Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 23. október 2016
Aldraðir eiga að fá 195 þúsund á mán. um áramót!! Ekki unnt að lifa af þeirri hungurlús!
Árið 2015 voru meðallaun vinnandi stétta í landinu 612 þúsund kr á mánuði.Neyslukönnun Hagstofunnar segir,að meðaltalsútgjöld einhleypinga séu 321 þúsund á mánuði.Það er án skatta.Fyrir skatt samsvarar það 400 þúsund á mánuði.En ríkisstjórnin skammtar öldruðunm 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt,til þeirra,sem eru í hjónabandi eða sambúð og ætlar fyrir náð og miskunn að hækka það um næstu áramót í 195 þúsund á mánuði!5% hækkun.Hér er átt við þá sem hafa einungis lífeyri frá TR. Ráðherrarnr segja,að þetta verði mesta hækkun í marga áratugi.Ég hef sýnt fram á,að það er lygaáróður.En hvernig dettur þessum mönnum í hug að skammta öldruðum 195 þúsund krónur á mánuði,þegar meðalaun í landinu eru yfir 600 þúsund krónur og þeir eru sjálfir með yfir 1 milljón á mánuði.Það er margbúið að sýna sig ,að ´það er ekki unnt að lifa af þessari hungurlús.Einhver útgjöld verða útundan,læknishjáp,lyfjakaup eða jafnvel matur í vissum tilvikum.Lífsgæði þeirra,sem fá þessa hungurlús eru miklu verri en annarra i þjóðfélaginu.Þeir geta t.d. ekki rekið bíl og ekki tölvu.Það er algert lágmark að miða við neyslukönnun Hagstofunnar og hækka lífeyrinn í rúmar 300 þúsund eftir skatt.Ísland hefur efni á því í dag að veita eldri borgurum og öryrkjum sómasamleg lífskjör.Það er brot á mannréttindum að halda kjörum lífeyrisþega svona niðri.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 22. október 2016
Minni hækkun aldraðra nú en í kreppunni!
Stjórnarflokkarnir reka nú þann áróður að þeir hafi bætt kjör aldraðra meira en svo áratugum skipti.Þetta er lygaáróður.Í fyrsta lagi er lífeyrir ekki farinn að hækka um eina krónu enn vegna nýrra laga ríkisstjórnarinnar.Í öðru lagi er þetta alger hungurlús,sem hækka á um::Hjá hjónafólki sem einungis hefur lífeyri frá TR hækkar lífeyrir 2017 um 10 þúsund krónur eftir skatt,fer í 195 þúsund á mánuði eftir skatt.Bjarni mundi víst lifa lengi á þeirri upphæð.Hjá einhleypum hækkar lífeyrir þeirra sem eru í sömu stöðu um 20 þúsund á manuði,fer í 227 þúsund á mánuði eftiir skatt.Þingmenn og ráðherrar mundu víst lifa lengi á því.Þessi hungurlús,sem lífeyrir hjónafólks hækkar um er ekki nema 5%hækkun eftir skatt.Þetta kalla stjórnarherrarnir mestu hækkun áratugum saman. Er þessum mönnum ekki sjálfrátt. Eða geta þeir aldrei sagt satt orð. jafnvel á kreppuárunum,.þegar landið var að verða gjaldþrota hækkaði lífeyrir miklu meirra en um áramótin 2008/2009 hækkaði hann um 20% hjá þeim,sem höfðu aðeins lífeyri TR. Hvar er góðærið. Það er ekki hjá öldruðm og öryrkjum
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. október 2016
Svik stjórnarflokkanna 2013 skaða aldraða og öryrkja um tugi milljarða!
Nú er aðeins slétt vika til kosninga.Ekki eru stjórnarflokkarnir þó farnir að efna stærstu kosningaloforð sín við aldraða og öryrkja.Það er þess vegna alveg ljóst, að þeir ætla að svíkja þessi loforð og hafa sennilega aldrei ætlað að efna þau.Tilgangurinn hefur aðeins verið sá að blekkja kjósenduur ,lokka þá til fylgis á fölskum forsendum. Nú eru stjórnarflokkarnir farnir að gefa ný kosningaloforð.Þannig auglýsir Framsókn nú: Við ætlum að lækka skatta (á millistéttinni).En þetta eru líka svik og blekkingar: það eina,sem er öruggt eftir næstu kosningar er það, að Framsókn verður ekki áfram í stjórn. Þetta veit Framsókn.Samt gefur hún þetta loforð. Það er því alveg eins og svikaloforðið 2013.Það er verið að blekkja kjósendur.Það er verið að svíkja þá á ný.Virðing fyrir kjósendum er engin.
Eins og ég hef bent á áður hefði lífeyrir aldraðra og öryrkja hjá TR hækkað um kr. 56.580 á mánuði, ef stjórnarflokkarnir hefðu staðið við loforð sín við aldraðra og öryrkja.Og samkvæmt stærsta loforðinu átti að efna loforðið strax eftir kosningar.Það var loforðið um að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans.Flokkur fjármálaráðherra,Sjálfstæðisflokkurinn ,tók það sérstaklega fram í sínu loforð, að leiðrétta ætti lífeyrinn strax. Það var svikið. Það hefur kostað lífeyrisþega mikla fjármuni, að stjórnarflokkarnir skyldu ekki efna þetta loforð strax eftir kosningar.Það hefur kostað lífeyrisþega í kringum 50 milljarða kr!
En þessi hækkun,um 56.580 kr á mánuði, er einmitt sú hækkun,sem ríkisstjórnin segir nú, að eigi að koma til framkvæmda 2018 samkvæmt nýjum lögum um almannatryggingar.Með öðrm orðum: Fyrst svíkja stjórnarflokkarnir loforðið um að hækka lífeyrinn um 56.580 kr á mánuði en síðan koma þeir hlaupandi og þykjast vera að gera eitthvert góðverk með því að láta þessa hækkun koma til framkvæmda 5 árum seinna!!
Það er endalaust unnt að skrökva og svíkja, þegar aldraðir og öryrkjar eru annars vegar. Ríkisstjórnin veit,sem er, að þessi hópur þjóðfélagsþegna hefur engin vopn í höndunum til þess að beita gegn stjórnvöldum.Hann hefur ekkert verkfallsvopn eins og verkalýðshreyfingin,einungis rödd sína og samtakamátt.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 21. október 2016
Þurfum gerbreytta stefnu í málum aldraðra.Eldri borgarar eiga að geta lifað með reisn
Það þarf að taka upp gerbreytta stefnu í málefnum eldri borgara.Það þarf að íta til hliðar þeirri stefnu,sem ríkt hefur, og byggst hefur á því að halda öldruðum við fátæktarmörk,þeim,sem ekki hafa haft lífeyrissjóð.Hætta verður því að draga aldraða mánuðum saman á kjarabótum,sem þeir eiga rétt á. Stjórnvöld verða að taka upp jákvæðari afstöðu til aldraðra og hætta sð líta svo á,að þau séu að vinna eitthvað ölmusuverk þegar þau bæta kjör aldraðra.Tími er kominn til þess að stjórnvöld átti sig á því, að aldraðir eiga rétt á nægum lífeyri frá almannatryggingum,bæði vegna þess að þeir hafa greitt skatta til ríkisins alla sína starfsævi og tryggingargjald í ákveðinn tíma en auk þess er það stjórnarskrárbundinn réttur,að aldraðir fái nægan lifeyri.
Ég tel,að hækka þurfi lífeyrinn í 320 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar,eða 400 þúsund á mánuði fyrir skatt.Aldraðir eiga að geta lifað með reisn. Öryrkjabandalagið er með svipaðar tillögur.Skerðingar vegna lífeyrissjóðs á að afnema alveg í tveimur áföngum.Í stórum dráttum gildir það,sem hér hefur verið sagt,einnig fyrir öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. október 2016
4500 eldri borgarar missa grunnlífeyrinn og detta út úr kerfi TR!
Við lagabreytinguna,sem samþykkt var á síðasta degi þingsins missa 4500 eldri borgarar grunnlífeyri sinn og detta út úr kerfi almannatrygginga.Þeir fá ekki krónu þaðan þó þeir séu búnir að greiða skatta alla sína starfsævi og hafi greitt tryggingagjald.Þeir eru taldir hafa of góðan lífeyrissjóð.Það var aðeins tvennt sem núverandi ríkisstjórn samþykkti á sumarþinginu 2013 fyrir aldraða,að leiðrétta grunnlífeyri,þannig að greiðslur úr lífeyrissjóði mundu ekki skerða hann og að leiðrétta frítekjumark vegna atvinnutekna. Nú afnemur ríkisstjórnin grunnlífeyrinn aftur.Hann er felldur niður og við það detta 4500 eldri borgarar út úr kerfi almannatrygginga.Eldri borgari,sem er í þessari stöðu, hafði samband við mig í gær.Hann sagði,að þau hjónin misstu 80 þúsund brútto við þessa breytingu,50 þúsund eftir skatt. okkur munar um það,sagði hann.
Öryrkjar eru mjög óánægðir með það hvernig ríkisstjórnin fór með þá.Þeim var nánast ítt út úr nýju lögunum um almannatryggingar.Þannig að þessar litlu lagfæringar sem gerðar voru fyrir eldri borgara gilda ekki fyrir öryrkja nema að litlu leyti.Á aðalfundi Öryrkjabandalagsins,sem haldinn var fyrir nokkrum dögum var skorað á nýja ríkisstjórn og nýtt alþingi að lagfæra þeirra kjör og afnema krónu móti krónu skerðinguna ,sem félagsmálaráðherra skellti á þá á lokadögum þingsins.Smáhækkun,sem öryrkjar fengu var byggð á framfærsluuppbót,þannig að ef öryrki vinnur sér inn 20-30 þúsund krónur,lækkar framfærsluuppbótin (lífeyrinn) ,sem því nemur.Óskar Öbi eftir að þessi framfærsluuppbót verði felld niður eða felld inn i nýjan heildarlífeyri eins og gert er hjá öldruðum.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 20. október 2016
Rúm vika til kosninga .Stærstu kosningaloforðin óuppfyllt!
Nú er aðeins rúm vika til kosninga en stærstu kosningaloforðin,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum eru enn óuppfyllt.Eina leiðin til þess að standa við þessi loforð er að fá forseta Íslands til þess að gefa út bráðabirgðalög til lögfestingar á þeim.Forseti mundi örugglega gera það.Ef stjórnarflokkarnir hætta við að svíkja þessi stærstu kosningaloforð er þetta leiðin.
Það eina sem stjórnarflokkarnir gerðu á sumarþinginu 2013 í málefnum aldraðra og öryrkja var eftirfarandi:Frítekjumark vegna atvinnutekna var leiðrétt og útreikningur grunnlífeyris var leiðréttur.Hvort tveggja gagnaðist þeim öldruðum og öryrkjum sem betur voru settir.Þetta hvort tveggja var síðan afturkallað á ný í nýjum lögum,sem samþykkt vor á síðasta degi þingsins!
En stærstu kosningaloforðin,sem stjórnarflokkarnir báðir
gáfu öldruðum og öryrkjum hafa verið svikin.Þau eru þessi:
1. Lífeyrir verði leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans,2009-2013.Þetta þýddi að það átti að hækka
lífeyrinn sem svaraði hækkunum á lægstu launum á umræddu
tímabili.Þetta var útskýrt á þennan hátt á flokksþingi Sjálfstæðisflokksins 2o13 og sagt að það ætti að leiðrétta þetta strax ( að loknum kosningum 2013).Á flokksþingi Framsóknarflokksins var loforðið orðað svo,að leiðrétta ætti lífeyrinn vegna kjaragliðnunar ( kjaraskerðingar) krepputímans. Það hefur verið reiknað út að til þess að ná þessu markmiði þurfi að hækka lífeyri um a.m.k. 23% eða um 56580 kr. á mánuði.Hækkun um þessa upphæð hækkar lífeyrinn í 302.500 kr á mánuði fyrir skatt eða í þá upphæð,sem alltaf er verið að tala um að nauðsynlegt sé að hækka lífeyrinn í en nú ætlar ríkisstjórnin ekki að hækka í þá upphæð fyrr en 2018 þó hún eða stjórnarflokkarnir hafi gefið kosningaloforð um að gera það strax eftir kosningar 2013.Með öðrum orðum: Lífeyrir átti að vera í 302.500 kr á mánuði fyrir skatt allan stjórnartíma ríkisstjórnarinmar. Raunar er það ekki nema 240 þúsund eftir skatt.Það eru öll ósköpin.Lífeyrisþegar hefðu átt að fá hvort tveggja,hækkun í 302 þúsund 2013 og aðra sambærilega hækkun 2017 og 2018.Það hefði verið sanngjarnt.
2.Hitt stóra kosningaloforðin,sem stjórnarflokkarnir gáfu lífeyrisþegum er loforð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og nú fjármálaráðherra um að afnema tekjutengingar,afnema skerðingar. Það hefur líka verið svikið.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. október 2016
Verðum að íta ríkinu út úr lífeyrissjóðunum.Við eigum lífeyrinn þar!
Rætt er, að það geti orðið nokkuð dýrt fyrir ríkið að afnema allar tekjutengingar vegna lífeyris aldraðra hjá Tryggingastofnun.Forstjóri TR birti tölur þar um fyrir skömmu og víst voru þær í hærri kantinum. Finnur Birgisson birti einnig tölur um sama efni á Facebook í gær Hann segir,að útgjöldin gætu hækkað um 45,5 milljarða við breytinguna..Það eru líka stórar upphæðir,sem ríkið skuldar öldruðum og öryrkjum vegna Þess, að ekki hefur verið staðið við lög og fyrirheit gagnvart lífeyrisþegum.Þegar sjálfvirk tengsl lífeyris og vikukaups verkafólks voru slitin 1995, lýsti forsætisráðherra landsins,Davíð Oddsson, því yfir, að nýja fyrirkomulagið, sem átti að gilda fyrir lífeyrisþega, yrði þeim hagstæðara en það gamla en samkvæmt því skyldi lífeyrir hækka með viðmiði við launaþróun en lífeyrir aldrei að hækka minna en laun eða verðlag.11 árum síðar var reiknað út hvernig lífeyrisþegar hefðu komið út úr breytingunni.Þeir höfðu skaðast um 40 milljarða vegna hennar! Skaðinn fyrir lífeyrsþega frá 2006 er annar eins eða aðrir 40 milljarðar eða alls er skaðinn 80 milljarðar.Fleiri dæmi má nefna um tjón,sem ríkið hefur valdið lífeyrisþegum.Til dæmis svik á stórum kosningaloforðum,sem stjórnarflokkarnir gáfu lífeyrisþegum fyrir síðustu þingkosninga.Þau svik hafa skaðað aldraða og öryrkja mikið fjárhagslega.
Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar.Það var aldrei reiknað með því,að lífeyrir hjá TR yrði skertur vegna lífeyrissjóðanna. Ef það hefði legið fyrir hefðu launþegar neitað að greiða í þá. Þetta geta margir fyrrverandi verkalýðsleiðtogar staðfest.Það á ekki að koma niður á eldri borgurum, sjóðfélögum lífeyrissjóðanna, að ríkið hafi freistast til þess að seilast æ lengra inn í lífeyri eldri borgara í lífeyrissjóðunum. Ég vorkenni ríkinu ekkert að greiða lífeyrisþegum það, sem það skuldar þeim.Og ég vorkenni rikinu heldur ekkert að hætta að reiða sig á lífeyri eldri borgara í lífeyrissjóðunum. Það er orðið tímabært að ríkið hætti að ganga í lífeyrissjóði eldri borgara eins það eigi þá.
Ef til vill væri sanngjarnt að þessi breyting verði gerð í 2 áföngum; þ.e. að skerðingin vegna lífeyrissjóða verð afnumin i tvennu lagi.Ég er þó ekki sannfærður um, að það eigi að gera breytinguna á þann hátt. Einnig mætti gera hana í einu lagi og nota til þess fjármuni úr stöðugleikaframlaginu, ef ríkið ræður ekki við málið á annan hátt.Þetta er ekki eina vandamál ríkisins í sambandi við lífeyrissjóðina. Ríkið skuldar B-deild Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna 500 milljarða.Það er stærri biti en við erum hér að fjalla um.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. október 2016
Lífeyrsþegar fái afturvirkar kjarabætur!Aðeins fjórðungur eldri borgara fær fulla hækkun!
Það er nokkuð algengt í seinni tíð, að laun séu leiðrétt til baka. Einkum á þetta við um laun embættismanna og stjórnmálamanna og dæmi eru um slíkt hjá almennum launamönnum. Samfylkingin hefur það nú á stefnuskrá sinni,að lífeyrir aldraðra og öryrkja verði leiðréttur til baka frá 1.mai 2016.Samfylkingin vill,að lífeyrir verði hækkaður strax í 260 þúsund á mánuði fyrir skatt úr 246 þúsund kr og að þessi hækkun gildi afturvirkt frá 1.mai sl en síðan hækki lífeyririnn í 280 þúsund kr á mánuði um áramót og í 300 þúsund á mánuði 2018 fyrir skatt..Þetta mundi þýða það,að lífeyrisþegar fengju greiddar 84 þúsund krónur í afturvirka uppbót fyrir tímabilið 1.mai til loka oktobber.Lífeyrisþega munar um hverja krónu og þess vegna mundi þessi uppbót koma sér vel og þeir eiga rétt á henni.
Í stað þess að bíða eftir hækkun til áramóta kæmi hún strax til framkvæmda.Athugun leiðir í ljós,að tillögur rikisstjjórnarinnar gagnast mjög fáum þeirra,sem eru eingöngu með lífeyri frá almannatryggingum.Aðeins fjórðungur eldri borgara er með heimilisuppbót og mundi fá fulla hækkun samkvæmt tillögum rikisstjórmarinnar og aðeins þriðjungur öryrkja er með heimilisuppbót og mundi fá fulla hækkun. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru því marki brenndar,að þeir gera aðeins ráð fyrr að þeir sem búa einir ( og fá heimilisuppbót) fái fulla hækkun en þeir sem eru í sambúð eða hjónabandi fá sáralitla hækkun. Öryrkjar fá mjög litla hækkun.Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar hækka einhleypir eldri borgarar,sem eingöngu frá lífeyri almannatrygginga um 10 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá áramótum en eldri borgarar,sem eru í sambúð eða hjónabandi hækka um 20 þúsund krónur á mánuðii eftir skatt frá áramótum. Þetta er lítil hækkun,einkum þegar tekið er tillit til þess, að þessi hópur þurfti að bíða í 8 mánuði eftir kjarabótum sl ár ár,þegar allir aðrir voru að fá miklar hækkanir og nú eru liðnir 9 mánuðir frá því lífeyrir hækkaði en launafólk fékk hækkun um leið og lífeyrisþegarfyrir 9 mánuðum og á ný 1.mai. Hvers vegna þurfa aldraðir og öryrkjar alltaf að mæta afgangi. Ég vil setja þá í fyrsta sæti.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 17. október 2016
Sviku kosningaloforðið frá 2013.Gefa nýtt loforð nú!
Framsóknarflokkurinn gaf öldruðum og öryrkjum það kosningaloforð fyrir kosningar 2013,að leiðrétta (hækka) lífeyri þeirra vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) krepputímans,2009-2013.Flokkurinn hefur ekki efnt þetta loforð enn tæpum hálfum mánuði fyrir kosningar.Og hann mun ekki efna það,þar eð þingið er farið heim. Það heita svik á íslensku.Þetta er stærsta kosningaloforðið,sem lífeyrisþegum var gefið fyrir kosningar 2013.Og þetta eru stærstu svikin við aldraða og öryrkja.Loforðið þýddi að hækka átti lífeyri um 56.580 kr. á mánuði fyrir skatt.Það þarf mikið hugrekki til þess að koma nú fram nokkrum dögum fyrir kosningar og gefa öldruðum og öryrkjum ný loforð án þess að hafa efnt loforðið frá 2013.Þetta sýnir ekki mikla virðingu fyrir kjósendum.Þetta sýnir algert virðingarleysi fyrir þeim.Í gær gaf Framssókn öldruðum nýtt kosningaloforð. Lofað var að gera tannlækningar aldraðra gjaldfrjálsar.Og siðan lofaði flokkurinn aftur að hækka lífeyri í 300 þúsund fyrir skatt, 240 þúsund eftir skatt(2018).Ég tek ekkert mark á þessum loforðum Framsóknar.Þeir mundu enn síður standa við þessi loforð en loforðin,sem þeir gáfu 2013,þó þeir hefðu aðstöðu til.
Ég hef bent á,að ef stjórnarflokkarnir hefðu staðið við kosningaloforð sitt frá 2013 um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans þá hefði lífeyrir hækkað strax eftir kosningar 2013 í 300 þúsund fyrir skatt.En í staðinn fyrir að standa við kosningaloforð sitt "lofa" þeir nú að hækka lífeyri í 300 þúsund fyrr skatt 2018!! Þetta er brandari.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 16. október 2016
Allar stéttir aðrar en aldraðir og öryrkjar hafa fengið miklar afturvirkar kjarabætur og uppbætur!
Það er fróðlegt að líta á hvernig stjórnvöld hafa meðhöndlað aldraða og öryrkja í kjaramálum í samanburði við ýmsar aðrar stéttir.Á árinu 2015 hlutu flestar stéttir afturvirkar kauphækkanir.Ráðherrar,alþingismenn,dómarar og umboðsmaður alþingis fengu allir miklar kauphækkanir fyrir jólin í fyrra og afturvirkar frá 1.mars 2015.Um leið og þessar stéttir fengu miklar fúlgur í vasann,upp í eina milljón,var fellt á alþingi að láta aldraða og öryrkja fá hógværar kjarabætur til baka,ekki frá 1.mars eins og framangreinda aðila,nei frá 1.mai.Þó hafði allt verkafólk samið um 14,5% kauphækkun frá 1.mai.En við afgreiðslu fjárlaga fyrir jól 2015 gátu allir stjórnarþingmenn fengið sig til þess að fella afturvirka hækkun til aldraðra og öryrkja frá 1.mai eins og launafólk hafði fengið.Skyldi þeim ekki hafa liðið illa einhverjum að láta handjárna sig og hafa sig í að neita öldruðum og öryrkjum um hliðstæða hækkun og allir aðrir voru að fá. Löngu seinna voru 1 eða 2 stjórnarþingmenn að harma þetta.Og það voru engin rök færð fyrir nauðsyn þess að halda kjörum aldrðra og öryrkja niðri. Sennilega eru rökin þau sem Brynjar Nielsson notaði við afgreiðslu almannatrygginga á dögunum: Þetta á bara að vera rétt fyrir framfærslu,sagði hann ( fátækraframfærsla)Og hann virðist telja og flestir þingmenn stjórnarflokkanna,að hungrlúsin sem stjórnin hefur skammtað öldruðum og öryrkjum dugi þó margoft hafi komið fram,að hún dugar ekki Og sumir eiga ekki fyrir mat.Á þessu ári hefur það haldið áfram,að ýmsir embættismenn og stjórnarformenn hafa fengið háar afturvirkar kauphækkanir en á sama tíma var lífeyri aldraðra og öryrkja haldið niðri. Svo loks þegar stjórnarflokkunum þóknaðist að láta af hendi nokkra brauðmola til aldraðra og öryrkja létu þeir eins og þeir væru að stórhækka lífeyrinn ( það mesta í marga áratugi !!). Hjá öldruðum í sambýli og hjónabandi hækkar lífeyrir eftir skatt um 10 þúsund krónur.Og hjá einhleypum öldruðum hækkar hanm um 20 þúsund. En engin hækkun verður fyrr en um áramót.Hvar er uppbótin fyrir allan dráttinn á afgreiðslu málsins. Það dróst í 8 mánuði 2015 að lífeyrisþegar fengju kjarabætur og þeir hafa engar kjarabætur fengið á þessu ári síðan 1.janúar.Það verða komnir 11 mánuðir 1.janúar n.k. frá hækkun um síðustu áramót. Hvar er uppbót fyrir þann drátt. Hækkunin,sem ríkisstjórnin lofar lífeyrisþegum 2017 og 2018 nær ekki einu sinni þeirra hækkun,sem lífeyrisþegar eiga að fá samkvæmt stærsta kosningaloforðinu sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar 2013.Sannleikurinn er þessi: Þegar ríkisstjórnin segist vera að gera einhver ósköp fyrir aldraða og öryrkja er hún að níðast á þeim.Það er ekki unnt að kalla það annað, þegar aldraðir og öryrkjar sitja ekki við sama borð og aðrir í þjóðfélaginu.Þeir eru látnir sitja á hakanum og eru afgangsstærð. Þeir fá engar uppbætur eins og aðrir.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)