Tveir hagfræðingar telja,að gjaldeyrislögin muni styrkja krónuna

Tveimur hagfræðingum við Háskóla Íslands ber saman um að nýsamþykkt lög um ströng gjaldeyrishöft muni auðvelda Seðlabankanum að halda gengi krónunnar uppi - tímabundið. Þetta sé þó slæmur kostur en allir kostir séu slæmir.

Tilgangurinn með lögunum er að draga úr líkum á að fjármagn streymi úr landinu og gengi krónunnar falli skarpt í kjölfarið með tilheyrandi verðbólgu og rýrnun lífskjara.

Vilhjálmur Egilsson, formaður samtaka atvinnulífsins, sagði í fréttum útvarpsins að lögin myndu virka þveröfugt og erlendur gjaldeyrir myndi síður berast til landsins.  Gylfi Magnússon, hagfræðingur, hefur hinsvegar trú á því að þetta virki þó tímabundið. Þetta ætti að geta hjálpað Seðlabankanum að halda gengi krónunnar uppi tímabundið.  Með þessu takist að mestu að hefta fjármagnsflótta úr landinu. Þetta gangi í þeim skilningi. Enginn vafi sé á því að þetta sé harkaleg aðgerð sem valda muni viðskiptalífinu verulegum vandræðum á næstu árum því bara það að Ísland hafi í reynd tekið eignir erlendra aðila á Íslandi í gíslingu sé ekki gott fyrir orðspor landsins. Það muni taka langan tíma að vinda ofan af því til viðbótar við allt annað sem gengið hafi á undanfarnar vikur.

 

En er þetta þá ekki óráðlegt að grípa til þessa ráðs? Gylfi segir ekki endilega svo vera.  Þetta sé slæmur kostur, en enginn góður kostur sé í stöðunni.

Gylfi Zoega prófessor í hagfræði segir að stjórnvöld séu að framfylgja þeirri áætlun sem samin var í samvinnu við Alþjoða gjaldeyrissjóðinn og það sé gott.  Stjórnvöld séu að bregðast við óvissu.  Ef opnað yrði skyndilega fyrir allt eftir það sem á undan er gengið síðustu vikur væri ekki hægt að segja til um hvað myndi gerast. Tekið sé eitt skref í einu til að draga úr áhættunni. (ruv.is)

Ég er sammmála Gylfa Magnússyni og Gylfa Zoega,að nýju gjaldeyrislögin muni styrkja gengi krónunnar.eg þau hefðu ekki verið sett hefði verið mikil hætta á fjármagnsflótta út landinu.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband