Grandi dregur saman seglin á Akranesi

HB Grandi ætlar að leggja af landvinnslu botnfisks í núverandi mynd á Akranesi og hefja þar þess í stað sérvinnslu á léttsöltuðum, lausfrystum þorsk- og ufsaflökum í byrjun júní. Öllum starfsmönnum HB Granda í landvinnslunni á Akranesi verður sagt upp störfum 1. febrúar og síðan verða endurráðnir 20 starfsmenn í flakavinnslu og til vinnslu loðnuhrogna. Nú starfa þar 59 starfsmenn.

Haraldur Böðvarsson og Co var gífurlega öflugt útgerðar-- og fiskvinnslufyrirtæki á Akranesi og til fyrirmyndar í alla staði. Grandi gleypti fyrirtækið  með loforðum um mikinn rekstur áfram á Akranesi en það hefur  nú verið svikið.Það verða aðeins 20 starfsmenn áfram hjá fyrirtækinu á Akranesi. Það   er allt sem eftir er af Haraldi Böðvarssyi og Co eftir að Grandi er búinn að fara höndum um  það og  gleypt það. Það er alls staðar sama sagan:  Stóru fyrirtækin  efna til samstarfs og sameiningar við  minni fyrirtæki með fallegum orðum um að rekstur í heimabyggð verði óbreyttur en síðan er það allt svikið. Tilgangurinn er sá einn að ná kvótanum.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Grandi hættir landvinnslu botnfisks í núverandi mynd á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átök innan Framsóknar halda áfram

Þeir,sem horfðu á Silfur Egils í gær og hlýddu á Guðjón Ólaf Jónsson, fyrrverandi þingmann Framsóknar, urðu vitni að því að heiftarleg átök innan Framsóknarflokksins halda áfram. Guðjón Ólafur gerði í Silfri Egils  ofsafengna árás á Björn Inga borgarfulltrúa. Minna þessi átök einna helst á hin heiftarlegu átök Halldórs Ásgrímssonar og Guðna Ágústssonar,sem lýst er vel í bók Guðna,Af lífi og sál.Uppgjöri innan Framsóknarflokksins virðist hvergi nærri lokið.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Með mörg hnífasett í bakinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband