Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvers vegna skrif um kjör aldraðra?

 

 Hvers vegna fór ég að skrifa um málefni  eldri borgara? Jú,ástæðan er sú, að mér þóttu kjör þeirra,sem treysta þurftu á tekjur almannatrygginga of kröpp.Ég vildi berjast fyrir bættum kjörum þessa hóps aldraðra; leggja mitt lóð á vogarskálarnar,ef það gæti orðið til þess að þoka málum í rétta átt.Mér hefur runnið til rifja hvað illa er búið að þeim eldri borgurum,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.Ég sá fljótt,að engin leið var að lifa mannsæmandi lífi af því, sem stjórnvöld skömmtuðu þessum hóp eldri borgara.Og það var eins og að tala við steinvegg að tala við stjórnvöld  um að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Það er alveg sama hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd.Stjórnvöld virðast alltaf neikvæð gagnvart eldri borgurum.Það er mjög undarlegt,þar eð eldri borgarar hafa byggt upp þetta þjóðfélag okkar í dag og eiga stærsta þáttinn í þeim lífskjörum,sem við nú búum við.En það er eins og ráðamenn telji þjóðfelagið ekki hafa efni á því að búa öldruðum sómasamleg lífskjör.Ráðamenn virðast telja nauðsynlegt að halda öldruðum og öryrkjum við fátæktarmörk og telja, að þjóðfélagið fari á hvolf, ef þessir hópar fái þann lífeyri frá almannatryggingum,sem dugar fyrir sómasanlegri framfærslu.

  Björgvin Guðmundsson

( Bætum lífi við árin,greinasafn  2016)

  


Sjóðfélagar að vakna.Afnema á tekjutengingu strax og greiða allt til baka!

Margt bendir nú til þess að sjóðfélagar lífeyrissjóðanna séu að vakna. Þeir eru að átta sig á því,að þeir hafa verið blekktir,sviknir.Árið 1969 i kjarasamningum Así og VSÍ var ákveðið að stofna lífeyrissjóði og samkvæmt upplýsingum ASÍ var gert ráð fyrir því, að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar.Annað var aldrei inni í myndinni.Það eru því hrein svik við  sjóðfélaga,eldri borgara að skerða lífeyri sjóðfélaga hjá almannatryggingum á þeim forsendum einum að þeir fái greiðslur úr lífeyrissjóði.Talsmenn Tryggingastofnunar segja,að það kosti mikla fjámuni að afnema skerðingarnar,tekjutengingarnar.Sumir gefa til kynna,að það sé óábyrgt að afnena allar skerðingar.Það stenst ekki. Núverandi forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra,Bjarni Benediktsson,sagði í bréfi til eldri borgara fyrir kosningarnar 2013,að hann ætlaði að afnema allar tekjutengingar,ef hann fengi umboð til þess. Hann fékk umboðið en sveik loforðið.Tæplega er það óábyrgt,það sem æðstu ráðamenn vilja gera.

En það er ekki nóg að afnena tekjutengingar,skerðingar strax. Það þarf að greiða allt  til baka sem rikið,Tryggingastofnun, hefur tekið af sjóðfélögum,eldri borgurum.Ríkið þarf að greiða eldri borgurum hverja krónu til baka.Það er komið að skuldadögum hjá ríkinu.Nú eru nógir peningar til.Ríkið verður að borga.

Björgvin Guðmundsson

 


Alþingi getur bætt kjör aldraðra og öryrkja eftir rúman mánuð!

 

Alþingi  kemur saman eftir rúman mánuð, eða 12.september.Þá gefst þingmönnum tækifæri til þess að lagfæra kjör aldraðra og öryrkja,til þess að hækka lífeyrinn myndarlega.Ég veit,að venja stjórnarþingmanna er að bíða eftir ráðherrunum og foringjunum en það er ekkert lögmál,að þannig þurfi þetta að vera.Óbreyttir þingmenn stjórnarflokkanna geta tekið þátt í þverpólitísku framtaki allra þingmanna, ef þeim sýnist svo.Og það er einmitt það, sem ég fer fram á.Ég fer fram á, að  þingmenn taki höndum saman, þingmenn allra flokka bindist samtökum um að lagfæra kjör aldraðra og öryrkja þannig að þau verði mannsæmandi.Nauðsyn brýtur lög. Og auk þess eru í dag umbrotatímar.Margir vilja fara nýjar leiðir.Þess vegna er kjörið tækifæri fyrir þingmenn, þegar þeir koma úr sumarleyfi að hrista af sér hlekkina, hugsa sjálfstætt og ákveða að bæta kjör aldraðra og öryrkja þó það kosti að  fara nýjar leiðir.

Málið er tiltölulega einfalt: Aldraðir og öryrkjar í sambúð hafa í dag frá almannatryggingum 197 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Einhleypir hafa 230 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Hvort tveggja er of lágt til þess að framfleyta sér sómasamlega.Alþingi getur ekki verið þekkt fyrir það degi lengur en til 12.september að skammta öldruðum og öryrkjum svo naumt.Ef þverpólitísk samstaða næst og vilji er fyrir hendi til lagfæringar tekur aðeins einn dag að afgreiða málið.Ef málinu er vísað í hefðbundin farleg mundi það vera 1-3 mánuði að veltast i kerfinu og á alþingi.

 Einhver þingmaður eða þingmenn þurfa að taka forustu  í þessu máli. Í rauninni skiptir engu máli hvaða þingmaður eða þingmenn taka forustuna.Allir flokkar, sem setið hafa í ríkisstjórn, hafa brugðist eldri borgurum og öryrkjum.En nú geta allir flokkar bætt fyrir fyrri syndir í því efni með því að taka þátt i þverpólitísku átaki í því skyni að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Ég ætla ekki  að koma með tillögu um það hvað eðlilegt sé að hækka lífeyri mikið nú. En  sérhver þingmaður getur litð í eigin barm og rifjað upp hvað hann hefur sjálfur í laun og hvað teljast megi lágmarksframfærsla til þess að lifa mannasæmandi lífi; og m.a.o: Þannig að aldraðir og öryrkjar þurfi ekki alltaf að kviða morgundeginum. Hér gefst alþingismönnum tækifæri til þess að framkvæma réttlætismál og bæta ímynd alþingis um leið.

 Það dugar ekki að visa í, að lífeyrir eigi að hækka um næstu áramót. Það er of langt í það og auk þess  er ráðgerð hækkun of lítil.Tímabært er,að kjaramál aldraðra og öryrkja séu afgreidd á sama hátt og kjaramál annarra stétta, þ.e. strax og jafnvel afturvirkt.Þannig hafa kjaramál embættismanna og stjórnmálamanna verið afgreidd og raunar margra annarra stétta..

Björgvin Guðmundsson


Björt framtíð og Viðreisn sviku sig inn á þjóðina!

Fyrir alþingiskosningarnar sagði Björt framtíð:"Við leggum áherslu á,að elli-og örorkulífeyrir dugi til framfærslu.Það er með öllu óásættanlegt,að það öryggisnet,sem almannatryggingakerfið á að tryggja skuli ekki grípa þá,sem verst standa hvort, sem það eru ellilífeyrisþegar eða öryrkjar og úr því þarf að bæta STRAX".-Út á þessa stefnu fékk Björt framtíð  talsvert af atkvæðum.En flokkurinn notaði ekki þessi atkvæði til þess að knýja fram þessa stefnu.Nei.Flokkurinn notaði þau aðeins til þess að fá ráðherrastóla án skilyrða.Flokkurinn setti engin skilyrði fyrir aðild að ríkisstjórn.Flokkurinn sveik þá stefnu,sem lýst var hér að framan.Flokkurinn sveik sig inn á þjóðina.Hann hefur ekkert gert til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Hann lofaði að bæta kjör þeirra STRAX en sveik það.Stigin voru skref til baka en ekki áfram. Sama er að segja um Viðreisn.Hún sveik sig einnig inn á þjóðina; lofaði að bæta kjör lífeyrisþega en sveik það.Viðreisn sveik einnig loforðið um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB.

Björgvin Guðmundsson

 

 


Staða aldraðra og öryrkja hefur að sumu leyti versnað frá áramótum!

  

Það er kaldhæðnislegt, að breytingar þær,sem færu áttu öldruðum og öryrkjum kjarabætur um síðustu áramót hafa að sumu leyti skert kjör þeirra.Hjá sumum er staðan mun verri en áður!

 Staða öryrkja er að þessu leyti verri en  staða aldraðra.Krónu móti krónu skerðingin var afnumin hjá öldruðum en látin haldast hjá öryrkjum. Það þýðir, að ef öryrkjar hafa einhverjar smátekjur,t.d. 20-30 þúsund kr á mánuði, er tryggingalífeyrir viðkomandi öryrkja umsvifalaust skertur um jafnháa upphæð.Það er siðlaust.

 Frá áramótum var farið að telja allar greiðslur aldraðra og öryrkja frá Tryggingastofnun sem tekjur við útreikning á opinberum húsnæðisstuðningi til aldraðra og öryrkja. Það var ekki gert áður.Við þetta minnkaði  húsnæðisstuðningur til sumra verulega.Hækkun lífeyris um áramót var svo lítil,að minni húsnæðisstuðningur sléttaði í sumum tilvikum hækkunina út. –Fram að áramótum var frítekjumark vegna atvinnutekna 109 þúsund krónur á mánuði en um áramót lækkaði það í 25 þúsund krónur á mánuði.Þessi breyting hefur verið túlkuð svo af mörgum eldri borgurum, að það sé búið að banna þeim að vinna.-M.ö.o. :Staða aldraðra og öryrkja hefur að sumu leyti versnað en ekki batnað.Var hún þó ekki góð fyrir.

Björgvin Guðmundsson

 


Ráðherrar Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins í hár saman!

Þeir Benedikt fjármálaráðherra og Bjarni forsætisráðherra eru komnir í hár saman opinberlega vegna krónunnar.Fjármálaráðherra skrifaði grein í Fréttablaðið í gær og sagði,að hann teldi,að krónan dygði ekki lengur.Það þyrfti að taka upp annan gjaldmiðil eða tengja krónuna við annan gjaldmiðil,t.d. evru í myntráði.Benedikt færði mörg rök fram fyrir nauðsyn þess að skipta um gjaldmiðil,m.a. að vextir væru alltof háir hér vegna krónunnar.Krónan sveiflaðist til og frá eins og best hefði sést undanfarið. Krónan skaðaði sjávarútveginn og ferðaiðnaðinn nú.Hún dygði ekki.Bjarni forsætisráðherra svaraði í sjónvarpsviðtali og sagði,að ríkisstjórnin væri ekki að fara að taka upp annan gjaldmiðil.Hann nánast sagði,að þetta væri bull í fjármálaráðherra.

Það mundi áreiðanlega ekki geta gerst í neinu öðru landi,að fjármálaráðherrann lýsti eigin gjaldmiðil ónýtan og forsætisráðherra setti ofan í við hann.Grein eins og sú,sem fjármálaráðherra skrifaði í gær, verður til þess að menn hætta að taka mark á honum.

Björgvin Guðmundsson


Vill,að Bretar gangi í EFTA.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill,að Bretar gangi í EFTA,Fríverslunarsamtök Evrópu,þegar þeir fara úr Evrópusambandinu.EFTA eru fríverslunarsamtök,sem fella niður tolla á iðnaðarvörum og öllum helstu sjávarafurðum í viðskiptum milli aðildarlandanna en þau samræma ekki ytri tolla eins og ESB gerir.Auk þess er EFTA aðeins viðskiptabandalag en ekki einnig efnahagsbandalag eins og ESB. En ég tel þetta samt góða tillögu hjá utanríkisráðherra.Þetta er gott frumkvæði hjá ráðherra. En ég er ekki mjög bjartsýnn á,að Bretar samþykki  tillöguna.Þeim þykir þetta sjálfsagt skref til baka.Ég reikna ekki með, að það verði mikið vandamál fyrir Breta að fá einhvers konar fríverslunarsamning við ESB.Vandamálið verður að fá aðild að innri markaði ESB  en á því er mikil nauðsyn fyrir Breta vegna hins mikla fjármálamarkaðar,sem er í London og vegna allra stórfyrirtækjanna,sem þar eru staðsett.Ef þeir fá ekki aðild að innri markaði ESB má telja víst,að mörg stórfyrirtækja Breta muni flytja höfuðstöðvar sínar til ESB.Það yrði mikið áfall fyrir Breta og staðfesting á því,að þeir geti ekki staðið utan ESB.En það yrði mikil lyftistöng fyrir EFTA að fá Bretland í samtökin.

Björgvin Guðmundsson

 


Öryrkjabandalagið beitt hefndaraðgerðum!

Einn aðaltilgangur nýrra laga um almannatryggingar var að afnema svonefnda krónu á móti krónu skerðingu í almannatryggingum.Þetta var gert gagnvart öldruðum en ekki gagnvart öryrkjum.Hvers vegna ekki? Skýringin er þessi.Fyrrverandi ríkisstjórn (einkum Eygló og Bjarni) lögðu mikla áherslu á það,að Öryrkjabandalagið samþykkti, að tekið yrði upp svokallað starfsgetumat í stað læknisfræðilegs örorkumats.Öryrkjabandalagið var ekki tilbúið að samþykkja þetta starfsgetumat; taldi,að það þyrfti mikið lengri tíma og undirbúning til þess að  samþykkja slíka byltingu í örorkumati.Þáverandi félagsmálaráðherra,Eygló Harðardóttir,tók þessari andstöðu Öbi mjög illa.Er skemmst frá því að segja að vegna andstöðu Öbi við starfsgetumatið var bandalagið og öryrkjar allir beittir hefndaraðgerðum: Krónu móti krónu skerðingin var látin haldast gagnvart öryrkjum enda þótt hún væri afnumin gagnvart öldruðum!Þetta var fáheyrt og óheimil mismunun,hreint brot á stjórnarskránni.En við þetta stóð og stendur enn. Á heimasíðu Öbi má sjá nokkur dæmi þess hvernig krónu móti krónu skerðingin skerðir kjör öryrkja. Sýnt er hvernig tekjur af lífeyrissjóði,atvinnu og greiðslur dánarbóta skerða lífeyri hlutaðeigandi öryrkja um nákvæmlega sömu fjárhæðir og nemur greiðslum úr lífeyrissjóði,vegna atvinnu og dánarbóta. Þessar hefndaraðgerðir eru eins og við séum í gömlu Sovetríkjunum en ekki á Íslandi!

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrissjóðirnir eiga að vera hrein viðbót við almannatryggingar!

 

 

 

Er í lagi að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum vegna þess að viðkomandi eldri borgari fær lífeyri úr lífeyrissjóði? Nei, það er ekki í lagi.Það er sambærilegt og  ef stjórnvöld færu beint inn í lífeyrissjóðina og tækju hluta þeirra traustataki.Sjóðfélagar,eldri borgarar, eiga lífeyrinn i lífeyrissjóðunum.Ekki má skerða hann, hvorki beint né óbeint.Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingar.Það var grundvöllur stofnunar lífeyrissjóðanna, að svo yrði.Það var óskráð samkomulag um það.Stjórnvöld hafa rofið þetta samkomulag.Það er því engan veginn öruggt,að launafólk haldi áfram að greiða í lífeyrissjóð,15,5%. Það er há uphæð.Ef launafólk á að halda áfram að greiða i lífeyrissjóði, verður að hætta skerðingum.Það verður að hætta þeim strax. 

Aldraðir eiga inni tugi milljarða hjá ríkinu 

Búið er að stefna ríkinu vegna þess, að í janúar og febrúar á þessu ári skerti Tryggingastofnun  í  heimildarleysi  lífeyri eldri borgara    hjá almannatryggingum, ef þeir höfðu lífeyri úr lífeyrissjóði.Þarna tók ríkisvaldið 5 milljarða af öldruðum ófrjálsrrei hendi. Ég tel, að  þetta  sé gjörunnið mál.Síðan þarf einnig að stefna ríkinu vegna    skerðinga tryggingalífeyris á  undanförnum áratugum.Þar er ekki um að ræða eins gjörunnið mál, þar eð lítið finnst af skriflegum gögnum um það  hvaða áhrif lífeyrissjóðirnir ættu að hafa á réttindi aldraðra þar.Það er um tugi milljarða að ræða.Það eru gífurlega háar fjárhæðir,sem eldri borgarar telja sig eiga inni hjá ríkinu. 

Fyrri ríkisstjórn vildi,að aldraðir hefðu 185 þús á mánuði! 

Þegar nýtt frumvarp um  almannatryggingar var lagt fram 2016 var ekki gert ráð fyrr neinni hækkun lifeyris til þeirra,sem voru á „strípuðum“ lífeyri.Þeir áttu áfram að hafa 185 þúsund kr. á mánuði eftir skatt,ef þeir voru i hjónabandi eða sambúð og 207 þúsund á mánuði eftir skatt,ef þeir voru einhleypir.Allar „kjarabæturnar“ ,sem fyrri ríkisstjórn bauð upp á voru í formi minni skerðinga  tryggingalífeyris vegna greiðslna  úr lífeyrissjóði.En það voru ekki kjarabætur.Ef þú tekur fjármuni af eldri borgara og skilar síðan hluta þess til baka ertu ekki að veita honum kjarabætur.Það er líkara þvi, að verið sé að skila hluta af þýfi!1000 manna baráttufundur Félags eldri borgara í Reykjavik í Háskólabíó knúði fyrri ríkisstjórn til þess að breyta frumvarpinu og setja inn örlitlar kjarabætur til lægst launuðu lífeyrisþega. 

Skerðing verði stöðvuð strax! 

Krafa mín er þessi: Skerðing á lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum verði strax stöðvuð og leiðréttingar veittar aftur í tímann.Ríkisvaldið er orðið vant því að veita afturvirkar launauppbætur.Það getur því eins veitt öldruðum þær.Mér er ljóst, að þessi leiðrétting kostar talsverða fjármuni.En það er ekki fyrirstaða. Það eru nógir peningar til í þjóðfélaginu.Og ríkið hefur sparað sér gífurlega fjármuni með því að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum áratugum saman.

 

Björgvin Guðmundsson

BirtíMbl.13.júlí 2017

www.gudmundsson.net

 

 

        

 


Algert tillitsleysi yfirvalda við aldraða!

 

                           Undanfarið hefur framkoma yfirvalda við eldri borgara verið  yfirgengileg.Það er ekki aðeins, að níðst hafi verið á kjörum aldraðra heldur hefur eldri borgurum á  höfuðborgarsvæðinu verið sýnt algert virðingarleysi og tillitsleysi. Nokkrir þeirra,sem hafa verið sjúklingar á Landspítalanum, hafa verið sendir á hjúkrunarheimili úti á landi, fjarri ástvinum sínum,einkum á Akranesi. Þetta er óviðunandi framkoma, þar eð í vissum tilvikum getur verið erfitt fyrir maka,sem yfirleitt eru á svipuðum aldri, að ferðast um göngin upp á Akranes. Sumir makarnir eru hættir að keyra. Það hefur ekki gerst áður, að eldri borgarar,sem  hafa verið að bíða eftir hjúkrunarrými, hafi verið sendir nauðugir,viljugir út á land.Ástandið í þessum efnum virðist verra en nokkru sinni fyrr,nú í uppsveiflunni. Þetta ástand leiðir athyglina að því hversu brýnt er orðið að skipa umboðsmann aldraðra.Slíkur umboðsmaður ætti að gæta hagsmuna aldraðra  ,í kjaramálum, í mannréttindamálum og í öðrum hagsmunamálum aldraðra.Umboðsmaður ætti að koma í veg fyrir, að aldraðir væru sendir „ nauðungarflutningum“ út á land.Í dag eru aldraðir varnarlausir.Stjórnendur Landspítalans og önnur yfirvöld beita eldri borgara þrýstingi og erfitt reynist að standast hann. Það er vissulega nóg að gera fyrir umboðsmann aldraðra.

Björgvin Guðmundsson

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband