Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Pólitík á lágu plani
Ólafur F. Magnússon,borgarfulltrúi,var hvatamaður að myndun meirihluta í borgarstjórn gegn Sjálfstæðisflokknum. Í gær sleit hann þessum meirihluta og gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.Það er ekki unnt að treysta stjórnmálamanni sem þannig hagar sér.Hann talaði 6 sinnum við Dag B.Eggertsson,borgarstjóra í gær og neitaði því jafnoft að hann væri að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum.Tuttugu mínútum fyrir blaðamnnafundinn í gær ( kl. 18.40) viðurkenndi hann loks,að hann væri að semja við íhaldið. Hann, hafði ekki samráð við neina samstarfsmenn sína í borgarstjórnarflokki F-listans,ekki einu sinni Margréti Sverrisdóttur,varamann sinn í borgarstjórn. Hún styður ekki nýja meirihlutann.Það var enginn málefnaágreiningur milli Ólafs og annarra í gamla meirihlutanum. Hann nefndi engin mál sem hann væri óánægður með.Svo virðist því sem hann hafi látið til leiðast að sprengja meirihlutann út á það eitt,að hann fengi að vera borgarstjóri i rúmt ár!
Það sem nú hefur gertst í borgarstjórn sýnir,að pólitíkin í Reykjavík er komin á lágt plan. Ef ekki er lengur unnt að treysta samningum milli flokka og manna í pólitikinni þá er illa komið. Ég fullyrði,að þetta hefði ekki getað gerst í borgarstjórn Reykjvíkur hér áður þegar meiri festa var í stjórnmálunum.Í stjórnmálum verða menn að geta treyst hver öðrum. en það virðist ekki lengur unnt í borgarstjórn.
Ég er sammmála Ingibjörgu Sólrúnu um að þessi nýi meirihluti er mjög veikur og óvíst að hann lifi út kjörtímabilið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ingibjörg Sólrún: telur nýjan meirihluta óstarfhæfan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)