70 % vilja sækja um aðild að ESB

Rúmlega 70% Íslendinga segjast nú vilja taka upp evru í stað íslensku krónunnar og tæplega 70% vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið birtir í dag. 

Stuðningur við ESB-aðild hefur aukist umtalsvert frá því blaðið spurði síðast um það íf ebrúar. Þá sögðu 55,1% já en 68,8% nú. Í september á síðasta ári sögðust 43,8% vera þeirrar skoðunar að taka eigi upp evru en 72,8% nú.  

Fram kemur í blaðinu, að stuðningur við ESB-umsókn er minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins en mestur meðal kjósenda Samfylkingarinnar. Um 70%  þeirra sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmálaflokk styðja nú evru og að sótt verði um aðild að ESB.(mbl.is)

Meirihlutinn,sem vill sækja um aðild að ESB er nú orðinn svo mikill,að ekki verður gengið  framhjá honum lengur. Ljóst er að þjóðin hefur tekið þetta mál í eigin hendur.Hún treystir ekki stjórnmálamönnum fyrir því.Ríkisstjórni á tveggja kosta völ: 1) að láta þjóðina greiða atkvæði um það hvort sækja eigi um aðild að ESB 2) að ákveða að sækja um aðild að ESB og hefja aðildarviðæður og leggja niðurstöðurnar í þjóðaratkvæði. Ég ítreka þá skoðun mína,að ég tel viðunandi samning um sjávarútvegsmál forsendu fyrir aðild að ESB. En ég vil sækja um.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Stuðningur við ESB-aðild og evru eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kostirnir eru örugglega fleiri en tveir. Þeir eru alltaf minnst fjórir, það er lögmál! Sá skynsamasti kanna þess vegna að vera að sækja ekki um aðild að ESB. A.m.k. ekki að sinni.

Þessar niðurstöður markast af ótta, spennu, panikk og reiði. Að leita í var hjá einhverjum stórum og sterkum. Það eru mjög eðlileg viðbrögð við sjokkinu. Mest um vert núna að kynna almenningi hvað aðild þýðir, hvað breytist, hvað breytist ekki, hver er ávinningurinn, skyldurnar og réttindin. Það þarf að gera á mannamáli, ekki pólitísku. Ekki með upphrópunum heldur með faglegri umfjöllun; þverpólitískri og án sölumennsku.

Þegar hugur manna verður kannaður að nýju, eftir slíka uppfræðslu, grunar mig að stuðningur við EES-mistök fari hratt þverrandi. Slík er trú mín á þjóðinni.

Gestur H (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband