Ekki rétt að kjósa strax

Það er mikil undiralda í þjóðfélaginu. Fólk er reitt vegna fjármálakreppunnar. Því finnst sem stjórnvöld hafi brugðist,eftirlitsstofnanir hafi brugðist.Þess vegna mótmælir fólk nú á hverjum laugardegi.Og þess vegna eykst fylgi stjórnarandstöðunnar mikið og fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynur.Krafa mótmæenda er að kosið verði strax.En ég tel,að það væri óráð. Það þarf fyrst að tryggja,að hjól atvinnulífsins gangi og það þarf að tryggja frjáls gjaldeyrisviðskipti .En þegar búið er að tryggja þetta má fara að huga að kosningum. Ég tel,að vel kæmi til greina að kjósa í vor,þar eð kjósendur þurfa að fá að segja sitt álit eftir að bankakerfið er hrunið  og atvinnulífið er að stöðvast. Bjarni Benediktsson sagði í þættinum Í vikulokin í morgun,að það væri vegna verðbólgunnar og krónunnar,að atvinnulífið væri að stöðvast. Hann vildi sem sagt ekki meina að það væri vegna hruns bankanna en vitaskuld hefur það aukið á vandann. Ég er sammála þessu.Vandinn er sem sagt heimatilbúinn að verulegu leyti.,

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband