Laugardagur, 15. nóvember 2008
30.000 hafa lífeyri undir 100 þúsund kr. á mánuði
Lífeyrissjóðirnir eru mjög mikilvægir fyrir lífeyrisþega. En þeir eru mjög misjafnlega vel staddir. Verkamenn og iðaðarmenn byrjuðu seint að leggja í lífeyrissjóð og því er sá lífeyrir,sem þeir fá greiddan á efri árum mjög lágur.Lífeyrisssjóður ríkisstarfsmanna er mjög sterkur og nýtur auk þess ríkistryggingar.30.000 lífeyrisþegar fá lífeyri undir 100 þús. kr. á mánuði.Margir eru með 40-50-þús. Það er sáralítið.
En þó lífeyrir úr lífeyrissjóði sé lágur reynir ríkið samt að krukka í hann á tvennan hátt. Bætur eldri borgara hjá TR eru skertar vegna lífeyrisgreiðslna, Af þeim sökum heldur sá,sem fær 50 þús. kr. úr lífeyrissjóði í raun aðeins helmingnum af lífeyri sínum úr lífeyrissjóði.Og síðan skattleggur ríkið líka lífeyristekjur úr lífeyrissjóði.Það er fáheyrt. Það þarf að taka upp frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna. Frítekjumarkið ætti að vera 100 þús. kr. á mánuði.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Mótmæli á Austurvelli eðlileg
Í dag kl. 3 verður haldinn mótmælafundur á Austurvelli en slíkir fundir hafa verið haldnir þar reglulega undanfarna laugardag.Mér finnst eðlilegt,að fólk mótmæli. Mér finnst eðlilegt að fólk sé óánægt og reitt vegna þess hvernig komið er fjármálakerfi okkar og efnahagskerfi.Fólk er einnig reitt vegna þess að það hefur tapað hluta af sínu sparifé á sérreikningum í bönkunum.Það var búið að telja fólki trú um að bankarnir væru öruggir en svo reyndist ekki vera.
Hverjir bera ábyrgð á því hvernig komið er? Seðlabanki,Fjármálaeftirlit og stjórnendur bankanna bera ábyrgðina.En stjórnvöld bera einnig ábyrgð.Eftirlitsstofnanir,Seðlabanki og Fjármálaeftirlit brugðust.Stjórnvöld brugðust. Fólkið á Austurvelli vill,að einhver axli ábyrgð á því hvernig komið er.Margir hafa í því sambandi beint sjónum sínum að Seðlabankanum. Aðrir hafa bent á ríkisstjórnina.Búast má við að mótmælin magnist og fjöldi á mómælafundum verði meiri og meiri.En ég legg áherslu á,að mótmæli farið friðsamlega fram,ella missa þau marks.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Eignir Nýja Landsbanka 1300 milljarðar
Nýi Landsbankinn eða NBI hf. er stærstur ríkisbankanna þriggja samkvæmt stofnefnahagsreikningum þeirra til bráðabirgða sem Fjármálaeftirlitið hefur birt. Eignir NBI nema rúmlega 1300 milljörðum króna. Eignir nýja Glitnis nema tæplega 886 milljörðum og eingir nýja Kaupþings tæplega 700 milljörðum.
Samanlagt nema eignir bankanna 2886 milljörðum króna en skuldrinar eru samanlagt rúmir 2500 milljarðar.
Útlán til viðskiptavina nema samtals 1826 milljörðum króna hjá nýju bönkunum þremur en innlán viðskiptamanna nema 1156 milljörðum.
Hlutafé NBI hf. er 200 milljarðar króna, Nýja Glitnis 110 milljarðar og Nýja Kaupþings 75 milljarðar.
Um er að ræða bráðabirgðatölur sem háðar eru endurmati sem nú er hafið. Niðurstöður endurmatsins eiga að liggja fyrir innan 90 daga frá því að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins lá fyrir um uppskiptingu gömlu bankanna í október sl.(mbl.is)
Ríkið lagði NBI til 200 milljarða nýtt hlutafé. En að öðru leyti eru eignir bankans komnar úr gamla Landsbankanum.Það eiga að vera til nægar eignir fyrir ábyrgðum Íslands vegna Icesave rekninga Landsbankans.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ný
![]() |
NBI hf. stærstur ríkisbankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Guðni útilokar ekki aðild að ESB
Ákveðið hefur verið að flýta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem halda átti í október á næsta ári, og verður hann í lok janúar. Þá hefur flokkurinn ákveðið að skipa nefnd um Evrópumál og mun hún skila af sér skýrslu sem tekin verður fyrir á fundinum.
Ágúst Ólafur segir að ákvörðun Sjálfstæðisflokksins sé jákvætt skref. ,,Auðvitað hefðum við viljað að hann tæki stærri skref á þessum tímapunkti en við fögnum þessum áfanga. Það eru fjölmargir sem vilja að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu hvort sem litið er til Alþýðusambandsins eða atvinnurekenda og það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki setið eftir."
Ágúst Ólafur vonast til þess að nefndarvinna Sjálfstæðisflokksins muni flýta fyrir breyttri stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. Ríkisstjórnin verði að sækja um aðild að Evrópusambandinu meðal annars til þess að þjóðin komist upp úr þeim öldudal sem hún er í þessa stundina.(mbl.is)
Yfirlýsing Guðna er mjög athyglisverð. Svo virðist sem hann hafi ákveðið að halla sér að ESB eftir að Bjarni Harðarson sagði af sér þingmennsku en Bjarni var eini stuðningsmaður Guðna í Evrópumálum í þingflokknum.Guðni hefur séð fram á að einangrast algerlega í Framsókn ef hann mundi ekki breyta um stefnu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Guðni vill skoða ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Ágúst Ól.:Samfylkingin getur ekki beðið út kjörtímabilið
Ákveðið hefur verið að flýta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem halda átti í október á næsta ári, og verður hann í lok janúar. Þá hefur flokkurinn ákveðið að skipa nefnd um Evrópumál og mun hún skila af sér skýrslu sem tekin verður fyrir á fundinum.
Ágúst Ólafur segir að ákvörðun Sjálfstæðisflokksins sé jákvætt skref. ,,Auðvitað hefðum við viljað að hann tæki stærri skref á þessum tímapunkti en við fögnum þessum áfanga. Það eru fjölmargir sem vilja að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu hvort sem litið er til Alþýðusambandsins eða atvinnurekenda og það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki setið eftir."
Ágúst Ólafur vonast til þess að nefndarvinna Sjálfstæðisflokksins muni flýta fyrir breyttri stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. Ríkisstjórnin verði að sækja um aðild að Evrópusambandinu meðal annars til þess að þjóðin komist upp úr þeim öldudal sem hún er í þessa stundina.(visir.is)
Það mun áreiðanlega draga til tíðinda í Sjálfstæðisflokknum í Evrópumálum og fleiri málum í lok jan
uar.Ef til vill mun Sjálfstæðisflokkurinn þá samþykkja,að sækja eigi um aðild að ESB. Mér kæmi það ekki á óvart.
Björgvin Guðmundsson