Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 10. október 2016
Stjórnvöld beita Öryrkjabandalag Íslands þvingunaraðgerðum.Sovesk vinnubrögð!
Stjórnvöld eru mjög óánægð með það,að Öryrkjabandalag Íslands skuli ekki hafa samþykkt starfsgetumat.Í refsingarskyni voru engin ákvæði sett um öryrkja í frumvarpið um almannatryggingar,sem félagsmálaráðherra lagði fyrir alþingi.Vissulega hefði mátt láta sömu ákvæði gilda um lífeyri öryrkja og um lífeyri aldraðra enda þótt ekki væri samkomulag um starfsgetumat.Nú hefur ríkisstjórnin samþykkt tillögu um hækkun lífeyris aldraðra í áföngum fram til ársins 2018.En þá ber svo við,að sams konar tillaga er ekki gerð um lífeyri öryrkja,heldur lagt til,að hækkun á lífeyri öryrkja eigi að byggjast á framfærsluuppbót.Það þýðir,að ef öryrki vinnur sér inn nokkrar krónur lækkkar framfærsluuppbót hans sem því nemur; m.ö.o:Krónu móti krónu skerðingin er þá komin aftur inn í frv um almannatryggingar enda þótt ríkisstjórnin stærði sig af því að hafa afnumið hana. Hvað er hér að gerast? Jú.Félagsmálaráðherra er að reyna að þvinga Öryrkjabandalagið til hlíðni.Ráðherrann segir í viðtali við RUV,að Öryrkjabandalagið hafi ekki viljað samþykkja málamiðlun eins og Landssamband eldri borgara.En öryrkjar fái marga milljarða ef þeir samþykki málamiðlun!Þetta er ekkert annað en þvingunaraðgerð.Kúgun að soveski fyrirmynd.Er ekki frelsi á Íslandi.Ræður Öryrkjabandalagið því ekki sjálft hvort það samþykkir starfsgetumat,sem kollvarpar öllum vinnubrögðum sem gilt hafa um örorkumat.Öbi segir,að starfsgetumatið sé illa unnið og óvíst hvort það gæti gengið,m.a. vegna óvissu um atvinnu fyrir öryrkja en atvinnulífið hefur ekki verið fúst að taka öryrkja í vinnu.
Félagsmálaráðherra ætti að láta af soveskuum þvingunaraðgerðum gegn öryrkjum og láta sömu reglur gilda um lífeyrismál öryrkja eins og eiga að gilda um lífeyrismál aldraðra.það er ósmekklegt,að neita að láta öryrkja njóta sömu hækkunar lífeyris eins og aldraða og á sama grundvelli.Hugmyndir um starfsgetumat eru sérmál,sem ekki á að blanda saman við lífeyrismál öryrkja. Sovesk vinnubrögð stjórnvalda eiga ekki heima á Islandi. Látið af þeim.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. október 2016
Aldraðir og öryrkjar þurfa 300 þúsund strax. Það er of seint 2018
Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp um almannatryggingar með engri hækkun á lægsta lífeyri.Þeir aldraðir og öryrkjar,sem hafa einungis lífeyri frá almannatryggingum áttu ekki að fá eina krónu í hækkun samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra.Þegar gerð var athugasemd við þetta á alþingi sagði ráðherrann: Það eru ekki nema 23 lífeyrisþegar sem ekki hafa neinar aðrar tekjur en lífeyri almannatrygginga.Hún gerði lítið úr vandamálinu og sagði um fáa að ræða.Ég sagði af þessu tilefni ,að það væri nóg að einn eldri borgari eða öryrki hefði ekki ofan í sig að borða. Það væri einum of mikið.En samkvæmt mínum tölum voru það mun fleiri sem höfðu ekkert nema lífeyri almannatrygginga.Ég taldi 9000 vera í sárri neyð.
Hugsunarháttur félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra í þessum málaflokki er furðulegur. Félagsmálaráðherra taldi vandamálið svo lítið,að ekki þyrfti að leysa það. Og fjármálaráðherra hamraði á því,að lífeyrir þeirra verst stöddu mætti ekki vera hærri en lágmarkslaun.Hann hafði sitt fram,að fresta hækkun lífeyrisþega í 300 þúsund á mánuði til 2018,þar eð þá fái launþegar hækkun lágmarkslauna i 300 þúsund á mánuði.En ég segi.Aldraðir, öryrkjar eiga að fá 300 þúsund strax um áramót.Þeir hafa beðið það lengi,að þeir eiga þetta inni og meira til.Það fara 60 þúsund af þessari upphæð í skatt,þannig að ekki verða nema 240 þúsund eftir.Það er ekki há upphæð til þess að lifa af. Þingmenn mundu ekki lifa að þeirri upphæð.Og ráðherrar mundu ekki lifa af henni en þeir fengu 107 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum í fyrra og 9 mánuði til baka eða 963 þús krónur í vasann fyrir jólin!Félagsmálaráðherra fékk þá upphæð og hefði ef til vill átt að skilja það,að ekki var unnt að hafa lífeyri aldraðra og öryrkja óbreyttan eins og hún lagði til og hún ætti að skilja,að aldraðirog öryrkjar þurfa að fá 300 þúsund strax en ekki 2018.Það er of seint.17 þúsund króna hækkun eftir skatt nú dugar skammt.Það er hungurlús,sem lítið gagn er í.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. október 2016
Öryrkjar segjast enga bót fá!
Þegar frumvarp um almannatryggingar var lagt fyrir alþingi voru þar engin ákvæði um öryrkja.Frumvarpið var eingöngu um kjör aldraðra.Ástæðan var sú,að Öryrkjabandalagið vildi ekki samþykkja tillögur félagsmálaráðherra um starfsgetumat.Þar var um byltingu að ræða. Leggja átti niður læknisfræðilegt örorkumat og taka í staðinn upp svonefnt starfsgetumat,sem átti að byggjast á því,að meta sjúklinga til örorku eftir að í ljós væri komið hvað þeir gætu unnið mikið!Þetta var illa unnið að hálfu stjórnvalda og ekki nægilegt tillit tekið til sjónarmiða öryrkja.Til dæmis var ekkert vitað hvernig gengi að útvega öryrkjum vinnu á vinnumarkaðnum en atvinnulífið hefur alltaf verið frekar neikvætt gagnvart öryrkjum.
Félagsmálaráðherra var mjög óánægður með það,að öryrkjar skyldu ekki samþykkja starfsgetumatið og í refsingarskyni voru öll ákvæði um öryrkja tekin út úr frumvarpinu,þannig að það var ekkert kveðið á um lífeyri öryrkja í frumvarpinu.Nú hefur ríkisstjórnin lagt fram tillögur um hækkun lífeyris aldraðra í áföngum fram til 2018.En þá ber svo við,að allt annars konar ákvæði eru um lífeyri öryrkja.Gert er ráð fyrir,að hækkun á lífeyri til þeirra muni byggjast á framfærsluviðmiði,framfærsluuppbót,sem þýðir það,að ef öryrki hefur nokkrar krónur i tekjur lækkar framfærsluuppbótin,sem því nemur. Þar með er krónu móti krónu skerðingin komin inn aftur. En það var eitt aðalatriði frumvarpsins að afnema ætti krónu móti krónu skerðinguna. Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalags Íslands gagnrýnir þessa breytingu harðlega. Hún segir,að þetta feli það í sér,að frumvarpið færi öryrkjum enga bót og ríkisstjórnin sé komin í berhögg við þá stefnu sína að afnema krónu móti krónu skerðinguna. Ellen er mjög þungorð um þessa breytingu og neikvæð áhrif hennar fyrir öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. október 2016
Ríkisstjórnin leggur til gagnslaust frítekjumark!
Í dag er í gildi 109 þúsund króna frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna aldraðra.Samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra á að fella þetta frítekjmark niður og i staðinn á að koma 45% skerðingarhlutfall við útreikning lífeyris almannatrygginga.Í frumvarpinu kemur fram útreikningur sem leiðir í ljós,að skerðing lífeyris almannatrygginga eykst verulega vegna atvinnutekna vegna þessara nýju reglna.Nú þykist ríkisstjórnin vera að bæta úr þessu með þvi að tilkynna 25 þúsund króna frítekjumark vegna atvinnutekna!M.ö.o: Í stað 109 þúsund króna frítekjumarks á að koma 25 þús kr frítekjumark.Það sér hver maður,að þetta er gagnslaust.Það fer enginn eldri borgari út að vinna upp á þessi býti.Skerðingin heldur áfram og við það bætst skattaskerðingin.Atvinnutekjurnar væru rétt rúmlega fyrir kostnaði við að koma sér að og frá vinnustað.Ef ríkisstjórnin vill gera eitthvað raunhæft til þess að stuðla að atvinnuþátttöku eldri borgara ætti hún að ákveða strax að gera lífeyri almannatrygginga skattfrjálsan eins og er í Noregi. 25 þúsund króna frítekjumark vegna atvinnutekna er brandari og skiptir engu máli fyrir eldri borgara.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. október 2016
Undanhaldið:Ríkisstjórnin vill hækka lífeyri í 300 þúsund 2018.Það er of seint
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hækka skuli lífeyri aldraðra í 300 þúsund krónur á mánuði 2018.Um næstu áramót skuli lífeyrir hækka í 280 þúsund kr. á mánuði. Hér er átt við greiðslur fyrir skatt.Enda þótt hér sé stigið skref í rétta átt er hvergi nærri nógu langt gengið,þar eð hér er um að ræða þá aldraða sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lífeyrissjóð.Þetta er of lítil hækkun strax og erfitt að lifa mannsæmandi lífi af svo lágum lífeyri.Eins og ég sagði hér fyrr í dag þarf að hækka lífeyrinn strax í 300 þúsund kr á mánuði og í síðasta lagi um áramót.Það fara 56 þúsund krónur í skatt af þessum 280 þúsund krónum,þannig ,að ekki verður nógu mikið eftir. Lífeyrir er í dag 246 þúsund krónur fyrir skatt hjá einhleypingum,207 þúsund eftir skatt.
En þó smátt sé skammtað ætlar ríkisstjórnin að láta eldri borgara sjálfa greiða kostnaðinn við hækkunina. Stjórnin hefur samþykkt að flýta því að hækka lífeyristökualdur í 70 ár. Í stað þess að framkvæma þá breytingu á 24 árum hefur ríkisstjórnin nú samþykkt,að breytingin skuli gerast á 12 árum.(Já,það er eins liðið hans Sveins.)
En hvað líður efndum á kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja 2013. Þessi loforð gleymast ekki þó ríkisstjórnin telji loksins,að hún eigi að fikra sig yfir í það að hækka lífeyri í takt við lágmarkslaun. Aldraðir og öryrkjar eiga enn eftir að fá uppbót á sinn lífeyri vegna þess,að þeir voru skildir eftir 2015, þegar allir aðir fengu hækkanir afturvirkt frá 1.mars sama ár og frá 1.mai þess árs. Þá fengu aldraðir og öryrkjar enga hækkun fyrr en 8 mánuðum seinna en launþegar og 10 mánuðum seinna en ráðherrarnir og þingmennirnir.Það á eftir að bæta lífeyrisþegum þetta upp og það á eftir að efna kosningaloforðin.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. október 2016
Aldraðir og öryrkjar þurfa 300 þúsund á mánuði strax!
Einhver hreyfing mun vera á því að hækka lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja,sem meiningin var í upphafi að hafa óbreyttan.Stanslaus barátta í því efni er að skila árangri.
En ég vil leggja áherslu á eftirfarandi:
Lífeyrisþegar þurfa að fá 300 þúsund á mánuði strax.Það er ekki ásættanlegt að hækka lífeyrinn i áföngum upp í 300 þúsund. Það er alltof seint að hækka lífeyrinn í 300 þúsund árið 2018. Þetta verður að gerast strax.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. október 2016
Þurfum ekki fleiri kosningaloforð.Þurfum athafnir!
Stjórnmálaumræður voru hjá RUV í gærkveldi.
Lilja Alfreðsdóttir, nýr varaformaður Framsóknarflokksins, hefur nú bætst í hóp þeirra forustumanna stjórnarflokkanna,sem segjast vilja bæta kjör aldraðra og öryrkja.Hún segir stöðu ríkissjóðs góða og betri en um mjög langt skeið.Okkur er því ekkert að vanbúnaði að bæta kjör lífeyrsþega.Þingið situr ennþá og því er ekki eftir neinu að bíða með að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Ég legg til, að Lilja Alfreðsdóttir flytji frumvarp um hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja strax í dag eða í kvöld.Enda þótt hún sé ekki þingmaður getur hún sem ráðherra flutt frumvarp á þingi. Og það er ekki eftir neinu að bíða. Ef hún gerir það ekki, er ekkert að marka yfirlýsingar hennar í þessum málaflokki ekki frekar en yfirlýsingar Sigurðar Inga,Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs um kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja,sem voru sviknar.Við treystum ekki lengur yfirlýsingum og loforðum stjórnmálaleiðtoga, sem gefnar eru rétt fyrir kosningar.Við höfum fengið nóg af slíkum yfirlýsingum og loforðum.Við þurfum efndir,við þurfum athafnir.
( Hækka þarf lífeyri þeirra,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum í a.m.k. 300 þúsund á mánuði.Frumvarp um almannatryggingar,sem liggur fyrir alþingi, gerir ekki ráð fyrir neinni hækkun til þessa hóps aldraðra og öryrkja.Frumvarpið gerir ráð fyrir,að lífeyrir þeirra verði óbreyttur upp á krónu.)
Björgvin Guðmundsson
pistlahöfundur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6. október 2016
Kosningaloforðin við aldraða og öryrkja 2013 svikin!
Nú er stutt orðið í alþingiskosningar en þær verða 29.oktober.Athyglisvert er,að þegar komið er
að alþingiskosningum 2016, eru stjórnarflokkarnir ekki enn farnir að efna stærstu kosningaloforðin,sem þeir gáfu fyrir kosningarnar 2013! Frambjóðendur til alþingis virðast telja, að þeir geti lofað öllu fögru fyrir kosningar og svikið síðan loforðin.
Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð fyrir síðustu alþingiskosningar: Þeir lofuðu að hækka lífeyri til samræmis við hækkun lægstu launa á krepputímanum. Þetta var tekið mjög skýrt fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var samþykkt að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar laun hækka meira en lífeyrir. Ríkisstjórnin hefur ekki lyft litla fingri í því að efna þetta stóra kosningaloforð.Það hefur gersamlega verið svikið.Það er alvarlegt mál. Nú hafa kjósendur tækifæri til þess að refsa þeim fyrir svikin.
Stjórnarflokkarnir lofuðu einnig að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um 6 atriði að ræða. Núverandi ríkisstjórn afturkallaði 2 þessara atriða á sumarþinginu 2013: Frítekjumark vegna atvinnutekna, sem hafði verið lækkað,var hækkað á ný í 109 þúsund kr á mánuði.Grunnlífeyrir, sem hafði verið skertur hjá þeim efnameiri 2009, var leiðréttur á ný. Þessi 2 atriði voru ódýr fyrir ríkissjóð og gögnuðust þeim sem voru vel stadddir.Annað gerði ríkisstjórnin ekki þá og gerði ekki meira til þess að efna kosningaloforð, sem hún hafði gefið öldruðum og öryrkjum.Eitt atriði af þessum 6 rann út af sjálfu sér.Það var tímabundið; hækkun á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar.Sú hækkun gekk til baka 2014.
Bjarni Benediktsson gaf öldruðum stórt kosningaloforð í bréfi 2013. Hann lofaði að afnema alla tekjutengingu lífeyris aldraðra. Þetta var stórt kosningaloforð; skerðingar valda öldruðum mikilli kjaraskerðingu. Bjarni hefur ekki efnt þetta loforð .Þetta loforð þýðir afnám skerðingar lífeyris aldraðra vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Það litla, sem var gert til leiðréttingar útreiknnigs grunnlífeyris, skiptir litlu máli í þessu sambandi. Eftir,sem áður voru framkvæmdar miklar skerðingar á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Allur fjöldinn, sem var með lítinn lífeyrssjóð eða í meðalagi stóran, sætti mikili skerðingu. Og tekjutengingar vegna tekna af fjármagni og atvinnu í fullu gildi.Ekki hefur verið staðið við kosningaloforð Bjarna Benediktssonar við aldraða.Það litla, sem ríkisstjórnin leiðrétti á sumarþinginu 2013 er tekið til baka í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar.Grunnlífeyrir felldur niður og frítekjumark vegna atvinnutekna afnumið!
Yfirskrift fráfarandi ríkisstjórnar er : Svik,svik,svik.
Björgvin Guðmundsson
Fréttablaðið 6.oktober 2016
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. október 2016
Engar tekjutengingar í Noregi.Afnema á þær einnig hér!
Í umsögn Félags eldri borgara í Reykjavik um frumvarp um almannatryggingar segir svo m.a.:
FEB telur að þetta megin markmið að afnema frítekjumörkin geti engan veginn staðist. Þannig virðist ljóst að hvorki LEB, Öryrkjabandalagið né FEB geti fallist á að afnema frítekjumark af atvinnutekjum við endurskoðun almannatryggingalaganna. Benda má á, að skerðing vegna annarra tekna er engin í Noregi og 30% vegna atvinnutekna í Danmörku. Ef heimila á frítekjumark af atvinnutekjum þá telur FEB afar óraunhæft að hægt sé afnema með lagasetningu frítekjumark á lífeyri frá lífeyrissjóðum annars vegar og hins vegar af fjármagnstekjum. Eðlilegt er að gæta samræmis í meðhöndlun allra tegunda af tekjum, þó varla sé hægt láta jafnt ganga yfir þær allar.
Afstaða FEB til skerðinga vegna atvinnutekna er mjög skýr.Og eins og fram kemur í umsögn félagsins um frumvarpið telur það,að ekki sé unnt að afnema frítekjumörk vegna greiðslna úr lífeyrissjóði ef halda eigi frítekjumarki vegna atvinnutekna. Ég tel raunar enn meiri ástæðu til að halda frítekjumarki vegna lífeyrissjóða, þar eð sjóðfélagar eiga lífeyrinn i lífeyrissjóðunum og ríkið eða TR á engan rétt á því að skerða lífeyri vegna lífeyrissjóða. Það á að afnena þessar skerðingar strax.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. október 2016
Lífeyrir þarf að vera 348 þúsund kr eftir skatt skv. útreikningum
Samkvæmt athugun,sem Ólafur Ísleifsson gerði fyrir Öryrkjabandlag Íslands um lífskjör í ljósi framfærsluviðmiða þarf barnlaus einstaklingur, sem býr einn í eigin húsnæði, 348.537 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði (eða 482.846 kr. fyrir skatt) til að geta mætt eðlilegum útgjöldum. Á þeim tíma (2014) þegar álitsgerðin var unnin voru mánaðarlegar ráðstöfunartekjur örorkulífeyrisþega, sem býr einn og fær greidda heimilisuppbót, um 187.507 kr. á mánuði en 172.000 kr. hjá þeim sem bjó með öðrum, 18 ára eða eldri.
Ljóst er samkvæmt þessum útreikningm,að það er verið að skammta öryrkjum alltof lágan lífeyri og það sama gildir um aldraða.Stjórrnvöld eru að skammta öldruðum og öryrkjum lífeyri við fátæktar mörk. Það verður að leiðrétta þennan ósóma og það verður að gera það strax.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)