Mánudagur, 27. október 2008
Frjálslyndir vilja nýjan Seðlabankastjóra
Frjálslyndi flokkurinn boðar tillögu á alþingi um breytingar á Seðlabankanum.Vilja þeir,að bankastjóri verði aðeins einn,faglega ráðinn og að núverandi bankastjórn og bankaráð fari frá.Þá boða frjálslyndir einnig tillögu um breytingu á kvótakerfinu.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 27. október 2008
70 % vilja sækja um aðild að ESB
Rúmlega 70% Íslendinga segjast nú vilja taka upp evru í stað íslensku krónunnar og tæplega 70% vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið birtir í dag.
Stuðningur við ESB-aðild hefur aukist umtalsvert frá því blaðið spurði síðast um það íf ebrúar. Þá sögðu 55,1% já en 68,8% nú. Í september á síðasta ári sögðust 43,8% vera þeirrar skoðunar að taka eigi upp evru en 72,8% nú.
Fram kemur í blaðinu, að stuðningur við ESB-umsókn er minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins en mestur meðal kjósenda Samfylkingarinnar. Um 70% þeirra sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmálaflokk styðja nú evru og að sótt verði um aðild að ESB.(mbl.is)
Meirihlutinn,sem vill sækja um aðild að ESB er nú orðinn svo mikill,að ekki verður gengið framhjá honum lengur. Ljóst er að þjóðin hefur tekið þetta mál í eigin hendur.Hún treystir ekki stjórnmálamönnum fyrir því.Ríkisstjórni á tveggja kosta völ: 1) að láta þjóðina greiða atkvæði um það hvort sækja eigi um aðild að ESB 2) að ákveða að sækja um aðild að ESB og hefja aðildarviðæður og leggja niðurstöðurnar í þjóðaratkvæði. Ég ítreka þá skoðun mína,að ég tel viðunandi samning um sjávarútvegsmál forsendu fyrir aðild að ESB. En ég vil sækja um.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Stuðningur við ESB-aðild og evru eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. október 2008
Ég minnist kreppunnar fyrir stríð
Samdrátturinn í íslensku efnahagslífi hefur nú breytst í kreppu.Atvinnuleysi eykst,fyrirtækin eru að stöðvast og mörg gjaldþrot framundan.Fólk er hrætt og kvíðir framtíðinni sem von er.En við getum huggað okkur við . að við höfum byggt upp öflugt velferðarkerfi og sterka lífeyrissjóði.
Ég minnist kreppuáranna fyrir stríð.Ég var þá 5-6 ára.Pabbi var atvinnulaus.Hann var verkamaður og það var enga vinnu að fá.Og það voru engar atvinnuleysistryggingar þá.Það þýddi því ekkert að skrá sig atvinnulausan í traustri þess að fá atvinnuleysisbætur. Þær voru ekki til .Ef allt um þraut og enginn matur var til handa börnunum urðu menn að leita á náðir bæjarins og biðja um fátækrastyrk.En verkamenn voru stoltir í þá daga og fóru ekki til bæjarins nema í algerri neyð. Pabbi reyndi að snapa eitthvað að gera niður við höfn og tókst stundum að fá einhver viðvik.En oft var ekkert að hafa.Þetta voru erfiðir tímar svo tímarnir í dag eru luxustímar miðað við kreppuárin fyrir stríð.Þó veit ég að það er efitt hjá mörgum í dag,sérstaklega þeim sem eru að berjast við að halda húsnæði sínu og eiga erfitt með að greiða af´húsnæðislánum,sem hækka og hækka vegna verðtryggingar og myntkörfulána.Aðgerðir ríkisvaldsins til bjargar þessu fólki þola enga bið.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
Verðbólgan komin í 15,9%
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í október hækkaði um 2,16% frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 3,02% frá september.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 15,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 17,8%. Er þetta mesta verðbólga á ársgrundvelli hér á landi frá því í maí 1990 þegar verðbólgan var 18,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4% sem jafngildir 16,8% verðbólgu á ári (22,7% fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 4,3% (vísitöluáhrif 0,55%) og verð á fötum og skóm um 4,9% (0,22%). Verð á húsgögnum, heimilistækjum, heimilisbúnaði o.fl. hækkaði um 7,1% (0,46%), á varahlutum og hjólbörðum um 19,6% (0,2%), á flugfargjöldum til útlanda um 18,7% (0,2%) og verð á sjónvörpum, dvd-spilurum, tölvum o.fl. hækkaði um 10,6% (0,15%). nt
Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 3,4% (-0,17%).
Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 1,3% (-0,21%). Þar af voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,24% en áhrif af hækkun raunvaxta voru 0,03%.
Hagstofan segir, að hlutur húsnæðisviðskipta þar sem fasteignir og lausafé séu notuð sem greiðsla hefur vaxið verulega frá maí á þessu ári. Við núvirðingu kaupsamninga í viðskiptum af þessu tagi hefur verið ákveðið að hækka ávöxtunarkröfuna sem notuð er við útreikning á staðgreiðsluverðmæti fasteigna. Áhrifin af þessari leiðréttingu eru 0,22% til lækkunar á vísitölu neysluverðs.
Nýskráningar bifreiða hafa nánast stöðvast af efnahagsástæðum. Í ljósi þessa er ekki tekið tillit til breytinga á listaverði bíla frá september, en það hefði hækkað bifreiðalið vísitölunnar um 4,1% (áhrif 0,30%).(mbl.is)
Kjaraskerðingin heldur áfram.Verðbólgan hefur aukist allt árið eða frá því nýir kjarasamningar voru gerðir 1.feb.sl.Gengi krónunnar hrundi í mars og hefur verið í frjálsu falli síðan.Ekki veit ég hvað kjaraskerðingin er orðin mikil en gengið hefur fallið um 50%.Það þýðir 100% hækkun á verði erlends
gjaldeyris.Vonandi tekst að stöðva fall lrónunnar þegar lán IMF kemur og og unnt verður að koma á frjáksum gjaldeyrisviðskiptum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Verðbólgan nú 15,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |