Mánudagur, 1. desember 2008
Einkavæðing bankanna kostar okkur 2-3000 milljarða
Það ætlar að reynast íslensku þjóðinni dýrt að hafa einkavætt bankana.Fullyrða má,að ef bankarnir hefðu verið áfram í eigu ríkisins þá hefðu þeir ekki komist í þrot.Það var braskstefna einkabankanna,sem fór með þá,gegndarlausar lántökur erlendis til þess að fjármagna fjárfestingar erlendis.Umsvif bankanna voru orðin 12-föld þjóðarframleiðslan.Skuldsetning bankanna erlendis var orðin svo mikil,að engin leið var fyrir bankana að greiða skuldirnar til baka.
Morgunblaðið segir í dag,aö
halli ríkissjóðs til ársloka 2011 verði nærri 470 milljörðum króna, gangi spá
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) eftir. Þar af er gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs árið 2009 nemi um 200 milljörðum króna. Hallinn verður fjármagnaður með útgáfu skuldabréfa og gæti vaxtakostnaður vegna útgáfunnar numið um 280 milljörðum króna. Heildarfjármögnunarþörf ríkisins á næstu árum nemur um 1.660 milljörðum, samkvæmt spá IMF.Að viðbættum vaxtakostnaði fer þetta hátt í 2750 milljarða.Einkavæðing bankanna hefur því svo sannarlega orðið þjóðfélaginu dýrkeypt.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
IMF spáir 470 milljarða króna halla á ríkissjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. desember 2008
Gallup: VG stærsti flokkurinn
Stuðningur við ríkisstjórnina er nú í algjöru lágmarki og leita þarf aftur til ársins 1993 til að finna jafnlítinn stuðning við sitjandi ríkisstjórn. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups.
Gagnrýni okkar á ríkjandi hugmyndafræði og græðgisvæðingu hefur skilað okkur auknu fylgi. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, samkvæmt könnun Gallups. Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með mest fylgi í nóvember en 32% segjast myndu kjósa flokkinn færu Alþingiskosningar fram í dag. Þetta er jafn stórt hlutfall og styður ríkisstjórnina samkvæmt þessari könnun.
Litlu færri að 31% segjast myndu kjósa Samfylkinguna og breytist fylgi flokksins lítið milli mánuða. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar verulega milli mánaða eða um 14 prósentustig og mælist nú liðlega 32%.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar verulega annan mánuðinn í röð og mælist flokkurinn nú með 21% fylgi, -það er í sögulegu lágmarki. Fylgi Sjálfstæðisflokksins var nærri tvöfalt meira eftir síðustu alþingiskosningar -fyrir einu og hálfu ári- eða 37%.
Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 8% og 3% segjast styðja Frjálslyndaflokkinn- sama hlutfall styður Íslandshreyfinguna-lifandi land.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. desember 2008
Nokkur hundruð á mótmælafundi á Arnarhóli
Nokkur hundruð manns hafa safnast saman á Arnarhóli þar sem Borgarahreyfingin boðaði til fundar kl. 15. Hreyfingin hvetur landsmenn til að sýna samstöðu og krefjast breytinga á stjórn landsmála og stjórnsýslu með því að leggja niður vinnu og mæta á fundinn.
Borgarahreyfingin er regnhlífarsamtök þeirra hópa sem að undanförnu hafa haft sig í frammi vegna þess gjörningarveðurs sem fjármálamenn, stjórnvöld og embættismenn hafa kallað yfir þjóðina, líkt og fram hefur komið í fréttatilkynningu frá hreyfingunni.
Frummælendur á fundinum voru eftirfarandi:
Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Margrét Pétursdóttir verkakona, Snærós Sindradóttir nemi. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur. Blaz Roca (Erpur) rappar um þjóðmál. Fundarstjóri er Edward Huijbens landfræðingur. (mbl.is)
Það er til marks um mikla undiröldu í þjóðfélaginu hvað mikið er um fundarhöld,mótmælafundi og aðra fundi.Sennilega mun þessum fundum ekki ljúka fyrr en orðið verður við einhverjum af kröfum mótmælenda.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Þjóðfundur á Arnarhóli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 1. desember 2008
Krónan komin á flot
Gengi krónunnar hefur fallið um tæp 3% í morgun en krónan var sett á flot á föstudag, þó með þeim takmörkunum sem fylgja reglum Seðlabankans. Gengisvísitalan er komin yfir 250 stig. Bandaríkjadollar er nú tæpar 148 krónur, pundið 222 krónur og evran 187 krónur.
Krónan hefur fallið um tæp 20% gagnvart evru frá miðjum október. Í morgunkorni Glitnis kemurm fram að forsendur séu fyrir því að krónan styrkist til lengdar en til skemmri tíma gæti hún lækkað enn meira núna þegar hömlur á almenn gjaldeyrisviðskipti hafa verið afnumin.(ruv.is)
Menn eru mjög hræddir um að krónan hrapi.Þess vegna er henni handstýrt að hluta,þannig að hún
flýtur ekki alveg.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. desember 2008
Er Seðlabankinn yfir viðskiptaráðuneytinu?
