Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 26. nóvember 2016
Ekki ein króna í kjarabætur enn!
Tæpur mánuður er nú liðinn frá alþingiskosningunum og tveir mánuðir frá því kosningabaráttan var í hámarki og alþingi lauk störfum.Fráfarandi ríkisstjórn þóttist þá ætla að bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega.En ekki er farið að bæta kjörin um eina krónu enn.Um næstu áramót kemur "kjarabót": Lífeyrir aldraðra,sem eru giftir eða í sambúð hækkar þá um 10 þúsund krónur á mánuði hjá þeim,sem hafa einungis lífeyri frá almannatryggingum eða í 195 þúsund á mánuði.! Þetta er mikill rausnarskapur.Það hefur verið venja,þegar ætlunin hefur verið að láta aldraða fá einbverja hungurlús að tilkynna það löngu áður.Ekki er ljóst hvers vegna þessi háttur er hafður á.Ef til vill þarf ríkið að safna fyrir þessum ósköpum áður en unnt er að greiða það út.A.m.k. þarf ekki að safna fyrir kauphækkun þingmanna og ráðherra.Sú hækkun var tilkynnt á kosningadaginn og greidd út um leið!Þingmenn fengu því kauphækkun áður en þeir byrjuðu í vinnunni.Og það var ekki verið að hækka þingmenn um einhvern 10 þús kall ,upp í tæp 200 þúsund. Nei það var verið að hækka þá í 1100 þúsund á mánuði og ráðherrar voru hækkaðir í 2 milljónir á mánuði.Og nógir peningar voru til hjá ríkinu fyrir þessum hækkunum þó ekkert væri til fyrir "kauphækkun" aldraðra og öryrkja.Þetta er Ísland í dag.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. nóvember 2016
Bæta þarf hjúkrunarheimilin verulega
Hjúkrunarheimili eru mjög mikilvægar stofnanir.Þau eru griðastaður aldraðra,þegar þeir missa heilsuna.Þess vegna er mjög mikilvægt,að rétt sé að þeim staðið.
Mikið vantar á,að nægilega vel sé búið að hjúkrunarheimilunum.Þau eru bæði undirmönnuð og fjársvelt.Á mörgum heimilanna eru ekki nægilega margir hjúkrunarfræðingar.Það er alvarlegt mál,þar eð nauðsynlegt er,að nægilega margt fagfólk sé við störf á hverju heimili.Um margra ára skeið hafa hjúkrunarheimilin verið rekin með halla og það hefur komið niður á rekstri heimilanna.Nú,þegar nógir peningar eru í þjóðfélaginu og þar á meðal hjá ríkinu er tímabært að láta hjúkrunarheimilin fá það mikla peninga,að unnt sé að reka hjúkrunarheimlin með sóma.
Rétt er að vekja athygli á því,að eldri borgarar eiga að njóta jafnréttis á við aðra borgara þjóðfélagsins.Það er óheimilt að mismuna þeim.Það er mannréttindabrot.Eldri borgarar eiga því að njóta hins besta á hjúkrunarheimilunum,bæði í mat,umönnun og hjúkrun.
Á fundi samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu í oktober kom fram,að 30% vanti í greiðsluna frá ríkinu til reksturs hjúkrunarheimilanna með hliðsjón af þeim kröfum,sem ríkið geri til þjónustu hjúkrunarheimilanna!
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. nóvember 2016
Viðreisn sleit viðræðunum um stjórnarmyndun!
Viðreisn sleit 5-flokka viðræðunum í gærkveldi.Þetta gerðist án þess að viðræður slitnuðu út af ákveðnu málefni.Benedikt,formaður Viðreisnar, tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur,einfaldlega að hann hefði ekki trú á viðræðunum.Katrín segir,að hún hafi alltaf óttast þetta.Samkvæmt þessu hefur Viðreisn ekki verið með í viðræðunum af heilum hug,heldur verið að athuga málið.Það er alvarlegt mál.Stjórnarmyndun er alvörumál.
Fyrirfram var óttast,að erfiðast yrði að semja við Pirata.En það reyndist rangt.Þeir voru mjög samvinnuþýðir og gáfu eftir í mörgum málum.Algert samkomuag náðist um stjórnarskrána,sem var þeirra stærsta mál.Það var hins vegar Viðreisn,sem reyndist erfiðust.Logi formaður Samfylkingarinnar sagði,að það hefði komið í ljós í viðræðunum,að Viðreisn væri hreinn hægri flokkur.Viðreisn var fyrirfram á móti öllum skattahækkunum þó peninga vantaði í heilbrigðiskerfð.Samt var aðeins verið að ræða um hátekjuskatt og hækkun fjármagnstekjuskatts en ekki hækkun skatta á meðaltekjur eða lágar tekjur.En ekkert var farið að reyna á skattamálin,þar eð ekki var farið að bera upp neinar tillögur.Ekkert var farið að ræða um landbúnaðarmálin heldur.VG hafði fært sig verulega nálægt Viðreisn í sjávarútvegsmálum.En alveg er ljóst,að ekki var fullreynt hvort samkomulag næðist en Viðreisn sleit viðræðunum áður en á það reyndi.Einhver annarleg sjónarmið hafa valdið því.Á hverju strandaði,Benedikt?
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24. nóvember 2016
Veriið að hrekja eldri borgara af vinnumarkaðnum!
Þegar Eygló Harðardóttir fráfarandi félagsmálaráðherra lagði fram á alþingi frumvarp um breytingar á almannatryggingalögum sagði hún, að ríkisstjórnin vildi stuðla að því að eldri borgarar gætu verið sem lengst á vinnumarkaðnum. Frítekjumark vegna atvinnutekna er í dag 109 þúsund krónur á mánuði.Í upphaf gerði frumvarpip ráð fyrir,að það frítekjumark yrði alveg fellt niður.En vegna mikillar óánægju með það var því breytt þannig, að frítekjumark vegna atvinnutekna verði 25 þúsund kr á mánuði.Með öðrum orðum:Þegar ríkistjórnin sagðist ætla að greiða fyrir því að eldri borgarar gætu verið á vinnumarkaðnum lagði hún fram frumvarp um að lækka frítekjumark vegna atvinnutekna úr 109 þúsund í 25 þúsund á mánuði.Þetta þýðir einfaldlega það, að það er verið að hrekja þá eldri borgara sem vilja vinna, af vinnumarkaðnum.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar,sem nú hefur verið lögfest var allt hið einkennilegasta eftir margra ára starf.Upphaflega gerði það ráð fyrir,að lífeyrir þeirra,sem aðeins hefðu líferi frá almannatryggingum yrði óbreyttur.Þegar Eygló var minnt á þetta á alþingi sagði Eygló einfldlega: Það eru svo fáir sem eingöngu hafa lífeyri frá TR.Og þá taldi hún það allt ílagi´ En eftir mikil mótmæli eldri borgara lét ríkisstjórnin undan og ákvað að hækka lífeyrinn um hungurlús: Hann var hækkaður um 10 þúsund krónur á mánuði hjá giftum frá áramótum eftir skatt! En á sama tíma og þó nokkru fyrr voru laun þingmanna hækkuð 1100 þúsund á mánuði og geta farið í 2 milljónir með öllum aukasporslum.Þetta er Ísland í dag Misréttið í hnotskurn.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. nóvember 2016
Hætta á skerðingum vegna lífeyrissjóða!
Æ fleiri taka nú undir kröfuna um, að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði afnumdar.Fleiri og fleiri gera sér einnig ljóst, að það átti aldrei að samþykkja eða loka augunum fyrir því, að ríkið færi að skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Það gekk alveg í berhögg við það, sem um var talað, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir en þá var það skýrt tekið fram og undirstrikað, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar.Þetta hefur verið þverbrotið. Lífeyrisfólk á ekki að hjálpa ríkinu, þegar það lendir í fjárhagserfiðleikum.Það er að snúa hlutunum við.Ríkið á að hjálpa lífeyrisfólki.
Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum
Ríkisvaldið lætur eins og það sé að veita öldruðum kauphækkun, þegar það dregur aðeins úr skerðingum! En það er engin kauphækkun. Þetta er miklu líkara því, þegar þýfi er skilað að hluta til baka. Eldri borgarar eiga peningana í lifeyrissjóðunum, sem þeir hafa sparað þar alla sína starfsævi.Þeir gera kröfu til þess að strax verði hætt að skerða óbeint þennan lífeyri með aðgerðum ríkisvaldsins. Ég kalla það óbeina skerðingu lífeyris i lífeyrssjóðunum, þegar lífeyrir, sem eldri borgarar eiga að fá frá Tryggingastofnun, er skertur beinlínis vegna þess að eldri borgarar fá lífeyri úr lífeyrissjóðum. Þessu verður að linna.
Auðvelt að afnema skerðingarnar nú
Tryggingastofnun og rikisvaldið segja ,að það sé dýrt að afnema þessa skerðingu. En það er ekki mál lífeyrisfólks.Ríkið verður að taka á sig þann kostnað, sem er því samfara að afnema skerðingarnar. Ríkisvaldið gumar af góðum fjárhag og góðu efnahagsástandi um þessar mundir og því ætti að vera auðvelt að afnema skerðingarnar nú.Ríkið hefur einnig haft af öldruðum og öryrkjum stórar fjárhæðir undanfarin ár og áratugi , nú síðast með þvi að svíkja stór kosningaloforð stjórnarflokkanna, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin 2013.
Fyrir síðustu kosningar höfðu tveir flokkar það á stefnuskrá sinni að afnema ætti alveg allar skerðingar, þ.e. Píratar og Flokkur fólksins. En allir flokkarnir vildu draga verulega úr skerðingum.Píratar fengu 10 þingmenn kjörna,bættu við sig 7 þingmönnum. Það má því segja,að stuðningur við afnám skerðinga sé verulegur þar. Flokkur fólksins bauð í fyrsta sinn fram og fékk 3,5% atkvæða.Félag eldri borgara í Reykjavík,sem er langstærsta félag eldri borgara berst fyrir því, að skerðingar verði alveg afnumdar.Stuðningur við þetta mál er því mikill. Það þolir enga bið að koma því í framkvæmd.
Björgvin Guðmundsson
viðskiptafræðingur
Fréttablaðið 23.nóvember 2016
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. nóvember 2016
Framfærslukostnaður hefur stórhækkað!
Undanfarin misseri hefur framfærslukostnaður stórhækkað,einkum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.Veldur þar mestu gífurleg hækkun húsaleigu.Annar húsnæðiskostnaður hefur einnig hækkað.Húsaleiga hefur hækkað í 160- 180 þúsund kr á mánuði fyrir 2ja-3ja herbergja íbúð.Stóraukinn ferðamannastraumur veldur mestu um mikla hækkun húsaleigu.
Ljóst er,að lífeyrir sá,sem Tryggingastofnun skammtar öldruðum og öryrkjum í dag,þeim,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum,dugar hvergi nærri til framfærslu.Húsaleigukostnaður og matarkostnaður er að lágmarki 200-210 þúsund kr á mánuði.Þá vantar 15- 25 þúsund kr á mánuði hjá giftum,aðeins fyrir þessum 2 útgjaldaliðum.Þá er eftir að reikna,rafmagn,hita,síma og sjónvarp, samgöngukostnað, fatnað o.fl.Dæmið gengur engan veginn upp.Og það breytir litlu þó lífeyrir hækki um 10 þúsund kr á mánuði um áramót.Dæmið gengur samt ekki upp.Það eru eðlileg mannréttindi,að eldri borgarar og öryrkjar geti verið með tölvur en það er ekki unnt með þeirri hungurlús sem lífeyrisfólk fær. Bíll er ekki inni í myndinni.Það þarf að stórhækka lífeyrinn.
Ég hef lengi bent a,að eðlilegasta viðmiðun í þessu efni sé neyslukönnun Hagstofunnar.Samkvæmt henni notar einhleypingur 321 þúsund kr á mánuði til neyslu.Engir skattar eru inn í þeirri tölu.Þetta jafngildir 400 þúsund kr fyrir skatt.Það er því eðlilegt að hækka lífeyri í þessa upphæð,400 þúsund á mánuði fyrir skatt,320 þúsund eftir skatt.-Marta Óskarsdóttir formaður kjarahóps Öbi skrifar grein í Fréttablaðið í dag og segir,að lífeyrir eigi að vera 390.250 kr á mánuði; það sé sú tala,sem Umboðsmaður skuldara setji fram sem framfærsluviðmið,eftir að húsnæðiskostnaði hefur verið bætt við. Þetta er mjög svipað neyslukönnun Hagstofunnar,þannig að það er ljóst ,að lífeyrir aldraðra og öryrkja þarf að vera 390-400 þúsund á mánuði að lágmarki.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. nóvember 2016
Hækka verður lífeyri verulega!
Hver eru aðaláhersluatriðin í málefnum aldraðra og öryrkja nú,þegar góðar horfur eru á myndun umbótastjórnar.Þau eru þessi:
Stór hópur lífeyrisfólks hefur haft lífeyri undir fátæktarmörkum í tíð fráfarandi ríkisstjórnar.Lífeyrir þeirra,sem eru i sambúð eða hjónabandi er í dag 185 þúsund kr á mánuði, eftir skatt.þeir ,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum; þessi upphæð á að hækka um 10 þúsund kr á mánuði um áramót.Þetta er undir fátæktarmörkum.Þetta dugar ekki fyrir mat og húsnæði.
Fyrsta krafan er sú, að þessi lífeyrir verði hækkaður verulega.
Önnur krafan er sú,að lífeyrir fylgi lágmarkslaunum,launaþróun en það hefur ekki verið svo í tíð fráfarandi stjórnar.Lífeyrir hefur hækkað miklu minna en lágmarkslaun og miklu seinna.Í þriðja lagi á að
hækka á skattleysismörk verulega. Það mundi koma öldruðum og öryrkjum vel en einnig láglaunafólki.
Í fjórða lagi þarf að draga verulega úr skerðingum tryggingalífeyris vegna tekna og stefna að afnámi þeirra.Leiðrétta þarf strax auknar skerðingar vegna atvinnutekna og minnka skerðingar verulega vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Skerðingar vegna lífeyrissjóða eiga raunar ekki að eiga sér stað,þar eð með því er óbeint verið að skerða lífeyrinn í lífeyrissjóðunum,sem eldri borgarar hafa safnað á langri starfsævi.Það á að stöðva þá skerðingu strax.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 20. nóvember 2016
Getur þú lifað á 195 þúsund kr á mánuði eftir skatt?
Þeir Sigmundur Davið og Bjarni Benediktsson voru ekki sammála um allt í stjórmarsamstarfi sínu.En þeir voru sammála um eitt. Og það var það, að þeir væru að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja meira en gerst hefði um langt skeið.Það er því fróðlegt að líta á hvað lífeyririnn er hár í dag eftir methækkun þeirra félaga. Jú lífeyrir giftra eldri borgara er í dag 185 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá þeim,sem hafa einungis lífeyri frá TR..Hann verður 195 þús kr á mánuði frá og með áramótum.Með öðrum orðum eftir methækkun þeirra félaga verður lífeyrir giftra eldri borgara þá orðinn 195 þús. kr á mánuði eftir skatt.Hver getur lifað af því? Getur þú það lesandi góður! Ég efast um það. Af þessari hungurlús þarf að greiða allan kostnað. Í fyrsta lagi húsaleigu eða húsnæðiskostnað.Húsaleiga getur verið 160 -180 þúsund á mánuði.Matarreikningurinn getur verið 40-50 þúsund kr. Og þá eru peningarnir búnir og rúmlega það.Miðað við lægri tölurnar fara 200 þús í húsaleigu og mat.Eða 5 þúsund kr meira en nemur lífeyrinum.Þá er eftir að greiða rafmagn,hita og síma og samgöngukostnað.Ekki er möguleiki að reka bíl eða tölvu af þetta lágum lífeyri. Eldri borgarar eru því í nákvæmlega sömu stöðu nú og áður en þeir fá methækkun Sigmundar Davíðs og Bjarna.Þeir eiga ekki fyrir öllum útgjöldum og verða að skera niður; oft skera þeir niður matarkostnaðinn og eiga því tæplega nóg að borða. Það má því búast við,að eldri borgarar hringi áfram í Félag eldri borgara í Rvk og kvarti yfir að þeir eigi ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins.Þannig er þetta i velferðarsamfélaginu,Íslandi. Sigurður Ingi ætlaði að sjá til þess að enginn liði skort á Íslandi! Hagstofan segir,að meðaltalsneysla sé 321 þúsund kr á mánuði.Það er eftir skatta.Meðaltekjur í þjóðfélaginu eru 620 þúsund kr á mánuði.Það er óskiljanlegt hverng nefnd,sem vann að endurskoðun almannatrygginga árum saman gat komist að þeirri niðurstöðu,að lífeyrir eldri borgara ætti að vera 195 þúsund kr eftir skatt frá næstu áramótum.Fyrst lagði nefndin til óbreyttan lífeyri,185 þúsund á mánuði og það var tillaga félagsmálaráðherra en eftir mikil mótmæli var ákveðið að hækka lífeyrinn frá næstu áramótum um 10 þúsund kr á mánuði,eftir skatt.Mikill rausnarskapur!Eða hitt þó heldur.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. nóvember 2016
Hvernig má bæta kjör aldraðra verulega?
Nokkrar leiðir koma til greina, þegar taka á ákvörðun um að bæta kjör aldraðra verulega :1) Að hækka greiðslur til aldraðra frá almannatryggingum þannig, að þær nái þeirri upphæð, sem þær ættu að vera í miðað við, að ekki hefði verið skorið á sjálfvirk tengsl milli lágmarkslauna og lífeyris TR. 1995. 2)Að hækka mánaðargreiðslur svo mjög, að þær dugi fyrir framfærslukostnaði. 3)Að afnema tekjutengingu tryggingalífeyris.4)Að gera ellilífeyri skattfrjálsan.
Þetta eru allt góðar tillögur og brýn hagsmunamál eldri borgara. Talið er að eldri borgarar og öryrkjar eigi inni hjá ríkinu 80 milljarða vegna þess að skorið var á sjálfvirk tengsl milli lágmarkslauna og lífeyris aldraðra og öryrkja 1995 .Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sagði, þegar hann beitti sér fyrir þessari breytingu, að nýja reikningsaðferðin (viðmiðunin) yrði hagstæðari eldri borgurum en sjálfvirku tengslin.Ákveðið var í staðinn að miða skyldi við launaþróun í landinu en lífeyrir ætti þó aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs.Ef gamla kerfið hefði áfram verið í gildi, hefði 80 milljörðum meira komið í hlut lífeyrisfólks en raun varð á. Það munar um það.Lífeyrisþegar voru hlunnfarnir.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. nóvember 2016
Enn er allur lífeyrir TR rifinn af eldri borgurum, þegar þeir fara á hjúkrunarheimlii!
v
Þrátt fyrir miklar umræður er enn ekki búið að breyta fyrirkomulaginu á greiðsluþáttöku eldri borgara,þegar þeir fara á hjúhrunarheimili.Enn er það svo,að Trygingastofnun tekur ófrjálsri hendi allan lífeyri af eldri borgurum, þegar þeir vistast á hjúrunarheimili en síðan skammtar stofnunin eldri borgurunum smánarupphæð,sem kölluð er vasapeningar. Lögfræðingar,sem ég hef talað við, telja,að þetta sé brot á stjórnarskránni,eignaupptaka.Eldri borgararnir eru ekki látnir vita fyrirfram að
Þetta standi til.Þeir eru látnir vita eftir á.Þetta er mjög niðurlægjandi aðgerð.Það er eins og það sé verið svipta fólkið fjárræði.Auk þess eru vasapeningarnir tekjutengdir.Það þarf ekki annað en hjón eldri borgara séu að skipta um íbúð og leggi peninga í banka í ákveðinn tíma þá rífur Tryggingastofnun vasapeningana af því hjónanna,sem er á hjúkrunarheimili og þeir hverfa.Það er ekki unnt að segja,að þetta kerfi sé jákvætt eldri borgurum.Kerfið kroppar peninga af eldri borgurum alls staðar,.þar sem .það hefur möguleika á því.
Félagsmálaráðherra hefur falið sérstökum starfshóp að koma á tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili þar sem kannað verði að láta eldri borgara,sem fara á hjúkrunarheimili,halda lífeyri sínum og greiða sjálfa fyrir þá þjónustu,sem þeir fá á hjúkrunarheimili aðra en læknisþjónustu og hjúkrun ,sem yrði gjaldfrjáls eins og á öðrum sjúkrastofnunum.Ekki hefði þurft neitt tilraunaverkefni.Nóg hefði verið að kynna sér fyrirkomulag þessara mála á Norðurlöndunum en þar hefur það tíðkast um langt skeið ,að eldri borgarar haldi lífeyri sínum og greiði sjálfir af honum fyrir þjónustu hjúkrunarheimila aðra en læknisþjónustu og hjúkrun sem er frí.Þetta kerfi hefur gengið ágættlega á hinum Norðurlöndunum og getur eins gert það hér.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt 19.11.2016 kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)