Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Trúmennska einkis metin
Mbl. skýrir frá því á forsiðu í dag,að starfsmanni,sem unnið hafði í 44 ár hjá HB á Akranesi hafi verið sagt upp störfum.Það er dæmigert fyrir nýja tíma í rekstri atvinnufyrirtækja,að þetta skuli eiga sér stað. Maður sem sýnt hefur fyrirtæki sínu slíka trúmennsku og hollustu er rekinn eftir 44 ár í starfi. Auðvitað hefði fyrirtækið átt að bjóða honum nýtt starf. En þetta er nýi tíminn. Það er ekkert hugsað um mannlegar tilfinningar og hollustu aðeins hugsað um það eitt að græða meira.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Sagt upp hjá HB Granda eftir 44 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Fasteignagjöldin hækka
Sjálfstæðisflokkurinn gumaði mikið af því í tengslum við myndun nýs meirihluta,að fasteignagjöldin yrðu lækkuð í Reykjavík.Nú hafa álagningarseðlar verið bornir út og þá kemur í ljós,að fasteignagjöldin hækka en lækka ekki. Það,sem veldur mestu í því efni er hækkun fasteignamats um 12%.
Ég fékk álagningarseðil í gær. Samkvæmt honum lækkar fasteignagjaldið um 2,4% eða um 3 þúsund krónur á minni íbúð ( 126 ferm.) Þetta er svo lítil lækkun,að það tekur því ekki nefna hana. Þetta vegur lítið upp í þá miklu hækkun fasteignagjalds,sem kemur til vegna hækkunar fasteignamats.Það er aðeins fasteignaskattur af íbúðum sem lækkar en holræsagjald,vatnsgjald og sorphirðugjald lækkar ekki en þessir þrír liðir vega meira en fasteignaskattur af íbúð.
Það er alltaf verið að blekkja borgarana.
Björgvin Guðmundsson