Færsluflokkur: Bloggar

2 af hverjum 3 á öldrunardeildunum reyndust vannærðir!

 

 

Rannsókn sem gerð var  árin 2015 og 2016 á öldruðum á Landakoti,öldrunardeildum,leiddi í ljós,að 2 af hverjum 3 voru vannærðir eða sýndu þess sterk merki,að svo væri.Fréttablaðið segir frá þessu.

Laura Sch Thorsteinsson verkefnisstjóri hjá Landlækni  segir þetta vera mjög alvarlegt ástand.Hún segir sterkar vísbendingar um, að vannæring   eldri borgara á íslenskum sjúkrastofnunum sé algengt vandamál.Samkvæmt lögum ber Landlæknisembættinu að hafa eftirlit með því,að sjúkrastofnanir uppfylli faglegar kröfur.Laura segir,að heilbrigðisstofnanir beri óumdeilanlega ábyrgð á því að fylgjast með næringarástandi þeirra sem þar dveljast.Einnig hvíli fagleg ábyrgð á heimahjúkrun að fylgjast með næringjarástandi heilsuveilla eldri borgara.

Lára segir ,að hér sé um mjög alvarlegt vandamál að ræða og fólk þurfi að taka höndum saman um að leysa það.Vandamálið sé  það að heilbrigpiskerfið búi við manneklu og fjárskort.

Björgvin Guðmundsson


Á að berjast fyrir launþega,aldraða og öryrkja

 

Hvernig á að efla Samfylkinguna á ný til þess að hún geti gegnt sínu hlutverki sem flokkur jafnaðarmanna ? Spurt hefur verið: Er klassískur jafnaðarmannaflokkur ef til vill orðinn tímaskekkja? Ég svara því  neitandi. Flokkur jafnaðarmanna á enn erindi við Íslendinga, þrátt fyrir miklar breytingar á þjóðfélaginu og  bætt kjör verkalýðsins frá árdögum verkalýðshreyfingarinnar.Aðalbaráttan er ekki í dag eins og í upphafi:  Barátta fyrir brauði og fyrir því að komast af. Nú er það barátta fyrir bættum kjörum  allra launþega og einkum þeirra lægst launuðu,  barátta fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja og fyrir hagsmunum allra þeirra, sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni.Og því miður býr enn í dag alltof stór hópur fólks við sára fátækt, þar á meðal mörg börn og hópur lífeyrisþega.

 

Samfylkingin á að vera launþegaflokkur

 

Ég mun nú lýsa í stórum dráttum því, sem ég tel , að Samfylkingin eigi að leggja höfuðáherslu á en ég tel, að  þau mál muni stuðla að eflingu flokksins .Okkar höfuðmarkmið á að vera að berjast fyrir launþega landsins. Allir launþegar, verkamenn, sjómenn,iðnaðarmenn,skrifstofumenn,verslunarmenn og allir aðrir, sem selja vinnu sína eru verkalýður Íslands, sem Samfylkingin á að berjast fyrir sem jafnaðarmannaflokkur.Við þurfum  að efla tengsl okkar við verkalýðshreyfinguna.Samfylkingin á að vera launþegaflokkur,verkalýðsflokkur. Þó þetta markmið eigi að vera í forgangi breytir það því ekki, að Samfylkingin  á einnig að berjast fyrir smáatvinnurekendur(smáfyrirtæki) og smábændur, sem oft eiga í höggi við stóratvinnurekendur og verða fyrir barðinu á samkeppnishömlum. Samfylkingin  á að gæta þess, að heilbrigð  samkeppni ríki og að ekki sé reynt með samkeppnishömlum að hindra eðlilega starfsemi smáatvinnurekenda. Þess vegna þarf ætíð að gæta þess, að samkeppnislöggjöf og neytendalöggjöf sé nægilega fullkomin. Samfylkingin á að berjast gegn einokun,  gegn hvers konar samkeppnishömlum. Samfylkingin á að vera neytendaflokkur.Samfylkingin á að vera brjóstvörn   einyrkja og annarra smáatvinnurekenda. Samfylkingin á að berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja.Samfylkingin er sósialdemokratiskur flokkur;  aðhyllist blandað hagkerfi eins og bræðraflokkarnir í Evrópu.

 

Á að berjast fyrir bættum kjörum aldraðra  og öryrkja

 

Af því sem nú  hefur verið sagt er ljóst, að ég tel að Samfylkingin eigi fyrst og fremst að vera launþegaflokkur og flokkur lífeyrisfólks..Ekki er víst,að allir jafnaðarmenn séu sammála um það. En ég er eindregið þessarar skoðunar.Ég tel, að Samfylkingin eigi sem jafnaðarmannaflokkur að  safna sem flestum  launþegum  undir merki sitt. Þegar það hefur tekist að verulegu leyti, getur Samfylkingin sótt inn að miðjunni en fyrr ekki. Samfylkingin á að hlusta á launþega og taka upp sem flest baráttumál  þeirra. Samfylkingin á einnig að berjast fyrir hagsmunamálum neytenda. Og mjög mikilvægt verkefni Samfylkingarinnar er að berjast fyrr bættum kjörum aldraðra og öryrkja.Hluti lífeyrisþega á við mjög bág kjör að  búa, hefur varla í sig og á þó fráfarandi ríkisstjórn hafi þóttst vera að bæta kjör þeirra. Sem fyrr segir býr hluti lífeyrisþega  við sára fátækt og það er verkefni  Samfylkingarinnar að berjast gegn fátækt á Íslandi hvar sem hana er að finna.Það á að vera eitt helsta  verkefni Samfylkingarinnar að útrýma fátækt.

 

Björgvin Guðmundsson

Dagblaðið 15.nóv.2016

 

.


Fjöldi aldraðra býr við bág kjör

 

Ný ríkisstjórn fær það verkefni að bæta kjör aldraðra og öryrkja meira en nýsamþykkt lög um almannatryggngar gera ráð fyrir.Ég hef hamrað á því í blaðagreinum allt síðasta kjörtímabil, að kjör aldraðra og öryrkja væru  óásættanleg; það yrði að bæta þau myndarlega. Aldraðir ættu að geta lifað með reisn ævikvöld sitt. Öryrkjar ættu einnig að fá mannasæmandi kjör.En stjórnarherrar fráfarandi ríkisstjórnar lömdu hausnum við steininn allt kjörtímabilið,  vildu ekki viðurkenna að neitt væri að hjá eldri borgurum og öryrkjum. Ég sagði alltaf, að dropinn holaði steininn, það mundi nást einhver árangur að lokum.Það rættist í kjölfar mikils baráttufundar Félags eldri borgara r í Háskólabíó.Þá loks hreyfði rikisstjórnin sig, ákvað að hækka aðeins lífeyri þeirra lífeyrisþega , sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggngum. Áður hafði  Eygló félagsmálaráðherra þverneitað því, að þessi lífeyrir yrði hækkaður,  sagði, að það væru svo fáir á „ stripuðum“ lífeyri!  Ríkisstjórnin gaf einnig eftir í öðru máli   ;ákvað að taka upp 25 þús króna frítekjumark vegna  tekna lífeyrisþega.

 

Fyrsti forustumaður fráfarandi stjórnar, sem tók undir málflutning  eldri borgara  þess efnis, að kjör aldraðra væru ekki nógu góð, var Lilja Alfreðsdóttir nýkjörinn varaformaður Framsóknarflokkins. Hún ritaði grein í Fréttablaðið  um mál eldri borgara og sagði  : Fjöldi fólks (eldri borgara) býr við  bág kjör og kvíðir framtíðinni.Hér er vandinn loks viðurkenndur en það er fyrsta skilyrðið fyrir því, að nægar kjarabætur séu  veittar öldruðum.Mér kemur þessi  jákvæða afstaða hennar ekki óvart, þar eð hún er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa og  þegar við Alfreð sátum saman í borgarstjórn var hann ákveðinn félagshyggjumaður.Við áttum gott samstarf.

 

Það er mikið verk að vinna að koma kjörum aldraðra og öryrkja í  rétt horf.Það á ekki aðeins að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja þannig að þeir geti rétt framfleytt sér.Nei,  hækka á lífeyrinn það myndarlega ,að lífeyrisþegar geti lifað með reisn og þurfi aldrei að  kvíða morgundeginum.

 

Ekkert bendir til þess að draga muni úr misrétti í þjóðfélaginu.Þvert á móti berast fréttir af því að launamisrétti sé að aukast. Ákveðið hefur verið   að stórhækka enn laun þingmanna og ráðherra. Laun ráðherra hækka um  hálfa milljón og verða um 2 milljónir á mánuði og laun þingmanna  verða 1,1 milljón.Laun  aldraðra og öryrkja eiga hins vegar að vera 195-227 þúsund kr á mánuði eftir skatt . Þetta er siðlaust.

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

www.gudmundsson.net

 

 

 

 


Lífeyrir aldraðra og öryrkja á að vera skattfrjáls¨!

Það er ekki aðeins,að ríkið skammti öldruðum og öryrkjum  mjög nauman lífeyri heldur tekur ríkið hluta af þessum lífeyri til baka í formi skatta.Með öðrum orðum: Ríkið lætur með annarri hendinni en tekur með hinni.

Af 300 þúsund króna lífeyri fyrir skatt hjá einhleypum  tekur ríkið 60 þúsund krónur til baka í formi skatta!Lífeyrir á að vera 300 þúsund kr fyrir skatt 2018.Og þeir lífeyrisþegar,sem hafa 50 þúsund eða 100 þúsund úr lifeyrissjóði á mánuði geta verið með 250 þús. eða 300 þúsund kr brúttotekjur í dag.En ríkið lætur greipar sópa í formi skatta og skerðinga.

Í Noregi er lífeyrir skattfrjáls og ég tel,að það eigi að vera eins hér.Ísland hefur efni á því eins Noregur.Það er kominn timi til,að Ísland búi vel að sínu lífeyrisfólki,bæði öldruðum  og öryrkjum.

Björgvin Guðmundsson


Hátt lyfjaverð íþyngir öldruðum og öryrkjum

Það sem íþyngir öldruðum og öryrkjum  mikið  er hátt lyfjaverð og hár lækniskostnaður.Þess vegna neita lífeyrisþegar sér oft um hvort tveggja í lok mánaðar,þegar lífeyririnn er að verða búinn.Það er stóralvarkegt mál.Heilbrigðisþjónusta á að vera gjalldfrjáls og lækka þarf lyfjaverð verulega m.a. með afnámi virðisaukaskatts af lyfjum.

Í Bretlandi,Írlandi og í Svíþjóð er enginn virðisaukaskattur lagður á lyf.Og eins ætti það að vera hér. En á Íslandi er virðisaukaskattur á lyfjum hærri en í nokkru öðru vestrænu landi eða 24% A Spáni og á Ítalíu er 3-4% vsk á lyfjum.

Meginreglan hér er sú að leggja ekki virðisaukaskatt á heilbrigðisþjónustu og auðvitað á að flokka lyf með heilbrigðisþjónustu. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur margoft ályktað að fella eigi niður virðiaaukaskatt af lyfjum.Það er krafa lífeyrisfólks í dag: Burt með virðisaukaskatt af lyfjum.Við viljum lægra lyfjaverð strax.

Björgvin Guðmundsson


"Kjarabætur" lífeyrisfólks: Of seint og of lítið!

 

Ný ríkisstjórn þarf að gerbreyta stefnunni í málefnum aldraðra og öryrkja. Stefnan hefur brugðist öldruðum og öryrkjum.Einkenni stefnunnar hefur verið þetta: Of seint og of lítið.Í hvert sinn,sem almennar launahækkanir hafa orðið í þjóðfélaginu hefur lífeyrir verið hækkaður miklu minna en launin og miklu seinna.Engin viðhlýtandi skýring heftur fengist á þessu háttalagi stjórnvalda.Helst hefur verið nefnd sú skýring,að bíða hafi þurft eftir afgreiðslu fjárlaga.En sú skýring stenst ekki. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur verið skertur á miðju ári og eins er unnt að hækka lífeyri á miðju ári. En auk þess hafa fjölmargar stéttir opinberra starfsmanna fengið hækkanir á miðju ári og það gengur ekki að mismuna í þessu efni.Það er mannréttindabrot.

 Um langt skeið hefur staðan verið sú,að lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur verið svo naumt skammtaður,að hann hefur ekki dugað fyrir framfærsu.Það þýðir,að þeir lífeyrisþegar sem  einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum, komast ekki af án annarrar aðstoðar. Þannig hefur ástandið verið mörg undanfarin ár. Mannréttindi hafa því verið brotin. Stjórnarskrárin,67.greinin,brotin.Þetta hefur verið blettur á islensku samfélagi. Og það er tímabært að stefnunni verði breytt og tekin upp gerbreytt stefna sem tryggir öllum mannsæmandi kjör og ekki aðeins rétt til að komast af heldur tryggi ,að aldraðir og öryrkjar geti lifað með reisn.

Þó lífeyrir hafi verið hækkaður 1.janúar sl  lítillega og eigi að hækka á ný um hungurlús 1.janúar 2017 verður lífeyrir einhleypra eldri borgara aðeins 195 þúsund kr á mánuði eftir skatt frá 1.janúar n.k. Það dugar ekki fyrir framfærslukostnaði.Hvernig má það vera,að ríkisvaldið  skammti eldri borgurum 195 þúsund kr á mánuði eftir skatt frá jan.n.k.þ.e. að upphæðin sé ekki hærri þrátt fyrir tvær hækkanir nýlega.Lífeyrir hækkar um 10 þús krónur á mánuði um áramót. .En laun ráðherra hækka um 500 þús  á mánuði og laun þingmanna hækka um  340 þúsund kr á mánuði fyrir skatt.Er þetta haft svona til þess að halda eldri borgurum áfram við hungurmörk,þeim sem aðeis hafa lífeyri frá almannatryggingum. Eldri borgarar fá 10 þús kr hækkun en ráðherrar fá 500 þús kr hækkun eða  50 sinnum meiri hækkun. Er þetta velferðarríkið Ísland, sem státar af jafnrétti.Þetta undirstrikar misrétti og ójöfnuð.Þetta er til skammar fyrir Ísland.

Björgvin Guðmundsson


Skerðingar verði afnumdar.Við eigum lífeyrinn i lífeyrissjóðunum!

Stefna Félags eldri borgara í Reykjavík er sú,að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði verði afnumdar.Félagið í Reykjavik er langstærsta félag eldri  borgara á landinu og hefur alltaf verið mótandi í kjaramálum eldri borgara.Félagið hefur sömu stefnu varðandi skerðingar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafði fyrir kosningarnar 2013 þegar hann lofaði að afnema allar tekjutengingar.Hann sveik loforðið.Þegar hann gaf loforðið hafði hann engar áhyggjur af því,að efndir á loforðinu kostuðu mikið.

Víst er það dýrt að afnema skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.En ríkið er líka  búið að spara sér gífurlegar fjárhæðir með því að seilast óbeint árum saman í lífeyri eldri borgara.Ég reikna ekki með að eldri borgarar láti rikið greiða til baka en við þurfum ekki að hafa samviskubit af því að stöðva skerðingarnar.Ríkið  skuldar einnig eldri borgurum og öryrkjum stórar fjárhæðir vegna fyrirheita sem stjórnvöld gáfu eldri borgurum og öryrkjum og stóðu ekki við.Stjórnvöld skáru á sjálfvirk tengsl milli lífeyris og vikukaups verkafólks 1995 og lofuðu því um leið,að breytingin mundi ekki valda lífeyrisþegum neinu tjóni.En 2006 var reiknað út,að þessi breyting hefði þá verið búin að skaða lífeyrisþega um 40 milljarða.Talið er,að skaðinn síðan sé annar eins.Þetta tjón stendur vel og rúmlega það undir kostnaði við að afnema skerðingarnar.

Þá sviku Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur það loforð,sem þeir gáfu lífeyrisþegum fyrir kosningar 2013 að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans.Þau svik hafa kostað lífeyrisþega marga tugmilljarða.Aldraðir og öryrkjar eiga því kostnað við afnám skerðinga margfaldan inni hjá ríkinu.

Lífeyrisþegar geta ekki leyft ríkinu lengur að skerða lífeyri almannatrygginga  vegna lífeyrissjóðanna eins og  ríkið eigi lífeyri okkar í lífeyrissjóðunum. Eldri borgarar eiga lífeyrinn og vilja fá að njóta hans að fullu á eftirlaunaárunum.

Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var sagt,að þeir ættu að  vera  viðbót við almannatryggingar.Það á að standa.Annað eru svik. Það er komið nóg að svikum við aldraða og öryrkja og mál að linni.

Björgvin Guðmundsson


Bæta þarf kjör aldraðra og öryrkja miklu meira en um þá hungurlús,sem taka á gildi næsta ár

 

Ný ríkisstjórn fær meðal annars það verkefni að bæta kjör aldraðra og öryrkja í samræmi  við það,sem kjósendum var lofað í kosningunum.Ég reikna ekki með,að ný stjórn hafi það eins og frá farandi stjórn að lofa öldruðum og öryrkjum miklum kjarabótum og svíkja það síðan.Sjálfstæðisflokkurnn og Framsóknarflokkurinn gáfu öldruðum og öryrkjum stór kosningaloforð fyrir kosningarnar 2013 og  þau voru svikin.Sjálfstæðisflokkurinn lofaði á landsfundi sínum 2013 að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputimans,2009-2013,sagði,að lífeyrir yrði leiðréttur strax til samræmis við hækkanir lægstu launa.Þetta var svikið.Framsóknarflokkurinn samþykkti á sínu flokksþingi að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) krepputímans.Það var svikið. Formaður Sjálfstæðisflokksins,Bjarni Benediktsson,lofaði í bréfi til eldri borgara,að  afnema tekjutengingu við lífeyri TR vegna tekna eldri  borgara. Útreikningur grunnlífeyris,sem allir höfðu fengið fyrir 2009, var leiðréttur þannig, að þeir,sem höfðu háan lífeyri úr lífeyrissjóðum,fengju hann á ný, en að öðru leyti var þetta loforð svikð.

Á síðasta degi þingsins fyrir kosningar afgreiddi fráfarandi ríkisstjórn örlitla hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja ( hungurlús) og dró nokkuð úr skerðingum. Ekki er farið að greiða öldruðum og öryrkjum eina krónu af þessari hækkun. Þeir fá enga hækkun fyrr en 1.janúar 2017.Það er ekki hafður sami háttur á eins og gagnvart ráðherrum og þingmönnum við afgreiðslu launahækkana.Kjararáð afgreiddi kauphækkun til ráðherra og þingmanna,35% til ráðherra og 45% til þingmanna.Þurftu ráðherrar og þingmenn ekki að bíða eftir launahækkuninni til  1.janúar 2017 eins og lífeyrisþegar? Er ekki jafnræði samkvæmt stjórnarskránni.Eiga ekki allir að sitja við sama borð? Nei ekki aldeilis.Þingmenn fengu sína hækkun strax,meira að segja áður en þeir mæta í vinnunni og ráðherrar fengu sina hækkun líka strax.Það þurfti ekki að bíða eftir afgreiðslu fjárlaga.Þetta er gróf mismunun.Það eru nógir peningar til þegar hækka þarf laun ráðherra,þingmanna og æðstu embættismanna.Lífeyrir aldraðra,sem eru i hjónabandi eða sambúð á að hækka um 10 þúsund kr  á mánuði eftir skatt á næsta ári,fara í 195 þúsund á mánuði og hjá einhleypum á að hækka í 227 þúsund kr á mánuði eftir skatt eða um 20 þúsund kr.Þetta er alger hungurlús og munar litlu sem engu.Vissir þingmenn geta hins vegar hækkað í 2 milljónir  á mánuð og ráðherrar fá einnig svimandi hækkanir.Það er ljóst,að það búa tvær þjóðir í þessu landi.Þingfararkaup hækkar um 338 þús kr á mánuði en síðan er greitt sérstaklega fyrir formennsku i nefndum,fyrir þingflokksformennsku og formennsku i flokkum og styrkur fyrir utanbæjarþingmenn sem þurfa að sækja þing til Reykjavíkur.Fleiri sporslur finnast. Ráðherrar hækka um 488 þúsund kr en lífeyrisegar hækka sem fyrr segir á næsta ári um 10 þúsund á mánuði og upp í 27 þúsund krá mánuði.

Það verður að endurskoða þá hungurlús sem fráfarandi ríkisstjórn er að skammt lífeyrisþegum og ákveða miklu  meiri hækkun til lífeyrisþega, ef þeir eiga að komast sæmilega af. Þeir þurfa að fá a.m.k. 400 þúsund kr á mánuði fyrir skatt eins og ég hef  skrifað um áður. Það þýðir 320 þúsund eftir skatt.Það er lágmark og í samræmi við neyslukönnun hagstofunnar. Hér er átt við þá aldraða og öryrkja,sem enungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lifeyrissjoð.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Mannréttindi brotin á öldruðum á mörgum sviðum

Mannréttindi eru brotin á öldruðum á mörgum sviðum.Grófasta mannréttindabrotið er það að skammta öldruðum og öryrkjum einnig svo nauman lífeyri,að ekki sé unnt að framfleyta sér af honum.Það á við þá,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum.Aldraðir sæta einnig mismunun á vinnumarkaðnum og í heilbrigðiskerfinu.Ef samdráttur er á vinnumarkaðnum er öldruðum fyrst sagt upp þó þeir hafi miklu meiri reynslu en þeir yngri.Og mjög erfitt er fyrir eldri borgara, sem eru við góða heilsu að fá nýja vinnu.Mörg dæmi hafa verið nefnd þessu til staðfestingar.Þetta er mannréttindabrot.Það er óheimilt að mismuna eldri borgurum.Í heilbrigðiskerfinu er það sama upp á teningnum.Rannsóknir hafa sýnt,að eldri borgarar verða að bíða lengur eftir læknismeðferð en þeir sem yngri eru.Það er mannréttindabrot.Það eiga allir að sitja við sama borð í þessu efni.Þegar efnahagsáföll verða ( hjá þjóðfélögum) er óheimilt að færa kjör aldraðra til baka nema fyrst sé athugað hvort unnt sé að fara aðrar.Það hefur ekki verið gert hér á landi heldur talið fljótvirkast að  skerða kjör aldraðra og öryrkja strax. Það er mannréttindabrot.Og þannig mætti áfram telja.Það er stöðugt verið að brjóta mannréttindi á öldruðum og öryrkjum.Ég tel einnig,að það sé  mannréttindabrot hvernig komið er fram við aldraða og öryrkja í kjaramálum.Lífeyrisþegar eru hvað eftir annað skildir eftir þegar almennarr launahækkanir eiga sér stað. Þetta var mjög gróft á árinu 2015,þegar almennar launahækkanir áttu sér stað en aldraðir og öryrkjar voru skildir eftir.Og þetta heldur áfram 2016.Laun verkafólks hækkuðu 1.mai um 6% en lífeyrisþegar fengu enga hækkun.Loks,þegar stjórnvöld rumskuðu rétt fyrir kosningar og ákváðu smáhækkun (hungurlús) fyrir  lífeyrisþega var ákveðið,að hún tæki ekki gildi fyrr en 1.jan.2017.Samt hækkuðu þingmenn og ráðherrar tvisvar á þessu ári og háttsettir embættismenn fengu mikla hækkun á árinu sem gilti 19 mánuði til baka.Auk þess fékk verkafólk hækkun á miðju ári.Þetta er klár mismunun og mannréttindabrot.

 

Björgvin Guðmundsson


Stjórnarskráin brotin á lægst launuðu öldruðum og öryrkjum!

 

Réttur aldraðra og öryrkja til   lífeyris frá ríkinu (aðstoðar) er stjórnarskrárbundinn.Í 76.grein stjórnarskrárinnar segir svo: „Öllum,sem þess þurfa,skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika,örorku,elli,atvinnuleysis,örbirgðar og sambærilegra atvika.“

Hæstiréttur hefur skýrt umrædda grein á þessa leið ( Í tilefni af Öryrkjadómnum frá 2000):  „Þá var talið að skýra bæri 76.gr. stjórnarskrárinnar til samræmis við alþjóðasamninga,sem ríkið hefur staðfest þannig að skylt væri að tryggja að lögum rétt sérhvers einstaklngs til a.m.k einhverrar lágmarks framfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi,sem ákveðið væri á málefnalegan hátt.“

 Ég tel samkvæmt framansögðu, að  ríkinu sé skylt samkvæmt stjórnarskránni að veita öldruðum og öryrkjum,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum, nægilegan lífeyri til framfærslu.En þannig hefur það ekki verið.Lífeyrir hefur ekki dugað fyrir öllum útgjöldum; lyf og læknishjálp hafa oftast orðið útundan.

 Stjórnarskráin hefur verið brotin á framangreindum öldruðum og öryrkjum,Þær litlu hækkanir, sem taka gildi um næstu áramót, eru ekki nægilegar til þess að koma þessu í lag. Það verður að gera miklu betur í því efni.Það er kominn tími til að virða stjórnarskrána.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundssn.net


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband