Færsluflokkur: Bloggar

Öryrkjar gagnrýna ríkisstjórnina harðlega!

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands var haldinn á föstudag og laugardag. Þar kom fram mikil óánægja með ríkisstjórnina og afgreiðslu hennar á nýjum lögum um almannatryggingar.En heita má,að öryrkjar hafi að mestu verið sniðgengnir í þessum lögum,þar eð félagsmálaráðherra þótti þeir ekki nógu þægir.Einkum var ráðherra óánægður með, að öryrkjar skyldu ekki fallast á starfsgetumat.Í hefndarskyni var skellt á öryrkja aftur krónu á móti krónu skerðingu,sem hafði verið eitt aðal baráttumálið að útrýma.Eftirfarandi ályktun var gerð á aðalfundinum:

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, sem haldinn var föstudaginn 14. október og laugardaginn 15. október, skorar á nýja ríkisstjórn sem tekur til starfa eftir kosningar nú í október að draga úr tekjuskerðingum örorkulífeyrisþega, með því að fella sérstöku framfærsluuppbótina inn í tekjutryggingu frá og með 1. janúar 2017. Með lagabreytingu frá því fyrir helgi hafi verið valin sú leið að auka krónu á móti krónu skerðingar og auka muninn á milli þeirra sem fá greidda heimilisuppbót og hinna sem fá hana ekki. Þá var skorað á stjórnvöld að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að réttur fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) verði lögfestur strax á haustþingi 2016.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Tugir milljarða hafðir af lífeyrisþegum við svik á kosningaloforði!

Sjálfstæðisflokkurinn,flokkur fjármálaráðherra,tók það skýrt fram 2013 ,þegar hann gaf öldruðum og öryrkjum kosningaloforðið um að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans,að það ætti að gera þetta STRAX.Það þýddu strax eftir kosningar.Loforð Framsóknarflokksins um sama efni mátti einnig skilja þannig,að þetta ætti að gerast strax.Það eru liðin 3 ár og 5 mánuðir síðan.

Með öðrum orðum: Aldraðir og öryrkjar áttu að fá 23% hækkun lífeyris,56580 kr á mánuði,strax eftir kosningar 2013.Það var svikið. Og þessi svik allan tímann síðan hafa kostað aldraðra og öryrkja tugi milljarða. Aldraðir og öryrkjar eru  41 þúsund talsins.Lauslegur útreikningur leiðir í ljós,að aldraðir og öryrkjar hafa  verið hlunnfarnir um 50 milljarða á þessu tímabili.Tekið hefur verið tillit til þess,að lífeyrir var lægri fyrri hluta tímabilsins.Síðan er ríkisstjórnin að guma af því stöðugt að hún sé að gera einhver ósköp fyrir lífeyrisþega í dag og talar um 5 -10 milljarðar.Það er aðeins lítið brot af því sem ríkisstjórnin skuldar lífeyrisþegum vegna svika á stærsta kosningaloforðinu,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum 2013.

Á tímabilinu 2013-2016 hefur síðan komið til sögunnar ný kjaragliðnun.Aðeins á árinu 2015 voru aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir um stórar upphæðir.Verkafólk samdi um 14,5% hækkun lágmarkslauna 1.mai. Ríkisstjórnin neitaði lífeyrisþegum um hliðstæða hækkun,sem þeir áttu rétt á.Eina hækkunin,sem lífeyrisþegar fengu á árin voru 3% 1.janúar 2015.Ef bæði árin,2015 og 2016 eru tekin saman er útkoman þessi: Lífeyrir hækkaði um 12,7% bæði árin en lágmarkslaun hækkuðu um 20,7%. bæði árin.Kjaragliðnun er 8% prósentustig eða 19.680 kr. Aðeins þetta,sem ríkisstjórnin hafði af lífeyrisþegum þessi tvö ár er svipað og hún segist ætla að láta lífeyrsþega fá um næstu áramót!

Fyrst hefur ríkisstjórnin af öldruðum og öryrkjum stórar upphæðir en kemur svo síðan til baka og segist af góðmennsku ætla að bæta kjör lífeyrisþega!Ég veit ekki hvað á að kalla þessi vinnubrögð.Ríkisstjórnin beitir blekkingum og svikum. Það er hið rétta.

 

Björgvin Guðmundsson


Tengsl lífeyris og lágmarkslauna voru slitin 1995.Hefur skaðað aldraða og öryrkja um 80 milljarða!

Í viðtali við Björgvin Guðmundsson í LIFDUNÚNA segir svo:

 

Björgvin segir að gera þurfi nýtt átak í því að virkja verkalýðshreyfinguna fyrir aldraða. „Ef stuðnings hennar nýtur ekki við, eiga eldri borgarar allt undir því hvernig liggur á stjórnvöldum hverju sinni. Hann segir að ákveðnar lagabreytingar sem gerðar voru í tíð Davíðs Oddssonar árið 1995 hafi stórskaðað kjör eldri borgara, en þá hafi verið skorið á það, að þau fylgdu beint þeim kjörum sem um samdist á vinnumarkaði hverju sinni. „Það hefur verið reiknað út hversu mikið þetta hefur skert kjör eldri borgara og það eru 80 milljarðar fram til dagsins í dag“, segir hann. „Verkalýðshreyfingin samdi í maí í fyrra, en hækkun til eldri borgara kom ekki fyrr en um áramót. Þetta hefur gerst trekk í trekk“. Það á ekki að halda eldri borgurum við fátækramörk

„Það á ekki að vera þannig með kjör aldraðra að þeim sé haldið við fátækramörk og að þeir rétt skrimti“ segir Björgvin. „Fólk á að fá að lifa með reisn, það á ekki að vera afgangsstærð þannig að menn sjái til í lokin, hvort þeir eigi eitthvað að fá. Af hverju eru aldraðir einhver afgangsstærð? Ég vil breyta þessu“. Hann segir að vissulega sé staðan misjöfn hjá eldra fólki. „Eins og ég hef alltaf sagt. Við erum að berjast fyrir þá sem búa við slæm kjör. Við erum ekki að berjast fyrir þá sem hafa það ágætt, sem er útbreiddur misskilningur hjá ýmsum. Það er stundum að heyra eins og eldra fólk borgi ekki skatta og sé byrði á þjóðfélaginu. En eldri borgarar hafa borgað skatta alla sína starfsævi og svo borga þeir skatt af öllu sem þeir fá. Það er ekki eins og þeir fái allt í vasann sem tekin er ákvörðun um að greiða þeim“.

Björgvin Guðmundsson


Alþingi lauk án efnda á stærsta kosningaloforðinu við aldraða!

Alþingi lauk í gær án þess að stjórnarflokkarnir efndu stærsta kosningaloforðið,sem stjórmarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar 2013.Báðir flokkarnir lofuðu öldruðum og öryrkjum því að þeir mundu leiðrétta kjaragliðnun krepputímans,2009-2013,ef þeir kæmust til valda.Báðir flokkarnir sviku þetta.Þetta loforð þýddi,að hækka þyrfti lífeyri um 23% eða 56580 kr. á mánuði.Það er nákvæmlega sú hækkun,sem ríkisstjórnin þykist ætla að láta aldraða fá 2018.Hækkun lífeyris um 56580 kr. þýðir að lífeyrir fer í 302 þúsund kr . fyrir skatt.Með öðrum orðum: Stjórnarflokkarnir voru búnir að lofa því strax 2013 að hækka lífeyrinn í 302 þúsund krónur.Þeir sviku loforðið en i staðinn komu þeir með nýtt loforð um að hækka lífeyrinn í þessa upphæð 2018!Ég segi eins og Kári Stefánsson sagði:Það er ekki að marka eitt einasta orð,sem þessir menn segja. Þeir ætluðu sér aldrei að efna loforðið sem þeir gáfu 2013; heldur aðeins að blekkja kjósendur.Og eins er það nú. þeir gefa ný loforð en það er ekkert að treysta á þau frekar nú.Þetta er einn blekkingaleikur.

Það er broslegt,að ríkisstjórnin hælist nú um á hæl og hnakka yfir því hvað hún sé góð við aldraða um leið og svikin á stærsta kosningaloforðinu við aldraða eru endanlega staðfest.Ef lífeyrir hefði hækkað núna strax um 56580 kr á mánuði samkvæmt loforðinu hefði það bjargað talsverðu enda þótt þetta sé fyrir skatt.Lífeyrir hefði þá orðið strax 240 þúsund eftir skatt en hann á ekkert að hækka fyrr en um áramót og þá miklu minna.Sennilega hafa sviknu loforðin fleytt stjórnarflokkunum til valda 2013. Þeir reyna nú að leika sama leikinn aftur.En aldraðir og öryrkjar láta ekki plata sig tvisvar.

 

Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórnin lætur hungurlús fyrir kosningar!

 

 

 

Nýlega gaf ég út bók,Bætum lífi við árin.Baráttan fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja.Greinasafn.Eins og nafnið bendir til er hér um greinasafn að ræða.Þetta er úrval þeirra greina,sem ég hef skrifað sl. 12 ár.Alls hef ég skrifað rúmlega 600 greinar á þessu tímabili, flestar um kjaramál aldraðra og öryrkja.Í eftirmála bókarinnar segi ég þetta .: Ástandið í kjaramálum aldraðra og öryrkja er enn þannig,  að sá lífeyrir, sem stjórnvöld skammta þeim, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði.Væntanlega gerir ríkisstjórnin eitthvað í málinu fyrir alþingiskosningarnar 29.oktober 2016. Ég óttast, að það verði eins og oft áður aðeins einhver hungurlús.

 

Því miður rættist þessi spá.Ríkisstjórnin spilaði út hungurlús til aldraðra  nú rétt fyrir kosningar. Ég kalla það hungurlús,þegar ríkisstjórnin ákveður að láta þá, sem verst eru staddir, fá 17 þúsund króna hækkun eftir skatt , þegar þeir eru búnir að bíða í 9 mánuði í  ár og    þurftu að bíða í 8 mánuði sl ár  frá því  aðrar stéttir fengu miklar kauphækkanir.Launafólk fékk 14,5% hækkun á lágmarklaunum  2015  og flestar aðrar stéttir fengu þá miklar kauphækkani, sumar miklu meiria. Ríkisstjórnin sagði alltaf við aldraða og öryrkja, að þeir yrðu að bíða. Hvers vegna? Ég tel,að aldraðir og öryrkjar hefðu frekar átt að fá hækkanir á undan öðrum; ekki að bíða og fá  8 mánuðum síðar en aðrir  minni hækkun eða 9,7% hækkun miðað við 14,5% hækkun sem launafólk  fékk.

 

Nú segir ríkisstjórnin, að lífeyrir aldraðra  einhleypinga hækki í 280 þúsund á mánuði fyrir skatt um næstu áramót;  í 224 þúsund krónur eftir skatt .Þessi lífeyrir er í dag 207 þúsund krónur á mánuði.Hér er um 17 þúsund króna hækkun að ræða eftir skatt.Það eru öll ósköpin. Þetta nær ekki einu sinni þeirri hækkun sem stjórnarflokkarnir lofuðu öldruðum, og öryrkjum í kosningaloforði til leiðréttingar á lífeyri  vegna kjaragliðnunar krepputímans; til þess að efna það loforð þarf að hækkka lífeyri um kr 56.580 og lífeyrir færi í 302 þúsund kr á mánuði fyrir skatt, í 242 þúsund eftir skatt.

 

Aðalatriðið er hvað aldraðir og öryrkjar þurfa sér til framfærslu.Ég tel,að eina viðmiðunin í því efni sé neyslukönnun Hagstofunnar.Samkvæmt henni er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund krónur á mánuði.Það er án skatta. Ég tel því lágmark 321 þúsund krónur á mánuði eftir skatt fyrir einhleypan eldri borgara og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson

Viðskiptafræðingur

Fréttablaðið 13.okt. 2016

www.gudmundsson.net

 

 

 

 

 


Almannatryggingar eiga ekki að vera fátæktarframfærsla!

Umræður fóru fram á alþingi í gær um almannatryggingar,nefndarálit og breytingatillögur veferðarnefndar.

Það kom fram,að ríkisstjórnin ætlar að keyra í gegn breytingar á almannatryggingum,sem færa öryrkjum litlar eða engar kjarabætur og færa einhleypum eldri borgurum litlar kjarabætur en skilja þá eldri borgara,sem eru í hjónabandi og sambúð eftir að mestu leyti.

Það vakti athygli mína hvernig íhaldsdrengirnir töluðu um málið.Þeir líta greinilega þannig á ,að almannatryggngarnar eigi að vera fátækraframfærsla.Sérstaklega kom þetta vel fram hjá Brynjari Nielssyni.Hann virtist beinlínis telja,að orðið almannatryggingar þýddi fátækraframfærsla.Hann ætti að lesa ræður Ólafs Thors frá stofnun almannatrygginga 1944-1946.En Ólafur sagði þá,að almannatryggingar ættu að vera fyrir alla án tillits til efnahags og stéttar.Eldri borgarar í dag hafa greitt til almannatrygginga alla sína starfsævi,greitt tryggingagjöld og skatta; í raunni hafa þeir greitt svo mikið til þessara þátta,að það hefur verið likast því sem þeir haf verið að greiða til venjulegs tryggingafélags.Eldri borgarar eiga rétt á greiðslum úr almannatryggingum eftir allar greiðslur sínar til almannatrygginga og til samfélagsins. Brynjar ætti fremur að taka mark á Ólafi Thors en Bjarna Benediktssyni en Bjarni hefur einmitt viljað breyta almannatryggingum í fátækraframfærslu og hefur markað þá stefnu,að halda ætti greiðslum til aldraðra og öryrkja við fátæktarmörk; greiðslurnar mættu alls ekki fara neitt upp fyrir lágmarkslaun þó sem betur fer mjög fáir séu á þeim í dag.Framsókn hefur látið Sjálfstæðisflokkinn ráða stefnunni í þessum málaflokki enda þótt Framsókn eigi að heita félagshyggjuflokkur.Þess vegna fengu aldraðir og öryrkjar enga hækkun i 8 mánuði árið 2015,þegar launþegar fengu 14,5% hækkun 1.mai og allar aðrar stéttr fengu  miklar hækkanir en  ráðherrarnir  og þingmenn stjórnarmeirihlutans sögðu við aldraða og öryrkja: Þið fáið engar hækkanr i 8 mánuði en við ( ráðherrar og þingmenn) fáum afturvirkar hækkanir i 9 mánuði ( ráðherrar fengu eina milljón í uppbót)Þarna er sennilega komin skýring á því hvers vegna menn eins og Brynjar Nielsson og Karl Garðarsson greiddy atkvæði gegn afturvirkum kjarabótum aldraðra og öryrkja fyrir jólin í fyrra. Þeir voru að gæta þess að aldraðr og öryrkjar færu ekki upp fyrir fátæktarmörk.

Nú láta þingmenn stjórnarflokkanna eins og það sé verið að hækka lífeyrisþega einhver ósköp. Þeir sem eru i sambúð eða hjónabandi hækka í 194 þúsund á mánuði  eftir skatt. Það er ansi mikið! Og einhleypingar hækka í 224 þúsund kr eftir skatt 1.jan. 2017. Þingmenn stjórnarmeirihlutans mundu víst vilja lifa á þessum launum 194-224 þúsund. Þetta er alþingi til skammar.

Björgvin Guðmundsson


Stjórnvöld hafa níðst á öldruðum og öryrkjum hvað eftir annað!

Er það ekki heimtufrekja af öldruðum og öryrkjum að vilja fá meiri hækkun lífeyris en þá hungurlús,sem ríkisstjórnin vill skammta þeim? Eru rúmlega 200 þúsund á mánuði ekki nóg fyrir lífeyrisþega.Ég segi nei.Sjálfir fengu ráðherrarnir 107 þúsund króna kaupuppbót  á mánuði í fyrra,afturvirka kaupuppbót í 9 mánuði.En um leið neituðu þeir öldruðum og öryrkjum um afturvirka kauphækkun.Þeir hafa yfir milljón á mánuði.

 Ef til vill hefðu aldraðir getað sætt sig við einhverja hungurlús núna ( 17000 kr rúmlega eftir skatt)ef þeir hefðu fengið hækkun samhliða launþegum 2015,þe, 14,5% hækkun,31 þús kr. En þeir voru látnir bíða í 8 mánuði og fengu fyrst 1.janúar 2016 9,7% hækkun eða 20 þúsund kr á móti 31 þús kr hækkun verkafólks,Aldraðir og öryrkjar fengu enga uopbót vegna þess að þeir þurftu að bíða í 8 mánuði.

1995 var skorið á tengsl milli lágmarkslauna ( vikukaups verkafólks) og lífeyris aldraðra og öryrkja.Þá lýstu stjórnvöld því yfir,að breytingin yrði hagstæðari öldruðum og öryrkjum.Árið 2006 var reiknað út hvað þessi breyting hefði skaðað aldraða og öryrkja mikið fjárhagslega.Í ljós kom,að það voru 40 milljarðar,hvorki meira né minna.Á þeim tíma,sem liðinn er síðan, má reikna með,að skaðinn sé álíka mikill eða aðrir 40 milljarðar.Þetta sýnir hvað stjórnvöld níðast mikið á öldruðum og 0ryrkjum.Þessir aðilar eru varnarlausir. Það er valtað yfir þá. Og síðan rétta stjórnvöld þeim einhverja mola,sem lífeyrisþegar eiga að vera ánægðir með. Það verður að setja  skýr ákvæði í lög um að lífeyrir hækki hverju sinni jafnmikið og lágmarkslaun og á sama tíma. Og verkalýðshreyfingin á að standa með kjarabaráttu eldri borgara. Það stendur verkalýðshreyfingunni næst  en hún hefur vanrækt það undanfarin ár.

Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórnin mismunar öldruðum.Sennilega brot á stjórnarskránni

 

Meirihluti velferðarnefndar skilaði áliti og breytingatillögum vegna frumvarps um almannatryggingar í gær.Það er hið furðulegasta plagg.Það er enn verra en fregnir af tillögum ríkisstjórnarinnar gáfu til kynna.Ég sagði strax, þegar ég heyrði um tillögur ríkisstjórnarinnar, að það ætti að hækka lífeyri aldraðra um einhverja hungurlús. Svo lítið var þetta eftir skatt. En í gær kom í ljós, að þeir eldri borgarar, sem eru í hjónabandi eða i sambúð eiga ekki að fá sambærilega hækkun!. Ríkisstjórninni er greinilega mikið í mun að halda lífeyri sem flestra eldri borgara lágum enda þótt ekki sé unnt að lifa af þessum lífeyri. Ég minnist þess aldrei áður, að eldri borgurum hafi verið mismunað á þennan hátt við hækkun lífeyris. Að minu mati stenst slík minmunun ekki ; er sennilega  brot á stjórnarskránni,brot á jafnræðisreglunni. Stjórnarandstöðuflokkarnir brugðust illa við þessum furðulegu tillögum og kváðist ekki ætla að skilja þá aldraða eftir, sem væru í hjónabandi eða i  sambúð.

 Áður en þetta makalausa nefndarálit var lagt fram  gerði ríkisstjórnin sér vonir um, að  sæmileg sátt yrði á alþingi um  frumvarpið um almannatryggingar.Þær vonir hafa nú orðið að engu. Ríkisstjórnin hefur kastað stríðshanskanum með því að mismuna eldri borgurum eftir því hvort þeir eru giftir eða ógiftir. í sambúð eða einhleypir.- Þá eru málefni öryrkja einnig i uppnámi. Það á að meðhöndla þá eins en þó öllu verr.Það á einnig að mismuna öryrkjum eftir því hvort þeir eru einhleypir eða búa með öðrum en auk  er það svo eins og áður er getið, að hækkun sú, sem einhleypir öryrkjar eiga að fá verður tekin af framfærsluuppbót og rýrð fyrir hverja krónu, sem  þeir afla sér Krónu móti kronu skerðingin verður látin gilda gagnvart þeim á ný.Öryrkjum verður því mismunað á tvennan þátt.

Því verður tæplega trúað,  að þau vinnubrögð, sem fram koma i  nefndarálitinu og tillögunum,  séu runnin undan rifjum félagsmálaráðherra. Það eru greinileg embættismannamerki  á álitinu og tilllögunum  og öll  áherslu  lögð á tæknileg atirði  þar fremur en efnisleg.En ráðherra ber ábyrgð á framlagningu þessara plagga á alþingi ei að síður.

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrir almannatrygginga miðist við neyslukönnun Hagstofunnar

Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands nota einhleypingar til jafnaðar 321 þúsund krónur á mánuði í útgjöld (meðaltalútgjöld)Það er án skatta. Það jafngildir 400 þúsund krónum á mánuði fyrir skatta.Það er sambærileg tala og 246 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt,sem Tryggingastofnun greiðir einhleypum eldri borgurum og öryrkjum.Með öðrum orðum: Tryggingastofnun greiðir einhleypum eldri borgurum og öryrkjum 154 þúsund  krónur minna fyrir skatt á mánuði en nemur neyslukönnun Hagstofunnar.Eftir skatt er greiðslan til einhleypra lífeyrisþega 207 þúsund kr á mánuði eða 114 þúsund krónum minna á mánuði en nemur neyslukönnun Hagstofunnar.

Er til of mikils mælst,að lífeyrir til einhleypra aldraðra og öryrkja sé í samræmi við neyslu í landinu,í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar.Er tel ekki.Þjóðfélagið á að búa öldruðum og öryrkjum sómasamleg kjör. Eldri borgarar og öryrkjar eiga að geta lifað með reisn.Lífeyrisþegar eiga að geta rekið tölvu og bíl.Það eru sjálfsögð mannréttindi. Það er ekki unnt af þeim lága lífeyri,sem ríkið skammtar lífeyrisþegum i dag. Og það verður ekki mögulegt þó lífeyrir hækki um 17 þúsund á mánuði.Það er hungurlús,sem breytir litlu.Þessi hungurlús dugar ekki.

Þegar þessar tölur eru skoðaðar sést, að það er hvergi nærri nóg fyrir aldraða og öryrkja að fá 280 þúsund á mánuði fyrir skatt um næstu áramót,224 þúsund eftir skatt eins og ríkisstjórnn leggur til.Þetta er 17 þúsund króna hækkun.

Félag eldri borgara í Reykjavik hefur margsinnis samþykkt,að lífeyrir aldraðra eigi að miðast við neyslukönnun Hagstofunnar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Segir lífeyrissjóðnum stolið af ríkinu með skerðingum!

Sjóðfélagi í lífeyrissjóði segir svo frá:

Ég hef greitt í lífeyrissjóð VR í 45 ár frá 1968 til 2012 og skatt frá 1958 og aldrei misst ár úr. Ég fæ í dag samanlagt frá TR og lífeyrissjóð 248,000 kr. á mánuði eftir skatt. Lífeyrissjóðunum er hreinlega stolið af ríkinu með skerðingum.

Þetta er dæmigert fyrir það hvernig ríkið með skerðingum og sköttum lætur greipar sópa um lífeyrissjóðina.Sá,sem aldrei hefur greitt i lífeyrissjóð fær 207 þúsund kr eftir skatt,ef hann er einhleypur og 185 þúsund á mánuði ef hann er í hjónabandi eða sambúð. Munurinn er lítill.Þetta er ástandið í dag. Og það mun lítið batna við afgreiðslu frumvarps félagsmálaráðherra. Skerðingin á að halda áfram.

Krafan er skýr: Það á að afnema allar skerðingar alveg,allar tekjutengingar TR vegna aldraðra og öryrkja.Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingar og því hefur ríkið ekkert leyfi til þess að skerða lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Og það á einnig að afnema aðrar skerðingar vegna atvinnutekna og fjármagnstekna. Ríkisstjórnin þykist vilja greiða fyrir atvinnuþáttöku eldri borgara.En það eru látalæti. Frumvarp félagsmálaráðherra eykur skerðingu lífeyris TR vegna atvinntekna.Og það er ekkert gagn í 25 þús kr. frítekjumarki.

Það á að afnema allar tekjutengingar,allar skerðingar.Það eru engar skerðingar í Noregi. Og við höfum eins efni á því kerfi og Norðmenn með alla þá peninga sem fljóta um þjóðfélagið í dag.Þetta er aðeins spurning um vilja.

Björgvin Guðmundsson 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband