"Kjarabætur" lífeyrisfólks: Of seint og of lítið!

 

Ný ríkisstjórn þarf að gerbreyta stefnunni í málefnum aldraðra og öryrkja. Stefnan hefur brugðist öldruðum og öryrkjum.Einkenni stefnunnar hefur verið þetta: Of seint og of lítið.Í hvert sinn,sem almennar launahækkanir hafa orðið í þjóðfélaginu hefur lífeyrir verið hækkaður miklu minna en launin og miklu seinna.Engin viðhlýtandi skýring heftur fengist á þessu háttalagi stjórnvalda.Helst hefur verið nefnd sú skýring,að bíða hafi þurft eftir afgreiðslu fjárlaga.En sú skýring stenst ekki. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur verið skertur á miðju ári og eins er unnt að hækka lífeyri á miðju ári. En auk þess hafa fjölmargar stéttir opinberra starfsmanna fengið hækkanir á miðju ári og það gengur ekki að mismuna í þessu efni.Það er mannréttindabrot.

 Um langt skeið hefur staðan verið sú,að lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur verið svo naumt skammtaður,að hann hefur ekki dugað fyrir framfærsu.Það þýðir,að þeir lífeyrisþegar sem  einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum, komast ekki af án annarrar aðstoðar. Þannig hefur ástandið verið mörg undanfarin ár. Mannréttindi hafa því verið brotin. Stjórnarskrárin,67.greinin,brotin.Þetta hefur verið blettur á islensku samfélagi. Og það er tímabært að stefnunni verði breytt og tekin upp gerbreytt stefna sem tryggir öllum mannsæmandi kjör og ekki aðeins rétt til að komast af heldur tryggi ,að aldraðir og öryrkjar geti lifað með reisn.

Þó lífeyrir hafi verið hækkaður 1.janúar sl  lítillega og eigi að hækka á ný um hungurlús 1.janúar 2017 verður lífeyrir einhleypra eldri borgara aðeins 195 þúsund kr á mánuði eftir skatt frá 1.janúar n.k. Það dugar ekki fyrir framfærslukostnaði.Hvernig má það vera,að ríkisvaldið  skammti eldri borgurum 195 þúsund kr á mánuði eftir skatt frá jan.n.k.þ.e. að upphæðin sé ekki hærri þrátt fyrir tvær hækkanir nýlega.Lífeyrir hækkar um 10 þús krónur á mánuði um áramót. .En laun ráðherra hækka um 500 þús  á mánuði og laun þingmanna hækka um  340 þúsund kr á mánuði fyrir skatt.Er þetta haft svona til þess að halda eldri borgurum áfram við hungurmörk,þeim sem aðeis hafa lífeyri frá almannatryggingum. Eldri borgarar fá 10 þús kr hækkun en ráðherrar fá 500 þús kr hækkun eða  50 sinnum meiri hækkun. Er þetta velferðarríkið Ísland, sem státar af jafnrétti.Þetta undirstrikar misrétti og ójöfnuð.Þetta er til skammar fyrir Ísland.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband