Segir formaður VR af sér?

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna segir að það sé ekki venja að stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar séu að blanda sér í innri mál félagasamtaka en augljóst sé að staða Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, sé afar erfið.

Gunnar Páll liggur undir þungu ámæli fyrir að hafa setið í stjórn Kaupþings - sem fulltrúi Lífeyrissjóðs VR - og tekið þátt í því í septemberlok að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna sem höfðu keypti hluti í bankanum og tekið til þess lán. Eins og fram hefur komið er búið að lýsa því yfir að sú ákvörðun standi ekki - og starfsmenn eins og aðrir munu borga af sínum lánum.

Þá hefur komið í ljós að Gunnar Páll fékk 6,2 milljónir króna fyrir að sitja stjórnarfundi hjá gamla Kaupþingi á síðasta ári.

,,Þetta er ekki gott fyrir verkalýðsforkólf sem er með heilmikið af láglaunafólki innan sinna raða og það getur ekki verið þægileg staða að standa frammi fyrir þeim hlutum af því tagi sem hann gerir," segir Steingrímur   um stöðu Gunnars Páls.(visir.is)

Ég er sammmála Steingrími.Staða Gunnars Páls er mjög erfið. Það verður mjög erfitt fyrir hann að sitja áfram sem formaður VR eftir það sem á undan er gengið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband