Hvað þurfum við að greiða mikið vegna Ice safe reikninga?

Bretar og Hollendingar hafa verið duglegir í áróðursstríðinu um Ica safe reikningana.Af þeim sökum eru margir Íslendingar komnir á þeirra band.En um hvað snýst málið? Að mínu mati snýst það um það hvort Ísland verði að greiða að fullu þá upphæð,sem nefnd er í EES samningnum,sem trygging á innistæðu hvers sparifjáreiganda eða hvort greiða megi það,sem er í tryggingasjóði sparifjár.Virtir íslenskir lögfræðingar( Stefán Már Stefánsson o.fl.) hafa sett fram það lögfræðilega sjónarmið  að Íslandi beri ekki skylda til þess að greiða meira en sem svarar því sem  er í tryggingasjóði umrædds banka vegna spariinnistæðna.Bent er á,að ekki sé til þess ætlast,að lítil ríki setji fjárhag sinn í uppnám vegna trygginga á spariinnistæðum í erlendum bönkum.Með hliðsjón af framansögðu tel ég að Ísland eigi að halda sig við túlkun  Stefán Más Stefánsssonar á lögunum og greiða einungis sem svarar því sem er í tryggingasjóðum vegna spariinnlána.Ekki kemur til greina að láta Breta  og Hollendinga kúga okkur í þessu efni. Ef þeir koma í veg fyrir að við fáum lán hjá IMF með þvingunaraðgerðum verðum við að snúa okkur annað. Við látum ekki kúga okkur.Við verðum þá að endurskoða hverjir eru í raun vinir okkar.

Ef í nauðir rekur ráða Norðmenn við að lána okkur alla lánsupphæðina,sem við þurfum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Klúðruðum við tryggingarsjóðsvinklinum þegar neyðarlögin voru sett? Þá var það lögleitt að sum dýr (sparifjáreigendur) væru jafnari en önnur einfaldlega vegna þess að þau voru íslensk. Hefði ekki verið betra að láta allt sparifé fara og reyna svo að bjarga íslendingum seinna, þegar mesta moldviðrið væri afstaðið?

Villi Asgeirsson, 10.11.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband