Þjóðin var á eyðslufylleríi

Þjóðin hefur lifað um efni fram mörg undanfarin ár.Góðærið svonefnda var  byggt á erlendum lánum að verulegu leyti.Það var látið líta þannig út að allt léki í lyndi. Allur almenningur eyddi langt um efni fram.Fólk keypti luxusbíla,luxuríbúðir, luxus innbú  og luxus ferðir til útlanda en hugsaði lítið um hvort það hefði efni á þessu. Það elti hver annan á þessu eyðslufylleríi. En viðskiptahallinn við útlönd og miklar yfirdráttarheimildir heimilanna sýndu,að fólk hafði ekki efni á þessu.Viðskiptahallinn við útlönd  átti stærsta þáttinn í gengishruni krónunnar.Krónan hefur fallið um a.m.k. 50 % á árinu. Gengishrun krónunnar og verðbólgan var staðreynd áður en bankahrunið kom til sögunnar. Það bættist við og eykur nú á vanda þjóðarinnar.
Meðan "góðærið" var voru kjör almennings bætt verulega.Kaupmáttur jókst. En eldri borgarar og öryrkjar gleymdust. Kaupmáttur lífeyris þeirra jókst aðeins um brot af því,sem kaupmáttur almennings jókst um. M.a. þess vegna er ekki unnt að leggja neinar byrðar á aldraða og öryrkja nú.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hmmm, ég minnkaði við mig og keypti ódýrari íbúð á þessum tíma, hélt áfram að taka strætó í vinnuna og fór ekki til útlanda ... í hvaða flokki er ég þá? Finnst fólkið í kringum mig hafa sýnt hógværð í lífsstíl sínum. Samt fáum yfir okkur gusur um að við getum sjálfum okkur um kennt! Ég harðneita að taka þetta til mín.

Guðríður Haraldsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:39

2 identicon

Þetta er ódýrt hjá þér Björgvin. Ég á ódýra íbúð sem ég skulda helling í , engan bíl og með meðallaun. Samt á að leggja á mig aukna skuldabyrgðar og einnig börnin mín.  Veit ekki einu sinni hvort ég hef vinnu um næstu mánaðarmót. Ég frábið mér því allar dylgjur um að þjóðin hafi verið á eyðslufylleríi og allt samstöðu kjaftæði ráðamanna og útrásarelítunnar sem kom okkur í þennan skuldaklafa. Þeir skulu borga þetta sjálfir.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 18:18

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Ég biðst afsökunar á þvi að hafa tekið of sterkt til orða. og talað óvarlega eins og hið sama ætti við alla. Auðvitað hafa ekki allir lifað um efni fram.En þjóðin sem heild flutti inn meira  en sem svaraði innflutningi og þess vegna var mikill viðskiptahalli. Viðskiptahallinn átti stóran þátt í gengishruni krónunnar og  gengislækkunin ásamt verðbólgunni á nú stóran þátt í efnahagsvandanum  og þar við bætist hrun bankanna.Stjórnendur landsins,bankanna og þeir einstaklingar sem eyddu óhóflega eiga sök á  því hvernig komið er.

Með kveðju

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sömu viðbrögð hér Sama íbúð sami bíll engin auka lán sjónvarp siðan 2002 upss ný uppþvottavél ég er sekur. Í alvöru þá er margt til í þessu hjá þér Björgvin. En mikið er ég orðin þreyttur á þessum 50 árum minum að hafa alltaf hagað mér á ábyrgan hátt og alltaf verið í þeim hóp sem hefur þurft að borga og verið fyrir utan sértækar aðgerðir. Það má eiginlega segja að mér sé heitt í hamsi núna þó skelli ég ekki allri skuld á stjórnvöld fók sem tók myntkörfulán bankar sem hvöttu til lántöu eru ekkert síður sek.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.10.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Ég biðst afsökunar á þvi að hafa tekið of sterkt til orða. og talað óvarlega eins og hið sama ætti við alla. Auðvitað hafa ekki allir lifað um efni fram.En þjóðin sem heild flutti inn meira  en sem svaraði útflutningi og þess vegna var mikill viðskiptahalli. Viðskiptahallinn átti stóran þátt í gengishruni krónunnar og  gengislækkunin ásamt verðbólgunni á nú stóran þátt í efnahagsvandanum  og þar við bætist hrun bankanna.Stjórnendur landsins,bankanna og þeir einstaklingar sem eyddu óhóflega eiga sök á  því hvernig komið er.

Með kveðju

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 27.10.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband