75 % á móti nýja meirihlutanum

 

 

Samkvæmt skoðanakönnun er 75 % borgarbúa  á móti nýja meirihlutanum í   borgarstjórn. Það er áreiðanlega að miklu leyti vegna þess hvernig til meirihlutans var stofnað. Sjálfstæðisflokkurinn bauð manni sem hefur ekkert á bak við sig nema sjálfan  sig  embætti borgarstjóra,ef hann vildi sprengja  meirihluta Samfylkingar,VG,Framsóknar og F-lista.Þessi maður,Ólafur F.Magnússon,stóðst ekki freistinguna og  sprengdi meirihlutann sem hann hafði sjálfur átt frumkvæði að  því að mynda!

 

Björgvin Guðmundsson


Pólitíkin tekur sinn toll

 

Björn Ingi Hrafnsson,borgarfulltrúi Framsóknarflokksins,tilkynnti í gær,að hann ætlaði að segja af sér í dag.Aðalástæðan er  innanflokksátök og heiftarlegar árásir Guðjón Ólafs,fyrrum þingmmanns Framsóknar, á hann. Athyghlisvert er,að Björn Ingi stóð af sér öll þau miklu átök  sem voru samfara því að hann sleit meirihlutasamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. En  hann segir sjálfur að sér hafi sárnað  meira  árásir flokksbræðra hans á hann að undanförnu.

Vissulega er það rétt að innanflokksátökin eru  alvarlegri en átökin á milli flokka. Ég man t.d. að þegar ég var í borgarstjórn sárnaði mér mest þegar Alþýðublaðið gerði harða árás á mig í tengslum  við smíði togara fyrir Bæjarútgerðina.Ég sagði þá Alþýðublaðinu upp.Það er eftirsjá af Birni  Inga úr borgarstjórn. Hann var vaxandi stjórnmálamaður og sýndi mikið pólitískt hugrekki þegar hann sleit samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn af málefnalegum ástæðum.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 24. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband