Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 4. október 2016
"Leiðrétting" Framsóknar misheppnuð.Ekkert afnám verðtryggingar!
Kona nokkur segir frá þvi á Facebook,að hún hafi sótt um Leiðréttinguna.En hún tók aldrei eftir því,sem hún fékk,þar eð það var svo lítið!Hins vegar tók hún vel eftir því, að þeir tóku af henni vaxtabæturnar.Hún stóð verr að vígi eftir en áður.Fréttatíminn hefur birt svipuð dæmi.En þeir sem þurftu ekki á neinni leiðréttingu að halda fengu stóra " leiðréttingu". Það voru þeir sem höfðu keypt gífurlega dýrt húsnæði og skulduðu mikið.Skattgreiðendur voru látnir aðstoða þá gegnum leiðréttinguna.Þessi aðgerð kom ranglátlega niður.
Framsóknarflokkurinn lofaði að taka 300 milljarða af hrægömmunum til þess að nota í skuldaleiðréttingu.En í staðinn voru 80 milljarðar teknur af skattgreiðendum til þess að nota í þessa aðgerð.Og dregið var verulega úr vaxtabótum.Stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur notaði meira en 80 milljarða í millifærslur til þess að aðstoða skuldara,með vaxtabótum,sérstökum vaxtaafslætti,110 % leiðinni og sérstökum ráðstöfunum umboðsmanns skuldara.Allur lúðrablástur Framsóknar um ágæti "Leiðréttingarinnar" er út í hött.Þetta var misheppnuð leið.Og ráðstafanir Jóhönnu voru drýgri fyrir skuldara.
Eins er með lofsöng Framsóknar um "afrek" í efnahagsmálum.Ríkisstjórn Jóhönnu kom verðbólgunni niður,hagvöxtur byrjaði strax 2012,atvinnuleysið var farið að stórminnka í lok stjórnartíma Jóhönnu og búið að greiða upp skuldir ríkissóðs að mestu leyti.Þegar núverandi ríkisstjórn tók við var viðsnúningur í efnahagsmálum byrjaður.Það eru þvi stolnar fjaðrir,þegar Framsókn er að eigna sér mikil afrek í efnahagsmálum.Framsókn hefur þar engin afrek unnið en lofaði að afnema verðtrygginguna og sveik það.Einnig hefur flokkurinn svikið aldraða og öryrkja og Sigmundur Davíð viðurkenndi það rétt fyrir flokksþing Framsóknar.Sigmundur Davíð sagði,að meiningin hefði verið að bæta kjör lífeyrisþega í lok kjörtímabilsins en síðan er því einfaldlega sleppt og aldraðir og öryrkjar skildir eftir.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. október 2016
Lífeyrir aldraðra og öryrkja á að vera skattfrjáls!
Nú eru aðeins 26 dagar til þingkosninga.En ekkert er að gerast.þingið er steindautt enda komið fram yfir tíma og i rauninni er þingið umboðslaust.Það hangir á völdum,sem það hefur ekki.Í þessu sambandi skiptir engu máli hvort leiðtogi Framsóknar heitir Sigurður Ingi eða Sigmundur Davíð.Þeir eru báðir jafn gagnslausir og jafn viljalausir í málefnum aldraðra og öryrkja.Sigurður Ingi minnist ekki á þau mál.Sigmundur Davíð var aðeins að tala um þessi mál en hvorugur þeirra gerði nokkuð.Þeir hjálpuðu báðir Bjarna Ben að gera ekki neitt!
Það er alveg ljóst,að leiðtogar stjórnarflokkanna ætla ekki að gera neitt til þess að efna kosningaloforðin,sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013.
Þeir ætla að svíkja öll stærstu kosningaloforðin án þess að depla auga:þeir ætla að svíkja loforðið um að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans og þeir ætla að svíkja loforð Bjarna um að afnema tekjutengingar.Það þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 23%, 56.580 kr, til þess að leiðrétta kjaragliðnunina.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar liggur enn óafgreitt í velferðarnefnd alþingis og í raunnni er það fallið á tíma.Frumvarpið hefur hlotið gífurlega gagnrýni fyrir það fyrst og fremst að gera ekki ráð fyrir neinni hækkun til þeirra,sem eru á strípuðum lífeyri.Það var lagt fram með 0 hækkun þó ekki sé unnt að lifa af lægsta lífeyrinum.Einnig hefur það verið gagnrýnt mikið fyrir afnám frítekjumarka og fyrir að gera stöðu þeirra eldri borgara,sem eru á vinnumarkaði verri en áður. Það er nú rætt um að halda frítekjumarki og hækka lægsta lífeyri.Það verður áreiðanlega einhver hungurlús,sem lagt verður til,að láta aldraða og öryrkja fá.Það þarf að fella niður skatta af lífeyri. Það er algerlega út í hött að skammta lífeyrisþegum lágan lífeyru og taka síðan af honum stórum hlut í skatt.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 2. október 2016
Stjórnarherrarnir hlunnfara aldraða og öryrkja!
Hilmar, yngsti sonur minn,las úr bók minni " Bætum lífi við árin" á bókarkynningu minni í gær.Hann las m.a. eftirfarandi:Hvaða leyfi hafa stjórnarherrarnir til þess að halda kjörum lífeyrisþega niðri? Fengu þeir eitthvað umboð til þess í síðustu kosningum að hlunnfara aldraða og öryrkja á sama tíma og allir aðrir í þjóðfélaginu fá miklar kjarabætur?Var það ekki þveröfugt.Sögðust þeir ekki ætla að stórbæta kjör lífeyrisþega? Ég man ekki betur.
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt:Ellilífeyrir verði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir sem orðið hafa á lægstu launum frá 2009.Þarna er engin tæpitunga töluðu.Því er lofað að ellilífeyrir verði leiðréttur vegna launahækkana ekki seinna heldur strax.En núna 3 árum seinna er ekkert farið að gera í að efna þetta loforð.
Þetta loforð,sem sonur minn las upp á bókarkynningunni er stærsta loforðið,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum.Til þess að efna það þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 56 þúsund krónur á mánuði.Það er kosningaloforð og nú á morgun og I byrjun vikunnar er sIðasti möguleiki að efna þetta loforð.Þar fyrir utan ber stjórnvöldum skylda til þess að hækka lífeyri svo mjög,að hann dugi örugglega til framfærslu.Það er ekki víst,að 56 þús króna hækkun dugi til þess,þar eð ríkið hrifsar drjúgan hluta lífeyrisins í skatta.Ég tel,að lífeyrir eigi að vera skattfrjáls.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. október 2016
Ráðherra fellur frá starfsgetumati!
Öryrkjabandalagið skýrir frá því, að félagsmálaráðherra hafi fallið frá því að hafa starfsgetumat í frumvarpinu um almannatryggingar en nú er miðað við læknisfræðilegt örorkumat.Öbi lagðist gegn starfsgetumatinu.Taldi það ekki nægilega vel undirbúið.En ekki hefur neitt enn verið lagt fyrir alþingi um kjör öryrkja.Í frv. um almannatryggingar er aðeins fjallað um kjör aldraðra.Öbi vill að frítekjumörk haldi sér og skerðing verði rúm 38% eins og nú er en ekki 45% eins og lagt er til í frumvarpinu.
Ef allar skerðingar verða ekki felldar niður eins og ég hef barist fyrir er betra að hafa skerðingar óbreyttar og halda frítekjumörkum en að stórauka skerðingar eins og lagt er til í frumvarpinu.En krafan er: Afnám tekjutenginga.
Forstjóri TR segir að það verði dýrt að afnema allar skerðingar.Það er rétt en ríkið hefur sjálft komið sér í þessa stöðu. Það sá ofsjónum yfir því, að eldri borgarar fengju óskertan lífeyri,sem þeir höfðu lagt til hliðar alla sína starfsævi.Og fór að seilast í hann.Ég vorkenni rikinu ekki að greiða til baka. Því ber skylda til þess.Best er að það gerist strax.Nú eru nógir peningar til.
Björgvin Guðmundsson
pistlahöfundur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. október 2016
Engar efndir á kosningaloforðum enn!
Nú er kominn oktober og nákvæmlega 4 vikur til þingkosninga.En samt bólar ekkert á því enn að stjórnarflokkarnir ætli að efna kosningaloforðin frá 2013 fyrir kosningar nú.Leiðtogar stjórnarflokkanna virðast vera að leika sama leikinn nú og í kosningunum 2013.Þeir lofa öllu fögru.Það má ekki á milli sjá hvor lofar meira,Bjarni Ben eða Kristján Þór.Báðir lofa 300 þúsund króna lágmarkslífeyri,sem er 50 þúsund kr hækkun frá því sem nú er. en nú verður ekki tekið mark á neinum loforðum.Þingið er enn að störfum,þannig að unnt er að samþykkja hækkun strax á mánudag.Nú eru þessir menn við völd,þannig að þeir geta samþykkt strax á alþingi það,sem þeir lofa!
En athuga verður að ríkið tekur 60 þúsund krónur í skatt af 300 þúsund brútto,þannig að þetta er of lítið.240 þúsund nettó er of lítið miðað við hússaleigu og húsnæðiskostnað eins og hann er í dag.Eldri borgarar og öryrkjar vilja einnig að staðið verði við loforðið um að afnema tekjutengingar eins og Bjarni Ben lofaði 2013.Það á ekki að skerða lífeyrinn hjá TR neitt. Lífeyrissjóðir eiga að vera hrein viðbót við almannatryggingar.Það er mín krafa.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 30. september 2016
Þing og ríkisstjórn fallin á tíma!
Undanfarið hefur ríkisstjórn og þingmeirihluti sýnt þinginu algera lítilsvirðingu.Ráðherrar hafa ekki látið sjá sig í þingsölum.Þeir hafa verið í kosningabaráttu og verið á fundum úti í bæ.Og hið sama hefur verið að segja um stjórnarmeirihlutann.En í stað þess að viðurkenna að þing og stjórn eru fallin á tíma hafa þessir aðilar neitað að horfast í augu við staðreyndir og reyna að hanga á völdunum eftir að þau eru töpuð.Stjórnin hefur ekki getað komið sér saman um hvaða mál hún vill fá afgreidd á þingi áður en þingið hættir.Þingi átti samkvæmt starfsáætlun að ljúka í gær,29.september.Það verður þingfundur á mánudag. En í stað þess að leggja fram nýja starfsáætlun svarar þingforseti engu um framhaldið. Hann getur engu svarað.Því hann ræður engu.Það er ríkisstjórnin sem stjórnar þinginu og því er framkvæmdavald og löggjafarþing ekki aðskilið eins og menn eru alltaf að telja sér trú um.Þingmenn reyna oft að telja sér trú um að þingið sé sjálfstætt og hafi völd. En það er misskilningur. Ríkisstjórnin ræður öllu og kúgar þingið,ef það vill.Og það er einmitt það,sem er að gerast nú.Ríkisstjórnin ákvað sjálf að stytta þingið en stjórnin gerði það með hundshaus og hefur aldrei verið sátt við það. En tíminn er útrunninn og stjórnin verður að sætta sig við það. Það er ekki aðeins lítilsvirðing við þingið að halda svona áfram heldur einnig lítilsvirðing á lýðræðinu ,þar eð það er verið að gera frambjóðendum erfitt fyrir að undirbúa kosningar með því að teygja þingið meira en eðlilegt getur talist.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 30. september 2016
Málefni aldraðra og öryrkja: Ráðherrarnir á hröðu undanhaldi!
Í kosningasjónvarpi fyrir þingkosningarnar 2013 var Kristján Þór Júlíusson spurður hvað yrði hans fyrsta verk, ef hann kæmist til valda.Hann svaraði: Að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Hann komst til valda en hann stóð ekki við loforð sitt ekki frekar en Bjarni Ben.
Mér kom þetta loforð Kristjáns Þórs í hug,þegar ég horfði á hann í kosningasjónvarpi um heilbrigðis-og velferðarmál í gærkveldi.Hann lofaði á ný öllu fögru og tók undir mál annarra frambjóðenda um að lágmarksframfærsla aldraðra og öryrkja þyrfti að vera 300 þúsund á mánuði.Sama gerði Bjarni Ben á fundi Félags eldri borgara og Gráa herrsins í fyrrakvöld.En ég trúi ekki einu einasta orði hjá þessum mönnum.Þegar þeir ætla að endurtaka sama leikinn nú korteri fyrir kosningar og lofa öldruðunm og öryrkjum öllu fögru hvarflar ekki að mér að trúa þeim. Þeir eru á hröðu undanhaldi. Þeir eru hræddir við kjósendur og þeir eru hræddir við samtakamátt aldraðra. Þeir sjá,að málflutningur okkar er réttur. Það er ekki unnt að lifa af þeirri hungurlús,sem þeir hafa skammtað eldri borgurum og öryrkjum. En í stað þess að byrja loforðaleikinn á ný geta þeir framkvæmt hækkun lífeyris strax. Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pirata spurði réttra spurninga í kosningasjónvarpinu í gær.Hann spurði: Af hverju hækkið þið þetta ekki strax. Og það er heila málið. Ríkisstjórnin getur lagt fyrir alþingi strax í dag,að lífeyrir verði hækkaður í 300 þúsund strax,ekki 2018,heldur strax. Það væri ekki vegna þess að launþegar hafa samið um 300 þúsund á mánuði. Nei það væri til þess að efna kosningfaloforðið frá 2013 um að leiðrétta lífeyrir vegna kjaragliðnunar krepputímans.Til þess að framkvæma það þarf að hækka lífeyri strax um 56.580 kr. Við það færi lífeyrir í rúmar 300 þúsund strax. Ríkið tekur 60 þúsund af því í skatt þannig að þetta eru ekki nema 240 þúsund netto og það er í raun of lítið en gott fyrsta skref. Ef ríkisstjórnin gerir þetta ekki er ekkert að marka fagurgala hennar um að hún vilji hækka lífeyri svo og svo mikið.Það er ekki unnt að treysta loforðum þessara manna.Aðeins athöfnum.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. september 2016
Er í lagi, að " fáir" eldri borgarar búi við slæm kjör?
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var í slæmri stöðu á fundi eldri borgara í gærkveldi enda átti hann slæman málstað að verja.Hann var í vörn allan tímann. Hann greip til gamalkunnugs ráðs hægri stjórnarinnar: Að gefa til kynna,að fáir eldri borgarar byggju við slæm kjör.Eygló hefur notað þetta ráð líka. Bjarni spurði allt í einu á fundinum: Hvað eru margir hér,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum? Ósmekkleg spurning. Ráðherrar hægri stjórnarinnar athuga ekki,að kjörin hjá þeim,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum eru svo slæm,að þeir sem búa þannig við fátæktarmörk veigra sér við að fara á mannamót.Maður,sem hefur ekki nóg að borða eða verður að neita sér um að fara til læknis vegna peningaleysi er ekki í skapi til þess að rjúka á fund. En þetta er nokkuð sem silfurskeiðungar skilja ekki.186 þúsund krónur á mánuði eftir skatt sem Bjarni og rikisstjórnin skammtar eldri borgurum,sem eru í hjónabandi og sambúð er honum og stjórninni allri til skammar.Og sama er að segja um 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt fyrir einhleypinga.Það lifir enginn eðlilegu lífi af þessari hungurlús. Von er,að Bjarni og aðrir ráðherrar hægri stjórnarinnar séu hrifnir af afrekum sínum í kjaramálum aldraðra og öryrkja!
PS. Karl Garðarsson segir,að 9000 búi við slæm kjör.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. september 2016
Púað á Bjarna Ben á fundi eldri borgara!
Tímamótafundur Félags eldri borgara í RVk og Gráa hersins var haldinn í Háskólabíói í gærkveldi.Húsfyllir var og mikill hugur í fundarmönnum.Stjórnmálaforingjar sátu fyrir svörum.Þegar Bjarni Ben fór með sína gömlu rullu um það hvað ríkisstjórnin hefði gert mikið fyrir eldri borgara og öryrkja á kjörtímabilinu ofbauð fundarmönnum og þeir púuðu á ráðherrann. Þeir voru greinilega búnir að fá nóg af sviknum loforðum.
Fulltrúar framboðslista fluttu ágætar ræður.Inga Sæland formaður Flokks fólksins vitnaði í síðasta pistil minn á Facebook og á Mbl bloggi og sagði:
Engin tillaga eða frumvarp hefur komið fram um að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Ljóst er,að þessa dagana er verið að innsigla svikin á kosningaloforðunum,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum í síðustu kosningum 2013. Leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans hefur verið svikin.En hækka þarf lífeyri um a.m.k. 23% til þess að efna það loforð.Loforðið um að afnema tekjutengingu lífeyris aldraðra hefur einnig verið svikið.Samkvæmt loforðinu átti að afnema skerðingu lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni.Þessi stóru loforð eru svikin en byrjað að gefa ný loforð eins og frambjóðendur hafi enga sómatilfinningu.Nýtt frv. um almannatryggingar bætir ekkert kjör þeirra aldraðra og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyri frá TR og hafa engan lífeyrssjóð.Þeirra lífeyrir hækkar ekki um eina krónu.
Þarna var ég að ræða um lokadaga þingsins og það hvort efna ætti loforðin við eldri borgara og öryrkja.
Jón ValurJensson ræðumaður Þjóðfylkingarinnar vitnaði einnig í mig og sagði,að hækka þyrfti lífeyri um 56 þúsund krónur á mánuði til þess að efna loforðið frá síðustu kosningum um að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans en ég hef einmitt hamrað á því og bent á,að þessi hækkun væri lágmark
Fulltrúar Samfylkingar,Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og fulltrúi VG,Katrín Jakobsdóttir voru mjög skeleggar og ákveðnar í að hækka yrði lægsta lífeyrinn,þe. hjá þeim sem ekkert hefðu nema lífeyri frá almannatryggingum.Ella væri ekki unnt að afgreiða frv ríkisstjórnarinnar.Sigríður Ingibjörg sagði,að hækka yrði lífeyrinn í 300 þúsund á mánuði.Það væri lágmark.Katrín var á svipuðum nótum.Einnig sögðu þær að draga urði úr skerðingum. Fleiri ræðumenn tóku undir að 300 þúsund á mánuði væri lágmark.
Bjarni Benediktsson var á undanhaldi á fundinum og viðurkenndi að hækka þyrfti lægsta lífeyrinn og draga úr skerðingum. En hver trúir slíkum yfirlýsingum manns sem er ber að því að hafa svikið stærstu kosningaloforðin frá síðustu kosningum.Enginn.
Björgvin Guðmundsson
pistlahöfundur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. september 2016
Upplausnarástand á Alþingi!Svik á kosningaloforðum innsigluð!
Mjög skrítið ástand hefur verið á Alþingi síðustu daga.Afgreiðsla mála gengur ekkert.Fáir eru í þingsal og aðeins 1-2 frá stjórnarflokkunum.Stjórnarandstaðan hefur gert miklar athugasemdir við þetta ástand,þar eð samkvæmt starfsáætlun alþingis á þinginu að ljúka á morgun.Ríkisstjórnin virðist ekki hafa getað komið sér saman um það hvaða mál hún vilji fá afgreidd fyrir þinglok.Mörg stór mál eru óafgreidd en ljóst,að ekki tekst að afgreiða þau öll fyrir þinglok. Undir slíkum kringumstæðum hefur stjórnarmeirihlutinn orðið að funda með minnihlutanum til þess að ná samkomulagi um þinglok en það hefur ekki verið gert nú.Ólíklegt er,að þinginu ljúki á morgun og líklegt,að það verði framlengt í nokkra daga.
Engin tillaga eða frumvarp hefur komið fram um að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Ljóst er,að þessa dagana er verið að innsigla svikin á kosningaloforðunum,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum í síðustu kosningum 2013. Leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans hefur verið svikin.En hækka þarf lífeyri um a.m.k. 23% til þess að efna það loforð.Loforðið um að afnema tekjutengingu lífeyris aldraðra hefur einnig verið svikið.Samkvæmt loforðinu átti að afnema skerðingu lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni.Þessi stóru loforð eru svikin en byrjað að gefa ný loforð eins og frambjóðendur hafi enga sómatilfinningu.Nýtt frv. um almannatryggingar bætir ekkert kjör þeirra aldraðra og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyri frá TR og hafa engan lífeyrssjóð.Þeirra lífeyrir hækkar ekki um eina krónu.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)