Það hefur komið í ljós,að mikil mistök hafa orðið við setningu nýrra laga um gjaldeyrismál og útgáfu á reglum Seðlabankans um sama efni: Fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi eru bannaðar.Menn þurfa að láta segja sér þetta tvisvar en þetta er staðreynd. Nýleg fyrirtæki hér sem framleiða vöru til útflutnings t.d. tölvuleiki og hugbúnað ýmsan fá nú ekki erlenda fjárfesta,þar eð þeim er bannað að fjárfesta hér. Maður hefði haldið,að Íslandi væri mikil þörf á erlendum gjaldeyri meira en nokkru sinni fyrr og því ætti að greiða fyrir fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi en ekki öfugt. Jón Sturluson aðstoðarmaður viðskiptaráðherra segir í viðtali við Fréttablaðið " ólíklegt,að lögin hamli fjárfestingu erlendra aðila hér"! Af hverju veit ráðuneytið þetta ekki með vissu? Jú,það er vegna þess,að Seðlabankinn er farinn að valta yfir viðskiptaráðuneytið og virðist á stundum meiru en ráðuneytið.Þó segir í lögunum,að Seðlabankinn megi gera hinar og þessar ráðstafanir í gjaldeyrismálum að fengnu samþykki viðskiptaráðherra. Þegar ég vann í viðskiptaráðuneytinu 1964-1981 heyrði Seðlabankinn undir viðskiptaráðuneytið. Á því lék enginn vafi. Nú heitir svo,að Seðlabankinn heyri undir forsætisráðuneytið. En það er út í hött. Seðlabankinn á að heyra undir viðskiptaráðuneytið.
Í skýringum á reglum Seðlabankans um fjármagnshreyfingar til landsins segir svo:
Fjárfesting í verðbréfum, hlutdeildarskírteinum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjölum eða öðrum framseljanlegum fjármálagerningum, sem felur í sér hreyfingu fjármagns til landsins er óheimil. Óheimilt er að eiga gjaldeyrisviðskipti eða aðrar fjármagnshreyfingar í erlendum gjaldeyri með úttektum af reikningum í íslenskum krónum í innlendum fjármálafyrirtækjum eða Seðlabanka Íslands. Fjármagnshreyfingar vegna yfirfærslu eða flutnings á fjármunum frá landinu sem tengjast sölu á beinum fjárfestingum eru óheimilar.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 1. desember 2008
Stefnubreyting hjá VG varðandi ESB?
Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, vill að Íslendingar fái að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Í pistli á vefsíðu sinni segir Ögmundur að þörf sé á lýðræðislegri niðurstöðu um málið sama hvort tekin verði ákvörðun um inngöngu eða ekki.
Ég finn fyrir tvennu. Í fyrsta lagi eru menn mjög leitandi og spyrjandi. Ég held að það eigi við um þjóðfélagið allt og ekkert siður við okkar félagsmenn en aðra. Þetta er svona númer eitt. Síðan finn ég fyrir því að innan okkar raða að fólk vill að málið verði útkljáð í kosningu. Og það rímar ágætlega við stefnu vinstri grænna sem setur lýðræðið í öndvegi," segir Ögmundur í samtali við Vísi. Hann segist þó sjálfur enn hafa efasemdir um Evrópusambandsaðild og að hún fari vaxandi.
Ögmundur segir að kosningar um ESB kalli að sjálfsögðu á viðræður við sambandið til að komast megi að því hvaða kostir séu í boði. Hann treysti engum betur til slíkra viðræðna en Vinstrihreyfingunni grænu framboði. (visir.is)
Hér eru mikil tíðindi. Þetta þýðir,að Ögmundur vill fara í aðildarviðræður við ESB til þess að athuga hvaða kostir eru í boði og að síðan fari fram þjóðaratjvæðagreiðsla um það hvort Ísland vilji aðild að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 1. desember 2008
Geir þakkar Norðmönnum
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir í opnu bréfi til Norðmanna, sem Dagsavisen birti fyrir helgi, að Íslendingar hafi sterka tilfinningu fyrir sögunni og þeir gleymi ekki vinargreiða þegar mikið liggur við.
Þegar náttúruhamfarir hafa dunið yfir Ísland, líkt og eldgosið í Vestmannaeyjum 1973, hafa margar vinarþjóðir brugðist hratt við og stutt okkur af örlæti og við höfum einnig reynt að rétta öðrum hjálparhönd á örlagatímum. Þegar við höfum nú lent í hamförum, sem eru af mannavöldum, er það hughreysting að finna, að við njótum enn þessa stuðnings," segir Geir m.a.
Hann segir að fjármálakreppan nái til alls heimsins og Íslendingar viti að erfiðleikar séu víða og ríkisstjórnir beri fyrst og fremst ábyrgð á að gæta hagsmuna eigin þegna.
Þakklæti okkar Íslendinga í garð vinaþjóða okkar er því enn meira og það eykur okkur bjartsýni um að breið samstaða náist um aðgerðir til að að stöðva þessa heimskreppu," segir Geir m.a.(mbl.is)
Norðmenn eiga miklar þakkir skilið fyrir þá aðstoð,sem þeir veita okkur í fjármálakreppunni. Þeir voru einna fyrstir að heita okkur aðstoð.Ég er viss um,að Íslensingar hefðu getað fengið nægilega aðstoð hjá vinaþjóðum þó aðstoð IMF hefði ekki komið til.Ég er ekki sáttur við framkomu ESB og IMF við afgreiðslu láns til Íslendinga.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Íslendingar muna vinargreiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |