Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 15. september 2016
Frv bætir ekki hag þeirra,sem verst eru staddir!
Í dag rennur út frestur til þess að senda alþingi umsögn um frumvarp ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar. Allir geta sent umsögn.Því miður bætir frumvarpið ekki hag þeirra,sem verst eru staddir,þ.e. þeirra sem eru á "strípuðum lífeyri" sem svo er kallaður.Samkvæmt frumvarpinu á lífeyrir þessara eldri borgara og öryrkja áfram að vera 212 þúsund á mánuði fyrir skatt eða 186 þúsund á mánuði eftir skatt, hjá þeim,sem búa með öðrum.Mér finnst það furðulegt að ráðherra og ríkisstjórn skuli leggja frumvarpið fram með þessum lága lífeyri,þegar það liggur fyrir,að hann dugar ekki til framfærslu.Harpa Njáls,sem er sérfróð um þessi mál segir,að frumvarpið muni hneppa fleiri í skort og fátækt.Hún skorar á ráðherra að draga frumvarpið til baka og endurbæta það.Ég tek undir það.
Þá er það svo,að skerðing lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna mun aukast samkvæmt frumvarpinu. Það verður því verra en áður fyrir eldri borgara að fara út á vinnumarkaðinn. Skerðing lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum mun hins vegar minnka. En ég tel,að afnema eigi þá skerðingu með öllu,þar eð sjóðfélagar eiga lífeyrinn í lífeyrssjóðunum og greiðslur úr þeim eiga ekki að valda neinni skerðingu lífeyris TR að mínu áliti. Samkvæmt frumvarpinu verður grunnlífeyrir felldur niður.Af þeim sökum og fleiri ástæðum styður Félag eldri borgara í Reykjavík ekki frumvarpið.Ljóst er,að frumvarpið er meingallað og ekki tækt til afgreiðslu.
Ég tel,að hvorki velferðarnefnd né alþingi geti afgreitt frumvarpið nema lægsti lífeyrir verði áður stórhækkaður. Hann verður að duga til framfærslu
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. september 2016
Vita ekki,að lægsti lífeyrir er undir 200 þúsund á mánuði!
Mér finnst ótrúlegt hvað almennt er lítið vitað um bág kjör þeirra, sem verst eru staddir meðal aldraðra og öryrkja.Jafnvel finnast alþingismenn, sem vita ekki, að hópur aldraðra og öryrkja býr við skort.
Einhverju sinni hafði ég skrifað grein um kjaramál aldraðra og öryrkja og nefndi tölur um lægsta lífeyrinn.Ég sagði, að þeir sem ekki hefðu greiðslur úr lífeyrissjóði eða af atvinnutekjum væru með 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt, ef þeir væru í sambúð eða hjónabandi. Og einhleypir hefðu 207 þúsund eftir skatt.Blaðamanninum,sem tók við greininni frá mér, þóttu þessar tölur svo ótrúlegar,að hann sendi mér tölvupóst og spurði hvort tölurnar voru réttar, hélt að þetta væri prentvilla eða pennaglöp. En tölurnar voru réttar og eru réttar. En þær eru ótrúlegar. En ennþá ótrúlegra er þó það, að fyrir alþingi skuli liggja lagafrumvarp um að þessar lágu upphæðir verði lögfestar óbreyttar.Og sumir þingmenn telja, að frumvarpið bæti kjör allra og þar á meðal þeirra, sem hafa lægsta lífeyrinn!
Þeir, sem hafa 500-600 þúsund á mánuði í laun og jafnvel 7-800 þúsund á mánuði eiga erfitt með að skilja,að einhver hafi í kringum 200 þúsund og eigi að lifa af því; eigi þar af að greiða öll útgjöld sín, þar á meðal húsaleigu eða afborgun og vexti af íbúðarlánum, rafmagn og hita,matvæli,fatnað, rekstur bíls eða annan samgöngukostnað, afnotagjöld af síma, sjónvarpi og tölvu, afþreyingu, gjafir til barnabarna, lyf og lækniskostnað. Það er engin leið að láta þessa hungurlús,sem ríkisstjórnin skammtar til aldraðra og öryrkja duga fyrir öllum þessum útgjöldum (þá sem eru á lægsta lífeyrinum).Enda hefur Félag eldri borgara í Reykjavík margoft upplýst, að vissir eldri borgarar hringi til félagsins í lok mánaðar og segi frá því, að þeir eigi ekki fyrir lyfjum, læknishjálp eða jafnvel mat. Þetta er í velferðarþjóðfélaginu,Íslandi, þar sem ráðherrar guma af því nær daglega, að ástandið í þjóðfélaginu sé mjög gott!
Alþingi heldur ekki þingfundi næstu daga, ekki fyrr en á mánudag. Það verða nefndafundir.Það styttist því enn sá tími sem ráðherrar og stjórnarliðar hafa til þess að efna stóru kosningaloforðin, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum 2013.Það eru aðeins 7 þingfundardagar eftir. En ef vilji er fyrir hendi dugar það.Stjórnarliðar ættu að taka rögg á sig og efna loforðin á þessum 7 dögum og ganga til kosninga með hreint borð.Ef þeir gera það ekki er hinn kosturinn þessi: Að hætta við framboð og draga sig i hlé vegna þess að þeir hafa svikið kjósendur.Þeirra er valið.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 14. september 2016
Sigurður Ingi hefur ekkert gert í kjaramálum aldraðra og öryrkja!
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði í ræðu 17.júní,að enginn ætti að líða skort á Íslandi.Ég sagði í beinu framhaldi af því,að það væru hæg heimatökin hjá Sigurði Inga,að gera eitthvað í því máli.Hann gæti hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja.Það mál heyrði undir ríkið og hann sem forsvarsmaður ríkisins gæti tekið til hendinni þar.Þeir,sem verst væru staddir meðal aldraðra og 0ryrkja ættu ekki fyrir öllum útgjöldum,svo naumt skammtaði ríkið.Þeir yrðu að neita sér um að fara til læknis eða sleppa því að leysa út lyf sín og stundum ættu þeir ekki fyrir mat í lok mánaðar samkvæmt því sem Félag eldri borgara hefði upplýst.Þetta allt vissi Sigurður Ingi. En hann gerði ekkert í því.Ég sendi honum opið bréf og skoraði á hann að leiðrétta kjör þessa fólks. En hann hefur ekki hreyft legg né lið í þessu efni. Ræða hans um málið 17.júní voru innan tóm orð,sem hann meinti ekkert með.Frumvarp ríkisstjórnarnnar um almannatryggingar hneppir fleiri í skort og fátækt,eykur ójöfnuð og dýpkar gjána milli ríkra og fátækra, eftir því sem Harpa Njáls segir en hún er sérfróð um þessi málefni.
Þeir aldraðir og 0ryrkjar,sem verst eru staddir, hafa 112 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt,185 þúsund eftir skatt,miðað við þá sem búa með öðrum.Þessi upphæð er nákvæmlega eins í frumvarpi ríkisstjórnarinnar,112 þúsund á mánuði,hækkar ekki um eina krónu.Þetta er miðað við þá,sem verða eingöngu að reiða sig á almannatryggingar,hafa engan lífeyrissjóð og geta ekki verið á vinnumarkaðnum.Það er hneyksli að leggja frumvarpið fram með þessari upphæð óbreyttri.
Mér virðist Sigurður Ingi hafa fallið á prófinu. Hann hefur ekki staðið sig betur í þessum málaflokki en Sigmundur Davíð eða Bjarni Ben.Sem varaformaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra ber hann jafnmikla ábyrgð og Sigmundur Davíð á að standa við loforðin við aldraða og 0ryrkja frá 2013. En hann hefur svikið þessi loforð rétt eins og Sigmundur Davíð og Bjarni.Það eru 8 dagar eftir af þingtímanum,ef hann vill bæta ráð sitt.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. september 2016
Þingrof 29.sept.Efna þarf loforðin fyrir þann tíma!
Tilkynnt var í gær,að þingrof yrði 29.september.Stjórnarflokkarnir þurfa að efna kosningaloforðin fyrir þann tíma.Geri þeir það ekki hafa þeir framið einhver mestu svik á kosningaloforðum í sögunni.
Aðeins 9 þingdagar eru eftir.Alþingismenn vinna ekki mikil afrek á þeim tíma miðað við afköstin á sumarþinginu.Vonir eldri borgara og öryrkja um,að stjórnarflokkarnir efni kosningaloforðin,sem þeim voru gefin í kosningunum 2013 fara dvínandi.Það vantar allan áhuga hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar og raunar öllum stjórnarmeirihlutanum á því að standa við kosningaloforðin,sem öldruðum og öryrkjum voru gefin.Þeir virðast telja í lagi að gefa kjósendum langt nef..Fjármálaráðherrann,Bjarni,hefur margoft sýnt það,að hann er beinlínis fjandsamlegur eldri borgurum og öryrkjum.Það kom greinilega fram í ummælum hans á alþingi við afgreiðslu fjárlaga í fyrra.Það má því reikna með að hann standi gegn öllum raunverulegum kjarabótum til aldraðra og öryrkja.Sigurður Ingi forsætisráðherra er algerlega áhugalaus.Hann vill ekki rugga bátnum.Hann kýs að láta Bjarna ráða.Eygló félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp,sem gerir ráð fyrir óbreyttum lífeyri til þeirra,sem minnst hafa. Þeir eiga ekki að fá eina krónu í hækkun. Og þegar minnst var á þetta vandamál á alþingi gerði hún lítið úr málinu og talaði um hvað það væru fáir,sem hefðu lægsta lífeyrinn.Karl Garðarson sagði,að þeir væru 9000.
Fram til þessa hefi ég talið að ríkisstjórnin mundi koma með eitthvað lítilræði,einhverja hungurlús,rétt fyrir kosningar.En ég er nú kominn á þá skoðun,að ráðherrarnir geri ekki neitt.Þeir reyna að afgreiða þetta frumvarp,sem ekkert gagn er í. Harpa Njáls segir,að það muni hneppa fleiri í skort og fátækt,auka ójöfnuð og dýpka gjána milli ríkra og fátækra.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. september 2016
Allir fengu miklar hækkanir nema aldraðir og öryrkjar.Ekki jafnrétti
Sveinbjörn Eyjólfsson fyrrum aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar þá ráðherra,býður sig fram til formanns gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.Sveinbjörn segist leggja mesta áherslu á grunnngildi Framsóknarflokksins,félagshyggju og jafnrétti.Spurningin er þessi: Er það í samræmi við þessi grunngildi,að skilja aldraðra og öryrkja eftir í kjaramálum,þegar allar aðrar stéttir eru að fá miklar kjarabætur.En þannig var það 2015,þegar lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% frá 1.mai og allar aðrar stéttir fengu miklar hækkanir, sumar meira en þetta og alþingismenn,ráðherrar og embætismenn fengu miklar kauphækkanir greiddar 9 mánuði til baka.Tillaga um að veita öldruðum og öryrkjum einnig afturvirkar hækkanir til baka voru felldar af ríkisstjórn Framsóknarflokksins og þingmeirihluta.Varla var þetta í samræmi við jafnrétti og félagshyggju.lífeyrisþegar fengu 3 % hækkun 1.janúar 2015 en enga frekari hækkun á árinu þrátt fyrir gífurlega miklar hækkanir allra annarra.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. september 2016
Lífeyrir aldraðra hækki í 300 þúsund á mánuði strax
Hvað er brýnast að gera í kjaramálum aldraðra í dag? Það er eftirfarandi:
1.Hækka þarf lífeyrinn í 300 þúsund á mánuði¨strax,einnig hjá öryrkjum.Þetta er lágmark til þess að geta lifað mannsæmandi lífi af.Þetta er aðeins 23% hækkun eða rétt til þess að efna kosningaloforð stjórnarflokkanna um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans.
2.Afnema á allar tekjutengingar eins og Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði að gera í bréfi til eldri borgara fyrir kosningarar 2013.Þar er um að ræða skerðingar lífeyris TR vegna lífeyrisgreiðslna og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þó allir þessir þættir séu mikilvægir er afnám skerðinga vegna lífeyrissjóða mikilvægast enda eiga sjóðfélagar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og ríkið á ekkert með að krukka í hann, hvorki beint sé óbeint.
3. Efla þarf heimahjúkrun og fjölga hjúkrunarheimilum.Stuðla á að þeir eldri borgarar sem hafa heilsu til geti verið heima en þegar heilsan bregst þarf rými á hjúkrunarheimili. Það þarf að útrýma biðlistum eftir rými þar.þess vegna vantar fleiri hjúkrunarheimili
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. september 2016
Ekkert að marka yfirlýsingar Karls Garðarssonar eða Sigmundar Davíðs. Ódýrt kosningabragð!
Karl Garðarsson þingmaður Framsóknar hefur ekki svarað tillögu minni um, að hann mundi flytja frumvarp um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja til þess að sýna,að honum væri alvara með afsökunarbeiðni sinni og að hann raunverulega meinti, að hann vildi bæta kjör lífeyrisþega.Sigmundur Davið hefur einnig verið að lýsa því yfir, að hann vildi bæta kjör aldraðra og öryrkja núna.En það er eins með hann og Karl. Sigmundur Davíð hefur ekki fylgt yfirlýsingum sínum eftir.Sigmundur Davíð er formaður í flokki sem á forsætisráðherrann.Sigmundur Davíð á þvi að geta látið ríkisstjórnina flytja frumvarp um mál þetta eða hann getur flutt það sjálfur. t.d ásamt Karli Garðarssyni.
Ég lit svo á,að afsökunarbeiðni Karls Garðarssonar hafi verið ódýrt kosningabragð.Það fylgir enginn hugur máli úr því þingmaðurinn flytur ekki þingmál um kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja.Og það sama er að segja um Sigmund Davíð. Hann er að reyna að leika sama leikinn aftur: Að gefa kosningaloforð sem hann stendur ekki við. Munurinn er aðeins sá,að nú er flokkur hans við völd og getur framkvæmt það sem hann lofar strax.En það vantar viljann.
Karl Garðarssn viðurkenndi það í samtali við Helga Seljan hjá RÚV í gær,að útspil hans hefði átt að setja þrýsting á ríkisstjórnina.Hann hefur þá ætlað að setja þrýsting á Sigurð Inga og Eygló!. En Karl þekkir sitt heimafólk. Hann veit,að það gerist ekkert.Kosningaloforðin frá kosningunum 2013 liggja enn óuppfyllt.Þó er Framsókn búin að vera í ríkisstjórn allan tímann síðan. Karl Garðarsson stóð að því að gefa öldruðum og öryrkjum kosningaloforðin 2o13.Framsókn gerði það í heild.Það er eftir að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans eins og flokksþing Framsóknar lofaði að gera.Það þýðir 56 þúsund kr hækkun lífeyris.Karl og Sigmundur Davíð geta látið rikisstjórnina efna það loforð strax í næstu viku. Það tekur ekki nema einn dag að afgreiða það mál á þingi.Framsókn platar ekki kjósendur tvisvar.Það þýðir ekki að koma núna með ný loforð á meðan ekki er búið að efna gömlu loforðin,sem gefin voru öldruðum og öryrkjum.Kjósendur eru á varðbergi nú.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 10. september 2016
Vill Þorsteinn ekki hækka þá lægst launuðu?
Við 1.umræðu um frv um almannatryggingar flutti Þorsteinn Sæmundsson ræðu um frv en hann var einmitt formaður nefndar þeirrar,sem undirbjó frumvarpið síðasta spölinn.Ræða þessi var mjög furðuleg,þar eð ég gat ekki betur heyrt en að hann væri að leita að rökum fyrir því að ekki þyrfti að hækka lífeyri þeirra aldraðra og öryrkja sem minnst hefðu! Þorsteinn sagði að greina þyrfti vanda þessa hóps og athuga hvort lækka mætti einhverja kostnaðarliði hjá honum.Til dæmis sagði hann,að ef til vill mætti lækka lyjakostnað til dæmis með lækkun virðisaukaskatts.Og fleri kostnaðarliði mætti sjálfsagt finna sem mætti lækka. Athyglisvert. Þorsteinn er greinilega að reyna að komast,að þeirri niðurstöðu að hreinn óþarfi sé að hækka þessa hungurlús sem þeir lægstu meðal aldraðra og öryrkja fá ! Þeir fá 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt,ef þeir búa með öðrum en 207 þúsund á mánuði eftir skatt,ef þeir eru einhleypir.Menn undrast það hvers vegna Þorsteinn og nefnd hans lagði ekki til hækkun á þessu lítilræði. En hér er kannski komin skýringin: Þorsteinn telur,að kannski þurfi ekki að hækka þessa hungurlús. Lækka megi kostnaðarliði þessa fólks.
Skyldi þessi sama hugsun hafa komið upp fyrir 1 ári þegar laun þingmanna og ráðherra voru hækkuð afturvirkt í 9 mánuði,frá 1.mars 2015 ekki frá 1.mai en um leið felldu þessir þingmenn og ráðherrar,að aldraðir og öryrkjar fengju afturvirka hækkun frá.mai (ekki 1.mars eins og þingmenn)
Þorsteinn fékk þá 6-800 þúsund króna hækkun í vasann,9 mánaða hækkun til baka.Eygló og aðrir ráðherrar fengu 1 milljón og rúmlega það í afturvirka hækkun til þess að eiga fyrir jólagjöfum! Ekki er von,að þau Eygló og Þorsteinn skilji það,að 185 þúsund-207 þúsund á mánuði sé ekki nóg til framfærslu !Þau komu sér saman um að hækka ekki lægsta lífeyri um eina einustu krónu í lagafrumvarpinu,sem lagt var fram. Svei þeim.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. september 2016
Frv.eykur ójöfnuð; dýpkar gjána milli ríkra og fátækra!
Ég hef einkum lagt áherslu á tvennt í gagnrýni minni á frumvarp félagsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar: Þeir,sem verst eru staddir fá enga hækkun.Og skerðing lífeyris TR vegna atvinnutekna eykst.
Harpa Njáls félagsfræðingur, sem skrifað hefur bók um fátækt á Íslandi og gagnrýnt hefur almannatryggingar fyrir að standa ekki í stykkinu gagnvart þeim, sem minnst hafa, gengur mun lengra en ég í gagnrýni sinni á frumvarp félagsmálaráðherra. Hún segir: Ef frumvarpið verður að lögum mun það hneppa fleiri í skort og fátækt,auka ójöfnuð og dýpka gjána milli ríkra og fátækra.Harpa vill,að frumvarpið verði unnið betur og skorar á félagsmálaráðherra að draga það til baka.
Harpa Njáls hefur kynnt sér frumvarpið vel og þetta er úrskurður hennar eftir þá athugun.Næg er misskiptingn í þjóðfélaginu fyrir,nóg er fátæktin þó ríkisvaldið auki ekki á ranglætið og ójöfnuðinn með þessu frumvarpi.Það er ljóst,að frumvarpið er ekki hálfónýtt eins og ég sagð: Það er alónýtt og verður að vinnast betur eins og Harpa Njáls leggur til. Það verður að draga það til baka.
Við þurfum meiri jöfnuð,meira réttlæti en ekki meiri ójöfnuð.Leiðin er ekki sú að gera lítið úr vandamálum aldraðra og öryrkja eins og Eygló ráðherra freistaðist til í umræðum á alþingi.Þar sagði hún,að það væru svo fáir lífeyrisþegar,sem væru illa staddir.Ég segi: Þó það væri aðeins einn,sem ætti ekki fyrir mat,þá væri það einum of mikið. En Karl Garðarson segir,að 9000 lífeyrisþegar séu illa staddir.Sú tala samræmist betur mínum upplýsingum.Frumvarpið bætir ekki hag neinna af þeim,sem verst eru staddir hvorki fárra né fleiri.Það verður að hækka lífeyrinn hjá þeim,sem minnst hafa,strax.Það þolir enga bið.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. september 2016
Eygló neikvæð gagnvart öldruðum eins og aðrir ráðamenn!
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra sannaði kenninguna um neikvæðni ráðamanna í garð aldraðra, þegar hún tók til máls á alþingi í gær á eftir Páli Val Björnssyni þingmanni Bjartrar framtíðar.Páll Valur hélt ræðu og vitnaði í pistil minn á Facebook og á gudmundsson.blog.is um kjaramál aldraðra og öryrkja en þar gagnrýni ég það, að ekki er lagt til í frv um almannatryggingar, að lægsti lífeyrir hækki neitt, þ.e hjá þeim,sem eru á strípuðum lífeyri.Þetta eru þeir,sem hafa 185 þúsund á mánuði eftir skatt, sem er alltof lágt.( Miðað við þá,sem búa með öðrum). Sá lífeyrir er óbreyttur í frumvarpinu; hækkar ekkert. Páll Valur las upp pistil minn, þar sem ég gagnrýni þetta harðlega og hann tók undir mína gagnrýni. Páll Valur var mjög harður á að hækka þyrfti lægsta lífeyrinn. En þegar Eygló ráðherra steig í pontu eftir Páli Vali tók hún ekki undir með honum heldur gerði lítið úr vandamálinu og sagði, að það væru ekki nema 23 lífeyrisþegar, sem hefðu ekkert annað en lífeyri frá TR til þess að lifa af! Ekki veit ég hvar hún hefur fundið þessa tölu. Hún er ekki í staðtölum TR og hún styðst ekki við þann raunveruleika, sem við höfum kynnst, við sem unnið höfum að málefnum eldri borgara um langt skeið.
Í tilefni af þessum útúrsnúningi ráðherra vil ég segja þetta: Þó það væri ekki nema 1 eldri borgari eða öryrki, sem ætti ekki fyrir mat í lok mánaðar vegna þess að hungurlúsin sem ráðherra skammtar honum dygði ekki til framfærslu væri það einum of mikið. En samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Tryggingastofnunar voru 9639 lífeyrisþegar með fulla tekjutryggingu árið 2015.Þeir fá fulla tekjutryggingu, sem ekki hafa aðrar tekjur en frá TR eða félagslega aðstoð. Og það sama ár fengu auk þess 3204 lifeyrisþegar óskerta heimilisuppbót til viðbótar tekjutryggingunni.Hún er greidd þeim , sem búa einir en skerðist, ef um einhverjar aðar tekjur er að ræða aðrar en frá TR eða félagslega aðstoð.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)