Sunnudagur, 26. október 2008
Þjóðin var á eyðslufylleríi
Sunnudagur, 26. október 2008
50 þús. mótmæla yfirgangi Breta gegn okkur
Tæplega fimmtíu þúsund manns hafa skrifað nafns sitt við þjóðarávarp til Breta á netsíðunni Indefence, en síðan var opnuð á fimmtudaginn. Á síðunni er þeirri ákvörðun breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum gegn íslensku bönkunum mótmælt harðlega. Nokkuð hefur verið fjallað um átakið í erlendum fjölmiðlum en markmiðið er að afhenda breskum yfirvöldum yfirlýsinguna og undirskriftalistann í viðurvist fjölmiðla. (visir.is)
:Þessi mótmælaalda sýnir hve fólki ofbýður yfirgangur Breta gegn Íslendingum en þeir beittu hryðjuverkalögum gegn okkur,"vinaþjóð" í NATO.Íslendingar hafa mótmælt þessu hjá NATO en ekki verður séð,að NATO hafi neitt gert í málinu.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 26. október 2008
Ný könnun: Samfylking með 36%
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki verið minna síðan í maí 2004, þegar fylgið mældist 25,0 prósent, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 29,2 prósent segjast nú styðja flokkinn. Væru þetta niðurstöður kosninga fengi flokkurinn 20 þingmenn, í stað 25 nú.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi meðal kvenna og á höfuðborgarsvæðinu, rúmlega sex prósentustigum. Fylgi Samfylkingar hefur á hinn bóginn ekki verið meira frá því í júní 2004, þegar 37,0 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Nú er fylgið 36,0 prósent
Stuðningurinn eykst mest frá síðustu könnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins, um rúm tíu prósentustig.
Miðað við fylgi Samfylkingarinnar í dag fengi flokkurinn 24 þingmenn kjörna, en hafa 18 nú.
Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er 65,2 prósent, en einungis 41,3 prósent styðja ríkisstjórnina. Meirihlutinn, eða 58,8 prósent styðja hana ekki. Ef litið er á stuðning við ríkisstjórnir eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, segjast 94,4 prósent sjálfstæðisfólks styðja ríkisstjórnina nú, sem er svipað og í síðustu könnun en einungis 51,7 prósent samfylkingarfólks. Í síðustu könnun sögðust 87,1 prósent þeirra styðja ríkisstjórnina.( visir.is)
Þetta er athyglsverð skoðanakönnun.Enda þótt stjórnaflokkarnir fái 65,2% fylgi samanlagt styðja aðeins 41,3% ríkisstjórnina. Og af þeim,sem styðja Samfylkinguna styðja aðeins 51,7% ríkisstjórnina. 94,4% Sjálfstæðismanna styðja stjórnina. Er ljóst,að hinar erfiðu efnahagsaðstæður hafa dregið úr stuðningi við stjórnina.
Fylgi Vinstri grænna er nú svipað og í mars 2007, þegar 23,3 prósent studdu flokkinn. Nú er fylgið 23,0 prósent og Vinstri græn fengju því 15 þingmenn kjörna í stað níu nú. Mesta aukningin er meðal karla, um 8,7 prósentustig.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 26. október 2008
Varnarræða Björgólfs
Björgólfur Guðmundsson flytur mikla málsvörn í Morgunblaðinu í dag. Agnes Bragadóttir ræðir við hann um fall bankanna,útrásina, ábyrgð eigenda bankanna og útrásarfyrirtækja.Björgólfi tekst málsvörnin nokkuð vel. Í stuttu máli sagt telur hann sig bera litla ábyrgð. Agnes spyr hvort hann hafi ekki séð orðna atburði fyrir og hvort hann og stjórnendur Landsbankans hefðu ekki getað tekið í taumana. Hann segir,að Seðlabankinn hafi fylgst náið með' bankanum. Matsfyrirtæki hafi metið stöðu bankans reglulega og bankinn hafi staðist öll próf. Hann segir: Hinn 30.sept.lá fyrir í bankanum hjá okkur,að við áttum eignir umfram skuldir.En eftir að Seðlabankinn og ríkisstjórnin þjóðnýtti Glitni lokaðist fyrir allar lánalínur og bankarnir áttu ekkert líf eftir það.
Björgólfur er spurður um eignir sinar en hann segist ekki vita hverjar þær eru. Hann veit ekki hver staða hans er
i dag. Þeir feðgar töpuðu 130-140 milljörðum við þjóðnýtingu Landsbankans.
Björgólfur segir að hann hafi ekki sem bankaráðsmaður mátt hafa áhrif á lánveitingar til einstakra viðskiptamanna.Hann hafi fylgst með störfum bankans sem bankaráðsmaður og fengið allar skýrslur.
Staðan er þessi: Seðlabankinn firrir sig ábyrgð. Fjármálaeftirlitið firrir sig ábyrgð og bankaráð og bankastjórar firra sig ábyrgð. En ég tel,að þessir aðilar beri allir ábyrgð.Auðvitað átti bankaráð og bankastjórar Landsbankans að taka í taumana og stöðva óeðlilega miklar lántökur erlendis. Þessir aðilar máttu vita að bankinn gæti ekki endurgreitt þessi miklu lán.Bankarnir hafa verið duglegir við að brýna fyrir einstaklingum að taka ekki of mikil lán og þeir hafa verið duglegir að innheimta hjá þeim en sjálfir hafa bankarnir ekki farið eftir þeim reglum,sem þeir settu einstaklingum,sem tóku lán hjá þeim.
Björgvin Guðmundsson