Stím ekkert leynifélag.Stjórnarformaður vísar því á bug,að hann hafi verið leppur Jóns Ásgeirs

Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Stíms sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna umfjöllunar um félagið og hann. Hann segir félagið ekki leynifélag, og að afar frjálslega hafi verið farið með staðreyndir í umfjöllun um félagið og persónu sína.

Hann sjái sig því knúinn til að upplýsa um eignaraðild sína og aðkomu að félaginu, og hafi fengið leyfi annarra hluthafa til að birta hluthafalista þess.

Jakob á 7,5 prósenta hlut í félaginu, sem hann segist hafa greitt fyrir með reiðufé. Stærsti hluthafinn, með 32,5 % hluta er félag stofnað af gamla Glitni, sem ætlað var til endursölu. Aðrir hluthafar eru Gunnar Torfason, SPV fjárfesting, BLÓ ehf félag Óskars Eyjólfssonar, Ofjarl ehf félag Jakobs og Ástmars Ingvarssonar, viðskiptavinir Saga Capital, Saga Capital fjárfestingarbanki, Ástmar Ingvarsson og Flosi Jakob Valgeirsson.

Anges Bragadóttir blaðamaður fullyrti í fréttaskýringu í Morgunblaðinu á dögunum að eigendur Stíms séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði til þess að halda uppi gengi bréfa félagsins, sem hefði verið í frjálsu falli.

Jakob vísar því á bug að hann hafi fengið greitt fyrir að ljá félaginu nafn sitt. Hann segir það vonbrigði að bankaleynd hafi verið brotin í þessu máli, það hljóti að vera öllum þeim sem stunda fjárfestingar og viðskipti hjá bankastofnunum mikið áhyggjuefni.

Jakob segir að við stofnun Stíms hafi félagið keypt 3,8 prósenta hlut í FL Group og 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir samtals um 24,8 milljarða króna. Félagið hafi fengið 19,6 milljarða króna lán hjá Glitni fyrir kaupunum með tryggingu í bréfunum.

Bréf í félögunum höfðu lækkað mikið, og batt Jakob vonir við að þau myndu hækka umtalsvert á næstu tólf mánuðum. Það gekk ekki eftir, og segir Jakob að hann hafi tapað öllu því hlutafé sem hann lagði inn í Stím.(visir.is)

Fróðlegt verður að sjá viðbrögð Agnesar við yfirlýsingu Jakobs.Svo virðist,sem  heimildir hennar hafi ekki verið  í lagi. Ef til vill hafa einhverjir óvildarmenn Jóns Ásgeirs plantað sögunni inn hjá henni.

 

Björgvin Guðmundsson



LÍÚ vill annan gjaldmiðil

Stjórn LÍÚ skorar á stjórnvöld að kanna nú þegar kosti þess að taka upp einhliða annan gjaldmiðil. Áskorun þessa efnis var send stjórnvöldum síðdegis. Þar segir að frá því horfið var frá fastgengisstefnu árið 2001, hafi gengi krónunnar í raun verið stýrt með háum vöxtum.

Fyrir vikið hafi gengi krónunnar orðið allt of sterkt um margra ára skeið. Nauðsynlegt sé að grípa hratt til aðgerða til þess til að koma á stöðugleika í efnahagslífinu, lækka vexti og afnema gjaldeyrishöft. Koma þurfi í veg fyrir að fyrirtæki og heimili komist í þrot vegna hárra vaxta og verðbólgu og afstýra stórfelldu atvinnuleysi.(ruv.is)

Það eru talsverð tíðindi,að LÍU vilji taka upp annan gjaldmiðil.Samtökin vilja ekki ganga í ESB en væntanlega gætu þau hugsað sér að taka einhliða upp evru.Persónulega   tel ég,að það mætti taka upp evru einhliða.Það tæki örstuttan tíma en auk þess kæmi til greina að taka upp annan gjaldmiðið,dollar,eða svissneska franka.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Áttundi mótmælafundurinn á Austurvelli í dag

Áttunda laugardaginn í röð er boðað til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Mótmælendum hefur fjölgað frá því skipulögð mótmæli hófust fyrir átta vikum en síðastliðinn laugardag er talið að á bilinu sex til sjö þúsund manns hafi komið saman á Austurvelli. Mótmælendurnir vilja að seðlabankastjórn víki og að boðað verði til þingkosninga. Aðstandendur mótmælanna segja fundinn í dag einnig hafa það markmið að sameina þjóðina og skapa með henni samstöðu og samkennd. Ræðumenn á Austurvelli í dag verða þrír líkt og áður. En það eru Kristín Tómasdottir frístundaráðgjafi, Stéfán Jónsson leikstjóri og Illugi Jökulsson rithöfundur sem flytja þær.(visir.is)

Búist er við því,að fundurinn í dag verði sá fjölmennasti til þessa. Ég hygg,að almenningur sé byrjaður að sjá,að þessi mótmæli geti borið árangur.Hörður Torfason,sem stjórnar fundunum,segir,að þeim verði haldið áfram þar til þeir skili árangri: Stjórn Seðlabanka og FME fari frá og ákveðnar verði þingkosningar.Ég tel,að ríkisstjórni ætti að tilkynna mjög fljótlega að kosið verði í vor.

 

Björgvin Guðmundsson


Morgunblaðið berst fyrir lífi sínu

Þau tíðindi gerðust í gær,að Morgunblaðið gat ekki greitt öllum starfsmönnum sínum laun vegna fjárhagserfiðleika.Framkvæmdastjórinn hvaðst gera sér vonir um að unnt yrði að leysa úr málinu um helgina. Ég veit ekki hvort þetta hefur komið fyrir áður hjá Mbl. en mér er til efs ,að svo sé. Þetta minnti mig á það þegar ég var blaðamaður á Alþýðublaðinu fyrir 55 árum.Þá var iðulega ekki unnt að greiða út laun vegna peningaleysis og gripið var til þess ráðs að láta menn  fá litlar upphæðir í einu,allt niður í 100 kr!

Staða Morgunblaðsins er gerbreytt frá því sem áður var þegar blaðið bar ægishjálm yfir öll önnur blöð. Aukin samkeppni hefur veikt Morgunblaðið á augýsingamarkaði. Þar munaði mest um innkomu Fréttablaðsins en ljóst er,að það blað hefur  tekið gífurlega mikið af auglýsingum frá Mbl. Framkvæmdastjóri Mbl. segir hins vegar,að áskrifendum  blaðsins sé að fjölga nú og blaðið að því leyti í sókn. Mér kemur það ekki á óvart,þar eða blaðið hefur batnað undanfarið.

Upplýst var í dag,að unnið væri að því að fá nýja fjárfesta  til liðs við Árvakur sem hluthafa og yrði reynt að  ljúka þeiirri vinnu um helgina.Nýlega var skýrt frá því að  fyrirtækið 365  hefði eignast 35% hlut í Árvakri og tengist það  m.a. samstarfi um dreifingu og prentun Mbl. og Fréttablaðsins.Eftir það ætti Árvakur bæði blöðin,Mbl. og Fréttablaðið. Þessi  samningur mun hins vegar enn ekki hafa fengið blessun Samkeppniseftirlits. Glitnir er aðalviðskiptabanki Árvakurs og mun Árvakur skulda miklar fjárhæðir þar. Hvort Glitnir kemur inn sem hluthafi í Árvakur er óvíst en alla vega munu koma inn nýir hluthafar. Björgólfur Guðmundsson var einn stærsti hluthafinn í Árvakri en staða hans hefur veikst mikið eftir gjaldþrot Samsons og þrot Landsbankans.Vonandi tekst Árvakri að leysa fjárhagsvandræði sín. Við viljum ekki missa Morgunblaðið.

 

Björgvin Guðmundsson


Ekki verði gengið að skuldurum um hríð

Ríkisstjórnin ætti að taka af skarið og segja að í 6-9 mánuði yrði ekki gengið að skuldurum á meðan krónunni er gefið tækifæri til að styrkjast. Þetta sagði Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur hjá Landsbankanum í viðtali við Björn Inga í Markaðnum í morgun.

Yngvi sagði stöðu þeirra sem keypt hafa fasteignir síðustu ár þegar verðbólan var sem stærst afar erfiða. Fyrirséð væri að bankarnir þyrftu að afskrifa hluta af húsnæðislánum sínum.

Bankarnir og seðlabankinn bera mesta ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir að mati Yngva. Bankarnir hefðu vaxið of hratt án þess að vera með nægan lausafjárviðbúnað. Seðlabankinn væri hinsvegar sá sem ætti að fylgjast með fjármálastöðugleika, hann setti lausafjárreglur og ákvæði bindiskyldu. Bindiskylda hafi hinsvegar verið rýmkuð mikið á undanförnum árum og nánast felld niður. Þetta hafi meðal annars verið grundvöllur fyrir íbúðalán bankanna.(visir.is)

Yngvi Örn hreyfir hér athyglisverðri hugmynd. Ríkisstjórnin hefur boðað aðgerðir til hjálpar fyrirtækjum í næstu viku. Mér kæmi ekki óvart,að þar yrði að finna einhverjar svipaðar aðgerðir og Yngvi Örn vill sjá.En slíkar aðgerðir þurfa að ná bæði til einstaklinga og fyrirtækja.

 

Björgvin Guðmundsson



Tveir hagfræðingar telja,að gjaldeyrislögin muni styrkja krónuna

Tveimur hagfræðingum við Háskóla Íslands ber saman um að nýsamþykkt lög um ströng gjaldeyrishöft muni auðvelda Seðlabankanum að halda gengi krónunnar uppi - tímabundið. Þetta sé þó slæmur kostur en allir kostir séu slæmir.

Tilgangurinn með lögunum er að draga úr líkum á að fjármagn streymi úr landinu og gengi krónunnar falli skarpt í kjölfarið með tilheyrandi verðbólgu og rýrnun lífskjara.

Vilhjálmur Egilsson, formaður samtaka atvinnulífsins, sagði í fréttum útvarpsins að lögin myndu virka þveröfugt og erlendur gjaldeyrir myndi síður berast til landsins.  Gylfi Magnússon, hagfræðingur, hefur hinsvegar trú á því að þetta virki þó tímabundið. Þetta ætti að geta hjálpað Seðlabankanum að halda gengi krónunnar uppi tímabundið.  Með þessu takist að mestu að hefta fjármagnsflótta úr landinu. Þetta gangi í þeim skilningi. Enginn vafi sé á því að þetta sé harkaleg aðgerð sem valda muni viðskiptalífinu verulegum vandræðum á næstu árum því bara það að Ísland hafi í reynd tekið eignir erlendra aðila á Íslandi í gíslingu sé ekki gott fyrir orðspor landsins. Það muni taka langan tíma að vinda ofan af því til viðbótar við allt annað sem gengið hafi á undanfarnar vikur.

 

En er þetta þá ekki óráðlegt að grípa til þessa ráðs? Gylfi segir ekki endilega svo vera.  Þetta sé slæmur kostur, en enginn góður kostur sé í stöðunni.

Gylfi Zoega prófessor í hagfræði segir að stjórnvöld séu að framfylgja þeirri áætlun sem samin var í samvinnu við Alþjoða gjaldeyrissjóðinn og það sé gott.  Stjórnvöld séu að bregðast við óvissu.  Ef opnað yrði skyndilega fyrir allt eftir það sem á undan er gengið síðustu vikur væri ekki hægt að segja til um hvað myndi gerast. Tekið sé eitt skref í einu til að draga úr áhættunni. (ruv.is)

Ég er sammmála Gylfa Magnússyni og Gylfa Zoega,að nýju gjaldeyrislögin muni styrkja gengi krónunnar.eg þau hefðu ekki verið sett hefði verið mikil hætta á fjármagnsflótta út landinu.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Steingrímur tók beitingu Breta á hryðjuverkalögum gegn Íslandi upp í Strassborg

Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, tók beitingu hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum í Bretlandi til umræðu á stjórnarnefndarfundi Evrópuráðsþingsins í Strassborg í dag. Var beiðni um utandagskrárumræðu  sett fram af Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins.

 

Í tilkynningu frá Alþingi kemur fram, að Steingrímur ræddi  einkum um beitingu hryðjuverkalöggjafar Bretlands í tilviki Landsbankans og aðgerðum breskra stjórnvalda gagnvart Kaupþingi auk ummæla breskra stjórnvalda í ljósi samanlagðra afleiðinga fyrir íslenska fjármálakerfið, fyrirtæki og hagkerfið í heild sem og orðspor Íslands almennt.

Þá vakti Steingrímur athygli á hugsanlegri misbeitingu breskra stjórnvalda á hryðjuverkalöggjöf sinni  og því slæma fordæmisgildi sem geti hlotist af beitingu slíkra laga   þegar gripið sé  til þeirra í öðrum tilvikum en þeim þar sem raunverulega sé um að ræða baráttu gegn hryðjuverkum.

Í umræðunni á eftir þótti almennt miður að bresk stjórnvöld skyldu beita sér gegn Íslandi með þeim hætti sem þau gerðu.

Breskir stjórnarandstæðingar bentu m.a. á að þegar hryðjuverkalögin voru sett á sínum tíma  hafi sá hluti laganna, sem notaður var til að frysta eignir Landsbankans, verið samþykktur með þeim formerkjum að þeim yrði eingöngu beint gegn óvinveittum ríkjum eða samtökum. Ísland væri ekki í þeim hópi. Því væri spurningarmerki sett við beitingu laganna í tilviki Landsbankans með vísan til lögmætis, réttlætingar og þess hvort lögunum hefði verið beitt til samræmis við tilefnið í ljósi þeirra alvarlegu afleiðinga sem beiting þeirra hafði fyrir efnahagsvanda Íslands, sem var alvarlegur fyrir.

Sú krafa kom fram í máli eins stjórnarandstöðuþingmannsins að fyrir dómstólum yrði skorið úr um lögmæti þess að beita lögunum í tilviki Landsbankans.

Þingmenn frá Hollandi og Sviss gagnrýndu einnig aðgerðir breskra stjórnvalda. Bent var á að beiting hryðjuverkalaganna bæri vott um skort á samstöðu í röðum aðildarlanda Evrópuráðsins sem sjálfviljug hafa skuldbundið sig til að leysa ágreining sín á milli á grundvelli virðingar fyrir meginreglum réttarfarsríkisins, mannréttindum og lýðræðislegum gildum.

Stjórnarþingmaður frá Bretlandi varði beitingu laganna en lagði jafnframt til að málið yrði skoðað ekki eingöngu með hliðsjón af samskiptum Íslands og Bretlands, heldur með tilliti til samskipta Íslands við stjórnvöld í Hollandi og Þýskalandi sem einnig höfðu málstað innstæðueigenda í íslenskum bönkum að verja.

Þeim tilmælum var komið á framfæri við forseta Evrópuráðsþingsins að vísa málinu til skýrslugerðar annað hvort í efnahags- og viðskiptanefnd Evrópuráðsþingsins eða áður í laga- og mannréttindanefnd þess og taka síðan málið til frekari umræðu á þingi Evrópuráðsþingsins sem verður í lok janúar 2009. (mbl.is)

Steingrímur á þakkir skilið fyrir að taka mál þetta upp á fundi stjórnarnefndar Evrópuþingsins í Strassborg.Það var mikið níðingsverk,sem Bretar frömdu þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Þeir voru að níðast á smáþjóð.Erfitt verður að reikna út hvað þeir sköðuðu okkur mikið fjárhagslega. En það þarf að láta þá greiða skaðabætur.

 

Björgvin Guðmundsson
 

Fara til baka 


Bloggfærslur 29. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband