar,sjóðfélagar, eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum.Það á ekki að skerða lífeyri almannatrygginga neitt vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 31. október 2016
Bæta þarf kjörin meira en lögin gera ráð fyrir
Í kosningabaráttunni fyrir nýafstaðanar alþingiskosningar sögðu nær allir frambjóðendur að bæta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja.Það var óvenjumikið rætt um þessi málefni; frambjóðendur gerðu sér ljóst,að gera þyrfti betur í málefnum aldraðra og öryrkja. Helst voru það talsmenn Sjálfstæðisflokksins,sem ekki ræddu nauðsyn frekari aðgerða fyrir þennan hóp en jafnvel Framsóknarmenn ræddu nauðysn frekari ráðstafana fyrir aldraðra og öryrjka.
Ekki hefur verið mynduð ný ríkisstjórn enn.En forseti Íslands hefur þegar hafið viðræður við formenn stjórnmálaflokkanna,sem eiga fulltrúa á alþingi til undirbúnings stjórnarmyndun.Það þarf að vera eitt fyrsta verk nýs alþingis og nýrrar ríkisstjórnar að bæta kjör aldraðra og öryrkja meira en ný lög um almannatryggingar gera ráð fyrir.Einkum er staða þeirra lífeyrisþega,sem einungis fá lífeyri frá almannatryggingum óásættanleg ( eins og hún á að verða um áramót). Eldri borgarar í sambúð og hjónabandi eiga að fá 195 þúsund krónur á mánuði eftir skatt og einhleypir að fá 227 þúsund kr á mánuði.Þessar upphæðir eru svo lágar,að engin leið er að lifa af þeim.Það veldur miklu mikill húsnæðiskostnaður. Þessar upphæðir verða því að hækka verulega. Einnig þarf að draga meira úr skerðingu lífeyris TR vegn greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni.Ný lög gera ráð fyrir að draga úr skerðingum en hvergi nærri nóg. Stefna á að því að draga enn frekar úr skerðingum.Afnema á sem fyrst skerðingar lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði,þar eð eldri borgarar,sjóðfélagar, eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum.Það á ekki að skerða lífeyri almannatrygginga neitt vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)