100.000 kr. frítekjumark öryrkja framlengt

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að stjórnvöld muni tryggja að lagt verði fyrir Alþingi frumvarp til laga sem tryggir að bráðabirgðaákvæði almannatryggingalaga um 100.000 kr. frítekjumark verði framlengt þar til nýtt örorkumatskerfi liggi fyrir.

Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Guðmundar Magnússonar um frítekjumark örorkulífeyrisþega(mbl.is)

Ég fagna því,að ætlunin skuli vera að framlengja umrætt 100.000 frítekjumark fyrir öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson


Rúmlega helmingur ánægður með Geir

Ríflega helmingur landsmanna eða 52 9% þeirra sem tóku þátt í könnun Capacent Gallup töldu Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa staðið sig vel undanfarið. Tæplega 17% telja hann hvorki hafa staðið sig vel né illa og rúmlega 30% telja hann hafa staðið sig illa. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra naut mestra vinsælda meðal þeirra sem tóku þátt í könnuninni en um 71% aðspurðra var sáttur við störf Jóhönnu.

Könnunin sem var netkönnun var gerð dagana 16.-27. október. Í úrtaki voru 1200 manns úr Viðhorfahópi Gallup á aldrinum 16-75 ára. Svarhlutfall var 63,1%.

Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir aldri, menntun og stjórnmálaskoðun. Fólk á aldrinum á aldrinum 55-75 ára er líklegra til að telja að Geir hafi staðið sig vel að undanförnu en þeir sem yngri eru.

Í september sl. spurði Gallup Íslendinga hvort þeir væru ánægðir eða óánægðir með störf ráðherra ríkisstjórnarinnar og birtust niðurstöðurnar í Þjóðarpúlsi Gallup. Þá sögðust tæplega 22% landsmanna vera ánægð með störf Geir H. Haarde, fjórðungur var hvorki ánægður né óánægður og 53% óánægðir.

 

Sem fyrr er Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra í nokkrum sérflokki en á þeim tíma sem könnunin fór fram töldu um 71% landsmanna Jóhönnu hafa staðið sig vel að undanförnu. Tæplega 22% telja Jóhönnu hvorki hafa staðið sig vel né illa en rúm 7% telja hana hafa staðið sig illa.

Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir kyni, aldri, menntun og stjórnmálaskoðun. Fleiri konur en karlar telja Jóhönnu hafa staðið sig vel í starfi eða 75,5% kvenna á móti 67% karla.

Í september sl. sögðust 61% landsmanna vera ánægð með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, 27% sögðust hvorki ánægð né óánægð en 12% voru óánægð.

 

Tæplega 42% Íslendinga töldu á þeim tíma sem könnunin fór fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefði staðið sig vel að undanförnu. Rúmlega 37% telja hana hvorki hafa staðið sig vel né illa og um 21% telja hana hafa staðið sig illa. Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðun.

Í september sl. sögðust tæplega 35% vera ánægð með störf Þorgerðar Katrínar, 30% sögðust hvorki vera ánægð né óánægð en 36% óánægð með störf hennar.

Á þeim tíma sem könnunin fór fram töldu ríflega 62% Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra hafa staðið sig vel að undanförnu. (mbl.is)

Miðað við þá miklu erfiðleika sem við er að etja og þá erfiðu stöðu sem Geir Haarde er  í verður að telja útkomu hans góða. Staða Jóhönnu er yfirburða góð.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Ríflega helmingur ánægður með Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekur IMF þátt í því að kúga smáþjóð?

Það er nú orðið ljóst,að IMF dregur afgreiðslu á láninu til Íslands vegna tilmæla Breta og Hollendinga,sem reyna að kúga Íslendinga vegna Ice safe reikninganna.Ef Ísland getur fengið það staðfest,að Bretar standi í vegi fyrir afgreiðslu á láni IMF til Íslands tel ég að Ísland eigi að slíta stjórnmálasambandi við Bretland.Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi og komu Kaupþingi banka á kné.Ef til viðbótar því kemur í ljós,að þeir hindri lántöku Íslands hjá IMF á skilyrðislaust að slíta stjórnmálasambandi við Bretland.

Framkoma Bretlands og Hollands við Ísland er   forkastanleg. Framkvæmdastjóri IMF var búinn að upplýsa,að ekkert væri því til fyristöðu að afgreiða lán IMF til Íslands. Ei að síður dregur IMF afgreiðsluna viku eftir viku.Er engu líkara en IMF taki þátt í því með Bretum og Hollendingum að kúga smáþjóðina,Íslendinga.

 

Björgvin Guðmundsson


Geir: Engin áform um að flýta kosningum

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir engin áform um að flýta kosningum að svo stöddu. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna.

Steingrímur spurði ráðherra út það hvernig til stæði að standa að upplýsingagjöf til almennings og sagði reiðina mikla í samfélaginu og með réttu. Þá sagði hann að almenningur yrði að geta treyst því að mál yrðu rannsökuð og spurði hvort ekki væri hægt að gefa til kynna að um leið og aðstæður leyfðu yrði boðað til kosninga. Enn fremur spurði hann hvernig ríkisstjórnin ætlaði að verja heimilin og atvinnulífið næstu daga og næstu vikur. Þessi mál þoldu enga bið og hver einasti dagur væri ákaflega dýrkeyptur.

Geir H. Haarde svaraði því til að engin áform væru um að flýta kosningum að svo stöddu. Þá vísaði hann til þess varðandi spurningu um rannsókn á bankahruninu að formenn flokkanna ynnu að því máli. Fundað yrði síðar í dag og þar leitað leiða til að flytja sameiginlegt þingmál um rannsókn. Þá sagði hann að honum þætti miður ef mönnum þætti sem upplýsingagjöf væri ekki með eðlilegum hætti en benti á að opnað hefði verið sérstakt símaver og ráðuneyti myndu einnig veita upplýsingar og liðsinni. Þá ynnu ýmsar stofnanir eins og Íbúðalánasjóður og Vinnumálastofnun hörðum höndum að því að leysa vanda einstaklinga.

Steingrímur sagði þá að það óskynsamlegt hjá forsætisráðherra að tala svona um kosningar. Það væri veruleikafirring og hlutirnir muni aldrei ganga án kosninga innan skamms. Varðandi rannsókn sagði hann tímann nauman og vildi hann að í þessari viku liti frumvarp þar um dagsins ljós. (visir.is)

Mér kemur svar Geirs ekki á óvart. En mér kæmi ekki á óvart þó afstaðan mundi breytast eftir áramót og ákveðið yrði að kjósa næsta vor

 

Björgvin Guðmundsson


    Framkvæmdastjóri Samfylkingar vill víðtæka endurskoðun á stjórnarheimilinu

    Skúli Helgason,framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, skrifar athyglisverðan leiðara á heimasíðu Samfylkingarinnar í dag..Hann segir,að núverandi ríkisstjórn geti ekki haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.Það þurfi víðtæka endurskoðun á stjórnarheimilinu. Honum farast svo orð m.a.:

    Krafan um pólitíska ábyrgð er  mjög skiljanleg við núverandi aðstæður, þegar allar forsendur hafa kollvarpast, hvað varðar kjör almennings og fyrirtækja, fjárlög, kjarasamninga og svo mætti áfram telja. Almenningur getur dregið stjórnmálamenn til ábyrgðar í kosningum og því er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að hugmyndin um kosningar komi fram. Kosningar geta þó ekki orðið á næstu vikum eða mánuðum því nú ríður á að stjórnvöld einbeiti sér að bráðaaðgerðum til að styrkja stöðu efnahagslífsins og bæta hag heimila og fyrirtækja.

    Hitt er morgunljóst að núverandi ríkisstjórn getur ekki haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ástandið kallar á víðtæka endurskoðun á stjórnarheimilinu. Stjórnarflokkarnir sem hafa mikinn meirihluta á Alþingi, þurfa nú að setjast niður og freista þess að ná saman um framsæknar aðgerðir sem taka mið af gjörbreyttu landslagi en vísa veginn til framtíðar.

    Ég er sammála Skúla.Forseti ASÍ,Gylfi Arnbjörnsson,sagði í Mannamálum Stöðvar 2 í gærkveldi,að fjármálaráðherra og  viðskiptaráðherra ættu að axla ábyrgð og víkja.

     

    Björgvin Guðmundsson

     

     


    Nýtum öll tækifæri til sóknar

    Nú ríður á að endurskoða öll mál og nýta öll tækifæri til sóknar til þess að  reisa Ísland við.Við verður að nýta auðlindir okkar,gufuorkuna,vatnsorkuna og fiskimiðin.Við þurfum að efla orkuútrásina og leggja til hliðar gamlar deilur´ um aðferðafræði í því sambandi. Við höfum þegar unnið ágætt undirbúningsstarf við orkuútrás og nú þarf að setja aukinn kraft á hana.Við erum þegar í sambandi við þjóðir í Asíu ,sem áhuga hafa á samstarfi um orkunýtingu.Nú þarf að nýta þessa möguleika alla. Ég tel einnig,að nota verði alla kosti til uppbyggingar áliðnaðar í landinu.Hraða þarf byggingu   álverksmiðju við Bakka og leyfa stækkun álverksmiðjunnar í Hafnarfirði.Ef við ætlum að vinna okkur fljótt út úr erfiðleikunum verðum við að nota alla möguleika til sóknar.Og síðast en ekki síst þurfum við að auka þorskvótann strax.

     

    Björgvin Guðmundsson

     


    Verður stjórnarsáttmálinn endurskoðaður

    Skýrt var frá því í hádegisfréttum RUV,að mikill þrýstingur væri á það í Samfylkingunni að stjórnarsáttmálinn yrði endurskoðaður.Margir í Samfylkingunni teldu stjórnarsáttmálann orðinn úreltan vegna þeirra atburða sem gerst hefðu í efnahagsmálum og peningamálum.Væri nauðsynlegt að marka nýja stefnu í peningamálum og Evrópumálum.Mikil rök eru fyrir þessari endurskoðun.

    Ekki hefur neitt komið fram enn sem gefur vísbendingu um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þessa máls.Sjálfstæðisflokkurinn getur að   sjálfsögðu bent á,að stjórnarsáttmálinn sé í fullu gildi. En hætt er við því,að ef sáttmálinn verður ekki endurskoðaður og endurnýjaður þá muni stjórnin springa. Það er heldur ekki  víst að það dugi að endurskoða málefnin. Það verður líka að stokka stjórnina upp.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Óbreyttir félagsmenn krefjast félagsfundar í VR

    Þetta gekk ljómandi vel um helgina. Við erum komnir með miklu meira en þær 200 undirskriftir sem þarf til að krefjast almenns félagsfundar. Við vonumst til að geta afhent listana í hádeginu,“ segir Kristófer Jónsson, félagsmaður í VR og einn skipuleggjenda mótmælafundar við höfuðstöðvar VR í hádeginu. Mótmæli félagsmanna í VR halda áfram í dag en þeir vilja stjórn VR burt vegna niðurfellingar ábyrgða hjá starfsmönnum Kaupþings.

    Félagsmenn hafa mótmælt síðustu daga við höfuðstöðvar VR. Á fyrsta mótmælafundi mættu örfáir en stöðugt hefur bæst í hópinn. „Það stoppar varla síminn og fjölmargir hafa boðað komu sína. Þá fundum við mikinn stuðniong við okkar málstað við söfnun undirskriftanna um helgina. Reiðin kraumar í fólki vegna þessa gjörnings,“ segir Kristófer Jónsson.

    Samkvæmty lögum VR er stjórninni skylt að boða til fundar, þegar eigi færri en 200 félagsmenn krefjast þess skriflega og skal fundurinn haldinn innan 7 daga frá því að stjórninni barst krafan í hendur. Óvíst er hvort löglega boðaður félagsfundur getur sett stjórnina af að sögn Kristófers. Það er í skoðun.

    Mótmælafundurinn er boðaður klukkan 12 í dag við höfuðstöðvar VR í Húsi verslunarinnar í Kringlunni.(mbl.is)

     

    Ljóst er,að mikil undiraldra er í VR.Félagsmenn eru óánægðir.Þeir telja,að formanninum hafi orðið á mistök þegar hann samþykkti í stjórn Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda og annarra á lánum vegna hlutafjárkaupa í Kaupþingi.Skýring formannsins á því heldur ekki.

     

    Björgvin Guðmundsson

     

     

    8mb

    Fara til baka 


    mbl.is Krefjast almenns félagsfundar í VR
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Hvað þurfum við að greiða mikið vegna Ice safe reikninga?

    Bretar og Hollendingar hafa verið duglegir í áróðursstríðinu um Ica safe reikningana.Af þeim sökum eru margir Íslendingar komnir á þeirra band.En um hvað snýst málið? Að mínu mati snýst það um það hvort Ísland verði að greiða að fullu þá upphæð,sem nefnd er í EES samningnum,sem trygging á innistæðu hvers sparifjáreiganda eða hvort greiða megi það,sem er í tryggingasjóði sparifjár.Virtir íslenskir lögfræðingar( Stefán Már Stefánsson o.fl.) hafa sett fram það lögfræðilega sjónarmið  að Íslandi beri ekki skylda til þess að greiða meira en sem svarar því sem  er í tryggingasjóði umrædds banka vegna spariinnistæðna.Bent er á,að ekki sé til þess ætlast,að lítil ríki setji fjárhag sinn í uppnám vegna trygginga á spariinnistæðum í erlendum bönkum.Með hliðsjón af framansögðu tel ég að Ísland eigi að halda sig við túlkun  Stefán Más Stefánsssonar á lögunum og greiða einungis sem svarar því sem er í tryggingasjóðum vegna spariinnlána.Ekki kemur til greina að láta Breta  og Hollendinga kúga okkur í þessu efni. Ef þeir koma í veg fyrir að við fáum lán hjá IMF með þvingunaraðgerðum verðum við að snúa okkur annað. Við látum ekki kúga okkur.Við verðum þá að endurskoða hverjir eru í raun vinir okkar.

    Ef í nauðir rekur ráða Norðmenn við að lána okkur alla lánsupphæðina,sem við þurfum.

     

    Björgvin Guðmundsson

     

     


    Líst ekki á hugmynd Vilhjálms

    Mér líst ekki á hugmynd Vilhjálms Egilssonar um að afhenda erlendum kröfuhöfum íslensku bankana.Rök hans eru þau,að þá verði auðveldara að fá lán erlendis.Mikill fjöldi banka erlendis hefur orðið gjaldþrota svo erlendir aðilar eru tæplega óvanir gjaldþrotum ytra.Íslenska ríkið ber ekki ábyrgð á skuldsetningu íslenskra fyrirtækja ( banka) erlendis.Þess vegna tel  ég þá leið,sem farin  var með  neyðarlögunum vera eðlilega,þ.e. þá að kljúfa bankana í tvennt , stofna  nýja  banka um innlendu starfsemina en láta gömlu bankana sitja uppi með  erlendu skuldirnar,sem þeir skófluðu upp og  engin leið  er að greiða.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Bloggfærslur 10. nóvember 2008

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband