Ójöfnuður meiri hér en í Bandaríkjunum!

Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur skrifar athyglisverða grein um óföfnuð í Mbl. í dag. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu,  að ójöfnuður sé meiri hér á landi en í Bandaríkjunum, þ.e.á árinu 2007.Hann segir,að ójöfnuður, mældur á hefðbundinn hátt sem Gini stuðull ráðstöfunartekna hjóna sé kominn upp í 42  og hafi því tvöfaldast  frá árinu 1993  er stuðullinn var 21.Guðmundur segir,að ójöfnuður hér sé nokkru meiri en í Bandaríkjunum og sennilega sá mesti í hinum vestræna heimi.

Mér kemur þetta ekki á óvart.Þorvaldur Gylfason hefur í mörgum greinum sýnt fram á þetta og Stefán Ólafsson hefur einnig skrifað um það.Ástæðan fyrir ojöfnuðinum hér er sú,að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar gerði ráðstafanir í skattamálum sem juku ójöfnuð. Hátekjuskattur var afnuminn en  skattur á hinum lægst launuðu aukinn meira en á öðrum. Því miður hefur þetta lítið lagast í tíð núverandi stjórnar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Sæll Björgvin.

Þið Þorvaldur getið tekið gleði ykkar á ný, jöfnuður var að snaraukast núna fyrir mánuði síðan. Eru það ekki alveg frábær tíðindi! Allir hafa það jafn skítt. Socialism par excelance.

Annars myndi ég taka varlega orðum Þorvaldar um Gini stuðulinn, það er ekki allt sem sýnist þar. Kíktu frekar á tölur Hagstofunnar, sem reiknaðar eru með fjölmörgum Evrópulöndum til samanburðar, og sjáðu hvað það segir þér. Og þar er jöfnuður á Íslandi með því mesta sem gerist.

Sigurjón Sveinsson, 3.11.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband