Fasteignagjöldin hækka

Sjálfstæðisflokkurinn gumaði mikið af því í tengslum við myndun nýs meirihluta,að fasteignagjöldin yrðu lækkuð  í Reykjavík.Nú hafa  álagningarseðlar verið bornir út og þá kemur í ljós,að fasteignagjöldin hækka en lækka ekki. Það,sem veldur mestu í því efni er hækkun fasteignamats um 12%.

Ég fékk álagningarseðil í gær. Samkvæmt honum  lækkar fasteignagjaldið um 2,4% eða um 3 þúsund krónur á minni íbúð ( 126 ferm.) Þetta er svo lítil lækkun,að það tekur því ekki  nefna hana. Þetta vegur lítið upp í þá miklu hækkun fasteignagjalds,sem kemur til vegna hækkunar fasteignamats.Það er aðeins fasteignaskattur af  íbúðum sem lækkar en holræsagjald,vatnsgjald og sorphirðugjald lækkar ekki  en þessir þrír liðir vega meira en fasteignaskattur af íbúð.

Það er alltaf verið að blekkja borgarana.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það var fasteignaskatturinn sem þeir sögðust munu lækka, en ekki fasteignagjöldin. 5% lækkun á þessum eina lið má sín lítils meðan fasteignamatið hækkar svona.

Brjánn Guðjónsson, 30.1.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband