Færsluflokkur: Bloggar

Ríkið seilist bakdyramegin í lífeyrissjóði eldri borgara!

Því miður virðist mikill misskilningur ríkja um frumvarp félagsmálaráðherra um breytingar á almannatryggingum.Margir virðast telja og þar á meðal ýmsir stjórnarþingmenn (sennilega önnum kafnir),að frumvarpið bæti verulega hag þeirra verst settu meðal aldraðra og öryrkja. En svo er ekki. Frumvarpið bætir ekki hag þeirra sem einungis hafa tekjur (lífeyri) frá almannatryggingum neitt,ekki um eina einustu krónu.Þetta er ótrúlegt og eðlilegt,að margir eigi erfitt með að trúa þessu. En hvað felst þá í frumvarpinu eftir 3 ja ára undirbúning? Jú það eru breytingar á skerðingarákvæðum.Skerðing lífeyris TR vegna atvinnutekna eykst.Með öðrum orðum: Ef eldri borgari vill vinna eftir að hann kemst á eftirlaunaaldur þá skerðist lífeyrir hans hjá TR meira en áður.Ótrúlegt. Skerðing lífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði minnkar hins vegar lítillega.En þó ekki hjá þeim sem hafa lægsta lífeyrinn úr lífeyrissjóði og ekki heldur hjá þeim,sem hafa hæsta lífeyrinn úr lífeyrissjóði.Grunnlífeyrir fellur niður þó nýlega sé búið að endurreisa hann.Það  er einnig ótrúlegt.Sá,sem hefur 50 þúsund kr úr lífeyrissjóði hagnast um 2-3 þúsund á mánuði eftir skatt. Og sá,sem hefur 100 þúsund úr lífeyrissjóði hagnast um 17 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.En sá,sem hefur ekkert úr lífeyrissjóði hagnast ekki neitt.

Ég tel,að afnema eigi skerðingu lífeyris alveg vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Það á ekki að minnka skerðingar;það á að afnema þær. Ríkið á ekkert með að seilast bakdyramegn í lífeyrissjóði eldri borgara. Aldraðir eiga þennan lífeyri og eiga að fá hann óskertan.Því var lofað fyrir síðustu kosningar.

Björgvin Guðmundsson


Aldraða og öryrkja munar mest um efndir á kosningaloforðunum!

Nú styttist í alþingiskosningar,sem verða í næsta mánuði. Stjórnmálamenn i valdastólum eru byrjaðir að lofa kjósendum öllu fögru. En aldraða og öryrkja munar mest um að fá uppfyllt kosningaloforðin frá síðustu kosningum,2013.Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 23% til þess að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans samkvæmt útreikningum Talnakönnunar fyrir Öbi og samkvæmt útreikningum kjaranefndar FEB sem gerðir voru á sínum tíma.Lífeyrir einhleypra er í dag 246 þúsund á mánuði fyrir skatt. 23% hækkun gerir 56.580 kr á mánuði.Ef loforðið er efnt mundi lífeyrir þeirra,sem einungis hafa  tekjur frá almannatryggungum hækka um 56.580 kr fyrir skatt og aðrir hækka hlutfallslega. En samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra hækka þeir lægst launuðu ekkert.Annað stórt loforð frá síðustu kosningum skiptir einnig miklu máli og vigtar mikið.Og það er loforð Bjarna Benedikttssonar um að afnema allar tekjutengingar.Samkvæmt þvi mundu allar skerðingar lífeyris TR falla niður vegna greiðslna úr lífeyrissjóði,vegna atvinnutekna og vegna fjármagnstekna.Ef Bjarni og ríkisstjórnin stendur við að efna þetta kosningaloforð er frumvarp félagsmálaráðherra  óþarft.Kjarabætur félagsmálaráðherra mundu blikna í samanburði við þær kjarabætur,sem fjármálaráðherra lofaði öldruðum og öryrkjum í bréfinu til þeirra 2013.

Síðan er eðlilegt,að ríkisstjórnin leiðrétti einnig lífeyri vegna nýrrar kjaragliðnunar 2013-2015. Hækka þarf lífeyri um 10% til þess að framkvæma það. Síðan þarf að ljúka við að afturkalla kjaraskerðingu frá 2009.Það er af  nógu að taka. Ekki er útlit fyrir,að ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna ætli að efna kosningaloforðin. Þeir geta þvi farið að leita sér að nýrri vinnu. Þeir geta ekki leikið sama leikinn aftur.

 

Björgvin Guðmundsson 


Svik fyrir 10 árum-svik nú!

 

Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt að hætta ætti tekjutengingu  lífeyris eldri borgara og stefna að afnámi allra tekjutenginga bóta eldri borgara.Ekkert hefur verið gert í þessu máli.Sjálfsagt hefur þessi ályktun aðeins verið sýndarmennska.Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson borgarfulltrúi gagnrýnir  nú flokksforustu Sjálfstæðisflokksins harðlega fyrir  að standa ekki við þessa ályktun flokksins.Mbl.tekur undir þá gagnrýni.Tekjutengingar lífeyris  eldri borgara valda þeim miklu tjóni og tímabært er að afnema þær að mestu eða öllu leyti.Til dæmis ætti strax að afnema skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og draga ætti stórlega úr skerðingum vegna fjármagns tekna.Fyrst og fremst ætti þó að auka stórlega möguleika eldri borgara á að vinna sér inn nokkrar aukatekjur án þess að lífeyrir þeirra hjá Tryggingastofnun væri skertur.Í Svíþjóð eru engar tekjutengingar við lífeyri eldri borgara frá Trygggingastofnun.Stjórnvöld guma mikið af góðu ástandi hér og hvað Íslendingar séu ríkir.Við ættum því að geta afnumið tekjutengingar eins og Svíar.

framangreint er úr blaðagrein,sem ég skrifaði í Mbl,ekki núna,þó efnið passi vel við daginn í dag,heldur úr grein,sem eg ritaði fyrir 10 árum.En það er athyglisvert hvað hlutirnir eru líkir.Sjálfstæðisflokkurinn var að lofa afnámi tekjutengingar fyrir 10 árum og hann er að lofa því nú.Og borgarfulltrúi flokksins og Morgunblaðið gagnrýndu Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir að standa ekki við fyrirheit um afnám tekjutengingar.Sagan endurtekur sig.

Björgvin Guðmundsson


Hækka á lífeyri og afnema tekjutengingar strax!

Hvað er brýnast að gera í kjaramálum aldraðra og öryrkja? Það sem er áríðandi að gera strax er eftirfarandi:

Hækka þarf lífeyri um 30% á mánuði strax.Það er lágmark svo unnt sé að lifa af honum.Afnema þarf tekjutengingar eins og lofað var að gert yrði fyrir kosningarnar 2013.Það á að standa við það.

Lífeyrir einhleypinga er í dag 207 þúsund á mánuði eftir skatt og 246 þúsund fyrir skatt.Hækkun um 30% þýðir 320 þúsund á mánuði fyrir skatt eða nokkurn veginn samhljóða neyslukönnun Hagstofunnar,sem segir,að einhleypingar noti til jafnaðar 321 þúsund á mánuði. Þetta er algert lágmark miðað við það,að greiða þarf skatt af þessari upphæð.Það fara 20% af þessu í skatt.

Afnám tekjutenginga er einnig mikið hagsmunamál aldraðra og öryrkja. Það mundi þýða það,að Tryggngastofnun hætti að skerða lífeyri vegna greiðslna úr lífeyrissjóði en það á ekki að eiga sér stað þar eða eldri borgarar og öryrkjar sem greitt hafa í lífeyrissjóð eiga lífeyrinn,sem þar er.Skerðing af þessum ástæðum er eins og eignaupptaka.Ef stjórnvöld meina eitthvað með því að greiða fyrir því að eldri borgarar geti unnið eftir að þeir komast á eftirlaun á einnig að hætta skerðingum vegna atvinnutekna. Það kostar ríkið ekki neitt þar eð það fær skatta af atvinnutekjunum.

Fjármálaráðherra lofaði því í bréfi til eldri borgara fyrir síðustu kosningar að afnema tekjutengingar.Hann á að standa við það.Hann hefur fengið einhver atkvæði út á þetta loforð.Kannski hefur það komið honum til valda. Ef hann getur ekki staðið við það á hann að segja af sér þó seint sé.

Björgvin Guðmundsson


Kári segir ekki að marka orð hjá Bjarna.Lífeyrir lægri en í kreppunni!

Ummæli Kára Stefánssonar um,að ekki sé að marka orð hjá Bjarna Benediktssyni,hafa vakið mikla athygli.Hann segir,að Bjarni þurfi að fá sér aðra vinnu.Það er í samræmi við það sem ég hef sagt: Þeir sem svíkja kosningaloforð sín frá kosningunum 2013 geta ekki sótt um vinnu hjá okkur kjósendum á ný.

Eldri borgarar vilja, að lífeyrir hækki a.m.k. eins mikið og lágmarkslaun.Samkvæmt lögum á lífeyrir að taka mið af launaþróun eða hækkun vísitölu neysluverðs. Eftir þessu hefur ekki verið farið.Á árunum 2015 og 2916 hækkuðu lágmarkslaun um 20,7%.En lifeyrir hækkai aðeins um 12,7% á þessum sömu árum eða 8 prósentustigum minna!

  Athugun á staðtölum Tryggingastofnunar ríkisins leiðir í ljós, að í samanburði við lágmarkslaun hefur lífeyrir aldraðra hækkað minna í tíð núverandi stjórnar en í tíð fyrri stjórnar þegar kreppa ríkti i kjölfar bankahruns.Árið 2009 í upphafi kreppunnar hækkaði lífeyrir um 115% af lágmarkslaunum en árið 2015 hækkaði lífeyrir aðeins um 94,5% af lágmarkslaunum.Það er með öðrum orðum skjalfest í gögnum Tryggingastofnunar,að núverandi ríkisstjórn hefur verið að hlunnfara aldraða (og öryrkja); hefur ekki hækkað lífeyrinn nándar nærri eins mikið og lágmarkslaun hafa hækkað.Með þessu athæfi sínu hefur ríkisstjórnin brotið lög.

 Ríkisstjórninni nægir ekki að brjóta kosningaloforðin gagnvart öldruðum og öryrkjum heldur níðist ríkisstjórnin einnig núna  á lífeyrisfólki.

Björgvin Guðmundsson


Kári snýr baki við Bjarna.Ekki að marka eitt einasta orð!

Kári Stefánsson skrifar grein í Morgunblaðið í gær undir fyrirsögninni:Ekki að marka eitt einasta orð. Þar er Kári Stefánsson að skrifa um Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Kári var kominn á þá skoðun að Bjarni vildi efla velferðarkerfið.En þegar Bjarni lagði fram og samþykkti á alþingi 5 ára áætlun ríkisfjármála,sem ekki gerði ráð fyrir neinni aukningu til velferðarmála (þar á meðal málefna aldraðra og öryrkja)komst Kári að þeirri niðurstöðu,að það væri ekki að marka eitt einasta orð hjá honum.Hann væri fæddur með silfurskeið í munni og það væri  gegn eðli hans að styðja aukin framlög til velferðarmála þó hann í orði hefði sagt,að hann vildi það.Niðurstaða Kára er sú,að koma verði Kára frá í stjórnmálunum.

Þessi afstaða Kára kemur heim og saman við þá skoðun sem ég hef sett fram í blaðagreinum.Ég hef sagt,að í næstu kosningum ættum við að kjósa kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum,við ættum ekki að kjósa þá sem svikið hafa kosningaloforðin við aldraða og öryrkja; þar er Bjarni Ben  fremstur í flokki.Hann hefur svikið öll stærstu loforðin við aldraða og 0ryrkja,bæði sem flokksformaður og persónulega (sbr bréf hans til eldri borgara)Ég tek þvi undir orð Kára. Það er ekki að marka eitt einasta orð hjá Bjarna.

Og sama er að segja um Sigmund Davíð. Hann hefur einnig sem formaður Framsóknar svikið kosningaloforðin við aldraða og öryrkja. Við getum því hvorki kosið Bjarna né Sigmund Davíð og ekki heldur flokka þeirra. Þeir hafa báðir svikið aldraða og öryrkja.Það er ekki að marka eitt einasta orð þeirra.

Björgvin Guðmundsson


Afnema á "eignaupptöku" lífeyris strax!

Það á ekki að semja við ríkisvaldið um að skila til baka hluta af þeim lífeyri,sem það tekur " ófrjálsri hendi" af eldri borgurum. Það á að hætta "eignaupptökunni" alveg.Ég orða þetta svo,þar eð áhrifin eru nákvæmlega eins og ef ríkisvaldið hefði farið beint inn í lífeyrissjóðina og tekið þar hluta af lífeyri eldri borgara.Það á þess vegna að afnema þessa skerðingu alveg.Það var aldrei meiningin,þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir að þeir mundu valda einhverri skerðingu á lífeyri eldri borgara hjá TR.Um þetta vitna margir verkalýðsleiðtogar nú síðast Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins í sjónvarpsviðtali.

Í nýju frumvarpi félagsmálaráðherra um almannatryggingar er gert ráð fyrir,að skerðing lífeyris vegna lífeyrissjóða haldi áfram en dregið verði úr henni. Það gengur ekki.Það á að afnema skerðinguna alveg.Ráðherrar hælast um af góðri afkomu ríkissjóðs.Það á því að vera auðvelt að afnema skerðinguna nú.

Aldraðir og 0ryrkjar,sem einungis hafa tekjur frá TR fá enga kjarabót í frumvarpi ráðherra,ekki eina krónu.Þó er vitað,að þeir geta ekki lifað á þeirri hungurlús,sem ríkisstjórnin skammtar þeim.Það verður að breyta því og setja inn myndarlega hækkun á lægsta lífeyri. Annars er ekki unnt að leggja frumvarpið fram.Auk þess gerir frv. ráð fyrir,að skerðing lífeyris vegna atvinnutekna aukist svo ótrúlegt sem það er. Og frv gerir ráð fyrir að fella niður grunnlífeyri og afnema öll frítekjumörk. Það kippir m.ö.o. til baka því litla,sem núverandi ríkisstjórn gerði á þessu sviði sumarið 2013.Ef frv verður ekki stórbreytt má það liggja áfram ofan í skúffu hjá ráðherra.

Björgvin Guðmundsson


Engin tillaga á alþingi um kjarabætur til aldraðra.Svik stjórnarflokkanna blasa við

Alþingi hefur nú verið " að störfum" í 10 daga.Marga daga hefur það verið alveg verklaust eins og ekkert liggi fyrir.Þó hefur engin tillaga um kjarabætur til handa öldruðum og 0ryrkjum enn verið flutt.Ráðherrarnir hafa ekki enn flutt tillögu um að efna kosningaloforðin,sem gefin voru öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013.Það er nú alveg orðið ljóst,að þeir ætla ekki að efna  þessi kosningaloforð.Þeir ætla að svíkja þau og þar á meðal stærsta kosningaloforðið um að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans (2009-2013)Til þess að efna það loforð þarf að hækka lífeyri um 23%.Aldraða og öryrkja munar um þá hækkun og þeir geta ekki lánað ríkinu þetta lengur.Þeir þurfa að fá sína hækkun strax.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lofaði eldri borgurum því í sérstöku bréfi til þeirra fyrir kosningar 2013 að afnema allar tekjutengingar lífeyris aldraðra.Í umræðum á alþingi í vikunni lét hann eins og hann væri búinn að efna þetta loforð."Minni" hans hefur áður brugðist honum í óþægilegum málum.Ég rifjaði upp í gær,að Bjarni eða ríkisstjórnin hefur aðeins efnt ca 5% af loforðinu sem hann gaf í bréfinu til eldri borgara. Ríkisstjórnin tók upp á ný grunnlífeyri til þeirra,sem hafa  yfir 500 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði og afnam  skerðingu  lífeyris vegna grunnlífeyris hjá þeim,sem hafa yfir 215 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði.Ríkisstjórnin hefur ekki afnumið skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna eða fjármagnstekna þrátt fyrir loforð Bjarna og stór hópur eldri borgara með greiðslur úr lífeyrissjóði undir 215 þúsund á mánuði hefur sætt og sætir skerðingum lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Ríkisstjórnin hefur ekki afnumið þær skerðingar þrátt fyrr loforð Bjarna.

En það er alveg ljóst,að ekki stendur til að efna þetta loforð um afnám tekjutenginga ( skerðinga) þrátt fyrir loforð Bjarna. Þvert á móti hefur félagsmálaráðherra boðað,að grunnlífeyrir verði felldur niður á ný skv frumvarpi um almannatryggingar!

Björgvin Guðmundsson


Fjármálaráðherra beitir blekkingum!

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður að því á alþingi í vikunni hvort hann teldi,að hann hefði staðið við loforð sitt til aldraðra um að afnema tekjutengingar lífeyris aldraðra.Bjarni svaraði: Já ég held,að við höfum staðið afskaplega vel við það loforð.Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að afnema  tekjutengingu grunnlífeyris. Hér beitir ráðherrann grófum blekkingum. Hann þykist ekki vita hverju hann lofaði með loforði sínu:

1.Hann lofaði að afnema alla skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR vegna allra greiðslna úr lífeyrissjóðum,ekki aðeins vegna grunnlífeyris.Lífeyrissjóðsgreiðslur valda einnig skerðingum tekjutryggingar og heimilisuppbótar.

2.Hann lofaði að afnema alla skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR vegna atvinnutekna.

3. Hann lofaði að afnema skerðingu lífeyris vegna fjármagnstekna. 

Það átti samkvæmt loforðinu að afnema þessar skerðingar alveg.

Bjarni hefur hvorki afnumið skerðingar vegna atvinnutekna né fjármagnstekna. Og hann hefur aðeins afnumið 5-10% skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Ríkisstjórn Jóhönnu ákvað að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunnlífeyri.Við það hlutu þeir sem höfðu mjög háan lífeyrissjóð skerðingu og misstu grunnlífeyri. Breyting núverandi stjórnar þýddi,að þessir hátekjumenn fengu grunnlífeyri sinn á ný.En Bjarni lofaði miklu meira. Hann lofaði að afnema alla skerðingu lífeyris TR vegna allra greiðslna úr lífeyrissjóði,þ.e, líka hjá þeim,sem hafa mjög lítinn lífeyrissjóð.Bjarni beitir hér grófum blekkingum og reynir að telja fólki trú um að hann sé að uppfylla loforð sitt,þegar hann er í raun að efna aðeins örlítinn hluta þess,sennilega aðeins 5% og varla það.En að lokum má svo bæta við,að samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra á að afturkalla leiðréttingu grunnlífeyris og fella hann niður á ný hjá þeim tekjuhærri.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Kosningaloforðin: Lífeyrir hækki strax og skerðingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði hætt alveg

Um það leyti sem ráðherrarnir Bjarni Benediktssson og Eygló Harðardóttir ákváðu það í fyrra,að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá neina hækkun lífeyris í 8 mánuði sagði Sigmundur Davíð,þá forsætisráðherra að hækkun aldraðra og öryrkja yrði sú mesta í sögunni. Það reyndust 12 þúsund krónur eftir skatt!Sennilega hefur Sigmundur Davíð meint,að launahækkun ráðherrann yrði sú mesta í sögunni en þeir Bjarni og Eygló fengu 900 þúsund króna kauphækkun (9 mánuði til baka)! En sjálfur fékk hann enn meira. Samt neituðu allir ráðherrarnr öldruðum og 0ryrkjum um afturvirka kauphækkun eins og þeir fengu sjálfir.

Nú er Bjarni Benediktsson farinn að nota sama orðalag og Sigmundur Davið og segir,að hækkun sú á "bótum" TR sem ríkisstjórnin hafi veitt sé sú mesta í sögunni.Bjarni er sennilega að tala um þessa 12 þúsund króna hækkun!Aðra hækkun hafa aldraðir og öryrkjar ekki fengið.

 Eygló Harðardóttir kvaðst ekki geta samþykkt fjármálaáætlun ríkisstjórnarnnar ,þar eð framlög til lífeyrisþega væru of lág.Hún kom auga á það þó seint væri.Sigmundur Davíð hefur einnig vitkast þó seint væri. Hann sagði á INN sjóvarpi,að það þyrfti að bæta kjör aldraðra og öryrkja.

Með hliðsjón af þessum yfirlýsingum ættu þessir aðilar að geta sameinast um það með Bjarna að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá 2013 og hækka lífeyri strax um 23 % til þess leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans.Síðan þarf einnig að afnema skerðingar lífeyris TR vegna lífeyrissjóðs og vegna tekna af atvinnu og fjármagni samkvæmt loforði Bjarna um afnám tekjutenginga.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband