Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 27. september 2016
"Afrek " ríkisstjórnarinnar!
Karlagrobb ráðherranna er hlægilegt,þegar þeir tíunda "afrek" ríkisstjórnarinnar.Þeir segja,að ríkisstjórnin hafi lækkað skuldir heimilanna,hún hafi sótt fé til slitabúa föllnu bankanna og komið á hallalausum fjárlögum.Ríkisstjórnin lofaði að lækka skuldir heimilanna um 300 milljarða og taka það fé frá þrotabúum bankanna.Ríkisstjórnin lækkaði 300 milljarðana niður í 80 milljarða brúttó og síðan dróst kostnaður frá.En ekki var ein króna af þessum 80 milljörðum tekin af þrotabúum bankanna heldur voru peningarnir allir sóttir í skattfé landsmanna.Framkvæmd þessarar niðurfærslu var síðan þannig, að það voru lækkaðar skuldir þeirra,sem best stóðu en ekkert gert fyrir þá sem verst voru staddir.Uppgjör þrotabúa bankanna er ekki mál,sem ein ríkisstjórn getur eignað sér. Þrjár ríkisstjórnin unnu að því máli: Fyrst stjórn Geirs Haarde með neyðarlögunum,síðan stjórn Jóhönnu með lagasetningu um að setja þrotabúin undir gjaldeyrishöftin og loks núverandi stjórn með lokalagasetningu um málið.Hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur greiddu atkvæði með lögunum um að setja þrotabúin undir gjaldeyrishöftin.Ef þau lög hefðu ekki verið sett, hefði ekki verið unnt að afnema höftin.Þriðja málið,sem stjórnin gortar af,hallalaus fjárlög eru stolnar fjaðrir,þar eð stjórn Jóhönnu eyddi ríkishallanum með ströngum ráðstöfunum í ríkisfjármálum og sársaukafullum niðurskurði.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. september 2016
Ekkert gert fyrir þá,sem verst standa meðal aldraðra og öryrkja.6000 börn lifa við fátækt!
Í gærkveldi fóru fram eldhúsdagsumræður á alþingi. Það sem mér fannst athyglisvert koma fram í umræðunum var þetta: Ríkisstjórnin hefur vanrækt að gera heilbrigðiskerfið sambærilegt slíku kerfi á hinum Norðurlöndunum,ríkisstjórnin hefur vanrækt velferðarkerffið; sérstaklega framlög til aldraðra og öryrkja en þeir verst stöddu meðal þeirra búa við fátækramörk,geðheilbrigðisþjónusta við börn hefur verið vanræk, 6000 börn búa við fátækt á Íslandi og ekkert gert til þess að leysa vanda þeirra. Ríkisstjórnin hefur lækkað skattta á þeim efnameiri og sérstaklega á útgerðarmönnum en hefur skattpínt láglaunafólk og lífeyrisþega.Hún hefur afnumið auðlegðarskatt.Ríkisstjórnin hefur aukið ójöfnuð í landinu og hefur engan áhuga haft á því að auka jöfnuð.Loks þegar þingið er á lokametrunum segja ráðherrarnir að bæta þurfi kjör aldraðra og öryrkja! Þeir eru ekki enn farnir að efna öll kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá síðustu kosningum 2013.Stærstu loforðin eru óuppfyllt.Samt tala ráðherrarnir eins og þeir geti gefið þeim,sem þeir sviku, ný loforð korteri fyrir kosningar.Það er ekki unnt að taka mark á þeim, sem svíkja kosningaloforðin.
Einstakir þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa slæma samvisku vegna þessara svika.Þeir sjá, að það er verið að níðast á þeim meðal aldraðra og öryrkja sem verst hafa kjörin.En þessir þingmenn hafa samt ekki manndóm í sér til þess að flytja frumvörp eða tillögur um stórhækkun lífeyris aldraðra og öryrkja svo unnt sé að framfleyta sér af þessum lífeyri.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar undirstrikaði það vel í umræðunum, að frv ríkisstjórnarinnar væri ekki að hækka lífeyri neitt hjá þeim,sem verst væru staddir.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir,þingmaður VG lagði einnig mikla áherslu á,að bæta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
pistlahöfundur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. september 2016
Ríkið hirðir mikið í skatta og skerðingar af atvinnutekjum skv frumvarpinu!
Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar eiga skerðingar lífeyris aldraðra hjá TR að halda áfram.Ég tel að afnema eigi þær með öllu.Skerðingar lífeyris aldraðra hjá TR vegna atvinnutekna aukast sem hér segir samkvæmt frumvarpinu sjálfu:
150 þús kr atv.tekjur 14.510 kr
250 þús. kr. atv. tekjur 17.363 kr.
300 þús. kr. atv. tekjur 18.787 kr
350 þús. kr. atv. tekjur 20.211 kr.
Auk þess hirðir ríkið háan skatt af atvinnutekjum,ca. 20% Þannig,að það er lítill ávinningur af því fyrir eldri borgara að fara út á vinnumarkaðinn. Frítekjumörk verða felld niður og í staðinn kemur 45% skerðing.Framangreindar tölur sýna aðeins hvað skerðing eykst en ekki heildarskerðingu.Í dag er 109 þúsund kr frítekjumark vegna atvinnutekna en það verður fellt niður.Í staðinn kemur 45 þús kr skerðing af 100 þús kr.
Bjarni Benediktsson lofaði eldri borgurum því í bréfi að fella niður skerðingu vegna atvinnutekna. Hann hefur svikið það.Ég tel,að fella eigi niður allar skerðingar lífeyris TR vegna eldri borgara og ekki síst vegna lífeyrissjóða Aldraðir eiga lífeyrinn sem þeir hafa greitt í lífeyrissjóð. Og hvorki ríkið né Tryggingastofnun á að hafa leyfi til að seilast í þennan lífeyri.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. september 2016
Er Bjarni orðinn krati?
Allt þetta kjörtímabil hefur Bjarni Ben barist eins og grenjandi ljón gegn kjarabótum til handa öldruðum og öryrkjum.Í þingræðu sagði hann,að lífeyrisþegar mættu ekki fá of miklar "bætur". Þeir mættu ekki fá hærri lífeyri en næmi lágmarkslaunum,þar eð þá yrði enginn hvati fyrir þá að fara út á vinnumarkaðinn!M.ö.o. Hann vildi reka aldraða, áttræða og et vil vill níræða út á vinnumarkaðinn!Það varð lýðum ljóst,að Bjarni Ben stóð gegn öllum kjarabótum til handa öldruðum og öryrkjum og til þeirra,sem minna mega sín. Jafnvel Eygló Harðardóttur ofbauð andstaða Bjarna Ben við kjarabætur lífeyrisþega og til velferðarmála yfirleitt.Fór hún í fjölmiðla og sagðist hafa átt í slagsmálum við fjármálaráðherra vegna andstöðu hans við kjarabætur aldraðra og öryrkja og andstöðu hans við framlög til velferðarmála yfirleitt. En nú korteri fyrir kosningar kemur Bjarni Ben hlaupandi og segist vilja bæta hag þeirra sem minna mega sín. Heldur hann að kjósendur séu fábjánar? Þetta er loddaraskapur á hæsta stigi.
Það glumdu í hádeginu fréttir um ,að Sjálfstæðisflokkurinn,skv frásögn Bjarna Ben, vildi nú bæta hag þeirra,sem minna mega sín.Maður gæti haldið að Bjarni væri orðinn krati!
Hvernig á nokkur maður að trúa Bjarna,sem er í farabroddi þeirra ráðherra,sem hafa svikið kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá síðustu kosningum og segir í umræðum,að hvítt sé svart og svart sé hvítt. Ég segi eins og Kári Stefánsson,þegar hann skrifaði um Bjarna: Það er ekki hægt að taka mark á þessum mönnum.
Ef Bjarni Ben vill gera tilraun til þess að láta trúa sér þrátt fyrir fyrri svik ætti hann strax á morgun að leggja fyrir alþingi frumvarp um 56 þúsund króna hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja og koma því í gegn fyrir þinglok. Hann væri þá að efna eitt kosningaloforðið.Hann gæti gert tilraun með það.Ella trúir honum ekkki nokkur maður.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. september 2016
Engin leið að lifa mannsæmandi lífi af því,sem stjórnvöld skammta þeim eldri borgurum,sem verst eru staddir
"Mér hefur runnið til rifja hvað illa er búið að þeim eldri borgurum,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.Ég sá fljótt,að engin leið var að lifa mannasæmandi lífi af því ,sem stjórnvöld skömmtuðu þessum hóp eldri borgara.Og það var eins og að tala við steinvegg að tala við stjórnvöld um að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Það er alveg sama hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd.Stjórnvöld virðast alltaf neikvæð gagnvart eldri borgurum.Þetta er mjög undarlegt,þar eð eldri borgarar hafa byggt upp þjóðfélag okkar í dag og eiga stærsta þáttinn í þeim lífskjörum,sem við búum nú við.En það er eins og ráðamenn telji þjóðfélagið ekki hafa efni á því að búa öldruðum sómasamleg lífskjör."
Svo segir í inngangi bókar minnar " Bætum lífi við árin,baráttan fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja".Greinasafni. Það er úrval greina,sem ég hef skrifað í dagblöðin síðustu 12 árin.Greinarnar eru orðnar yfir 600 talsins. Bókin er komin í bókaverslanir.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 25. september 2016
Allir leiðtogar stjórnarflokkanna hafa brugðist öldruðum og öryrkjum!
Hvaða leiðtogar stjórnarflokkanna,Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bera ábyrgð á algerum svikum á kosningaloforðunum,sem veitt voru öldruðum og öryrkjum 2013? Svarið er: Allir leiðtogarnir bera ábyrgð á svikunum.
Af hálfu Framsóknar bera 3 flokksleiðtogar ábyrgð á þessum miklu svikum: Sigmundur Davíð formaður og forsætisráðherra lengst af,Sigurður Ingi varaformaður og forsætisráðherra nú og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.Af hálfu Sjálfstæðisflokksins bera þessir höfuðábyrgð á svikunum: Bjarni Benediktsson formaður og fjármálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson varaformaður og heilbrigðisráðherra.
Eins og ég hef margoft tekið fram var stærsta. loforðið,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum það,að lífeyrir yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans.Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á flokksþingi sínu 2013 að lífeyrir aldraðra yrði strax ( að lokunm kosningum) hækkaður til samræmis við hækkun lægstu launa.Skýrara gat þetta ekki verið. En svikin eru einnig alveg skýr: Ekkert hefur verið gert í þessu máli.Ekkert hefur verið gert til þess að efna þetta fyrirheit.Það hefur verið algerlega svikið.
Framsóknarflokkurinn samþykkti á sínu flokksþingi 2013 að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar ( kjaraskerðingar) krepputímans,2009-2013.Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi bera jafna ábyrgð á þessu loforði ásamt Eygló Harðardóttur sem gerð var að ráðherra málaflokksins,málefna aldraðra og öryrkja o.fl. En þau öll sviku þetta loforð.Sigurður Ingi minnist aldrei á, að eftir sé að uppfylla það. Sigmundur Davíð er sá eini af þeim þremenningum sem viðurkennir að eftir sé að efna loforðið við aldraðra og öryrkja.En vegna fyrri svika treysta menn honum ekki.Sigurður Ingi talaði um það í ræðu 17.júní,að enginn ætti að líða skort hér en samt hefur hann ekkert gert í því að bæta kjör aldraðra og öryrkja enda þótt þeir verst stöddu meðal þeirra eigi ekki fyrir mat í lok mánaðar. Ræða hans reyndist orðagjálfur.-Það þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 23%,56.580 kr til þess að efna þetta stóra loforð;mundi skipta sköpum.
Ég geri engan mun á leiðtogum stjórnarflokkanna í þessu efni. Þeir bera allir jafnmikla ábyrgð á þeim miklu svikum sem þeir hafa framið gegn öldruðum og öryrkjum.Það eru örfáir dagar eftir af þinginu. Þeir geta hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja verulega á þeim tíma,ef þeir vilja. Það tekur einn dag. Það tók einn dag að hækka eftirlaun ráðherra og æðstu embættismanna þjóðarinnar; þegar þau voru hækkuð umfram eftirlaun allra annarra í þjóðfélaginu.Það var eitthvað mesta skammarverk,sem alþingi hefur unnið.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 24. september 2016
Er Framsókn að klofna?
Sigurður Ingi forsætisráðherra skýrði frá því í gær,að hann ætlaði að bjóða sig fram til formanns gegn Sigmundi Davíð sitjandi formanni Framsóknarflokksins.Þetta kom mörgum á óvart,þar eð Sigmundur Davið hafði tilnefnt Sigurð Inga sem forsætisráðherra fyrir skömmu.Það kom einnig fram í dag,að samkvæmt frásögn Sigmundar Davíðs hafði Sigurður Ingi heitið Sigmundi Davíð því að fara ekki fram á móti honum.Sigurður Ingi fór heldur ekki eftir því að halda fundi með Sigmundi Davíð til þess að halda honum upplýstum um gang mála eins og um hafði verið talað.Það stefnir í blóðug átök milli þessara tveggja manna á flokksþingi Framsóknar. Í viðtali við RÚV og Stöð 2 sagði Sigmundur Davíð,að hann ætlaði ekki að stíga til hliðar og hætta í stjórnmálum.Það lá þó við,að fulltrúi Stöðvar 2 reyndi að fá Sigmund Davíð til þess að stíga til hliðar! Þeir,sem voru helstu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs, keppast nú við að snúa við honum baki,nú síðast Eygló Harðardóttir.Menn eru fljótir að skipta um skoðun,þegar þeir telja, að völd séu að skipta um hendur.Eins gott að menn veðji á réttan hest.Augljóst er, að svo mikil átök eru í uppsiglingu,að vandséð verður hvernig klofningi verður afstýrt.Ef Sigmundur Davíð telur,að Sigurður Ingi hafi svikið hann verður hann ekki mjög sáttfús ef illa fer fyrir honum á flokksþinginu. Ef til vill verður Sigurður Ingi fúsari til sátta,ef hann bíður lægri hlut, en þó kann það að fara eitthvað eftir því hvað Sigmundur Davíð dregur það skýrt fram,að hann telji Sigurð Inga hafa svikið sig. Það eru mikil átök framundan og fullkomin hætta á klofningi hjá Framsókn.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 24. september 2016
Aldraðir hafa 40 000 atkvæði!
Bylgjan hafði samband og átti samtal við mig um kjaramál aldraðra.Það var Þorgeir Ástvaldsson, sem hafði samband. Hann hafði greinilega verið að lesa grein mína í Fréttablaðinu á fimmtudag, þar sem ég ræddi m.a lífeyrissjóðina.Fyrirsögnin á greininni var: Ríkið seilist bakdyramegin i lífeyrissjóðina. Og ég gat einnig í greininni um það hversu miklu betur hin Norðurlöndin gerðu við sína eldri borgara og öryrkja.Grunnlífeyrir er þrefalt hærri í grannlöndum okkar en hér.Og ég gat um það, að stjórnvöld væru miklu jákvæðari í garð eldri borgara þar en hér.Hér eru stjórnvöld neikvæð í garð eldri borgara.Þorgeir spurði mig um nýja frumvarpið um almannatryggingar og hvort ekki hefði komið til greina að eldri borgarar byðu fram til alþingis.
Ég sagði Þorgeir,að frumvarpið um almannatryggingar væri meingallað og bætti ekki kjör þeirra,sem verst væru verst staddir um eina krónu.Frumvarpið gerir ráð fyrir,að lífeyrir þeirra verst stöddu verði upp á krónu eins og áður.Það taldi ég furðulegt, þar eð ekki væri unnt að framfleyta sér af þeim lífeyri.Þá skýrði ég frá því ,að staða þeirra,sem væru á vinnumarkaðnum versnaði vegna aukinna skerðinga,sem frumvarpið gerði ráð fyrir. Kjör þeirra,sem hafa lífeyrissjóð batnar hins vegar örlítið. En ég vil,að tekjutengingar verði alveg afnumdar og skerðingar vegna lífeyrissjóða verði því úr sögunni.Það er ekki nóg að draga úr skerðingum.Við eigum lífeyrinn í lífeyrissjóðunum.
Það hefur stundum komið til greina,að eldri borgarar byðu fram.Atkvæði eldri borgara eru nú orðin 40.000 og því ljóst,að eldri borgarar hafa mikið afl ef þeir standa saman. Þeir buðu fram í Ísrael og fengu 20 % atkvæða. Skoðanakönnun Capacent sem gerð var hér fyrir nokkrum árum leiddi í ljós,að eldri borgarar fengju 25% atkvæða ef þeir byðu fram. Mörgum eldri borgurum gremst mjög hvað stjórnvöld eru skeytingarlaus um hag eldri borgara og beinlínis neikvæð gagnvart þeim.Ég fæ margar fyrirspurnir frá eldri borgurum sem spyrja hvort við ættum ekki að bjóða fram.Mín afstaða hefur verið þessi: Kjósum þá,sem bæta kjör eldri borgara og öryrkja.Og þá sem sýna raunhæfan vilja á að vilja bæta kjörin.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. september 2016
Ríkið skuldar lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna hundruð milljarða þrátt fyrir framlag sitt
Samkomulag um samræmt lífeyriskerfi er gallað.Mjög er loðið orðalagið um það hvernig samræma á launakjör opinberra starfsmanna og launafólks á almennum markaði.En það er forsenda fyrir samkomulaginu, að það verði gert. Vegna óvissu um þetta atriði neitaði Landssamband lögreglumanna að skrifa undir samkomulagið.Þeir brenndu sig á því áður að taka mark á loðnum yfirlýsingum ríkisvaldsins um launauppbætur til lögreglumanna sem síðan var ekki staðið við.Ætla ekki að brenna sig á því aftur.
Þá sýnist mér vera beitt blekkingum í sambandi við uppgjör á skuldum ríkisins við lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna.Gefið er til kynna,að skuldin verði gerð upp með framlagi rikissjóðs, 91 milljarði en svo er ekki .Hér er eingöngu fjallað um A deild lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna. En skuld ríkisins er aðallega við B-deildina.Þegar kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík ræddi þetta síðast var skuld ríkisins við lífeyrssjóðina tæpir 400 milljarðar (Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga meðtalinn).Ríkið ætlar að greiða 91 milljarð,hluta af því með skuldabréfi.En það eru samt hundruð milljarða eftir af skuldinni. Ekki er minnst á það í fréttum af samkomulaginu, heldur látið líta út eins og búið sé að greiða alla skuldina.Það er því ekki búið að fullfjármagna lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. Það er langur vegur þar frá. Þetta heita blekkingar á íslensku.
Hins vegar ber að fagna því að ætlunin sé að samræma lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði og á opinberum markaði..En það þarf ekki að rifja það upp,að þegar opinberir starfsmenn fengu betri lífeyrisréttindi en almenni markaðurinn þurftu þeir að borga fyrir það með lakari launakjörum.Þeir eiga því að fá sambærileg launakjör og almenni markaðurinn býður þegar lífeyrisréttindin eru orðin eins.Það verður vandinn meiri að tryggja það.
Björgvin Guðmundsson
viðskiptafræðingur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. september 2016
Er búið að bæta kjör aldraðra og öryrkja nóg?
Stjórnmálaumræður voru í sjónvarpi RUV í gærkveldi.Fram komu allir oddamenn framboða í alþingiskosningunum. Þar á meðal voru leiðtogar stjórnarflokkanna,Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins,sem mynduðu ríkisstjórnina 2013,þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benedktsson.Þeir ræddu m.a. málefni lífeyrisþega en voru ekki sammmála um það hvernig til hefði tekist.Sigmundur Davíð sagði,að því hefði verið lofað að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja og það væri eftir að standa við það loforð. Bjarni Benediktsson barði sér hins vegar á brjóst og sagði,að staðið hefði verið við loforðin við aldraða og öryrkja og þuldi upp tölur um það hvað gífurlega mikið hefði verið gert til þess að efla almannatryggingar og bæta kjör aldraðra og öryrkja.Það mætti ætla að þessir menn hefðu ekki setið í sömu ríkisstjórninni.
Aldraðir og öryrkjar finna það á eigin skinni hvernig kjör þeirra hafa verið bætt í tíð þessarar ríkisstjórnar.Það er jafn erfitt fyrir þá að láta enda ná saman í dag eins og var þegar ríkisstjórnin tók við og ef eitthvað er þá er það verra.Bjarni viðurkenndi að vísu að hann gæti ekki lifað á 186 þúsund á mánuði eftir skatt eins og ætlast er til að aldraðir lifi af,ef þeir búa með öðrum.Samt felldi hann á alþingi fyrir ári síðan,að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur frá 1.mai það ár eins og öðrum á sama tíma og hann fékk sjálfur 9 mánuða uppbót, 900 þúsund krónur til baka.Það skiptir engu máli hvað Bjarni þylur upp háar tölur um aukin útgjöld almannatrygginga á meðan kjör þeirra,sem verst standa eru ekki bætt. Og þau eru ekki einu sinni bætt í frumvarpi því,sem ríkisstjórnin lagði fyrir alþingi um almannatryggingar. Í því frv hækkar lífeyrir þeirra lægst launuðu meðal aldraðra og öryrka ekki um eina krónu.Það eina,sem ríkisstjórnin gerði á sumarþinginu 2013 var að láta þá lífeyrisþega,sem höfðu góðan lífeyrissjóð fá grunnlífeyri á ný en hann hafði verið felldur alveg niður hjá þeim sem höfðu 332 þúsund á mánuði og meira úr lífeyrissjóði og síðan jók hún frítekjumark vegna atvinnutekna á ný í 109 þúsund krónur á mánuði. Þetta er hvort tveggja afnumið á ný í frv ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar.
Sem betur fer hafa kjör launþega verið bætt nokkuð með kjarasamningunum í fyrra en þá fengu launþegar 14,5% hækkun og sömdu um að hækka í 300 þúsund á mánuði. Þetta er að vísu fyrir skatt og dugar því tæpast fyrir framfærslu.En aldraðir og öryrkjar voru þá skildir eftir og fengu aðeins 3% hækkun á árinu.Á árunum til samans, 2015 og 2016, fengu launþegar 20,7% hækkun en lífeyrisþegar 12,7%.Tölur,sem ég hef birt sýna einnig,að þrátt fyrir " góðærið" hefur lífeyrir hækkað minna í hlutfalli við lágmarkslaun í tíð þessarar ríkisstjórnar en í tíð kreppustjórnarinnar sem Jóhanna stýrði. Það er ótrúlegt en staðreynd. Þær tölur segja allt sem segja þarf.Kosningaloforð Bjarna og Sigmundar Davíðs hafa nær öll verið svikin og öll þau stærstu og það viðurkennir Sigmundur Davíð.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)