Færsluflokkur: Bloggar

Sigmundur Davíð sýni í verki,að honum sé alvara!

 

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins viðurkennir,að rikisstjórnin hafi lofað að bæta kjör aldraðra og örykja.Hann segir,að ætlunin hafi verið að bæta efnahags-og fjármálaástandið fyrst.Það hafi verið gert og  ekkert að vanbúnaði að bæta kjör aldraðra og öryrkja.

Ef Sigundur Davíð meinar þetta, hvers vegna lætur hann ekki ríkisstjórnina strax hækka lífeyri aldraðra og öryrkja? Ef ríkisstjórnin vill ekki samþykkja það, getur Sigmundur Davíð flutt frumvarp um stórhækkun lífeyris ,til dæmis í 300 þús kr á mánuði. Stjórnarandstaðan mundi styðja það  og ég trúi ekki öðru en Sigmundur Davíð gæti fengið  nægilega marga stjórnarliða til þess að styðja slíkt frv þannig að það yrði samþykkt. Með öðrum orðum: Sigmundur Davíð verður að sýna í verki að honum sé alvara.Kosningaloforðin,sem öldruðum og öryrkjum voru gefin í síðustu kosningum eru óuppfyllt. Annað hvort verður að efna þau að fullu eða samþykkja frumvarp strax um stórhækkun lífeyris aldraðra og öryrka.

 Björgvin Guðmundsson


Ríkið fer bakdyramegin inn í lífeyrissjóðina!

 

 

 

Eiga stjórnvöld eitthvað með að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna greiðslna  til þeirra úr lífeyrissjóði? Ég segi: Nei. Þau eiga ekkert með það. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar.Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar neitt.Ef slíkar ráðagerðir hefðu verð uppi, hefði launafólk aldrei greitt neitt í lífeyrissjóðina. 

Farið bakdyramegin inn í lífeyrissjóðina! 

Þegar ríkisstjórn er að skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum eins og gerist nú, er eins og ríkisstjórnin sé að fara bakdyramegin inn í lífeyrissjóðina og láti greipar sópa þar um eigur okkar sjóðfélaga.Áhrifin eru nákvæmlega eins.Það verður að stöðva þetta strax. Það er ekki nóg að draga úr skerðingum. Þetta er ekkert samningsatriði. Við eigum þennan lífeyri í lífeyrissjóðunum.Við viljum fá hann óskertan á eftirlaunaaldri, hvorki meira né minna. Stjórnvöld þurfa ekki að vera að gorta af því að þau dragi úr skerðingum. Það á að afnema  skerðinguna alveg, rétt eins og Bjarni Ben lofaði fyrir síðustu kosningar 2013 þó hann sé nú búinn að gleyma þessu loforði! 

Þekkist ekki  á hinum Norðurlöndunum 

Þessar miklu skerðingar, sem hér eru, tíðkast ekki á hinum Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar þann lífeyri, sem þeir hafa greitt í lífeyrssjóð óskertan.En auk þess er  grunnlífeyrir þar miklu hærri en hér, þrefalt hærri.Hann er 120-130 þúsund krónur á mánuði þar.Nú vilja stjornvöld fella grunnlífeyrinn niður hér. Heildarlífeyrir er einnig miklu hærri þar .Samt er hagvöxtur meiri  hér og afkoma ríkissjóðs góð. Eftir hverju eru stjórnvöld þá að bíða? Aðstæður til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hærri lífeyri eru góðar.Það vantar bara viljann. 

Aldraðir greiða sjálfir mest af ellilífeyrinum 

Athuganir hafa leitt í ljós, að  lífeyrisþegar hér greiða miklu stærri  hlut sjálfir í lifeyrinum til aldraða en gerist á hinum Norðurlöndunum.Það stafar af því, að lífeyrissjóðirnir  greiða svo mikið af lífeyrinum  og  ríkið skerðir á móti sínar greiðslur á vegum almannatrygginga. Tölur leiða  í   ljós, að hér greiða lífeyrisþegar sjálfir 60% af ellilífeyri sinum.Þetta er miklu hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum.Þar verður ríkið að greiða megnið af ellilífeyrinum en hér greiða eldri borgarar sjáfir stærsta hlutann af lífeyrinum. Samt kvartar og kveinar ríkið miklu meira hér en á hinum Norðurlöndunum og vill ekkert gera fyrir eldri borgara.Það er eins og ríkisstjórnin hér sé á móti eldri borgurum.

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

   Birt í Fréttablaðinu 22.sept. 2016

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Algert virðingarleysi stjórnarflokkanna fyrir kjósendum!

Enda þótt aðeins fáir dagar séu eftir af starfstíma alþingis er ekkert, sem bendir til þess að stjórnarflokkarnir ætli að efna kosningaloforðin,sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013.Samkvæmt forsetabréfi eiga alþingiskosningar að fara fram 29.oktober og þing verður rofið sama dag. En samkvæmt starfsáætlun alþingis lýkur þingið störfum 29.september.Einn dagur fer í eldhúsdagsumræður.

Stjórnarflokkarnir,Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, sýna kjósendum algera lítilsvirðingu.Það hvarflar ekki að þeim að efna stór kosningaloforð,sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar 2013.Þeir hafa sennilega aldrei ætlað að efna þau.Það var vísvitandi verið að ljúga að kjósendum til þess að plata þá til að kjósa stjórnarflokkana.Og þeir þingmenn og ráðherrar,sem léku þennan ljóta leik 2013 ætla að endurtaka hann nú.Ef þessir menn hefðu einhverja sómatilfinningu ættu þeir að draga sig í hlé og hætta.

Stærsta kosningaloforðið var að kjaragliðnun krepputímans,2009-2013  yrði leiðrétt með hækkun lífeyris til samræmis við hækkun lægstu launa.Þetta þýðir a.m.k. 23% hækkun lífeyrir eða 56.580 kr hækkun.Þetta er fyrir skatt.Það hefði skipt sköpum fyrir aldraða og öryrkja,ef staðið hefði verið við þetta.Þeir hefðu þá allir haft að borða og getað leyst út lyfin sín.Hitt stóra kosningaloforðið er loforðið,sem Bjarni Benediktsson gaf eldri borgurum  í bréfi til eldri  borgara. Þar lofaði hann að afnema allar tekjutengingar vegna lífeyris aldraðra. Hann hefur svikið það og hefur sennilega aldrei ætlað að efna það.Afnám tekjutenginga, afnám allra skerðinga, er gífurlega mikil kjarabót fyrir aldraða .  Þetta var svikaloforð eins og hitt.Þeir sem gefa svona loforð eru loddarar.Þeir sem bera ábyrgð á svikunum eru auk Bjarna fyrst og fremst Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð.En þingmenn stjórnarflokkanna bera einnig ábyrgð á svikunum.Ábyrgð stjórnarflokkana er mikil.

Björgvin Guðmundsson

 


Lífeyrir hækki í 300 þúsund og tekjutengingar verði afnumdar!

Lífeyrir þeirra aldraðra og öryrkja,sem  hafa hvorki greiðslur úr lífeyrissjóði né tekjur af atvinnu eða fjármagni á að hækka í 3oo þúsund kr á mánuði eins og verkafólk samdi um.Jafnframt á að afnema allar tekjutengingar eins og Bjarni Ben lofaði að gera fyrir kosningarnar 2013. Það er algert lágmark til mannsæmandi lífs að hafa 300 þúsund á mánuði.Þetta sagði Björgvin Guðmundsson í viðtali (upptöku) sjónvarpsþáttar Helga Péturssonar á Hringbraut í dag.Harpa Njáls var einnig í þættinum.

 Þau voru sammmála um það,að það væri furðulegt að leggja fram frumvarp um almannatryggingar,sem gerði ekki ráð fyrir neinni hækkun lífeyris til þeirra,sem verst væru staddir.

Helgi Pétursson lagði út af síðustu grein Björgvins í Fréttablaðinu þar sem neikvætt viðhorf stjórnvalda til aldraðra var rætt.Allir þátttakendur í þættinum voru sammmála um það, að þetta viðhorf stjórnvalda til aldraðra væri furðulegt og rannsóknarefni.Björgvin sagði,að ef til vill væri ástæða neikvæðrar afstöðu til aldraðra sú, að stjórnvöld óttuðust ekki eldri borgara eða samtök þeirra á sama hátt og þau óttast verkalýðshreyfinguna.Verkalýðshreyfingin hefði verkfallsvopnið og gæti stöðvað atvinnulífið með verkfalli.Það óttast stjórnvöld en þau telja sig geta hundsað aldraða af því þeir hafa ekkert slíkt vopn. En eldri borgarar eru orðnir 40000 talsins og ef þeir standa saman eru þeir mikið afl.Stjórnmálaflokkarnir óttast framboð af hálfu aldraðra og vissulega gæti komið til þess.

Farið var vítt yfir sviðið í þætti Helga. Harpa Njáls lagði mikla áherslu á að bæta þyrfti kjör þeirra,sem verst stæðu,þ.e. þeirra,sem byggju við fátækt.Björgvin  tók undir það.

Björgvin Guðmundsson


Svikin innsigluð á alþingi

Alþingi kemur saman á ný í dag eftir nokkra daga hlé á þingfundunm vegna nefndadaga.Nú eru aðeins fáir dagar eftir af starfstíma alþingis,þar eð þingið verður rofið vegna kosninganna 29.september.

Það bólar ekkert á frumvörpum um að efna stóru kosningaloforðin,sem stjórnarflokkarnir gáfu  öldruðum og öryrkjum.Þau verða greinilega svikin.Stjórnarflokkarnir sýna kjósendum algera lítilsvirðingu,hundsa þá og eru svo óforskammaðir að ætla að bjóða sig fram til þings á ný án þess að efna fyrst þessi kosningaloforð.Frumvarp félagsnmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar er gagnslítið.Það hækkar ekki lífeyrir þeirra,sem verst eru staddir um eina krónu; gerir ráð fyrir óbreyttum lífeyri hjá þeim sem eru á "strípuðum lífeyri",fellir niður grunnlífeyri og eykur skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna.Staða þeirra eldri borgara,sem eru á vinnumarkaði versnar.Skerðing lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði batnar nokkuð en ekki nóg.Það á að afnema alveg skerðingu lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði eins og Bjarni Benediktsson lofaði fyrir síðustu kosningar. Hann lofaði reyndar að afnema allar tekjutengingar en svíkur það.

Samtök lífeyrissjóða gagnrýna í umsögn til alþingis hvað skerðingarhlutfall er hátt í frumvarpinu eða 45%.Samtökin telja að það ætti að vera miklu lægra. Þá gagnrýna samtökin að félagsmálaráðherra skuli leggja það fram,að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoðin í lífeyriskerfi landsmanna.Samtökin minna á,að þegar almannatryggingar og lífeyrissjóðir voru stofnaðir hafi verið lagt upp með það,að almannatryggingar væru fyrsta stoðin og lífeyrissjóðir önnur stöðin. Lífeyrissjóðirnr áttu m.ö.o. að vera viðbót við almannatryggingar en ekki öfugt.Samtökin segja: Með frumvarpi þessu er grunnlífeyrir almannatrygginga aflagður og tekjutengingar miklar,sem leiða til þess að almannatryggingar  verða einkum fyrir þá,sem engin eða lítil réttindi hafa í lífeyrissjóðum.Síðan segir: Þetta há skerðingarhlutföll vegna lífeyrisgreiðslna og annarra tekna kunna að vera varasöm út frá stjórnskipunarvernd eignarréttinda og aflahæfis einstaklinga.

Ríkisstjórnin er að eyðileggja almannatryggingarnar með þessu frumvarpi sínu.Harpa Njáls segir: Það hneppir fleiri í  skort og fátækt,eykur ójöfnuð og dýpkar gjána milli ríkra og fátækrra.Hún vill að frumvarpið verði dregið til baka og það endurbætt. Ég tek undir það.

 

Björgvin Guðmundsson


"Frumvarpið herðir sultaról hinna verst settu"

Harpa Njáls félagsfræðingur  hefur ritað Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra opið bréf um frumvarpið um almannatryggingar.Hún segir: "Boðaðar breytingar munu herða sultaról hinna verst settu og njörva fjölda fólks í fátæktargildru.Því verður að afstýra.Ég skora á ráðherra að stoppa fyrirhugaðar breytingar á lögum áður en skaðinn er skeður.Því er skorað á ráðherra að halda grunnlífeyri óbreyttum,sem rúmlega 90% aldraðra njóta óskerts,frítekjumörk atvinnutekna verði óbreytt og frítekjumörk lífeyrissjóðsgreiðslna verði hækkuð til samræmis við hin fyrrnefndu.Það mun draga úr fátækt og skorti.

Ég er sammmála Hörpu Njáls. Ég hef gagnrýnt það harðlega að frumvarpið skuli ekki gera ráð fyrir neinni hækkun á lægsta lífeyri Ég tel nauðsynlegt að hækka hann verulega,í 300 þúsund á mánuði.Ég tek undir hugmynd Hörpu Njás um að frítekjumark atvinnutekna verði óbreytt.En helst vildi ég afnema alveg tekjutengingar.

Björgvin Guðmundsson


Stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum!

Samkvæmt 76.grein stjórnarskrárinnar skal tryggja öldruðum og 0ryrkjum aðstoð, ef þarf.Það liggur fyrir bæði hjá Félagi eldri borgara í í Reykjavík og hjá hjálparstofnunum, að þeir lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja þurfa aukna aðstoð. Þeir geta ekki framfært sig af 186 þúsund krónum á mánuði eftir skatt,þeir sem búa með öðrum en það er sú upphæð,sem ríkisstjórnin skammtar þessum hóp aldraðra og öryrkja.Það er engin leið að láta enda ná saman með þessari hungurlús frá ríkisstjórninni.Auk þess tel ég ,að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé brotin á öldruðum og öryrkjum,þegar allar stéttir þjóðfélagsins fá miklar kjarabætur eins og gerðist á síðasta ári en aldraðir og öryrkjar voru þá einir skildir eftir og þeim sagt,að þeir gætu beðið fram á þetta ár!.Það fengu nær allir aðrir afturvirkar kjarabætur!

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra mundi allt í einu eftir stjórnarskránni þegar hún var í viðtali við RÚV í fyrradag um frv um almannatryggingar.Hún vitnaði þá í 76.gr stjórnarskrárinnar, ekki því til staðfestingar að hækka þurfti lægsta lífeyrinn,nei heldur til að rökstyðja það að aðeins þyrfti að aðstoða þá,sem ekki hefðu lífeyrissjóð.En hún vitnaði ekki í rétta grein.Samkvæmt stjórnarskránni er eignarrétturinn friðhelgur.Það má því ekki skerða lífeyri aldraðra og öryrkja í lífeyrissjóðum.En ég lit þannig á,að þegar Tryggingastofnun skerðir lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði sé það ígildi eignarnáms á lífeyri aldraðra,sem þeir hafa sparað á langri starfsævi.Ríkið má ekki skerða þennan lífeyri eða ígildi hans.Ég tel slíkt brot á stjórnarskránni.Það er ekkert til sem heitir eignarnám að hluta til. Þess vegna verður að afnema skerðinguna alveg. Ekki er nóg að draga úr henni.

Frumvarpið um almannatryggngar gerir ekki ráð fyrir,að lægsti lífeyrir hækki um eina krónu.Hann er óbreyttur.

Eygló ætti að sjá sóma sinn í því að hækka verulega lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja við afgreiðslu frv á alþingi.Lífeyrir verður að duga til framfærslu.Annað er brot á stjórnarskránni.

Björgvin Guðmundsson

 


Uppgjör föllnu bankanna kom vel út fyrir ríkið

 

Steingrímur J.Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra var í kastljósi í  fyrradag í viðtali um prívatskýrslu Vigdísar Hauksdóttur og  Guðlaugs Þórs um endurreisn viðskiptabankanna í upphafi bankahrunsins.Helgi Seljan ræddi við Steingrím.

Í prívatskýrslunni er Steingrímur J. Sigfússon borinn þungum sökum. Hann er sakaður um að hafa afhent kröfuhöfum bankana á alltof lágu verði. Steingrímur J sagði,að ekki væri fótur fyrir þessum áskunum. Hann rifjaði upp,að þeir Árni J.Mathiesen þá fjármálaráðherra og Davíð Oddsson þá Seðlabankastjóri hefðu í bréfi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fullvissað sjóðinn um það,að  við yfirtöku og endurreisn bankanna yrði farið að lögum og stjórnarskrá,þar á meðal skiptalögum og  ekki tekið meira af kröfuhöfum en lög leyfðu. Ríkisstjórnin  hefði ekki haft neitt sjálfdæmi um það  hvað mikið yrði tekið af kröfuhöfum. Það hefði verið háð mati óháðra endurskoðunarfyrirtækja.Ríkisstjórnin hefði falið endurskoðunarfyrirtækjum,innlendum og erlendum, að framkvæma hlutlaust mat á verðmæti eigna slitabúa bankanna. Það mat hefði verið lagt til grundvallar,þegar ríkisstjórnin ákvað að  selja  kröfubhöfum stóran hlut í föllnu bönkunum. Kröfuhafar áttu stærstan  hluta þessara banka og ríkið hafði ekki bolmagn til þess að eignast þá.Almennt var talið,að ríkið hefði farið vel út úr endureisn viðskiptabankanna.Og endanlegt uppgjör leiðir í ljós,að ríkið fer með hagnað út úr þessum viðskiptum.

Gagnrýni Vigdísa Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs gengur m.a. út á það,að fjármálaráðuneytið hafi tekið fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu með  samningum við  kröfuhafa föllnu bankanna. Þessari fullyrðingu hafnar Fjármálaeftirlitið  í yfirlýsingu 29.janúar 2015 og segir,að viðræður fjármálaráðuneytisins við kröfuhafa hafi verið í fullu samræmi við skilyrði  Fjármálaeftirlitsins og  Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 Mín skoðun: Það er einnig algert rugl,að Steingrímur hafi verið að semja við kröfuhafana á einhverjum óeðlilegum grundvelli ( gefið kröfuhöfum bankana!).Það var fjöldi virtra sérfræðinga í samninganefnd fjármálaráðuneytsins,sem annaðist samninga fyrir ráðuneytið. Og samninganefndin studdist við mat virtra endurskoðunarfyrirtækja á verðmæti þrotabúanna.Einnig er það rangt, að ráðuneytið eða ríkisstjórnin hafi haft eitthvað með það að gera  hverjir fengu afskriftir í bönkunum. Um það var ekkert fjallað fyrr en nýju bankarnir höfðu tekið til starfa  og þeir bankar störfuðu sjálfstætt og tóku ákvarðanir um allar afskriftir án afskipta stjórnvalda.“Skýrsla“ Vigdísar og Guðlaugs er algert vindhögg.Það var misnotkun á þingnefnd að kenna "skýrsluna" við meirihluta fjárlaganefndar."Skýrslan" var aldrei lögð fyrir nefndina.

Björgvin Guðmundsson


Sameining lífeyrisflokka bætir ekki kjörin

 

 

 

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra  var í viðtali á RUV í gær um frumvarpið um almannatryggingar. Þar sagði hún, að með frumvarpinu væru margir bótaflokkar sameinaðir í einn flokk,sem kallaður yrði ellilífeyrir.Talaði hún mjög fjálglega um þessa sameiningu eins og þetta væri einhver kjarabót fyrir lífeyrisþega. En svo er ekki.Það felst engin kjarabót í sameiningu margra lífeyrisflokka. Í dag eru helstu flokkarnir þessir: Grunnlífeyrir,tekjutrygging,heimilisuppbót og síðan sérstök uppbót sem kölluð er framfærsluuppbót.Þessir flokkar verða allir sameinaðir í einn.En það bætir ekki kjörin.Eygló sagði ekki eitt einasta orð um nauðsyn þess að bæta kjör þeirra lífeyrisþega,sem verst hefðu kjörin.

Eygló viðurkenndi,að staða þeirra eldri borgara,sem væru á vinnumarkaði mundi versna ,þar eð frítekjumörk væru felld niður og 45% skerðingarhlutfall kæmi í staðinn; reyndar gildir það vegna allra tekna sem lífeyrisþegar hafa aðrar en frá almannatryggingum.Hins vegar mundi skerðing vegna greiðslna úr lífeyrissjóði minnka. Spyrjandi RÚV spurði hvort ekki mætti afnema allar tekjutengingar. Fólk væri búið að spara alla sína starfsævi í lífeyrissjóði og ætti þann sparnað. En Eygló neitaði því.Hún sagði,að ríkið ætti aðeins að greiða lífeyri (aðstoða  ) til þeirra,sem þyrfu á því að halda en ekki til þeirra sem hefðu bærilegan lífeyrissjóð.Þetta er alrangt.Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingar en ekki að koma í stað þeirra.Ekki von, að Framsóknarmenn viti það.Almannatryggingar eru fyrsta stoðin og lífeyrissjóðir önnur stoðin en ekki öfugt.Það er alltaf verið að halda því fram í seinni tíð,að almannatryggungar eigi að vera einhver fátækraframfærsla.En það er ekki rétt. Þetta eru tryggingar,sem allir vinnufærir menn eru búnir að greiða til alla sína starfsævi með tryggingagjaldi og sköttum.Borgararni eiga rétt á á greiðslum úr almannatryggingum.Þetta er engin ölmusa,sem misvitrir stjórnmálamenn geti ráðskast með.Það verður að laga frumvarpið,hækka lægsta lífeyrinn,sem er smánarlega lágur í dag,186 þúsund krónur eftir skatt hjá þeim,sem búa með öðrum. Það verður einnig að taka upp á ný eitthvað frítekjumark fyrir atvinnutekjur svo staða þeirra,sem eru á vinnumarkaði verrsni ekki eins og frv gerir ráð fyrr. Helst ætti að afnena alveg tekjutengingar og fella allar skerðingar niður.

Björgvin Guðmundsson

 

 


Lífeyrir hækki myndarlega strax!

Í gær rann út frestur til þess að senda alþingi umsögn um frv um almannatryggingar.Ég sendi umsögn í tæka tíð.Það,sem ég lagði áherslu á í umsögninni var eftirfarandi:

Hækka þarf lífeyri myndarlega strax hjá þeim öldruðum og öryrkjum,sem eru á " strípuðum lífeyri" ,þ.e, hafa hvorki greiðslur úr lífeyrissjóði né tekjur af atvinnu eða fjármagni.Ekki er gert ráð fyrir neinni hækkun á þessum lífeyri í frumvarpinu. Hann er upp á krónu óbreyttur þó ótrúlegt sé.Þannig lagði Eygló og ríkisstjórnin frumvarpið fram.Þá lagði ég einnig til,að dregið yrði úr skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna svo eldri borgarar gætu farið í hlutastörf eða full störf,ef þeir hefðu áhuga á því og heilsa leyfði.En samkvæmt frv eykst skerðing vegna atvinnutekna frá því sem nú er. Einnig sagði ég,að æskilegast væri að afnema tekjutengingar alveg,þ.e. afnema allar skerðingar á lífeyri TR vegna tekna aldraðra og öryrkja.

 Það er með ólíkindum,að frumvarpið skuli hafa verið lagt fram með óbreyttum lífeyri og aukinni skerðingu vegna atvinnutekna. Stjórnvöld segjast vilja greiða fyrir atvinnuþátttöku aldraðra. Þetta er skrítin aðferð til þess.

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband