Hefur ástandið ekkert batnað við að losna við Framsókn úr stjórn?

Á meðan ríkisstjórn  Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sat við völd í landinu gagnrýndi  ég oft Framsóknarflokkinn harðlega fyrir íhaldsstefnu og fyrir að hafa yfirgefið upphaflega stefnu sína, samvinnustefnu  og félagshyggju. Ég taldi Framsókn of leiðitama Sjálfstæðisflokknum og hafa setið alltof lengi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Nú hefur orðið breyting á. Framsókn er komin í stjórnarandstöðu en Samfylkingin situr í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.Hefur ekki oðið mikil breyting við þetta? Ekki verður þess vart enn. Stefnan er svipuð og áður.

Samkomulagið við LEB drýgra en  yfirlýsingin 5. des.!

Ef við lítum á þau mál,sem jafnaðarmenn bera helst fyrir brjósti, málefni aldraðra,   öryrkja og láglaunafólks  blasir eftirfarandi við: Lífeyrir  aldraðra og öryrkja hefur ekkert hækkað frá því að ríkisstjórnin tók við völdum. Ekkert hefur enn verið gert í kjaramálum  láglaunafólks. Skattleysismörkin eru óbreytt, 90 þúsund krónur á mánuði en hækkun þeirra væri  mikil kjarabót fyrir láglaunafólk og þar á meðal  fyrir aldraða og öryrkja. Ég verð að viðurkenna, að ástandið í kjaramálum þessa fólks hefur ekkert batnað við tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Það er sama ástand og verið hefði með Framsókn áfram í stjórn. Samkomulag það sem gert var 2006 milli Landssambands eldri borgara og fyrrri ríkissjórnar fól í sér meiri kjarabætur fyrir aldraða en  yfirlýsing sú  er núverandi ríkisstjórn gaf 5.desember sl. um aðgerðir í þágu aldraðra og öryrkja næsta vor

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sú var tíðin að Samfylkingin barðist gegn kvótakerfinu.  Núna vilja þeir auka enn á kvótaruglið með því að setja sportveiðimenn í kvótakerfið.  Þá geta ferðamenn farið að leigja kvóta hjá fjölskyldu fyrrum sjávarútvegsráðherra. Ingibjörg Sólrún segir að þjóðir heims séu upptekanri af öðrum og mikilvægari mannréttidabrotum. Kannski að ríkisstjórninni finnist þess vegna í lagi efla kvótakerfið?

Sigurður Þórðarson, 23.1.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þegar ég var drengur las ég bókina "Síðasti Móhíkaninn". Sú bók dettur mér í hug, þegar að þér kemur Björgvin Guðmundsson og þá ert þú í mínum huga "síðasti Jafnaðarmaðurinn á Íslandi. Ég hefi fylgst með skrifum þínum í dagblöðum og núna á bloggsíðunni þinni og mér finnst þú vinstrisinnaður jafnaðarmaður, það líkar mér vel og þykir vænt um.  Sjálfur hefi ég álitið mig Sósíalista og finnst það næsti bær við vinstrisinnaða jafnaðarmenn.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 23.1.2008 kl. 14:08

3 Smámynd: Kaffibandalagið

Mér finnst sérkennilegt að lesa þennan pistil þinn, Björgvin, í ljósi þess að þú varst 10. maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar (http://www.samfylkingin.is/Forsida/Kjordaemi/Reykjavik/Slistinn2007/). Það er eins og þú hafir aldrei náð að koma þér úr gamla, góða Kaffibandalags-gírnum. Wake up and smell the coffee - Kaffibandalagið er dautt og þú ert orðinn hluti af ríkisstjórninni. Gagnrýni þín hittir því sjálfan þig fyrir á endanum....

Kaffibandalagið, 23.1.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Þú siglir undir fölsku flaggi.Þú ættir að koma fram undir réttu nafni.Það er meiri manndómur í því.Ég geri þá kröfu til beggja stjórnarflokkanna að þeir  standi við kosningaloforð sín ekki síst gagnvart eldri borgurum.Þú virðist telja,að þeir sem tilheyra stjórnarflokkunum  þurfi ekki að  standa við  loforð sín við kjósendur. Það er mikill misskilingur. A.m.k.  vilja kjósendur Samfylkingarinnar að fyrirheit flokksins um aðgerðir í velferðarmálum verði uppfyllt.Þú sem íhaldsmaður hefur ef til vill aðra skoðun á því hvernig koma á fram við kjósendur og hvernig meðhöndla á kosningaloforð.-Það er einmitt vegna þess að ég var í framboði fyrir Samfylkinguna,að ég geri meiri kröfur til hennar en ella.

Með kveðju

BG

Björgvin Guðmundsson, 24.1.2008 kl. 00:56

5 Smámynd: Kaffibandalagið

Lyndon B. Johnson lét eitt sinn svo um mælt, eftir að hann hafði verið gagnrýndur fyrir að skipa óvildarmenn sína ráðherra, að hann vildi frekar hafa þá inni í tjaldinu að pissa útfyrir frekar en standandi fyrir utan pissandi inn. Mér virðist þú hins vegar vera kominn í þá óvenjulegu stöðu að þú stendur INNI í tjaldinu

Kaffibandalagið, 24.1.2008 kl. 10:12

6 Smámynd: Kaffibandalagið

Lyndon B. Johnson lét eitt sinn svo um mælt, eftir að hann hafði verið gagnrýndur fyrir að skipa óvildarmenn sína ráðherra, að hann vildi frekar hafa þá inni í tjaldinu að pissa útfyrir frekar en standandi fyrir utan tjaldið, pissandi inn. Mér virðist þú hins vegar vera kominn í þá óvenjulegu stöðu að þú stendur INNI í tjaldinu og pissar INN í það.

Kjarni málsins er að mínu mati sá að þú getur ekki með réttu skráð þig á framboðslista stjórnmálaflokks fyrir kosningar, lofað og prísað frambjóðendur og stefnumál hans en skipta svo fullkomlega um gír eftir kosningar þegar flokkurinn er komið í ríkisstjórn. Auk þess finnst mér þú gefa félögum þínum ansi knappan frest til að koma þjóðþrifamálum í gegn - ríkisstjórn er jú aðeins búinn að vera 9 mánuði að störfum. Davíð Oddsson vann til að mynda stanslaust í tvö ár þangað til honum tókst að bjarga Íslandi frá glötun. Síðan tók við 12 ára uppgangstímabil. Þannig að vertu þolinmóður.

Hermann Baldursson
(Mér finnst algert aukaatriði hvort menn koma fram undir nafni eða ekki. Kvitta samt á þetta svo þú getir svalað forvitni þinni. Gúgglaðu nú að vild.....)

Kaffibandalagið, 24.1.2008 kl. 10:26

7 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Þakka þér fyrir að koma fram undir nafni.Ég kann betur við það. Nafn þitt staðfestir það sem ég sá strax út úr þínum skrifum,að þar væri íhaldsmaður á ferð.

Með   kveðju

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 24.1.2008 kl. 15:58

8 Smámynd: Björgvin Björgvinsson

 Bloggsíða Kaffibandalagsins virðist hafa verið stofnuð eingöngu í þeim tilgangi að gera athugasemdirnar sem hér finnast á síðu BG.  En Hermann Baldursson skreið þó fram úr fylgsni sínu að lokum og viðurkenndi skrifin, en bætti við að það væri algjört aukaatriði hvort menn komi fram undir nafni eða ekki.  En í mínum huga er það grundvallaratriði að menn komi fram undir nafni, og ég tel að ekki eigi að birta neitt á bloggsíðunum eða í dagblöðunum undir dulnefni. Það er grundvallaratriði að menn standi við skoðanir sínar undir fullu nafni..

Nú hefur komið í ljós að Hermann Baldursson  er íhaldsmaður sem samræmist mjög vel röksemdarfærslunum hans sem eru  á mjög lágu plani. En hver getur treyst eða tekið íhaldsmenn alvarlega í ljósi atburðanna í borgarstjórn síðustu dag, eða eins og Dagur B. Eggertsson sagði í dag:  "að í atburðarás undanfarinna daga hefði smám saman komið óyggjandi í ljós, að nýr meirihluti væri  byggður á blekkingum, skorti á upplýsingum og fljótfærnislegum vinnubrögðum, sem aldrei áður hefðu sést í íslenskri pólitík".

 Hermann Baldursson heldur  fram að Davíð Oddsyni hafi tekist að bjarga Íslandi frá glötun. Þessi staðhæfing er algjör brandari.  Stærsta "afrek" Davíðs er að honum tókst að gera Ísland að græðgislandi, þar sem græðgin ræður öllu.  Sumir þessara græðgismanna  hafa sýnt nokkuð mikla frekju og græðgi á erlendum vettvangi.  Finnar hafa staðið sameinaðir í að stöðva Thór Björgúlfsson og Novator að ná völdum í finnska fjarskiptafélaginu Elisa, enda er Finnum í nöp við frekju og græðgi  þeirra,sem því miður hefur varpað skugga á annars góðan orðstír Íslands í Finnlandi.

Frá Finnlandi, Björgvin Björgvinsson

Björgvin Björgvinsson, 24.1.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband