Grandi dregur saman seglin á Akranesi

HB Grandi ætlar að leggja af landvinnslu botnfisks í núverandi mynd á Akranesi og hefja þar þess í stað sérvinnslu á léttsöltuðum, lausfrystum þorsk- og ufsaflökum í byrjun júní. Öllum starfsmönnum HB Granda í landvinnslunni á Akranesi verður sagt upp störfum 1. febrúar og síðan verða endurráðnir 20 starfsmenn í flakavinnslu og til vinnslu loðnuhrogna. Nú starfa þar 59 starfsmenn.

Haraldur Böðvarsson og Co var gífurlega öflugt útgerðar-- og fiskvinnslufyrirtæki á Akranesi og til fyrirmyndar í alla staði. Grandi gleypti fyrirtækið  með loforðum um mikinn rekstur áfram á Akranesi en það hefur  nú verið svikið.Það verða aðeins 20 starfsmenn áfram hjá fyrirtækinu á Akranesi. Það   er allt sem eftir er af Haraldi Böðvarssyi og Co eftir að Grandi er búinn að fara höndum um  það og  gleypt það. Það er alls staðar sama sagan:  Stóru fyrirtækin  efna til samstarfs og sameiningar við  minni fyrirtæki með fallegum orðum um að rekstur í heimabyggð verði óbreyttur en síðan er það allt svikið. Tilgangurinn er sá einn að ná kvótanum.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Grandi hættir landvinnslu botnfisks í núverandi mynd á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Guðný Baldvinsdóttir

Mun sá fiskur verða keyptur á fiskmarkaði, þar sem öllum er frjálst að versla

Jóhanna Guðný Baldvinsdóttir, 21.1.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband