Laugardagur, 1. nóvember 2008
Sjálfstæðisflokkurinn kominn niður í 22%!
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúmlega 22% fylgi samkvæmt nýrri könnun sem gallup gerði fyrir morgunblaðið dagana 27.- 29. október. Samfylking mælist með 36,9%, en Vinstri grænir með 26.9%. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 7.8% og Frjálslyndi flokkurinn er með 4.4%. Íslandshreyfingin mælist með 1,5%
Spurt var" ef gengið yrði til kosninga í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?" Rúm 60% aðspurðra vilja að kosið verði fyrr til Alþingis en lög gera ráð fyrir, en næst skal kjósa 2011. Tæp 80% vilja taka upp evru sem gjaldmiðil, 20% eru andvíg því.
1200 manns voru í úrtakinu á aldrinum 18-75 ára , svarhlutfallið var tæp 60% eða 656 manns(mbl.is)
Þetta er algert fylgishrun hjá Sjálfstæðisflokknum.Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt svo og VG.Ef þessi þróun heldur áfram er ekki að vita hvað gerist í pólitíkinni.Þetta gæti haft áhrif á ESB málið. Samfylkingin mun auka þrýsting á Sjálfstæðið að breyta um afstöðu til ESB. Sennilega er það hið eina sem getur bjargað stjórninni,að ákveðið verði að sækja um aðild að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Þúsund í mótmælagöngu.Vilja nýja ráðherra,nýjan seðlabankastjóra og kosningar
Mótmælaganga er nú á leið frá Hlemmi niður í miðbæ. Mjög margt fólk hefur bæst við á síðustu mínútum og telst nú líklega í þúsundum, frekar en hundruðum. Í fararbroddi eru vörubílar sem þeyta lúðra. Göngumenn krefjast meðal annars mannabreytinga í ríkisstjórn og Seðlabanka og kalla á kosningar.
Fólkið er nú á Austurvelli, en hópurinn teygði sig nokkur hundruð metra leið þegar komið var í Austurstæti. Útifundur stendur yfir.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Um þúsund mótmælendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Ekki rétt að kjósa strax
Það er mikil undiralda í þjóðfélaginu. Fólk er reitt vegna fjármálakreppunnar. Því finnst sem stjórnvöld hafi brugðist,eftirlitsstofnanir hafi brugðist.Þess vegna mótmælir fólk nú á hverjum laugardegi.Og þess vegna eykst fylgi stjórnarandstöðunnar mikið og fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynur.Krafa mótmæenda er að kosið verði strax.En ég tel,að það væri óráð. Það þarf fyrst að tryggja,að hjól atvinnulífsins gangi og það þarf að tryggja frjáls gjaldeyrisviðskipti .En þegar búið er að tryggja þetta má fara að huga að kosningum. Ég tel,að vel kæmi til greina að kjósa í vor,þar eð kjósendur þurfa að fá að segja sitt álit eftir að bankakerfið er hrunið og atvinnulífið er að stöðvast. Bjarni Benediktsson sagði í þættinum Í vikulokin í morgun,að það væri vegna verðbólgunnar og krónunnar,að atvinnulífið væri að stöðvast. Hann vildi sem sagt ekki meina að það væri vegna hruns bankanna en vitaskuld hefur það aukið á vandann. Ég er sammála þessu.Vandinn er sem sagt heimatilbúinn að verulegu leyti.,
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Geir aðvaraði Gordon Brown
Geir H. Haarde forsætisráðherra aðvaraði Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, við því í apríl að íslenska fjármálakerfið stæði frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þessu er haldið fram í fréttaskýringaþætti Channel 4, að því er fram kemur á vef dagblaðsins í The Daily Telegraph.
Vísað er til fundar Geirs með Brown að Downing Stræti 10, aðsetri breska forsætisráðherrans, í apríl, þar sem þeir hafi rætt ýmis vandamál í íslenska bankakerfinu. Er Brown sagður hafa ráðlagt Geir að snúa sér beint til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, um aðstoð til handa Íslendingum.
Segir þar að á sama tíma hafi Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, látið aðstoðarmenn sína framkvæma áhættumat á íslensku bönkunum. Um líkt leyti hafi Englandsbanki hafnað beiðni Íslendinga um að koma krónunni til hjálpar, þegar erlendir fjárfestar veðjuðu á óstöðugleika í íslenska hagkerfinu.
Kemur þar einnig fram að í byrjun árs hafi borið á efasemdum í bresku blöðunum og á meðal fjárfesta í City, fjármálahverfi Lundúnaborgar, um styrk íslensku bankanna. Þrátt fyrir það hafi breska stjórnin og Englandsbanki ekki tjáð sig um hugsanlega áhættu af fjárfestingum tengdum íslenskum fjármálafyrirtækjum.
Reynist þetta rétt kunna spjótin að berast að Brown, fjármálaráðherra Tonys Blairs á árunum 1997 til 2007, og hvernig hann hundsaði ofangreindar viðvaranir.
Á sínum tíma sköpuðust nokkrar umræður í kjölfar fundarins vegna þeirra upplýsinga á vef breska forsætisráðuneytisins að leiðtogarnir hefðu rætt auknar líkur á aðildarviðræðum Íslendinga um möguleika á inngöngu í ESB.(mbl.is)
Samkvæmt þessu á Brown að hafa verið fullkunnugt um það snemma á þessu ári,að íslensku bankarnir væru í erfiðleikum.En úr því Geir gat aðvarað Brown í april sl. hefði hann átt að geta gert einhverjar ráðstafanir hér heima vega bankanna.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Geir aðvaraði Brown í apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Jón Ásgeir: Baugur getur staðið óveðrið af sér
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs í Bretlandi, og Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, segja í samtali við breska blaðið Financial Times í dag, að stefna félagsins um skuldsettar yfirtökur hafi verið skynsanleg þótt félagið skuldi 1 milljarð punda.
Þegar íslensku bankarnir féllu nýlega eignaðist íslenska ríkið skuldir Baugs í bönkunum. Þeir Jón Ásgeir og Gunnar segja við FT, að Baugur geti lifað óveðrið af og greitt af skuldum sínum. Þeir hvetja einnig íslensk stjórnvöld til að grípa ekki til brunaútsölu á góðum eignum" og bæta við, að Baugur gæti notað verslanir sínar í Bretlandi til að afla gjaldeyris fyrir Ísland til að greiða með af láninu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Þeir Jón Ásgeir og Gunnar lýsa fjármálakreppunni þannig, að engu líkara sé en að loftsteinn hafi lent á jörðinni. Um tíma hafi virst vera hætta á því að breska ríkið myndi leggja hald á hlutabréf Baugs í mörgum breskum fyrirtækjum. Breska fjármálaráðuneytið beitti hryðjuverkalögum til að frysta eignir Landsbankans í Bretlandi og setti dótturfélag Kaupþings í greiðslustöðvun. Þá sagði Gordon Brown, forsætisráðherra, að lagt yrði hald á aðrar eignir. Þá yrði staðan sú, að íslenska ríkið ætti skuldir Baugs, breska ríkið eignirnar og Baugur ekki neitt.
Jón Ásgeir segir, að í kjölfarið hafi gripið um sig skelfing og það hafi orðið til þess að haft var samband við Philip Green um að hann keypti skuldir Baugs af íslenska ríkinu og bjargaði þannig rekstri fyrirtækja Baugs í Bretlandi.
Financial Times segir, að það sem hafi komið einna mest á óvart sé hve skuldir Baugs í Bretlandi séu miklar, eða 1 milljarður punda, jafnvirði um 195 milljarða króna.
Blaðið hefur eftir Jóni Ásgeiri, að aðferðafræði Baugs sé sú sama og annarra slíkra félaga. Við gerðum þetta með sama hætti og aðrir hafa gert í öðrum löndum. Skuldsettar yfirtökur voru ekki fundnar upp á Íslandi og við erum með skynsamlega skuldsetningu í rekstri okkar og við lögðum eignir okkar á móti með sama hætti og aðrir gerðu í öðrum löndum.
Gunnar segir, að fjármögnunin hafi verið skynsamleg í ljósi þess að eignir séu metnar á 1,5 milljarða punda. Að sjálfsögðu hefur fallandi eignaverð haft áhrif hjá okkur eins og öllum öðrum.
Þegar íslensku bankarnir féllu nýlega eignaðist íslenska ríkið skuldir Baugs í bönkunum. Þeir Jón Ásgeir og Gunnar segja við FT, að Baugur geti lifað óveðrið af og greitt af skuldum sínum. Þeir hvöttu einnig íslensk stjórnvöld til að grípa ekki til brunaútsölu á góðum eignum" og bættu við, að Baugur gæti notað verslanir sínar í Bretlandi til að afla gjaldeyris fyrir Íslands til að greiða með af láninu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Við munum ekki tala okkur út úr vandræðunum," segir Jón Ásgeir. Við verðum að standa okkur. Og endurheimta virðingu okkar."
Financial Times bætir við, að ef Baugur eigi að lifa af í núverandi formi sé það háð nokkrum ólíklegum þáttum, ekki þó síst þeim, að neytendur í Lundúnum haldi áfram að eyða.(mbl.is)
Það er vonandi,að þetta sé rétt mat hjá Jóni´Asgeiri,að Baugur geti staðið þetta af sér. Það væri mikil synd,ef þetta mikla fyrirtæki Íslendinga færi á hliðina, En mig undrar hve mikið Baugur skuldar og mig undrar einnig,að félagið skuli skulda jafnmikið og raun ber vitni í islenskum bönkum.Ég hefði talið eðlilegra að félagið hefði fjármagnað sig aðalllega með fjármagni úr erlendum bönkum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Baugur getur staðið veðrið af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Skattahækkanir eða niðurskurður hjá ríkinu?
Í þætti RUV á vikulokin í morgun var rætt um hvort nauðsynlegt væri að hækka skatta eða skera niður ríkisútgjöld vegna efnahagskreppunnar. Ágúst Ólafur frá Samfylkingu sagðist fremur vilja hækka skatta en skera niður samfélagsþjónustu. Svipuð sjónarmið komu fram hjá Katrinu Jakobsdóttur og Valgerði Sverrisdóttur.Sigurður Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í ræðu á alþingi,að það þyrfti að skera niður ríkisútgjöld.
Ég tel,að standa þurfi vörð um velferðarkerfið nú þegar fyrir dyrum stendur að gera ráðstafanir í ríkisfjármálum.Það getur verið að það þurfi að hækka skatta eitthvað og þá verður að leggja skattana á þá sem hafa háar tekjur. Það m.a. t.d. taka upp hátekjuskatt á ný.Það er sjálfsagt unnt að skera víða niður í ríkiskerfinu og það má fresta ýmsum framkvæmdum t.d. í samgöngumálum og skera má niður í ýmsum ráðuneytum. En það má ekkert skera niður í kerfi almannatrygginga. Einmitt nú í kreppunni er nauðsynlegt,að almannatryggingar hafi möguleika á því að aðstoða þá,sem höllum fæti standa í lífsbaráttunni.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Fjármálaeftirlitið brást eftirlitsskyldu sinni




Björgvin Guðmundsson
