Föstudagur, 24. október 2008
Tillaga ASÍ um samninga við ESB samþykkt
Evrópustefna Alþýðusambandsins, sem verið hefur í gerjun á ársfundinum sem nú stendur yfir, er inni í nýsamþykktri ályktun ársfundarins um aðgerðir til að endurheimta fjármálastöðugleika og auka trúverðugleika.
Nefnd ræddi ályktunina bæði í gærkvöldi og morgun og varð niðurstaðan í þeim hópi sú að ákvæðið um Evrópusambandsaðild skyldi haldast inni. Í umræðum um ályktunina í dag stigu ársfundarfulltrúar í pontu og ýmist lýstu yfir ánægju sinni með þetta ákvæði, eða eindreginni andstöðu við það.
Í ályktuninni segir að það sé skoðun ASÍ að sækja eigi um aðild Íslands að ESB og upptöku evru. Það sé eina færa leiðin. Þannig verði látið á það reyna í aðildarviðræðum hvaða samningur Íslandi standi til boða og hann lagður fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Einnig að ASÍ telji að ef stefnt verður að evrópska myntsamstarfinu á næstu tveimur árum leggi það mikilvægan grunn að því, að hægt yrði í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, að leggja grunn að trúverðugleika fyrir meiri festu gengisskráningu krónunnar, þangað til full aðild að Evrópska peningamálasamstarfinu og upptaka evrunnar næst.(mbl.is)
Með samþykkt ESB stefnu ASÍ hefur sambandið tekið forustuna ´
i baráttunni fyrir aðild að ESB.Ef til vill á þessi samþykkt ASI eftir að ráða úrslitum um aðild Íslands að ESB.
Björgvin Guðmundsson
I
![]() |
Evrópustefna ASÍ samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. október 2008
Óskað eftir aðstoð IMF
Ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Viðræður á milli fulltrúa Íslands og sjóðsins um fyrirkomulag samstarfsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið.
Samstarf Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins felur í sér lánveitingu frá sjóðnum að jafnvirði 2 milljarðar bandaríkjadala og koma 830 milljónir af þeirri fjárhæð til greiðslu, þegar við staðfestingu stjórnar sjóðsins. Gert er ráð fyrir að lánið verði endurgreitt á árunum 2012 til 2015. Jafnframt segjast íslensk stjórnvöld vera þess fullviss um að samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn muni skapa forsendur fyrir frekari lánafyrirgreiðslu frá öðrum löndum.
Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir, að unnin hafi verið ítarleg efnahagsáætlun í samráði við fulltrúa sjóðsins með það að markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika á nýju. Fyrir liggi samkomulag á milli íslenskra stjórnvalda og sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem verði borið undir stjórn sjóðsins til endanlegrar afgreiðslu eins fljótt og auðið er.
Íslenska ríkisstjórnin telur það vera brýnasta verkefni líðandi stundar að koma á efnahagslegum stöðugleika hér á landi og ná tökum á gengi krónunnar. Sviptingar síðustu vikna hafa gert það að verkum að skilvirkni fjármálamarkaða hefur tímabundið skaddast þótt staða ríkissjóðs sé sterk. Af þeim sökum er mikilvægt fyrir íslenska ríkið að hafa til reiðu stóran sjóð í erlendri mynt til þess að mynda kjölfestu og trúverðugleika fyrir gengisstefnu stjórnvalda og bregðast við óhóflegum sveiflum á gengi krónunnar.
Meginmarkmið efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar eru:
1. Að endurvekja traust á íslenskum efnahag og ná stöðugu gengi krónunnar með markvissum og öflugum aðgerðum.
2. Að undirbúa markvissar aðgerðir til að styrkja stöðu ríkissjóðs.
3. Að endurreisa íslenskt bankakerfi.(mbl.is)
Það er fagnaðarefni,að ákveðið hafi verið að sækja um lán hjá IMF. Hins vegar er það galli á málsmeðferðinni,að' ekki skuli samtímis greint frá aðgerðum,sem þarf að grípa til.Fulltrúar IMF sögðu að draga þyrfti úr ríkisrekstri en ráðherrarnir minntust ekki á það.Undirliggjandi er,að halda þurfi stýrivöxtum áfram háum um sinn en þeir verða væntanlega lækkaðir þegar gengi krónunnar styrkist.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Óska formlega eftir aðstoð IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. október 2008
Eigum við að kjósa í vor?
Almenningur ræðir mikið hverjir beri ábyrgð á hruni bankakerfisins.Að mínu mati eru það þeir,sem einkavæddu bankana og slepptu þeim lausum án fullnægjandi eftirlits. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar einkavæddi bankana.Seðlabanki og fjármálaeftirlit áttu að hindra að bankarnir tækju öll þau erlendu lán,sem settu bankana á hliðina og hefðu getað orsakað þjóðargjaldþrot,ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett.Seðlabanki og fjármálaeftirlit brugðust eftirlitshlutverki sínu.Það þýðir ekkert fyrir Seðlabankann að segja,að hann hafi varað við. Bankinn átti sjálfur að taka í taumana.Enginn vill bera ábyrgð. En allir bera ábyrgð ríkisstjórnir,Seðlabanki og fjármálaeftirlit. Ef vil vill væri eðlilegast eins og málum er komið að leggja málin í hendur þjóðarinnar næsta vor og láta kjósa til alþingis. Á þann hátt mundu stjórnmálamenn axla sína ábyrgð.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 24. október 2008
Bankalaun:Ruglið heldur áfram
Einn af bankastjórum nýju ríkisbankanna hefur upplýst,að hann hafi tæpar 2 milljónir í laun á mánuði.Þetta eru hæstu laun í ríkiskerfinu. Forsætisráðherra er með rúmar 1100 þús. kr. og forseti Íslands er með 1800-1900 þús. á mánuði. Hvernig stendur á því að bankastjóri í nýjum ríkisbanka er látinn fá hærri laun en æðstu embættismenn landsins.Það þykist enginn bera ábyrgð á þessu og vísar hver á annan. Sumir ráðamanna segjast hissa á að þetta skuli vera svona.En það eru einmitt þeir sem áttu að taka í taumana.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 24. október 2008
Árni sagði ekki,að Íslendingar mundu ekki borga
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)