Hefur ástandið ekkert batnað við að losna við Framsókn úr stjórn?

Á meðan ríkisstjórn  Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sat við völd í landinu gagnrýndi  ég oft Framsóknarflokkinn harðlega fyrir íhaldsstefnu og fyrir að hafa yfirgefið upphaflega stefnu sína, samvinnustefnu  og félagshyggju. Ég taldi Framsókn of leiðitama Sjálfstæðisflokknum og hafa setið alltof lengi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Nú hefur orðið breyting á. Framsókn er komin í stjórnarandstöðu en Samfylkingin situr í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.Hefur ekki oðið mikil breyting við þetta? Ekki verður þess vart enn. Stefnan er svipuð og áður.

Samkomulagið við LEB drýgra en  yfirlýsingin 5. des.!

Ef við lítum á þau mál,sem jafnaðarmenn bera helst fyrir brjósti, málefni aldraðra,   öryrkja og láglaunafólks  blasir eftirfarandi við: Lífeyrir  aldraðra og öryrkja hefur ekkert hækkað frá því að ríkisstjórnin tók við völdum. Ekkert hefur enn verið gert í kjaramálum  láglaunafólks. Skattleysismörkin eru óbreytt, 90 þúsund krónur á mánuði en hækkun þeirra væri  mikil kjarabót fyrir láglaunafólk og þar á meðal  fyrir aldraða og öryrkja. Ég verð að viðurkenna, að ástandið í kjaramálum þessa fólks hefur ekkert batnað við tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Það er sama ástand og verið hefði með Framsókn áfram í stjórn. Samkomulag það sem gert var 2006 milli Landssambands eldri borgara og fyrrri ríkissjórnar fól í sér meiri kjarabætur fyrir aldraða en  yfirlýsing sú  er núverandi ríkisstjórn gaf 5.desember sl. um aðgerðir í þágu aldraðra og öryrkja næsta vor

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 23. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband