Ætla Bretar og Hollendingar að reyna að þvinga Íslendinga?

Hollensk og bresk yfirvöld hafa sagt íslenskum yfirvöldum að þau eigi erfitt með að styðja Íslendinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum nema niðurstaða fáist fyrst í Icesave-deiluna. Þetta kom fram í fréttum RÚV kl. 18.

Þar kom einnig fram að Íslendingar hafi óskað eftir láni frá Kína.(mbl.is)

Forsætisráðherra hefur tekið skýrt fram,að hér sé um tvö aðskilin mál að ræða og ekki komi til greina að Íslendingar láti þvinga sig að afarkostum  við lausn á deilu um Ice save reikninga.Íslendingar munu standa við skuldbindingar sínar og greiða það sem er í tryggingarsjóði vegna umræddra reikninga.Þeir telja sig ekki skuldbundna að greiða meira en er í tryggingarsjóði.Íslenska ríkið á ekki að greiða ótakmarkaðar skuldir einkafyrirtækja í útlöndum.Ég styð Geir Haarde heilshugar í þessu máli. Ef IMF neitar Íslandi um lán vegna þvingunaraðgerða Breta og Hollendinga .verður Ísland að leita annað.Við munum þá treysta á Norðurlöndin,Kína,Rússland og fleiri lönd,sem eru vinveitt okkur.Við getum leitað til Japan og Kanada og jafnvel til Ísrael.Ég er viss um að við getum fengið nægilegt erlent lán þó við tökum ekki lán frá IMF. En við tökum það ekki með  afarkostum. eða þvingunum.

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka


mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk reitt á borgarafundi í Iðnó

Fullt var út úr dyrum á borgarafundi í Iðnó sem var að ljúka fyrir stundu. Þingmenn frá öllum flokkum létu sjá sig á fundinum og greinilegt var að fólki var heitt í hamsi. Nokkrar flottar framsögur voru haldnar en enginn formaður stjórnmálaflokks lét sjá sig að Ómari Ragnarssyni frá Íslandshreyfingunni undanskildnum.

Eins og fyrr segir var mikil reiði í fólki og krafa um svör. Almenningi finnst hann greinilega órétti beittur. Fyrir utan Iðnó voru mótmælendur að safnast saman og byrgja sig upp af mótmælaspjöldum, síðan verður haldið niður á Austurvöll þar sem ástandinu verður mótmælt undir styrkri fundarstjórn Harðar Torfasonar tónlistarmanns.

Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar og fleiri staðfestu á fundinum að búið væri að leita til kínverja um lhugsanlega lánveitingu.(vísor.is)

Það er eðlilegt,að fólk sé reitt.Margir hafa misst sparnað sinn og aðrir atvinnuna og spá Seðlabankans lofar ekki góðu.Nauðsynlegt er,að ríkisstjórnin hraði aðgerðum í þágu heimilanna.

Björgvin Guðmundsson



Tryggvi Þór: Mistök að þjóðnýta Glitni

Tryggvi Þór Herbertsson fyrrverandi efnahagsráðgjafi Ríkisstjórnarinnar segir að þeir Geir H. Haarde hafi ekki verið sammála um hvaða leiðir ætti að fara. „Ég lagði til aðrar leiðir, stundum var hlustað og stundum ekki," sagði Tryggvi í Markaðnum hjá Birni Inga á Stöð 2 fyrir stundu. Hann segir neyðarlögin hafa verið skrifuð nóttina áður en þau voru sett og   hann myndi ekki snerta á pólitík með tveggja metra löngu priki.

Tryggvi hætti óvænt sem efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar og hefur lítið gefið upp um ástæður þeirrar ákvörðunnar til þessa. Hann segir að eftir 15.september þegar Lehman borthers fóru á hausinn og lánalínur hafi byrjað að þorna, ekki síst á jaðarsvæðum eins og Íslandi hafi hann séð að það stefndi í óefni.

„En að þetta skyldi fara nákvæmlega svona sá maður ekki fyrir. En ég sá það mjög fljótlega að með því að fara svokallaða Glitnisleið myndi það valda dómínóáhrifum inn í hagkerfið," segir Tryggvi.

Tryggvi viðurkenndi að honum hefði fundist sín rödd ekki ná nægjanlega í gegn. Aðspurður um stirð samskipti við Davíð Oddsson seðlabankastjóra sagði Tryggvi það einungis vera sögusagnir.

„Það er kjaftað um að það hafi verið núningur okkar á milli. En það voru ekki mikil samskipti og við töluðum ekki mikið saman um þessa hluti. En ég heyri úti í bæ að það sé ekki talað alltof vel um mann á þeim vígsstöðvum, það dæmir sig bara sjálft."

Tryggvi sagðist sjálfur hafa séð lögfræðingana sem skrifuðu neyðarlögin hafa verið við þá iðju nóttina áður en lögin voru sett. „Það að búið væri að skrifa þau, stenst því ekki."

Tryggvi var síðan spurður hvort að þessi stuttu og snörpu kynni hans af stjórnmálum hefðu kveikt áhuga hans á að hella sér út í pólitík. „Ég viðurkenni að fyrir nokkrum árum kitlaði það mig en það hefur dregið allverulega úr þeim áhuga eftir að ég varð vitni að þeim hlutum sem hafa verið í gangi. Í dag myndi ég ekki snerta á stjórnmálum með tveggja metra löngu priki, ekki frekar en þú," sagði Tryggvi við Björn Inga Hrafnsson og hló.

Tryggvi sagðist einnig hafa upplýsingar um það innan úr Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að það stæði ekki til að samskipti okkar við Bretland og Holland kæmu í veg fyrir lánið. „Það eru allavega algjörlega þau skilaboð sem ég hef fengið og það er ekki héðan frá Íslandi."

Tryggvi ráðleggur fólki líka að frysta húsnæðislánin sín fyrst sá möguleiki er fyrir hendi. „Ég ætla ekki að borga af íbúðalánunum mínum á meðan þessi möguleiki er fyrir hendi, ég ætla að bíða þar til gengið jafnar sig."

Tryggvi sagði einnig að brýnasta verkefnið væri að koma gjaldeyrismarkaðnum í gang og við það að krónan færi á flot myndi gengið falla mjög mikið. Hann telur hinsvegar að við eigum að taka þann skell því gengið muni jafna sig fljótt aftur, á nokkrum vikum. Hann sagði að við ættum allra síst að fara í skömmtun á gjaldeyri.( visiri.s)

Tryggvi Þór bætist í hóp margra sérfræðinga,sem telja,að það hafi verið óráð að þjóðnýta Glitni.Fróðlegt væri að vita hvaða sérfræðinga ríkisstjórnin hafði sér við hlið þegqr hún ákvað að þjóðnýta Glitni. Aðalhagfræðingur Seðlabankans var ekki með í ráðum. Ef Glitnir hefði ekki verið ríkisvæddur hefðu hlutirnir farið öðru vísi.

 

Björgvin Guðmundsson

 



Varnarræða Sigurðar Einarssonar

Björn Ingi Hrafnsson  ræddi við Sigurð Einarsson fyrrverandi formann bankaráðs Kaupþings í Markaðnum á Stöð 2 í morgun. Þetta var langt og ítarlegt viðtal og má eiginlega líta svo á,að í viðtalinu hafi Sigurður flutt eins konar varnarræðu fyrir sig og bankann,sem nú er kominn í þrot.

Hann sagði að rétt áður en Glitnir var þjóðnýttur hafi verið 2ja daga stjórnarfundur í Kaupþingi og þá hafi staða Kaupþings verið mjög góð,þar á meðal lausafjárstaða og ráðamenn bankans talið að bankinn mundi lifa af kreppuna.En helgina á eftir var Glitnir þjóðnýttur með þeim afleiðingum að lánshæfismat ríkisins og bankanna lækkaði  strax og lánalínur til Íslands lokuðust. Sú ráðstöfun Breta að  setja Kaupþing  í Bretlandi í greiðslustöðvun og að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi hafi fellt kaupþing og sett hann í þrot. Kaupþing var að selja starfsemi sína í Bretlandi gegnum þýskan banka og það hefði gengið í gegn á 24 tímum og bjargað bankanum.

Sigurður sagði,að Fjármálaeftirlitið hefði átt að stöðva starfsemi Ice safe sl vor eða í mars sl. en þá hefði FME  verið ljóst hvert stefndi þar.Björn Ingi Hrafnsson spurði Sigurð um samskipti hans við Davíð Oddsson. Sigurður sagði,að hann (DO)  hefði lengi reynt að koma höggi á hann. Þeim hefði lent saman á fundi IMF í fyrra og þá hefði DO hótað að fella  Kaupþing.

Sigurður sagði,að .að   það hefðu verið mistök hjá Kaupingi að flytja ekki aðalstöðvar bankans til útlanda en þá hefði hann ekki farið í þrot.Þetta hefði komið til athugunar en ekki orðið úr því. Eins sagði Sigurður,að það hefði hjálpað Kaupþingi,ef Kaupþing hefði tekið upp evru ( skráð hlutabréf í evrum).Kaupþing hefði sótt um það en dregið umsóknina til baka vegna tilmæla fjármálaráðherra og andstöðu Seðlabankans.

 

Björgvin Guðmundsson


76000 hafa skrifað undir ávarp til Breta

Tæplega 76.000 manns hafa skrifað undir ávarp Íslendinga til bresku ríkisstjórnarinnar sem er á vefsíðunni www.indefence.is.Herferðin „Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn“ hófst eftir að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalöggjöf gegn Landsbankanum.(mbl.is)

 

Ávarpið verður afhent Bretum einhvern næstu dag og þá kynnt fjölmiðlum vel. Er vonandi,að ávarpið hafi einhver áhrif á bresku þjóðina.Sú gerð Breta að beita hryðjuverkalögum gegn Íslendingum er

óásættanleg aðgerð,sem hefur valdið Íslendingum gífulegu tjóni. Er óvíst,að nokkru sinni muni gróa um heilt milli þjóðanna eftir þessa dæmalausu framkomu við Íslendinga.

 

Björgvin Guðmundsson


 


mbl.is Tæpur fjórðungur þjóðarinnar hefur undirritað ávarp til Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valgerður Bjarnadóttir fulltrúi Samfylkingar í stjórn Seðlabanka

Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið  kjörin af Alþingi í bankaráð Seðlabankans. Hún tekur sæti  í stað Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hagfræðings, sem sagði sig úr stjórn bankans 9. október. Valgerður hefur verið varamaður í bankaráði Seðlabankans en Guðmundur Örn Jónsson, verkfræðingur, var kjörinn nýr varamaður í ráðinu.

 

Sigríður Ingibjörg sagði sig úr stjórn Seðlabankans r 9. október s.l.skömmu eftir yfirtöku íslenska ríkisins á Landsbankanum og Glitni´.

Ég er  ánægður með að Valgerður taki sæti í stjórn SÍ.Hún er viðskiptafræðingur að mennt og mjög réttsýn.Hún er mjög vel hæf til þess að taka þarna sæti.

 

Björgvin Guðmundsson 


Segir formaður VR af sér?

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna segir að það sé ekki venja að stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar séu að blanda sér í innri mál félagasamtaka en augljóst sé að staða Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, sé afar erfið.

Gunnar Páll liggur undir þungu ámæli fyrir að hafa setið í stjórn Kaupþings - sem fulltrúi Lífeyrissjóðs VR - og tekið þátt í því í septemberlok að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna sem höfðu keypti hluti í bankanum og tekið til þess lán. Eins og fram hefur komið er búið að lýsa því yfir að sú ákvörðun standi ekki - og starfsmenn eins og aðrir munu borga af sínum lánum.

Þá hefur komið í ljós að Gunnar Páll fékk 6,2 milljónir króna fyrir að sitja stjórnarfundi hjá gamla Kaupþingi á síðasta ári.

,,Þetta er ekki gott fyrir verkalýðsforkólf sem er með heilmikið af láglaunafólki innan sinna raða og það getur ekki verið þægileg staða að standa frammi fyrir þeim hlutum af því tagi sem hann gerir," segir Steingrímur   um stöðu Gunnars Páls.(visir.is)

Ég er sammmála Steingrími.Staða Gunnars Páls er mjög erfið. Það verður mjög erfitt fyrir hann að sitja áfram sem formaður VR eftir það sem á undan er gengið.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 8. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband