Mótmæli á Austurvelli eðlileg

Í dag kl. 3 verður haldinn mótmælafundur á Austurvelli en slíkir fundir hafa verið haldnir þar reglulega undanfarna laugardag.Mér finnst eðlilegt,að fólk mótmæli. Mér finnst eðlilegt að fólk sé óánægt og reitt vegna þess hvernig komið er fjármálakerfi okkar og efnahagskerfi.Fólk er einnig reitt vegna þess að það hefur tapað hluta af sínu sparifé á sérreikningum í bönkunum.Það var búið að telja fólki  trú um að bankarnir væru öruggir en svo reyndist ekki vera.

Hverjir bera ábyrgð á því hvernig komið er? Seðlabanki,Fjármálaeftirlit og stjórnendur bankanna bera ábyrgðina.En stjórnvöld bera einnig ábyrgð.Eftirlitsstofnanir,Seðlabanki og Fjármálaeftirlit brugðust.Stjórnvöld brugðust. Fólkið á Austurvelli vill,að einhver axli ábyrgð á því hvernig komið er.Margir hafa í því sambandi beint sjónum sínum að Seðlabankanum. Aðrir hafa bent á ríkisstjórnina.Búast má við að mótmælin magnist og fjöldi á mómælafundum verði meiri og meiri.En ég legg áherslu á,að mótmæli farið friðsamlega fram,ella missa þau marks.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mosi fylgdist með mótmælunum s.l. laugardag á Austurvelli í útvarpinu staddur í Skorradal. Þar voru fluttar mjög góðar ræður ungs fólks sem eru þeim tilmikils lofs.

Því miður eru stjórnvöld ekki fullkomnari en svo að enginn telur sig bera ábyrgð fremur en í spilltum löndum svörtustu Afríku. Á meðan ber alþjóðasamfélagið takmarkað traust til íslenskra stjórnvalda. Er þetta nokkuð öðru vísi spilling en þegar t.d. skreiðarseljendur mútuðu stjórnvöldum í Nígeríu til að uppskipun gæti hafist? Því miður er enginn munur þarna á.

Hvað íslensk stjórnvöld hafa verið léleg að upplýsa um stöðu mála. Fjármálaeftirlitið er meira að segja notað til að breiða yfir vitleysuna með því að láta það gefa út mjög rangar vísbendingar 14. ágúst um stöðu bankanna.

Mosi telur engan vafa á að með ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar varð til eitt versta fjárfestingabrjálæði á Íslnadi samfara allt of mikilli bjartsýni um stöðu hagmála. Spáð var gríðarlegri þenslu í samfélaginu og mjög harðri lendingu. Allt hefur það gengið eftir í öllu bjartsýniskastinu. Nú er annað uppi á tengingnum og við munum þrufa töluverðan tíma að ná okkur upp úr þessum vandræðum.

Kannski var vissum stjórnmálamönnum mútað, jafnvel heilum stjórnmálaflokkum til að unnt væri að hefja „uppskipun“ á samningum um byggingu álvera og orkuvera? Það skyldi þó aldrei vera enda hafa mútur til stjórnmálamanna á Íslandi ekki verið skilgreindar sem sérstakur glæpur eins og í flestum löndum. Að þessu leyti erum við ekkert betri en ríki Afríku.

Við þurfum að losna við spillingarstimpilinn! Því skulum við halda mótmælum áfram en hafa þau friðsamleg. Ofbeldi og misvirðing Alþingishússins er engum til sóma né góðum málstað til framdráttar!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.11.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband