Fimmtudagur, 24. janúar 2008
75 % á móti nýja meirihlutanum
Samkvæmt skoðanakönnun er 75 % borgarbúa á móti nýja meirihlutanum í borgarstjórn. Það er áreiðanlega að miklu leyti vegna þess hvernig til meirihlutans var stofnað. Sjálfstæðisflokkurinn bauð manni sem hefur ekkert á bak við sig nema sjálfan sig embætti borgarstjóra,ef hann vildi sprengja meirihluta Samfylkingar,VG,Framsóknar og F-lista.Þessi maður,Ólafur F.Magnússon,stóðst ekki freistinguna og sprengdi meirihlutann sem hann hafði sjálfur átt frumkvæði að því að mynda!
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Facebook
Athugasemdir
"....bauð manni sem hefur ekkert á bak við sig nema sjálfan sig embætti borgarstjóra,..."
Ólafur F.Magnússon er með 5-6000 atkvæði sem er um 5-6000sinnum fleirri atkvæði en Þórólfur Árnason fyrrum borgarstjóni R-lista vinstra samsullsins.
Sigurbjörn Friðriksson, 24.1.2008 kl. 21:50
Ef ég man nú rétt Björgvin þá fannst þér nú ekki alltaf að takandi mark á könnunum sem sýndu fylgi samfylkingarinnar í rauðvínsprósentunni á árunum 2005 - 2007 en það var auðvitað allt annað - ekki satt ?
Jóhann Ólafsson, 25.1.2008 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.