Vill kosningar og nýja stjórn

Steingrímur J.Sigfússon formaður VG sagði í kastljósi í kvöld,að ef menn vildu draga einhverja til ábyrgðar vegna ástandsins í peningamálum væri hreinlegast að skipta um alla bankastjóra Seðlabankans,yfirmenn Fjármálaeftirlitsins og ríkisstjórn.Síðan ætti að kjósa. Hann sagði,að yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits  bæri ekki   ein ábyrgð.Það gerði einnig ríkisstjórn.Hann gagnrýndi Geir  fyrrir verkstjórnina að undanförnu og sagði,að mörk mistök hefðu verið gerð.

 

 

 

Björgvin Guðmundsson


Geir: Bretar meðhöndla Íslendinga eins og hryðjuverkamenn!

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi, að íslensk stjórnvöld væru mjög óánægð og hneyksluð að bresk yfirvöld skyldu í gær beita Íslendinga ákvæðum í sérstökum lögum um varnir gegn hryðjuverkastarfsemi. Þetta væri í raun mjög óvinveitt aðgerð. 

Fram kom í gær að bresk stjórnvöld hefðu beitt umræddu lagaákvæði til að frysta eignir Landsbankans í Bretlandi.  

Geir sagðist hafa rætt við Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, í dag og komið þessum sjónarmiðum á framfæri. Hefði Darling heitið því í símtalinu, að gefin yrðu fyrirmæli um nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að öll eðlileg venjuleg viðskipti milli landanna geti farið fram eins og ekkert hafi í skorist. Hefur Darling staðfest þetta bréflega. 

Þá féllst Darling á að senda hingað til lands sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og bregða ljósi á máli. Geir sagði að Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, muni hitta Darling á ársfundi Alþjóðabankans í Washington síðar í vikunni.  

Geir sagðist hafa minnt Darling á að mjög mikilvægt væri að viðskipti íslenskra fyrirtækja við Bretland geti gengið eðlilega fyrir sig. Íslendingar væru með starfsemi í Bretlandi þar sem 100 þúsund manns starfa, aðallega Bretar.

Bæði Geir og Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sögðu að það hefðu orðið gríðarleg vonbrigði þegar Kaupþing varð að játa sig sigrað í gærkvöldi og óska eftir inngripum Fjármálaeftirlitsins í rekstur bankans.(mbl.is)

Ég er mjög hneykslaður á ummmælum Brown um Íslendinga.Það er ekki eins og Íslendingar séu vinaþjóð Breta.Auðvitað hljóta Bretar að gera sér það ljóst,að þegar fyrirtæki fara í þrot þá tapast  verðmæti.Aðalatriðið er það,að íslenska ríkið ætlar að tryggja sparifé Breta á reikningum LÍ í Bretlandi samkvæmt lögum um innstæður sparifjár.M.ö.o bæta það sem ekki greiðist af eignum LÍ en allar líkur eru á að þær dugi. 

 

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Mjög óvinveitt aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar felldu Kaupþing.Höfðu ummæli Davíðs áhrif?

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, segir að yfirtaka breskra stjórnvalda á innlánsreikningnum Kaupthing Edge í gær, og síðan þvinguð greiðslustöðvun Singer & Friedlander, dótturfélags bankans í Lundúnum, hafi verið túlkuð sem tæknileg vanefnd á lánasamningi af lánardrottnum Kaupþings. Engu máli hafi skipt þótt lausafjárstaða móðurfélagsins væri sterk og rekstrarstaða hans sömuleiðis.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sigurði, sem send var í morgun. Sigurður segir, að þegar stjórn Kaupþings  fór yfir stöðu bankans á vinnufundi dagana 25.-26. september hafi rekstur bankans gengið vel og ljóst þótt að afkoma þriðja ársfjórðungs yrði góð. Að meðaltali höfðu innlán aukist um tæpa fjóra milljarða króna hvern dag undanfarna sex mánuði. Lausafjárstaða bankans var því góð og áform uppi um að hefja uppkaup á skuldabréfum útgefnum af bankanum.

Lausafjárstaða Kaupthing Singer & Friedlander, dótturfélags bankans í Bretlandi, hafi einnig verið góð og líkast til best meðal allra banka í Bretlandi.

Sigurður segir, að Kaupþing hafi um langt skeið búið sig undir niðursveiflu á verðbréfamörkuðum og þá einkum og sér í lagi á Íslandi enda hafði það blasað við í allnokkur ár að gengi krónunnar var alltof hátt skráð. Til að  mæta hugsanlegri niðursveiflu hafði Kaupþing varið eigið fé sitt með því að færa það í erlenda mynt, dregið úr vexti lána til fyrirtækja á Íslandi og gefið  eftir markaðshlutdeild á því sviði. Kaupþing hafði ekki markaðssett lán í erlendri mynt. Þá hafði bankinn aukið verðtryggðar eignir í eignasafni sínu á Íslandi og stóraukið hlut innlána í fjármögnun sinni.

„Um svipað leyti voru óveðurský tekin að hrannast upp á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum og traust þvarr hratt á milli fjármálastofnana. Bankar  urðu tregari til að lána hver öðrum og kölluðu inn lán. Að morgni 29. september bárust fréttir af erfiðleikum Glitnis og yfirvöld tilkynntu áform um kaup á 75% hlut í bankanum. Hófst þá atburðarás sem enginn sá fyrir eða gat haft stjórn á. Þetta smitaði út frá sér í íslenska hagkerfinu og krónan hóf frjálst fall. Lánshæfismatsfyrirtæki lækkuðu lánshæfismat ríkisins og íslensku bankanna og erlendir fjárfestar hrundu af stað skriðu þar sem þeir reyndu að losa sig við íslenskar eignir óháð því hversu traustar þær voru.

Eftir að breskir innstæðueigendur drógu innstæður sínar úr Icesave, innlánareikningi Landsbankans í Bretlandi tók Fjármálaeftirlitið yfir  stjórnun Landsbankans. Í kjölfar þeirra frétta jókst verulega útflæði  innlána hjá Kaupthing Edge í Bretlandi, þrátt fyrir að sá grundvallarmunur væri á Kaupthing Edge og Icesave að Kaupthing Edge var tryggt af breska innstæðutryggingasjóðnum en Icesave af þeim íslenska.

Eftir að breski fjármálaráðherrann lýsti því yfir að Íslendingar hygðust ekki standa við skuldbindingar sínar gagnvart breskum innstæðueigendum, tók breska fjármálaeftirlitið Kaupthing Edge af dótturfyrirtæki bankans Kaupthing Singer & Friedlander. Í kjölfar þess var Kaupthing Singer & Friedlander sett í greiðslustöðvun ( mbl.is)

Hvers vegna brugðust Bretar svona harkalega við gagnvart Kaupþingi? Guðmundur Ólafsson hagfr. telur,að það   hafi  verið vegna ummmæla Davíðs Oddsonar í kastljósi Mbl. tekur undir það´á  forsíðu í dag.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 9. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband