Afskrifuðu stjórnendur gamla Kaupþings skuldir starfsmanna?

Stjórn Kaupþings lét afskrifa skuldir fjölda starfsmanna bankans áður en hann var þjóðnýttur. Fjármálaeftirlitið segist ekki hafa samþykkt niðurfellingu krafna eða trygginga vegna lánveitinga til starfsmanna bankans.

Kaupþing afskrifaði skuldir fjölda starfsmanna bankans í lok september, örfáum vikum áður en bankinn var þjóðnýttur. Heimildarmaður fréttastofu, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að stjórn bankans hafi tekið þessa ákvörðun. Fjárhæðirnar munu vera háar og skuldir fjölda starfsmanna munu hafa verið afskrifaðar.

Samkvæmt heimildum fréttastofu voru skuldir margra stjórnenda Nýja Kaupþings afskrifaðar. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings vildi ekki svara spurningum fréttamanns þegar náðist í hann í dag. Ekki náðist í Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, né Finn Sveinbjörnsson, forstjóra Nýja Kaupþings.

Starfsmaður skilanefndar Kaupþings sem fréttastofa náði tali af vildi heldur ekki tjá sig um málið. Gunnar Páll Pálsson, sem sat í stjórn gamla Kaupþings segist ekki vita til þess að skuldir starfsmanna bankans hafi verið afskrifaðar.

Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins kemur fram að í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda nýju bankanna segi að skuldbindingar starfsmanna lúti sömu lögmálum og önnur lán sem fluttust yfir til nýju bankanna. Fjármálaeftirlitið hafi ekki samþykkt sérstaklega niðurfellingu krafna eða trygginga vegna lánveitinga til starfsmanna bankanna.

 

Landsbankinn sendi frá sér tilkynningu vegna þessa og vill af því tilefni taka fram að Landsbanki Íslands hf. veitti starfsmönnum ekki lán fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sem hluta af starfskjörum. Því hefur ekki verið um neinar slíkar niðurfellingar skulda starfsmanna eða félaga þeirra að ræða hjá bankanum.(ruv.is)

Hér  er   hreyft stóralvarlegu máli.Væntanlega verður það rannsakað ítarlega hvort umræddar afskriftir  á skuldum starfsmanna gamla Kaupþings hafi átt sér stað.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 


Rétt að kjósa í vor

Ég tel rétt,að fram fari alþingiskosningar næsta vor.Það er svo mikil ólga í íslensku þjóðlífi vegna hruns bankanna og efnahagskreppunnar,að það er rétt að  leyfa þjóðinni að segja álit sitt næsta vor.Svo alvarlegir hlutir hafa gerst í bönkunum,að nauðsynlegt er,að  kjósendur segi til um það  hvort þeir treysti  núverandi alþingi til þess að fara áfram með stjórn landsins. Ef kosningar fara fram eru  þeir flokkar,sem fara með stjórn landsins að axla ábyrgð.Afstaðan til   ESB yrði áreiðanlega eitt aðalmál kosninganna. Það fengist þá væntanlega niðurstaða í það hvort sækja ætti um aðild að ESB.´

Ekki verður kosið nema stjórnarflokkarnir komi sér saman um kosningar.Ég hefi trú á því að svo ætti að geta orðið.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Norðmenn lána okkur 80 milljarða

Norðmenn munu lána Íslendingum 4,2 milljarða norskra króna, jafnvirði um 80 milljarða íslenskra króna, vegna efnahagskreppunnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu norska fjármálaráðuneytisins en vitnað er til hennar á vef Aftenposten.

Þar er jafnframt sagt að norsk stjórnvöld hafi ákveðið að framlengja gjaldeyrisskiptasamninga, sem gerðir voru á milli landanna í sumar, út næsta ár. Þeir áttu að renna út í lok þessa árs og höfðu Íslendingar þegar dregið á hluta þeirra.

Í yfirlýsingu frá fjármálaráðuneytinu segir að Seðlabanki Noregs veiti þeim íslenska lánið en norska ríkisstjórnin muni eins fljótt og auðið er leggja fram tillögu fyrir Stórþingið um að ríkisábyrgð fyrir slíku láni. Lánið verður til 4-5 ára eftir því sem segir í yfirlýsingunni.

Þar er einnig haft er eftir Kristinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, að bankastjórn Seðlabanka Noregs hafi í síðustu viku samþykkt að framlengja gjaldeyrisskiptasamninginn við Seðlabanka Íslands að ósk hins síðarnefnda. Enn fremur hafi Seðlabanki Noregs fallist á langtímalán í evrum, andvirði 500 milljóna evra, eða 4,2 milljarða norskra króna.

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jonas Gahr Störe funduðu hér á landi í dag en þar kom fram að engar tölur hefðu verið nefndar um lán en að það yrði gert á næstu dögum.

Þetta lán bætist við 250 milljarða króna lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem þegar hefur verið sótt um.(visir.is)

Norðmenn hafa hér reynst vinir í raun. Þeir koma í kjölfar Færeyinga en þessar þjóðir eru fyrstar Norðurlandaþjóða  að veita okkur lán til viðbótar láni IMF.

Björgvin Guðmundsson


Reyndu bankarnir að fella krónuna?

Pétur Blöndal  formaður viðskiptanefndar Alþingis líkir því við árás á fullveldi þjóðarinnar ef bankar og fjármálafyrirtæki hafi haft samantekin ráð um að taka stöðu gegn íslensku krónunni. Samningar um stöðutöku gegn íslensku krónunni nema allt að 720 milljörðum  króna en Morgunblaðið greinir frá því í dag að þetta hafi komið í ljós við skoðun á efnahagsreikningum bankanna. Pétur segir öllu máli skipta hvort þetta hafi verið samantekin ráð.  Auðvitað geti verið um eðlileg viðskipti að ræða eða framvirka gjaldeyrisamninga en þetta þurfi að skoða gaumgæfilega sem og allan grun um sviksamlegt athæfi.

Pétur segist telja ýmislegt bogið við regluverk Evrópusambandsins og eins reglur í alþjóðlegum viðskiptum með framvirka samninga. Það sýni sig í viðskiptum með olíu núna að það sé eitthvað mikið að þessu samningakerfi .  Hann segist enn telja að við getum notast við krónu. Þá sé ljóst að það þurfi að koma hlutunum í lag áður en hægt sé að skoða hvort það eigi að breyta um gjaldmiðil.  Hægt sé að spyrja sig á hvaða gengi eigi að taka upp evru eða að norska krónu?  Svörin við þessu hafi gríðarlega áhrif á skuldir og eignir einstaklinga.(mbl.is)

Það hefur mikið verið skeggrætt um það hvort bankarnir hafi vísvitandi reynt að fella íslensku krónuna.Það verður væntanlega kannað til fulls hvort svo hafi verið. Það  er eins og Pétur Blöndal segir atlaga að fullveldi þjóðarnnar,ef bankarnir hafa vísitandi verið að fella krónuna.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Árás á fullveldi þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótel D ' Angleterra í eigu islenska ríksins

Danska blaðið Berlingske Tidenede segir í dag að þekktasta hótel Norðurlanda, D´Angleterre í Kaupmannahöfn sé komið í eigu íslenska ríkisins í gegnum Nýja Landsbankann.

Auk hótelsins er Landsbankinn orðinn eigandi að fleiri þekktum stöðum í Kaupmannahöfn eins og Copenhagen Corner, Kong Frederik og Front.

Landsbankinn gamli fjármagnaði kaup Nordic Partners á þessum eigum árið 2007. Hefur bankinn stór veð í eignunum sökum þessa en ljóst var á þessum tíma að þessar eignir voru keyptar á yfirverði.

Gísli Reynisson stjórnarformaður Nordic Partners segir í samtali við Berlingske að hluti af fjármögnun þeirra hafi komið frá Landsbankanum sem nú sé orðinn að ríkisbanka. Hann veit þó ekki til að samningum Nordic við Landsbankann hafi verið breytt.

„Hins vegar finnum við fyrir áhyggjum hjá fólki með að íslenskur banki standi að fjármögnuninni," segir Gísli.

Í Berlingske segir að hinir íslensku fjárfestar í Nordic Partners hafi verið óheppnir með dönsk kaup sín. Bæði hótelin, D´Angleterre og Kong Frederik, séu rekin með tapi og sama eigi við um fasteign þeirra í Amaliegade sem kallast Lille Amalienborg og stendur við hliðina á dönsku konungshöllinni.

Í ljós hefur komið að Nordic Partners yfirtók áhvílandi skuldir í þeim félögum sem áttu þessar eignir fyrir þannig að kaupverðið er í raun mun hærra en þær 700 milljónir danskra króna eða 14 milljarðar króna sem áður var talið.(visir.is)

Það er mikill völlur  á Íslendingum að kaupa þekktasta hótel Norðurlanda,einn þekktasta veitingastað Kaupmannahafnar,þekktustu verslunarmiðstöðina, Magasin du Nord og Illum. En ekki var allt sem sýnist. Eignarhald Íslendinga á þessum eignum er ótraust.

Björgvin Guðmundsson



Ójöfnuður meiri hér en í Bandaríkjunum!

Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur skrifar athyglisverða grein um óföfnuð í Mbl. í dag. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu,  að ójöfnuður sé meiri hér á landi en í Bandaríkjunum, þ.e.á árinu 2007.Hann segir,að ójöfnuður, mældur á hefðbundinn hátt sem Gini stuðull ráðstöfunartekna hjóna sé kominn upp í 42  og hafi því tvöfaldast  frá árinu 1993  er stuðullinn var 21.Guðmundur segir,að ójöfnuður hér sé nokkru meiri en í Bandaríkjunum og sennilega sá mesti í hinum vestræna heimi.

Mér kemur þetta ekki á óvart.Þorvaldur Gylfason hefur í mörgum greinum sýnt fram á þetta og Stefán Ólafsson hefur einnig skrifað um það.Ástæðan fyrir ojöfnuðinum hér er sú,að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar gerði ráðstafanir í skattamálum sem juku ójöfnuð. Hátekjuskattur var afnuminn en  skattur á hinum lægst launuðu aukinn meira en á öðrum. Því miður hefur þetta lítið lagast í tíð núverandi stjórnar.

Björgvin Guðmundsson


Norskur hagfræðingur:Ábyrgðin liggur hjá bönkum,ríkisstjórn,Seðlabanka,FME og alþingi

Ábyrgðin vegna íslenska efnahagshrunsins liggur fyrst og fremst hjá bönkunum, ríkisstjórn, Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og Alþingi. Þetta segir norski hagfræðingurinn Harald Magnus Andreassen, hagfræðingur hjá norska verðbréfafyrirtækinu First Securites, en hann hefur kynnt sér íslensk efnahagsmál.

„Þessar stofnanir samfélagsins eru ábyrgar með einum eða öðrum hætti. En ekki venjulegt fólk, Jón og Gunna,“ segir Andreassen.

Andressen segist ekki skilja hvers vegna ekki var gripið í taumana áður en í óefni kom á Íslandi. „Það er ekki hægt að kenna alþjóðlegu fjármálakreppunni um ófarir Íslands. Það eru tvö og halft ár síðan ég skrifaði um stöðuna á Íslandi og benti þar á að eitthvað undarlegt ætti sér stað. Ég hef fengið margs konar viðbrögð frá hagfræðingum og bankamönnum víða að. Þar hefur verið bent á að það sem væri að gerast á Íslandi, bæði í efnahagslífinu og hvað varðaði vöxt bankanna, gæti ekki byggst á góðri hagfræði. Og sú reyndist raunin.“

„Að vissu leyti má segja að það hafi verið gott að þessi spilaborg hrundi núna en ekki eftir tvö til þrjú ár. Þá hefði þetta orðið ykkur enn dýrkeyptara. Það hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu, en þið voruð heppin að hrunið varð núna.“ segir hann.(mbl.is)

Ég er sammmála norska hagfræðingnum og hefi raunar sett sömu skoðun fram í pistlum mínum áður. Ábyrgðin liggur hjá Seðlabanka,bönkunum,FME og ríkisstjórn. Norski hagfræðingurinn bætir alþingi við og sjálfsagt má réttlæta það þar eð alþingi samþykkti einkavæðingu bankanna.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband